Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1974. Jörgensen á laugardegi. Strax sama dag gat ég séö hjá honum skrá yfir öll skipti og dánarbú sem safniö geymir. Ég fletti óöar upp á Pétursson og fann nafn hans og ártaliö 1851. Og svo lét ég veröa mitt fyrsta verk, þegar ég kom aftur i safniö á mánudaginn, aö biöja einn safnvöröinn aö sýna mér þessa pappira, ég vildi gjarna sjá hvernig fjármálum Brynjólfs heföi verið farið. Bréfafundurinn góði Hann fór með mér að miklum stálskápum, opnar þá og finnur númer Péturssons og dregur fram tvo mikla skjalaböggla, og segir: Þaö er nú ekkert minna en þetta, svo að eitthvað hafa þeir haft um hann að segja. Ég fdr svo niöur í herbergi, sem mér hafði veriö fengiö, leysi snærin utan af Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður varði fyrir rúmri viku doktorsritgerð sina um ævi og störf Brynjólfs Péturs- sonar. Hér fer á eftir viðtal Árna Berg- manns við dr. Aðalgeir um tilorðningu verksins, um merkan bréfafund, um hlutverk Brynjólfs i stjórnmálasögunni, um nútimaáhuga á sjálfstæðisbaráttunni og þann vanda að skrifa ævisögur. Hve mikið starf? — Hvað er rit þitt um Brynjólf Pétursson mikiö starf? — Það fer eftir þvi, hvernig litið er á þaö. Þetta er aö mestu unnið i tómstundum, og stundum reyndar án ákveöinnar stefnu, þótt þetta endaöi nú svona. — Hvenær ákveður þú að stefna aö doktorsprófi með þessu starfi? — Það má segja, aö ég hafi i rauninni aldrei stefnt að þvi bein- linis meðan ég var að semja bókina. Upphafið var það, að þegar ég var i háskólanum og leitaði mér að efni fyrir lokapróf, þá benti Þorkell Jóhannesson mér á þaö, að um Brynjólf Pétursson hefði eiginlega ekkert verið skrifað. Ég vissi reyndar fátt um Brynjólf þá, en vatt mér að þessu. Það hefur verið 1951 og ári sföar skilaði ég ritgeröinni og lauk prófi um næstu áramót. Eftir þetta fór ég ýmsar krókaleiðir, var t.d. i Noregi einn vetur. En 1955 fór ég til Kaupmannahafnar að ráði ólafs Halldórssonar, sem þá vann á Arnasafni, og vann að útgáfu á bréfum Brynjólfs sem hann taldi liklegt, að Fræða- félagið væri fáanlegt til að gefa út — sem og reyndist Við þetta var ég I eina þrjá vetur, að skrifa upp bréfin, gera skýringar og búa þau til prentunar. Siðasta veturinn setti ég saman drög að ævisögu. Um það leyti sem ég kom heim var Visindasjóöurstofnaöur og ég fékk 20 þúsund króna styrk, sem var töluvert fé þá, til að vinna að þessu. Prentun á bréfunum gekk hægt, og þau komu ekki út fyrr en 1964, en á meðan gekk ég frá ann- arri bók, úrvali á bréfum Konráðs Gislasonar. Ég var tvö ár i afleysingum i Landsbókasafni.þar af eitt ár við handritadeild. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir alla, sem vilja rannsaka eitthvað að kynnast safnvinnu — þar læra menn að vita hvar hlutina er að finna. Úr þeirri Paradis fór ég 1961 og þá enn i afleysingar og nú i Þjóð- skjalasafn. Þangað var ég svo ráðinn skjalavörður nokkru siðar, eftir að dr. Björn Karel lét af störfum fyrir aldurs sakir. Afdrifarík kynnisferð Og eins og ég sagði áðan, þá koma út bréf Konráðs og Brynjólfs... — Sem þá voru fundin? — Nei, þetta var heildarútgáfa á bréfum Brynjólfs sjálfs. Ég haföi tekið eftir þvi, þegar ég vann að þeirri útgáfu, að bréfin til Brynjólfs vantaði. En það gat svo sem vel verið, að þeim hefði verið hent þegar hann dó, haustið eftir þjóðfundinn. Ég var svo að dunda við að skrif kafla og kafla upp, ég held ég sé búinn að skrifa suma tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum. Þannig stóð þetta haustið 1968. Ég haföi tekið saman dálitið kver um Brynjólf og ætlaði að fara að gefa það út. Þá varð það að ráði, að Stefán Pétursson þjóðskjalavörður gerði mig út af örkinni til að kynna mér skjalasöfn og sendi mig til Haralds Jörgensens, sem er yfir Landsarkivi