Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 12
OIOÐVIUINN Fimmtudagur 19. september 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöidsimi blaðamanna er 17504 cftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 13,—19. sept. er i Laugarnesapóteki og Ingólfsapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er I Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Alþýðubandalagið Hafnarfjörður CHILE: íhaldið skelkað vegna uppljóstrana SANTIAGO 18/9 — Upp- Ijóstranir þess efnis að Bandaríkin hafi stutt íhalds- og fasistaöfl Chile með miljónum dollara i skemmdarstarfsemi þess- ara afla gegn stjórn Allendes hafa vakið tals- Miklar hækkunarbeiðnir hafa legið óafgreiddar hjá verölags- yfirvöldum um skeið. Er þar m.a. um að ræða stórkostlegar hækk- anir á gjaldskrám ýmissa þjón- ustufyrirtækja. Ef til vill verður tilkynnt um einhverjar slíkar hækkanir i kvöld, þvi að nú i morgun, fimmtudag, átti að halda fund i verðlagsnefnd. verða ólgu í Chile. Talið er líklegt að helstu móttak- endur hins bandaríska f jármagns hafi verið Þjóð- ernisflokkurinn (íhald), kristi legír demókratar (einskonar framsókn) og fasistahreyfingin Patria y Libertad (Föðurland og frelsi), sem beinlínís var stofnuð til höfuðs Allende og var i nánu sambandi við íhaldið. „Þetta er alvarlegt. Þetta getur orðið okkur til stórtjóns,” sagði einn af forustumönnum kristi- legra demókrata við fréttamann Reuters af tilefni uppljóstran- anna. Einnig er talið sennilegt að bandaríska leyniþjónustan hafi fóðrað samband vörubilstjóra á fjármagni, en verkfall þeirra olli stjórn Allendes miklum erfiðleik- um siðustu mánuði hennar. Ummæli téðs framámanns kristilegra demókrata þykja benda til þess að hægri sinnaðir stjórnmálamenn i Chile óttist að uppljóstranir um þátt þeirra i samsærinu gegn Allende leiði til þess að margir fylgismanna hennar snúi við þeim baki, sér- staklega þegar það kemur á dag- inn að flokkarnir til hægri og i miðið hafa verið mútuþegar Bandarikjanna. Reuter. Sáttahandtök í Mósambik „Black and white together ...” Frelimo skæruliðar og portúgalskir hermenn takast I hcndur, svo sem til staöfestingar nýju tlmabili friðar og samvinnu i Mósambik, er nú taki við af margra ára grimmum ófriði. Landbúnaðarvörur: 20% hækkun enn á ný Upplýst var í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi aö rikisstjórnin hefði í hyggju að fella niður f jórðung þeirra niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum, sem ákveðnar voru í mai sl. Ef af þessu verður nú — eins og skilja mátti af sjónvarpsfréttinni — þýðir það enn 20% hækkun allra landbúnaðarvara. Er þá einnig tekið tillit til þeirrar hækkunar, sem verður vegna aukins reksturskostnaðar í landbúnaði. Eins og menn muna varð 20% hækkun á landbún- aðarvörum fyrir u.þ.b. þremur vikum. S-Víetnam: Kaþólskir og Búdd- istar gegn Thieu SAIGON 18/9 — Leiötogi kaþólskrar andstöðuhreyfingar gegn Saigon-stjórninni, sem undanfarið héfur færst stöðugt i aukana, lýsti þvl yfir i dag að hann myndi ieita eftir samstarfi vib leiðtoga samtaka Búdda- sinna, sem einnig eru I uppreisn- arhug gegn stjórn Thieus. Andstaðan gegn Saigon-stjórn á yfirráöasvæði hennar sjálfrar hefur magnast um allan helming nú á skömmum tima, og kveður þar mest að umræddum trúar- samtökum. Sá foringi kaþólikka sem hér um ræðir, faðir Tran Huu Thanh, er nýkominn til Saigon frá Hué, þar sem hann átti mikinn