Þjóðviljinn - 15.09.1974, Síða 15
Sunnudagur 15. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
SÍÐAN
UMSJON: GG
Þeir skrifa ...
Hjónin voru sammála um,
að það væri mikil vinna að
hugsa um garðinn, en ef þau
yrðu leið gætu þau bara hætt.
Hvort þau gætu það, er svo
annað mál. Það hlyti að verða
erfitt að sjá á bak svona mik-
illi fegurð. -EVI-
Visir
„Maður kemst eiginlega
ekki hjá þvi að taka þátt i
stjórnmálum á vissan hátt, þó
að ég persónulega vildi ekki
vera i þeim”, segir Erna
Finnsdóttir, kona Geirs Hall-
grimssonar forsætisráðherra,
er við röbbuðum við hjónin á
heimili þeirra við Dyngjuveg
6.
Þau eiga 4 börn, Hallgrim
sem nemur lögfræði, Kristinu
bókasafnsfræðing, Finn, sem
lærir viðskiptafræði og Ás-
laugu menntaskólanema, og
svo eiga þau 2 barnabörn.
,,Ég hef ekkert unnið utan
heimilis, enda hefur verið nóg
að gera, en ég gæti hugsað
mér, að ef ég færi að vinna,
myndi ég vilja starfa á bóka-
safni eða að fara að læra bóka-
safnsfræði”, segir Erna, en
hún og Geir áttu 30 ára stúd-
entsafmæli i vor.
Þau Geir og Erna fara mikið
i leikhús og á tónleika, en
finnst bezt að vera heima.
Geir les' gjarnan spennandi
leynilögreglusögur t.d. eftir
Agöthu Christie, svona til þess
að hvila sig á stjórnmála-
skýrslum. Þau eru ekki mikið
fyrir iþróttir þó að Geir fái
sér sundsprett við og við, en
Erna segist fá nóga leikfimi
við húsverkin og við að reyta
arfa i garðinum og hlaupa á
eftir sláttuvélinni. En báðum
þykir gaman að renna fyrir
lax.
Geir grillar stundum á svöl-
unum og segist vera afbragðs-
góður við það. „En ég er af-
munstraður úr eldhúsinu, kon-
an min segir,-að ég sé allt of
lengi að vaska upp, en það er
auðvitað af þvi að ég er svona
vandvirkur”, segir Geir.
Honum finnst bezt litið
steikt nautasteik en Ernu
finnst bezt soðin ýsa með
hörðu smjöri. Ekki þarf þó að
elda sinn hvern réttinn svo að
báðum liki, svo framarlega
sem Erna fær sina steik vel
steikta.
—EVI—
Visir
Dick
Cavett
hér
og Eiöur
í Karakas
Þeir sem ætla að hvíla
sig við sjónvarpsskjá í
þessari viku munu vænt-
anlega einhverjir finna
sitthvað við sitt hæfi.
Raunar er dagskráin enn
með eyðimerkurblæ sumars-
ins, en erlendir þættir, svo og
kvikmyndir, sem sjónvarpið
fær, eru amk. ekki dapurlegri
núna en margt það sem ann-
ars gefst til dægrastyttingar.
Bióin virðast amk. ekki leggja
Dick Cavett ræðir við Orson Welles á laugardaginn kemur.
sig fram við að veita sjón-
varpinu keppni, og leikhúsin
eru vart byrjuð sina starfsemi
enn.
1 dag, sunnudag, er kannski
helst að menn staðnæmist við
franska mynd sem fjallar um
blues-tónlist. Á bökkum
Missisippi heitir hún, og fjall-
ar um uppruna og þróun
bluesins meðal bandariskra
blökkumanna.
...,Þe‘r búa til fleka og sigla honuni til eyjar skammt undan landi. En á heimiiðinni gerist hræðilegur
og óskiljanlegur atburður”. — tír sænska sjónvarpsleikritinu, sem sýnt verður á mánudagskvöldið.
ingum gerist „hræðilegur og
óskiljanlegur hlutur”, segir i
dagskrá s jónvarpsins .
Kannski vér hrollveljuunn-
endur finnum okkur stað við
imbakassa á morgun.
Og þeir sem þiggja linuna
frá Albaniu mega alls ekki
láta siðasta dagskrárlið
mánudagkvöldsins fram hjá
sér fara. Sýnd verður frönsk
fræðslumynd um Albaniu,
land og þjóð.
Lungnaþemba og lax
A miðvikudaginn sýna þeir
27 ára gamla ameriska kvik-
mynd, og tölum ekki meira
um það. En kannski munu
margir vilja líta a
Nýjustu tækni og visindi, sem
örnólfur Thorlacius stýrir að
vanda. örnólfur fjallar um
lungnaþembu og reykingar.
(hvort sem það heyrir undir
nýjustu tækni eður ei), hagl-
rannsóknir og Atlantshafslax-
inn.
