Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 m í "" ■ mm & ■! jg| BfcSsPHLip: v 1 >•$$$& * 1» ^já7.tv ‘iljf ipr (jij Dýrtíðin flæðir yfir Asíu en að boði Maós formanns stað- nœmist hún við kinverska múrinn Fjarðarkaup fœrir út kvíarnar Verslunin Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur nú fært út kvlarnar og aukið við verslunarhúsnæði sitt. Fjarðarkaup verðmerkir allar vörur með afsláttarverði, og með tilkomu nýja húsnæðisins hefst sala landbúnaðarvara, auk þess sem fyrir var. Sótt hefur verið um leyfi til mjólkursölu, en það leyfi er enn ekki fengið. — Fjarðarkaup er opið frá 9—12 og 1-6 virka daga á föstudögum er opið til klukkan 22 og á laugardögum frá 9—12. Kýpursöfnun krossins Rauða krossi Islands hafa bor- ist endurteknar hjálparbeiðnir frá Alþjóðaráði Rauða krossins vegna umfangsmikilla hjálparað- gerða I þágu striðshrjáðra á Kýp- ur. Hefur stjórn R.K.Í. haft þetta mál til meðferðar að undanförnu. Þá hafa nokkrir grikkir og griskumælandi kýpurbúi haft samband við R.K.t. og beðið hanr. um að hafa forgöngu um söfnun til hjálparstarfs á Kýpur. Hefur það nú verið ákveðið. Allir aðilar eru sammála um að söfnunarfcð skuli senda til Alþjóðaráðs Rauða krossins i Genf og verði þvi varið til hjálparstarfs á Kýpur, hvar sem þess gerist þörf. Gildi þá einu hvort i hlut eiga griskumælandi eða tyrkneskumælandi Ibúar eyjarinnar. ráði einungis þörf hinna nauðstöddu, svo og aðstæð- ur til að veita hjálp þvi, hvernig aðstoðin skuli veitt. Tekið er á móti framlögum til hjálparstarfsins á Kýpur i skrif- stofu Rauða kross Islands, Oldu- götu 4. Þá má leggja framlög inn á giróreikning 90.000 i pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Sem kunnugt er hefur Alþjóða- ráð Rauða krossins haft mikið að gera I sambandi við ófriðará- ’standið á Kýpur. Þau verkefni sem unnið hefur verið að. eru fyrst og fremst hin lögbundnu verkefni sem falla i hlut Rauða krossins þar sem til styrjaldar dregur. Alþjóðaráðið hafði i byrjun september 40 fulltrúa til eftirlits með hjálparstarfinu á Kýpur. Rauði krossinn hefur aðstoðað yfirvöldin við að veita hjálp um 150 þúsund Kýpur-grikkjum sem misst höfðu heimili sin, einkum i Larnaca, Limassol og I Troodos fjöllunum. Þá hafa læknar annast hjálp við 25 þúsund tyrknesku- Pipulagnir Nýlagnir, breytingar, hita veitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir 7 á kvöldin). mælandi menn sem búa á grisku yfirráðasvæði. Hjálparbirgða- flutningum hefur verið komið á fót til um 50grískra og blandaðra þorpa á tyrknesku yfirráðasvæði. Fangabúðir á griska yfirráða- svæðinu hafa verið heimsóttar og áþekkar búðir á tyrknesku yfir- ráðasvæði. Einnig hafa herfanga- búðir i Tyrklandi verið heimsótt- ar. Tekist hefur að fá ýmsa leysta úr haldi, m.a. marga blaðamenn og nú nýverið fjölda herfanga. Leitarþjónustan hefur starfað af fullum krafti og leitast við að sameina sundraðar f jölskyldur og koma boðum milli fólks sem að- skilið er af viglinu. Læknasveitir hafa verið starf- andi við hjálp við tyrkneskumæl- andi menn i allmörgum þorpum á suðurhluta eyjarinnar. Hafa Rauða særðir og sjúkir verið fluttir á brott til læknishjálpar. Læknar Rauða krossins hafa heimsótt alla spitala á Kýpur til að ganga úr skugga um að fullnægjandi læknishjálp sé veitt. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa verið til aðstoðar i þessu starfi og einn- ig hafa innfæddir læknar unnið gott starf. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að bæta lifs- skilyrði aldraðra og sjúkra á tyrknesku yfirráðasvæði og hefur hjálparbirgðum verið komið til fjölda þorpa þar. Rikisstjórnir margra landa hafa heitið hjálp og hið sama gild- ir um Rauða kross félög viða um heim. Lofað hefur verið um 400 milljón krónum, af nálega helm- ingi i vörum. Mikil hjálparþörf er enn rikj- andi og hefur verið leitað til rikis- stjórnar og Rauða kross félaga um viðbótarhjálp. (Frá Rauða krossinum). SINGARPORE reuter — Mikil dýrtið setur mark sitt á lönd Asiu, öll nema kinverska Alþýðulýð- veldið. í þessum heimshluta er algengara að fólk lifi við hungur- mörk heldur en það búi við sæmi- lega afkomu. Dýrtiðin vcldur þvi að þeir scm áður rétt drógu fram lifið falla niður fyrir hungumörk- in, þeir sem komust betur af verða nú að fara að neita sér um frumstæðustu lifsnauðsynjar og millistéttarhópar verða að draga úr kaupum á neysluvörum. Neysluvörur eru 24% dýrari i Japan nú en fyrir ári, og gramar húsmæður kenna stjórnarflokkn- um um og sátu heima i mótmæla- skyni við siðustu þingkosningar i júli sl. Enginn efi er á þvi að Japanir eru auðugastir þjóða i Asiu, en þar hefur mjög dregið úr sölu á einkabilum, sjónvarps- tækjum og jafnvel hinum hefð- bundna fatnaði, kimonóum. Ibúðabyggingar hafa dregist saman. 1 Hong kong hækkaði fram- færslukostnaður um 13,5% frá áramótum til júliloka. Þar hefur nýtt ket og grænmeti venjulega verið daglega á borðum kin- verskra fjölskyldna, en nú eru húsmæður i vaxandi mæli farnar að kaupa ódýrari matvæli, t.d. fryst. Komið hefur verið upp sér- stöku neytendaráði. Á Tævan hækkuðu vörur i heild- sölu að jafnaði um 17% frá ára- mótum til júliloka og i heildsölu um 22% á sama tima. Árleg aukn- ing dýrtiðarinnar er 16% i Thailandi og i Burma, 30% á Filippseyjum, 47% i Indónesiu og heil 275% i Kambódiu. Á Indlandi hækkaði visitala heildsöluverðs um 50% á sl. ári. Kaupsýslumaður i Delhi, Maljit Singh, segiraö útgjöld sin til mat- vælakaupa hafi tvöfaldast siðan i fyrra, og margar tegundir hafi horfib af borðum hjá sér. En Singh heimsótti nýlega grann- rikið Bangladesh og sagði: ,,Ind- land er hreint himnariki i saman- burði við það. Helstu neysluvörur eru fjórum sinnum dýrari en hjá okkur”. Gamli indverski málshátturinn ,,bágt er að stela peningi úr vasa nakins manns” á við kjör þeirra 200 miljóna Indverja sem sam- kvæmt opinberum skýrslum hjara undir hungurmörkum. Lakshman Ran, lágstéttarind- verji af hálendi Uttar pradesh, lifir á þvi að flétta mottur. Hann telur sig sælan og heppinn þvi að bændurnir i kringum hann geta látið hann hafa nóg af hveiti og öðru korni. ,,En oft vantar stein- oliu til eldunar og lýsingar, eða þá að hún er seld við tvöföldu leyfi- legu verbi á markaðinum,” segir hann. Aðeins i Kina virðist verðbólg- an ekki vera neitt vandamál. Að visu eru árstiðasveiflur á verði grænmetis og ávaxta, en á sumr- in geta kinverjar keypt þann varning á sanngjörnu verði. Kaupgjald fer hægt og sigandi upp á við, og þýðir það að lifskjör- in fara stöðugt