Sjálands, frægur safnmaður og harðgreindur, enda gyðingur. Ég kom út og hitti Vond samviska? Ég held menn vilji mikið um sjálfstæði þessu og er nú dálitið skjálf- hentur. Ég kem þá niður i stóra hrúgu af sendibréfum. Þarna voru yfir sex hundruð bréf til Brynjólfs, aðallega frá þvi um 1840 og þar til hann deyr 1851. Þarna voru bréf frá mönnum eins og Jónasi Hallgrimssyni, Grimi Thomsen, Jóni Thoroddsen. var tilbúin 1971. Árið siðar kom hún svo út hjá Bókmenntafélag- inu. En það er dálitið merkilegt, að ekkert blað sá ástæðu til að birta um hana ritdóm. Það er eins og enginn hafi lengur áhuga á Fjölnismönnum. Þetta segir okk- ur þá sögu, að upphaf sjálfstæðis- baráttunnar sé orðið undarlega fjarri okkur. Við erum náttúrlega á öðru róli nú en þá. Við erum að fara frá þvi marki, sem þá var stefnt að, og þá er gott að láta þögnina geyma það, sem liðið er og hljómar gagnstætt þvi, sem er að gerast i dag. Ég held menn vilji ekki tala mikið um sjálf- stæðisbaráttuna i dag, og liklega er þetta skýringin á því. Ef við tökum menn af gömlu kynslóðinni eins og Sverri Kristjánsson þá er þetta þeirra timabil, mannanna, sem eru mótaðir af sjálfstæðisbaráttunni, ungir menn 1918, þegar þvi lýkur sem byrjað var á um miðja 19. öld. En nú virðist þetta algjörlega breytt, hvernig sem á þvi stendur. Nýskeð hef ég reyndar séð og heyrt tvo merkilega hluti einmitt um þetta. Viðt. við Sigurð Lindal i Eimreiðinni og erindi um daginn og veginn, sem Andrés Kristjánsson flutti fyrir skemmstu. Hann var einmitt að tala um þetta, að við hefðum misst kjarkinn til að taka á okkur áhættur, sem eru þvi samfara að vera sjálfstæðir. Og þá er kannski skiljanlegt, að menn hafi litinn áhuga á þvi að rifja upp sjálf- stæöisbaráttuna. Hluti gesta við doktorsvörnina (ijósm. AK). En af bókinni er það að segja, að maður er ævinlega feginn þegar eitthvað er frá. En þeir Jakob Benediktsson og Björn Karel spurðu mig að þvi, hvort ég ætlaði ekki að senda bókina inn til heimspekideildar: Sjálfstæðis- baráttan væri svo merkur þáttur i sögu okkar, að öll vitneskja um hana hlyti að vera áhugaverð sagnfræði, og Björn Þorsteinsson vék að hinu sama. Eftir nokkra umhugsun lét ég svo verða af þessu i fyrrasumar, og þá hófst sá þáttur sem lauk á laugardaginn i fyrri viku. Þarna er t.d. mjög skemmtileg lýsing Jóns á þvi, þegar hann lét taka sig til soldáts og fór i Slés- vikurstriðið. Þar lýsir hann fram- göngu sinni i bardaga, kveðst hreint ekki hafa verið hræddur og hafa drepið a.m.k. einn Þjóðverja fyrir vist. — Eg missti nú allt timaskyn og fletti þessu i gegn og var alveg undrandi. Svo tók ég ágætt sitat úr bréfi frá Jónasi Hallgrimssyni og byrjaði á þvi bréf til Sverris Kristjánssonar, þar sem ég sagði honum, hvað fyrir mig hefði borið. Honum þóttu þetta ekki litil tiðindi, en hann hafði þá sjálfur unniö mikið starf við að skrá is- lensk bréf i dönskum söfnum. Ég sagði svo auðvitað fleirum frá þessu, en vildi láta Sverri hafa fréttina fyrstan. Hann kom henni svo á framfæri við ykkur á Þjóð- viljanum. Stefán Pétursson sagði mér svo að láta ijósrita þetta safn og koma með það heim. Ég var á safninu i mánuð eins og til stóð og fann reyndar margt merkilegt varðandi ísland, en þetta safn hefur einhvernveginn oröiö út- undan, þegar menn hafa verið þarna úti að rannsaka islensk efni. Ég bætti siðan mánuði við dvöl mina af sumarleyfi til að at- huga fleira, sem Brynjólf varöaði, og var þá aftur i Rikis- skjalasafninu. Starfsbræður á báðum söfnum voru afar hjálp- legir, gáfu mér ljósrit af öllu sem ég vildi og leiðbeindu mér á margan hátt. Þegar heim kom fór ég svo aö skrifa bókina fyrir alvöru og hún AAaigeir Kristjánsson flytur varnarræðu sfna. Við erum að halda frá því marki, sem þá var stefnt að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.