Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 m Lœknadeild háskólans enn að hugsa um takmörkun Annarsárs-nemar í læknisfræði vígbúast Hundrað nemendur skráðir á fyrsta ár i lœknisfræði Rúmlega niuhundr- uð nýstúdentar hafa nú látið skrá sig til náms i Háskóla ís- lands, en það er tals- vert fleira en á sama tima i fyrra, en þá höfðu innan við sjö- hundruð nýir nem- endur látið skrá sig um miðjan septem- ber. í fyrra var heild- artala frumskráðra stúdenta 954 fyrir skólaárið 1973—4, á báðum misserum. Frumskráning stúdenta við háskól- ann hófst 15. júlí og stóð i hálfan mánuð, en enn er þó búist við að þó nokkrar eftir- legukindur bætist i hópinn. í læknadeild hafa nii þegar látið skrá sig u.þ.b. 100 nem- endur á fyrsta ári. Er þvi sýni- legt að ekkert lát virðist vera á aðsókn i þá deild, þrátt fyrir viðleitni hennar til að draga úr fjölda námsmanna i læknis- fræði. Takmörkun á fjölda hótað Blaðið hefur t.a.m. fregnað, að þeim 60—70 nemendum, sem þegar hafa sest á annað ár i deildinni, hafi verið gefið það til kynna, að deildin hefði fullan hug á þvi að grisja þann hóp og losa sig við 30—40 nem- endur. Ef af þvi verður eru komnar til framkvæmda sí- endurteknar hótanir deildar- innar á takmörkun á fjölda nemenda. Eina leiðin til að framkvæma þetta er að ganga á röðina og vikja mönnum burt, sem ekki hafa náð tilskil- inni lágmarkseinkunn, sem yrði þá að ákveða á ný i sam- ræmi við það, hversu mjög þarf að sigta úr, til að ná æski- legum fjölda, að mati deildar- innar. Verður þetta.ef af verður, að teljast mjög ósanngjarnt gagnvart þeim nemendum, sem þegar hafa staðist þær faglegu kröfur, sem gerðar voru til þeirra i prófum á sið- astliðnu vori, en nú eiga það á hættu aö verða ýtt út. Nem- endurnir segja sig þó vera við öllu búna og kveðast munu gripa til aðgerða, til að reyna að koma i veg fyrir að jafn freklega verði gengið á þeirra rétt, sem að framan er lýst. Þess má og geta, að stjórn Stúdentaráðs hefur heitiö stuðningi slnum þeim lækna- nemum á öðru ári, er i hlut eiga, og lýst sig reiðubúna til að standa með þeim að aö- gerðum i þessu sambandi. Reiðubúnir til aðgerða öllum munu vera minnis- stæðar aðgerðir læknanema á siðasta vetri, er þeir mót- mæltu þvi að láta nota sjálfa sig sem „skjöld” I baráttunni við rikisvaldið, til að ná fram endurbótum á kennsluaðstöðu i læknadeild háskólans. Læknanemar með kröfuspjöld sin við Arnarhvol l fyrra. Þá heim- sóttu þeir bæði hcilbrigöisráðherra og menntamálaráöherra til aö bera fram kröfur um aukið húsnæði til læknisfræðináms og til að mótmæla fjöldatakmörkunum i læknadeild háskólans. (Ljósm A.K.) Það er þó ekki endilega vist, að það sé einungis húsnæðis- skorturinn og peningaleysið sem er til grundvallar þessari takmörkunarviððleitni lækna- deildarinnar. t Frakklandi hefur til að mynda verið tals- vert rósturssamt i læknadeild- um þarlendra háskóla og iðu- lega verið gripið til langvar- andi verkfallsaðgerða meðal nemenda, vegna viðleitni stjórnvalda til að grisja fjölda læknanema. Þar munu það þó vera samtök læknanna sjálfra, sem á bak við standa. En þeim er það mjög i hag að halda niöri tölu lækna i land- inu, til að viðhalda einokunar- aðstöðu sinni og forréttindum i lifskjörum umfram aðra þjóð- félagshópa. Segir það sig sjálft, að sá göfugi