batnandi hjá meginhlutanum af 750 miljónum Ibúum landsins. ISLENSK TÓNLIST I HÁSSELBY Gott eiga ung íslensk tónskáld.,. Ný fyrir skemmstu var efnt til Norrænna kammermúsík- daga i Hasselbyhöll vib Stokk- hólm, en þar er norræn menn- ingarmiðstöð eins og menn mega vita. Að þessu sinni var dagskráin báða dagana byggð upp af islenskri tónlist ein- vörðungu og var þetta gert til heiðurs við þjóðhátiðarárið. Göran Bergendahl gaf nokk- uð yfirlit yfir islenska tónlist með tónleikum þessum. Leif Arre skrifar þá umsögn i DN um tónleikana sem hér skal rakin að nokkru: — A fyrri konsertinum voru fram borin nokkur sungin sýni af starfi „fyrri” islenskra tón- skálda. Flestir eru þeir ósjálf- stæðir menn en hafa til'að bera greinilegan ljóðrænan þokka. Sveinbjörn Svein- björnsson kemur i „Borð- sálmi” sinum fram sem is- lenskur Mendelssohn og Sig- fús Einarsson hlýtur að hafa heyrt sitthvað eftir Grieg þegar hann skrifaði „Draumalandið”. En bæði eiga sér tónskáldin persónu- legt „lim” til að festa saman með áhrifin. Verk þeirra voru einkar fallega sungin af Sigriði Ellu Magnúsdóttur. 1 tónsmið Páls Isólfssonar við Völuspá er hinsvegar naumt um persónulega eigin- leika. Illustandanum er kastað á næstum þvi paródisk- an hátt á milli óunnins Bach, Ravels og Brahms. En það er hægt að öfunda ung og miðaldra islensk tón- skáld samtiðarinnar. Þau hafa enga hefð, sem þau eru neydd til að gera upp reikn- inga við, og þau hafa komist hjá þvi að rata i það háspeki- lega grufl og siðavöndu sjálf- umgleði sem þrúgaði Mið- Evrópu á eftirstriðstimanum. Hinir ungu Islendingar koma einmitt nú inn i tónlistar- söguna, og i list þeirra rekst maður á blöndu af snilld og banaliteti sem virðist merki- lega friskleg. Utþenslukraftur þeirra virðist órökréttur og ósiðlegur ef menn lita á málið frá sjónarhorni hnattrænna stór- slysa. En þarna ej hann, hvað sem öðru liður og vill i notkun. Ýmsir hinna ungu islendinga hafa sótt þekkingu og inn- blástur til Ameriku og lifs- þróttur þeirra minnir á það sem menn geta heyrt i Finn- landi þennan áratuginn. Þorkell Sigurbjörnsson, 36 ára, virðist leiðandi tónskáld. „Skiptar skoðanir” hans fyrir flautu, selló og pianó, eru meðal margs annars. músikstykki um músik. Þrir spilarar geta ekki komið sér saman um hraða, þeir slá hver sinn takt, láta ýmsum látum og spila hver eftir bestu getu. Árangurinn er fjörlegt hljóð- færaleikhús og um leið þétt- hljóma, heillandi mynstur háttbundins misræmis. „Tilbrigði” Leifs Þórarins- sonar — fyrir sömu hljóðfæri — eru gerð um þjóðlag — þar spinna hljóðfærin viravirki hvert um annað i sérkenni- legu, mögnuðu andrúmslofti. I þessu verki taka menn einnig með þakklæti eftir góðu hefð- bundnu handbragði. 1 verkinu „þjóðlög eftir Haf- liða Hallgrimsson, sem er fyrir sópran flautu, kiarinett og pianó og hljómar mjög framsækið, hittum við fyrir kjarna þjóðvisu sem leik og einnig sem særingu.” Þeir sem þátt tóku voru Sigriður Ella Magnúsdóttir mezzosópran, Áke Nygren sem las upp, Þorkell Sigur- björnsson (pianó), Gunnar Egilsson (kiárinett), Robert Aitken (flauta) og Hafliði Hallgrimsson (selló). Um- sögnin sjálf er lauslega þýdd og áreiðanlega með nokkrum villum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.