Þjóðviljinn - 15.09.1974, Side 14

Þjóðviljinn - 15.09.1974, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley þessu — og meira til — meðan hún horfði spyrjandi á hann úr ná- lægð. • — Jæja, tekurðu þetta til greina? Geturðu fallist á mig — til aðstoðar á ég við? — Auðvitað. Það var afráðið um leið og þú hafðir sleppt orðinu, Judý. Ég var ekki að ihuga málið, heldur að dást að þér. Hann laut áfram, tók um báða upphandleggi hennar og kyssti hana snöggt og létt á munninn. Hann sleppti henni samstundis og sagði: — Jæja, hvernig er svo dagskráin, Judý? Hún dró djúpt andann og sagði siðan fljótmælt: — Ég hef verið að velta þvi fyrir mér, Tom. Gönguferð út á heiði — nema þú sért búinn að fá nóg af þvi. Ekki það? Agætt! En ekkert föðurtal fyrr en um kvöldmat eða seinna, svo að Alison geti hlustað um leið og ég, og það er ómögulegt fyrir þig að tvitaka það allt saman. — Gott og vel. Ég set gamla manninn á is. Og um hvað eigum við þá að tala? — Það er auðvelt. Við tölum um okkur sjálf, sagði hún ein- beitt. — Og nú ætla ég i siðbuxur og gönguskó. Þú þarft vist ekki að skipta.en ég ætla annars með þig erfiða leið. Mistrið var horfið af heiðinni. Á veginum voru bilar og fólk og fá- einir göngumenn á breiðari stig- um, en Judý stýrði ferðinni nær ó- sýnilegum götum, og fljótlega voru allar mannverur horfnar að baki. Þau gengu upp lyngbrekkur i áttina að klettabelti sem minnti á gamalt minnismerki. Þau voru i öðrum heimi sem þau áttu út af fyrir sig. — Finnst þér ekki dásamlegt hérna uppi? Hún hafði stansað og horfði nú á hann ljómandi augum. — Dýrlegt! Hann þagði andar- tak og vonaði að hún tæki ekki eft- ir þvi að hann var móður. — En við tölum ekki sérlega mikið, ha? — Biddu bara. Þarna uppi er eftirlætisstaðurinn minn. Ég hef verið þar timunum saman alein. Og þegar einhver er með mér, er ekkert liklegra en ég tali frá mér allt vit. Komdu — siðasta átakið og það ætti að lánast — Allerton Fawcet—spillti eyminginn þinn! Þau héldu áfram upp lyng- brekkurnar og komu loks á mjúk- an grasblett sem hallaði niður að slútandi kletti. — Hér kemur það, sagði hún og fleygði sér niður. Hann stóð stundarkorn kyrr, einkum til að sýna að hann væri enginn „spilltur eymingi” en settist siöan hjá henni. Þarna var engin viðátta að horfa á, þau voru i litilli, grænklæddri dæld, svo að hann hallaði sér aftur á bak og góndi upp i himininn, sem virtist nú blárri og dýpri en hann hafði nokkru sinni séð hann siðan hann kom frá Astraliu. Hér var eins og þau væru viðs fjarri Englandi. Hún sneri sér að honum, studdi hönd undir höku. — Hver á að byrja? — Konur fyrst. Þú. — Já, tuttugu og sex ára — og eins og ég sagði, sæmilega þrosk- uð og lifsreynd eftir aldri. Tvö ástarævintýri. Ég ætla að ljúka þessu standi af fyrst. Engir óþokkar — ekkert slikt. Fremur indælir, aðlaðandi karlmenn — annar jafnaldri minn, hinn eldri en þú — og um tima gekk ég upp i bréfaskriftum og simhringingum, snæöingi seint og snemma og drykkju á öllum tfmum, sem virðist fastur liður i ástarævin- týrum, svo rúmið og allt það. En ég uppgötvaði að ég gat ekki lifað raunverulegu lifi með þeim. Hvorugum þeirra. Hinu seinna lauk fyrir rúmu ári. Siðan ekkert. Of alvarlega sinnuð — ég sjálf — — Það er gott að þú ert búin að afgreiða þá tvo, tautaði Tom. — Ég er búinn að fá andúð á þeim. Ekki meira um ástamálin. Haltu áfram að segja frá sjálfri þér. — Ég hef reynt að skrifa. Ég getskrifað — að vissu marki. Ég gæti framleitt — fyrirhafnarlitið — sams konar sögur og við prent- um eftir stúlkur. Brot úr sjálfs- ævisögu — næstsiðasta ástin — með