Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. september 1974. Framhaldsstofnfundur íþróttafélags fatlaðra i Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 26. september n.k. i Hátúni 12, 2. hæð, og hefst kl. 20.30. A fundinum flytur Magnús Ólafsson, iþróttakennari, erindi um i- þróttir fyrir fatlaða og sýnir kvikmyndir. Þess er vænst að allir áhugamenn um iþróttir fyrir fatlaða komi á fundinn og gerist stofnfélagar. Stjórnin Indversk undraveröld Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breyttúrval af austurlenskum skraut-og list- munum, m.a. útskorin borö, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætið gleður, fáið þér i Jasmin I.augavegi 133 (við Hlemmtorg). Atvinna — TÆKNIFRÆÐINGAR Iðnskóla ísafjarðar vantar tæknifræðing til kennslu. Skólinn starfrækir, auk al- menns iðnskólanáms, deildir fyrir stýri- menn, vélstjóra og tækniteiknara. Einnig undirbúnings- og raungreinadeild tækni- skóla. j Upplýsingar gefur skólastjóri ) i sima 94-3680. LAUS STÖRF Á skattstofu Reykjanesumdæmis, Hafn- arfirði, eru laus störf við endurskoðun skattframtala, svo og starf ritara. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til skattstjóra, Strandgötu 8—10, Hafnarfirði, fyrir 28. sept. n.k. Skattstjóri Reykjanesumdæmis Sveitarstjóri óskast Starf sveitarstjóra Búðahrepps er laust til umsóknar. Umsóknir, með ipplýsingum um menntun og fyrir störf, sendist til skrifstofu Búðahrepps, Fáskrúðsfirði, fyrir 27. september. Nánari upplýsingar gefur núverandi sveitarstjóri i sima 105 á Fáskrúðsfirði. Hreppsnefnd Búðahrepps. V erkamenn óskast strax. Upplýsingar í símum: 84825 og 40650 Verðbólga allra landa sameinast 1 sjónvarpsþætti nýverið sagði Geir Hallgrimsson forsætisráö- herra að nokkrir þættir verð- bólguþróunarinnar hér á Iandi væru lítt viðráðanlegir, og átti hann þá viö erlendu, innfluttu verðbólguna. Það var timi til kominn að Geir Hallgrimsson gerði sér grein fyrir þessu, en hann hafði um nokkurra missera skeið gengið manna lengst I þvi að flytja þann boðskap að verð- bólgan hér á landi væri einasta sök fráfarandi rlkisstjórnar. Hér i Þjóðviljanum hefur margoft ver- ið frá þessum hlutum greint og þá jafnframt bent á að visitölukerfið hér á landi væri þannig útbúið aö það margfaldaði árlega erlendar verðhækkanir jafnt og innlend verðhækkunartilefni. Enn einu sinni skal sú stað- reynd undirstrikuð að verðbólgan er alþjóðlegt vandamál kapital- iskra landa. Frá þvi i október 1972 til jafn- lengdar árið eftir hækkaði heild- söluverð i ýmsum löndum sem hér segir: Bandarlkin 13% Japan 13,5% Kanada 19,4% ítalla 28%. Heildsöluverð á hráefnum hækkaði þó enn meira: Bandarlkin 44% Stóra-Bretland 38% Kanada 47%. Þessar hlutfallshækkanir urðu á smásöluverði i eftirtöldum löndum: Stóra-Bretland 10% ítalía 11% Japan 14,2%. En á sama tima og þetta gerist vex gróði auðhringanna um 62%! Afkoma sveitarsjóða aldrei jafn góð, samt vildu sjálfstœðismenn á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga Hækkun útsvara og fasteignaskatta Á landsþingi Sambands is- lenskra sveitarfélaga beittu full- trúar Sjálfstæðisflokksins sér fyr- ir þvl, að ályktun samþykkt og send rikisstjórninni þar sem farið er fram á hækkun útsvara og fasteignaskatta. Meðan lesarinn rennir augum yfir ályktun þings- ins er vert að hafa i huga, að þeir hinir sömu og lögðu fram hækk- unarbeiönina hafa á undangengn- um þremur árum hrópað hátt yfir „skattabyrði” þeirri sem al- menningur er látinn bera. Alyktun þingsins hljóðar svo: „Landsþingið vekur athygli stjórnvalda á fjárhagserfiðleik- um sveitarfélaganna, einkum i þéttbýli, en orsakir þessara erfið- leika eru, að útgjöld sveitarfélag- anna hafa vaxið i hlutfalli við verðbólguna, en tekjur þeirra hafa ekki aukist að sama skapi, enda ekki fengist heimild stjórn- valda