A föstudaginn verður sýnd
fræðslumynd um Portúgal.
Myndin er norsk óg f jallar um
ástand og horfur i portúgölsk-
um stjórnmálum eftir valda-
töku hersins.
Og á laugardaginn er útlit
fyrir að kanasjónvarpselsk-
endur fái huggun nokkra. Dick
sjálfur Cavett kemur á skjá-
inn að hætti bandariskra
skemmtiþáttastjóra og tekur
tali listafólk og leikara. Gest-
ur hans er hinn frægi og feiti
Orson Welles. —GG.
Ha f rétta rrá ðste f na n
Hafréttarráðstefnunni i
Karakas verða gerð ýtarleg
skil i vikunni. A morgun,
mánudag, verður fyrsti frétta-
þátturinn af þremur, sem Eið-
ur Guðnason tók saman þá
daga sem hann var i Karakas i
sumar, en Eiður er sá frétta-
manna sjónvarpsins, sem er
hvað óragastur við að ferðast
til útlanda.
Fyrsti þátturinn frá
Karakas er á mánudag, en
hinir tveir eru svo á miðviku-
daginn og föstudaginn.
Sænskt leikrit
Annað kvöld verður lika
sýnt sænskt leikrit, sem fjallar
um gamlan mann sem tekur
að rifja upp endurminningar
sinar. Og i þeim endurminn-
Öli smeykur alla sveik,
enda reikull maður.
Á sinn veika viljakveik
virðist leikmeinaður
Framsóknarmaður
Hvernig er það
Hvernig er þetta eiginlega,
eiga þessir kommúnistar og
rússa-bolsar að stjórna þessu
landi jafnvel þótt okkarstjórn
hafi tekið við?
Ég veit, kæri Velvakandi, að
ég spyr fyrir hönd meirihluta
þjóðarinnar, þess þögla og
hógværa fólks, sem þessa dag-
ana biður eftir þvi að landið
rétti úr kútnum eftir þriggja
ára svokallaða vinstri stjórn.
Annars verð ég nú að segja
það, að ég skil ekkert i þvi, að
Geir minn Hallgrlmsson
skyldi leyfa kommúnistanum
Einari Agústssyni að vera á-
fram utanrikisráðherra, eins
og sá ráðherra hefur móðgað
hinn vestræna heim upp á sið-
kastið.
Það er ekki nóg með að hann
hafi ætlað sér að reka varnar-
liðið okkar úr landi og gera
okkur varnarlaus gagnvart
rússum, heldur hefur honum
haldist á þvi að loka sjálfu
Keflavikursjónvarpinu!
Ég segi nú bara fyrir mig og
manninn minn, að Keflavikur-
sjónvarpið var orðin hrein
guðsblessun á þessu heimili.
Ég veit ekki hvernig laugar-
dagskvöldin hefðu liðið, hefð-
um við ekki haft gönsmók og
dikkkavett.
Og svo er bara lokað. Skellt
á nefið á manni! Við höfðum
varið stórfé og fyrirhöfn til að
fá að sjá blessað kanasjón-
varpið, og fyrst það þurfti nú
að vera að hrófla við lifi
manns, þá verð ég að segja
það, að hálft i hvoru hefði mér
verið sama, þótt herinn hefði
farið, ef við hefðum fengið að
hafa kanasjónvarpið áfram.
Uppgangur kommún-
ismans er hreint ótrúlegur,
þegar þess er gætt, hve marg-
ir berjast gegn honum. Eru
þeir ekki búnir að eyðileggja
hann Nixon? Hafa þeir ekki
mengað Kleifarvatn? Létu
þeir ekki rússneksa njósnara
leika golf við Pál Asgeir
Tryggvason? Tala þeir ekki
fleiri orð i útvarpið heldur en
okkar menn? Ráða þeir ekki
útvarpsráði? Hvernig er það
eiginlega, fær maður aldrei að
vera i friði?
Við, maðurinn minn og ég,
fórum nú á þjóðhátfðina á
Þingvöllum hér um daginn i
bliðskarparveðri og þjóðhátið-
arnefndarskapi. Sem við sát-
um og hlustuðum á þig, nei
Geir, Velvakandi, þá kemur
þessi viðbjóðslega drusla upp
á efri bakka Almannagjár. Ég
tárfelldi af reiði og skömm.
Mér finnst það satt að segja
helv... hart að fá ekki að vera i
friði á Þingvöllum fyrir þessu
fólki. Alltaf þarf.það að vera
að suða i leiðinlegum málum.
Ég vil fá að lifa i friði i land-
inu....! (Bréf til Velvakanda,
sem kommúnistar stálu af
Sófusi).
Vitrasti
staö-
gengill
Saló-
mons
í blaðinu i gær mis-
ritaðist þvi miður
nafn æðsta manns
Frimúrarareglunnar
á íslandi, en sá mun
heita Ásgeir Magnús-
son i dag.