nafnbreytingum og breyttu umhverfi. En af hverju skyldi ég gera það? Ég hef i rauninni ekki áhuga á þvi. Það sem ég hef fyrst og fremst áhuga á núna — tja, Tilkynning um lögtaksúrskurð Þann 4. september s.l. var úrskurðað, að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum, en ógreiddum tekjuskatti, eigna- skatti, atvinnuleysistrygf.ingargjaldi, iðnaðargjaldi, kirkjugjaldi, kirkjugarðsgjaldi, hundaskatti, iðnlána- sjóðsgjaldi, slysatryggingargjaldi atvinnurekanda, al- mennum launaskatti, llfeyristryggingargjaldi atvinnu- rekenda, sérstökum launaskatti, skemmtanaskatti, miða- gjaldi, söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutcgundum gjöldum til styrktarsjóös fatlaðra, skipulagsgjöldum útflutningsgjaldi, aflatryggingasjóðs- gjaldi, tryggingariðgjöldum af skipshöfnum og skráning- argjöldum, innflulningsgjöldum, slldargjaldi, ferskfisk- matsgjaldi og fæðisgjaldi sjómanna, allt ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði. Lögtök fara fram að liðnum átta dögum frá birtingu aug- lýsingar þessarar ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn Hafnarfirði og Seltjarnarnesi Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. auk ánægjulegs einkalifs — er ástand og heilsufar og tilgangur þjóðfélags okkar i heild, Tom. Hún fór að hlæja. — Ég nefndi Tom I von um að þér þætti ég ekki alltof hástemmd. — Þetta er afskaplega enskt, Judý. Hvaða máli skiptir það þótt við séum dálitið hástemmd? Astand þjóðfélagsins er brýnt áhyggjuefni. Og satt að segja — og mér er alvara — þykir mér það hábölvað. Hún teygði fram hina höndina og snerti vanga hans. — Segjum tvö. Og ég villi á mér heimildir núna sem handritalesari. Ég hef ekki lengur áhuga á nútimalegum bókmenntum og leikritun, þótt ég verði að láta sem svo sé. Flest af þvi er krábull, sprottið upp úr al- mennri ringulreið. Að hlusta á það er eins og að standa fyrir utan sjúkradeild og hlusta á sjúkling- ana æpa sjúkdómseinkenni sin hver að öðrum. Þessir rithöfund- ar segja okkur ekki, hvernig á að komast út úr ringulreiðinni. Þeir lýsa þvi bara hvernig það er að komast lengra og lengra niður i skitinn þar sem óþverraorð eru skrifuð stórum stöfum á hvern vegg. Ég vil fá bækur sem benda mér á útgönguleið. Bókmenntir og leikritun geta beðið þangað til viö erum komin á veg — eða á hreyfingu að minnsta kosti. Þess vegna er það sem ég hef varið svo miklum tima i dr. Firmius og þetta furðulega handrit hans, þótt hann sé auðvitað vinur minn núna, og mér þykir reglulega vænt um hann. Þótt hann geti stundum reynt á þolrifin, þá er hann indæll. — Mér fellur vel við gamla !gaurinn. Og mig langar til að lesa þetta ritverk hans. Um hvað er það eiginlega — ég á við annaö en háskóla handa miðaldra fólki, sem mér þykir reyndar ágæt hug- mynd? — Hamingjan sanna — það fjallar um allt. Þaðer komið upp I áttatiu þúsund orð áður en hann svo mikið sem minnist á háskól- ana. Hann byrjar á Unamuno og Otto Rank og öðru fólki sem hefur trúað þvi að spurningin um dauða eða ódauðleika sé alveg samgróin mannkyninu, og byrjar siðan að reisa hofið sitt. Ég veit ekki hvernig maður eins og þú myndi lita á kenningar hans, en hann gæti gert flestar menntaðar kon- ur hálfvitlausar. * — Þvi þá það? 