til hækkunar helstu tekju- stofna, s.s. útsvara og fasteigna- skatta. Landsþingið skorar á félags- málaráðherra að veita þeim sveitarfélögum, sem þess óska, heimild til að innheimta útsvör með 10% álagi nú i ár og fram- vegis, þar sem fjárhagserfiðleik- ar sveitarfélags gera það nauð- synlegt. Ennfremur skorar landsþingið á fjármálaráðherra, að hann hlutist til um, að fasteignamat verði hækkað til samræmis við verðlagsbreytingar frá þvi matið tók gildi og að þannig breytt fast- eignamat verði grundvöllur allra tekna sveitarsjóðs, sem miðaðar eru við fasteignamat”. A þinginu urðu almiklar um- ræður um ályktun þessa. Kom fram hjá þeim, sem mæltu gegn ályktuninni, aðhækkun skattanna væri spurning um fjárfestingu sveitarfélaganna, en mönnum bar saman um að sveitarfélögin hefðu nægilegt rekstrarfjármagn, slik hækkun hefði aðeins i för með sér aukna spennu á vinnumark- aðnum, en það hefur verið eitt aðaládeiluefni sjálfstæðismanna undangengin þrjú ár, að of mikil spenna væri á vinnumarkaðnum, sem stafaði af þvi að riki og sveitarfélög legðu i of mikla f jár- festingu og úr henni bæri að draga. Fjölmargir sveitarstjórnar- menn utan af landi sögðu, að hlut- ur sveitarfélaganna hefði aldrei veriö jafn góður og nú, og hækkun útsvars og fasteignaskatta þvi ó- þörf. Einn oddviti af Suðurlandi Framhald af bls. 11. Guðbergur, Halldór, Hannes og Þorsteinn eru höfundar að nýjum bókum hjá Helgafelli i ár Þjóðviljanum hefur borist greinargerö frá bókaútgáfunni Ilelgafelli um bækur nú á þjóðhá- tíðarári. Meöal höfunda sem Ilelgafell gefur út I ár eru Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Guð- bergur Bergsson og Þorsteinn frá Hamri. Helgafellsbækur verða að þessu sinni, meðtaldar nokkrar endur- prentanir, um 20 alls á þessu ári. Af þeim eru fjórar sérstaklega tileinkaðar hátiðarárinu: 1 nýjum bókaflokki koma út tvö verk, „Eiðurinn” eftir Þorstein Erlingsson, og er það fyrsta „Perlubókin” á árinu, en það er nafn bókaflokksins. Hin nýja út- gáfa á Eiðnum er prýdd fjölda heilsiðumynda eftirunga islenska listakonu, Guörúnu Svövu Svavarsdóttur. önnur bókin i bókaflokknum „Perlur” er „Tim- inn og vatnið” hinn bráðsnjalli ljóðaflokkur Steins Steinarrs, eitt merkasta verk á okkar tungu. Einar Hákonarson, listmálari, hefur annast útgáfu verksins og hönnun þess og gert yfir 20 heil- siðumyndir i verkið. Þriðja bókin tengd afmælinu er ævisaga og samtalsbók Matthlasar Johann- cssenvið náinn, persónulegan vin sinn, Gunnlaug Scheving, hinn þjóðkunna og frábæra listmálara, sem nýlega er látinn. En verkið unnu þeir saman i næstum ára- tug. Fjórða bókin tileinkuð af- mælisárinu er eftir Hannes Pét- ursson.skáld, „Óður um Island”, kvæðabálkur í tveimur hlutum, ort til islensku þjóðarinnar á afmælinu. Skáldið og útgefandi hafa falið Heröi Agústssyni, list- málara að gera teikningar i bók- ina og annast allra ytri gerð hennar. Út koma á árinu 4 skáldverk, skáldsögur eftir Þorstein frá Ilamri, frumlegt og heillandi skáldskapur, bráðsnjöll skáld- saga eftir Þráin Bertelsson, Paradisarviti, skrifuð i Mexikó i sumar, ný skáldsaga eftir Guð- berg Bergsson og sögur eftirUnni Eiriksdóttur. William Heinesen, færeyingurinn heimsfrægi, er allstaðar talinn fremsti skáld- sagnahöfundur Norðurlanda á eftir Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni. Hið stórfagra verk Heinesens, Móðir sjöstjarna, kemur út hjá Helgafelli i ár. Ný skáldsaga, Djúpið eftir Steinar Sigurjónssonkemur t næstu daga ásamt ljóðabók eftir Alfheiöi Lárusdóttur og 6. bindi þjóð- sagnabók Helgafells, ætluðum börnum og unglingum, eða rétt- ara sagt fólki sem les bækur fyrir börnin sin, sem er gamall og góð- ur islenskur siður. Ný bók er væntanleg eftir Hall- dór Laxncss, sem siöar verður sagt frá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.