þátt i mótmælaaðgerðum, sem stóðu yfir i tiu daga. 1 aðgerðun- um var einkum lögð áhersla á opinbera spillingu stjórnarinnar og gæðinga hennar. Leiðtogar bæði kaþólikka og Búddasinna hafa undanfarið BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blaðbera i eftirtalin hverfi: Brúnir Skálagerði Hólmgarð Alfheima Þingholt Laujasveg Skjól Seltjarnarnes Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. simi 17500 Stigamenn komnir til Damaskus DAMASKUS 18/3 — Liðsmenn þeir úr svokölluðum Rauða her Japans, sem hafa haldið franska ambassadornum i Hollandi og átta mönnum öðrum i gislingu frá þvi á föstudag, eru komnir til Damaskus i franskri Boing-flug- vél, sem þeim var látin I té eftir að samningar tókust með þeim og hoilenskum yfirvöldum. Fyrst flugu þeir til Aden i Suður-Jemen og fengu þar eldsneyti. Óstaðfestar fregnir herma að sýrlensk yfirvöld hafi veitt japön* unum, sem eru fjórir talsins, dvalarleyfi til bráðabirgða. Menn frá PLO, baráttusamtökum Palestinumanna, reyndu að sögn að hafa samband við þá við kom- una til Damaskus. Yfirvöld i Evrópu hafa látið i ljós mikinn ugg um að frekari aðgerðir téðs rauöa hers séu yfirvofandi, og þá helst i Vestur-Þýskalandi. Thieu — hann hræðist andstöðu trúarsamtaka. verið mjög opinskáir og harðorðir i gagnryni sinni. Hreyfing sé er faðir Thanh stendur fyrir hefur birt lista af ákærum á Thieu for- seta og helstu gæðinga hans, og eru þeir einkum sakaðir um að hafa notað embættisaðstöðu sina til fjárdráttar. FaðirThanhlét svo um mælt aö hann vonaðist til að kaþólikkar og Búddasinnar gætu samræmt aðgerðir sinar, og einn- ig að þeir gætu náð samkomulagi um mál, sem „vörðuðu alla þjóð- ina”. Allt bendir til þess að stjórn Thieus óttist mjög þessar and- spyrnuhreyfingar trúarsamtak- anna, fyrst hún hefur ekki gripið til verulegra aðgerða gegn þeim. Reuter. Mannskæð hátíðahöld MEXIKÓBORG 17/9 — Tuttugu og þrir menn létu lifið, sex hundruð og fimmtán slösuðuust og sex hundruð og sex voru handteknir i sam- bandi við tveggja daga hátiða- höld vegna þjóðhátiðardags Mexikó. Þessi mannskaði or- sakaðist einkum af umferða- slysum, slagsmálum og drykkjuskap. Frétt þessi er höfð eftir lögreglu og Rauða krossi. Reuter. FORD delfískur NEW YORK 18/9 — Ford Bandarikjaforseti flutti ræðu á allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna i dag. Ýmsir munu hafa glott við tönn er hann sagði tvirætt eins og völvan i Delfi: Ég mun auðsýna heim- inum engu minni hreinskilni en bandarisku þjóðinni. Keisarinn veikur ADDIS ABABA 18/3 — Haile Selassi Eþiópiukeisari er sagður veikur og á sjúkrahúsi. Verði honum sleppt úr landi þarf hann varla að kviða ævi- kvöldinu, þvi að sagt er að hann hafi fólgið ógrynni f jár i erlendum bönkum. NEW YORK 17/9 — A fyrsta fundi Allsherjar- þings Sameinuöu þjóð- anna, sem hófst i dag, var þremur nýjum rikjum, Gíneu-Bissá, Bangladesj og Vestur-Indiaeynni Grenada veith aðild að samtökunum. Eru aðildar- ríkin þá hundrað þrjátiu og átta að tölu. r Aratugsafmæli danskennarasambands Fundur verður haldinn i bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins i kvöld, fimmtudag, kl. 21 á skálanum. — Stjórnin. Danskennarasamband Islands var rétt I þessu aö halda upp á tiu ára afmæli sitt. Sambandið stefnir m.a. aö þvi að dansnám sé eölilegur þáttur I menntun hvers einstaklings. Ljósm. Þjv. AK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.