'ftf hverju konu^ en ekki karlmenn? —. Vegna þpss,a§ svo margt af þvi sem hann segir, kefnur iiá- kvæmlega heim við það sem flestum konum finnst um lifið. Það sem konum finnst eðlilegt og sjálfsagt þegar þær tala i ein- lægni við aðrar konur. Það sem kemur ekki heim við neitt vis- indakerfi eða hugsjónir, heldur en nánast tilfinning eða óljóst hug- boð sem konur draga ekki I efa, heldur breyta ævinlega sam-' kvæmt. En auðvitað setur hann: þetta upp i orð og kerfi, byggir þetta risahof sitt, sem menntuð' kona hlýtur að fordæma. Ég hef aldrei lesið hann svo að mér detti ekki I hug með hryllingi hvað þessir málsnjöllu heimspekingar I Oxford myndu gera við hann. Samt segja þeir sjálfir aldrei neitt sem kona vill heyra, sem henni finnstvera rétt. En FirmiuS) gerir það allan timann. Og hvarj erum við þá stödd? Skilurðu hvað ég á við, Tom? — Ég geri það, Judý. Fyrr eða siðar höldum við mikla Firmius- ar samkundu. — Jæja? En hvenær? Hvernig? Ekki með flugpósti milli Sydney og London — Það gengur ekki. — Nei, það er ekki hægt — nei. — Hvenær ætlarðu til baka, Tom? — En sú spurning! Ég er ekki einu sinni búinn að ákveða hve- nær ég segi föður minum að sonur hans sé kominn. Eða hvort ég geri það yfirleitt, eftir bjánalega framkomu mina á barnum — en við ætluðum að biða með það allt. Fyrirgefðu! — Jæja, segðu mér frá sjálfum þér. — Ég held ég geti það ekki i svipinn. Það myndi verða svo skelfing leiðinlegt. Auðvitað .svara ég spurningum. — Þá verður það eins og viðtal i— hamingjan hjálpi okkur! Ég iþurfti að hafa viðtal við tvo af ihöfundunum okkar — annan jbandariskan, hinn indverskan. ÍKanann i hljóðvarpinu, indverj- TILBOÐ Óskast I eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudag- inn 17. sept. 1974, kl. 1-4 i porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: SAABstation árg. 1969 Volkswagen 1302 ” 1972 Volkswagen 1200 ” 1971 Volkswagen 1200 ” 1970 Ford Bronco ” 1968 Volvo Laplander ” 1967 Unimog torfærubifreið ” 1966 Gaz 69 torfærubifreið ” 1966 Land Rover diesei ” 1971 Land Rover diesel ” 1969 Land Rover benzln ” 1969 Land Rover benzín ” 1969 Land Rover benz.in ” 1969 Toyota Dyna sendiferðabifreið ” 1972 Dodge sendiferðabifreið ” 1970 Ford Transit sendiferðabifreiö ” 1971 Ford Transit sendiferðabifreið ” 1971 Ford Transit sendiferðabifreið ” 1970 Ford Transit sendiferðabifreiö ” 1970 Ford Transit sendiferðabifreið ” 1970 Ford Transit sendiferðabifreið ” 1967 Volkswagen sendiferðabifreið ” 1966 Commer sendiferðabifreið ” 1967 Til sýnis á athafnasvæði Pósts og sima að Jörfa: Reo Studebaker vörubifreið árg. 1953 Ford Majordráttarvél meðspili ” 1961 Til sýnis á athafnasvæði Sementsverksmiðju rikisins Ar- túnshöfða: Henschel vörubifreið árg. 1958 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5.00 að viöstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS 10 • • I . - • . BORGARTÚNI 7 SÍKI 26844 Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikur- svæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERD. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Sími: 93-7370. Félagsstarf eldri borgara að Norðurbrún 1. í " verður þannig fyrst um sinn: Mánudagar: Fótsnyrting, handavinna, leirmunagerð (byrjar 16. sept.) Báðir salir opnir. Þriðjudagar: Fótsnyrting, teiknun — málun (byrjar 17. sept.) Félagsvist annan hvorn þriðjudag (byrjar 17. sept.) Miðvikudagar: Fótsnyrting, handavinna bókmenntir — leshringir (byrjar 18. sept.) Stóri salur opinn. Fimmtudagar: „Opið hús”, spilað, lesið bókaútlán, upp- lýsingaþjónusta. Handavinna, böð (með aðstoð hjúkrunar- konu), Skákkennsla (byrjar 19. sept.) Föstudagar: Hársnyrting, föndur, tauþrykk. Báðir salir opnir. Aðrir þættir félagsstarfsins auglýstir siðar. Ath. kaffiveitingar alla daga, húsið opnað kl. 1 e.h. Upplýsingar i sima 18800 kl. 10-12 f.h. Geymið auglýsinguna. ^____________________________________________J Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.