starfshópur i þvi landi er ekki að hugsa um hag sjúklinga sinna, þegar reynt er að takmarka fjölda lækna á þann hátt, sem að framan er lýst, en Frakkland mun vera einna verst sett allra evrópulanda hvað snert- ir fjölda lækna i hlutfalli við fjölda sjúklinga, næst á eftir Spáni. —ráa Eru íslendingar hreinlegri en grannarnir? Ekki umtalsverð aukning kynsj úk dómatilfella 1 ársskýrslu Heilbrigðismála- ráðs Reykjavikur fyrir árið 1973, sem blaðinu hefur nýverið borist, kemur það fram að af þeim 791 sem á deildina komu á árinu, voru það 632 sem báru sig upp vegnagrunsum kynsjúkdóma. Af þeim reyndust 191 hafa kýnsjúk- dóm. 6 reyndust hafa sárasótt en 185 þjáöust af lekanda. 401 voru ennfremur rannsakaðir vegna gruns um kynsjúkdóma, en af þeim reyndust: 38 hafa flatlýs, 12 höfuðlús, 18 maurakláða, 3 kossa- geit, en 126 höfðu aðra húðsjúk- dóma. A deildinni störfuöu tveir lækn- ar i hlutastarfi og ein hjúkrunar- kona i hálfu starfi. Það kemur lika fram aö 550 smásjárskoðanir voru gerðar, 587 ræktanir, 270 blóðprufur voru teknar og gefin 891 penicillininndæling. 1 töflu sem með skýrslunni fylg- ir kemur það fram, aö á timabil- inu 1964—73 er aukning kynsjúk- dómatilfella u.þ.b. 42,6%. Arið 1964 fundust 164 tilfelli, en siðar nær tala sjúkdómstilfella há- marki árið 1966 eða 203 tilfelli, en dalar siöan jafnt og þétt fram til ársins 1971, þegar finnast 143 til- felli. Arið 1972 eru tilfellin aftur orðin 189 og svo á siðasta ári 191 eins og áður sagði. Blaöið hafði samband við Hannes Þórarinsson sérfræöing i húð- og kynsjúkdómum og innti hann eftir þvi hvort einhvern lær- Framhald á 11. siðu. Flokksfélag AB Peningar og tjáningarfrelsi t heilsiðufrétt i Morgunblað- inu i gær eftir Hreggvið Jóns- son, einn af 12-menningum „Varins lands”, kemur fram harla athyglisvert sjónarmið, semsé það að efnahagur manna skuli ráða þvi, hvaða orðbragð þeir megi nota i ræðu og riti. 1 tilefni af máls- höfðunum tólffótunganna á hendur okkur „óráðvöndum orðstrákum” kemst viðhregg- ur þessi meðal jnargs annars svo að orði: ,"Talsmenn varnarleysis bera, ef marka má ummæli þeirra, töluverða virðingu fyrir fjárkröfum okkar. Alykt- un Stúdentaráðs frá 31. júli s.l. ber þetta glöggt.með sér. í henni kemur m.a. fram, að stefndu séu ekki borgunar- menn fyrir fjárkröfum okkar. Hvað eru mennirnir þá að skrifa hluti, sem þeir geta ekki staðið við fyrir hlutlausum Is- lenskum dómi og eru þvi skaðabótaskyldir fyrir?” Með öðrum orðum : Það er Arni Björnsson allt i lagi að brigsla mönnum um landráð, persónunjósnir og ausa þá hverskyns illyrð- um, ef menn aðeins eru borg- unarmenn fyrir þvi. Geir Hall- grimsson og aðrir auðkýfingar mega t.d. svivirða blanka námsmenn einsog þeim sýn- ist, þvi þeir geta skrifað nógu háa ávisun, ef i það fer. Þetta hefur Morgunblaðið lika getað og gert áratugum saman, þótt fæstir hafi nennt að ata sig á málarekstri við það. Maður á semsé að gera hjá sér eignakönnun og gá i bankabókina, áður en hann segir meiningu sina, og fátæk- ur maður reynist þá hafa minna tjáningafrelsi. Þetta minnir einna helst á þá tima, þegar menn höfðu ekki at- kvæðisrétt i almennum kosn- ingum, nema þeir væru nógu efnaðir. Eg og fleiri bentum i vor á það fasistiska hugarfar, sem meðvitað eða ósjálfrátt lægi að baki aðgerðum tólfmenn- inganna. Hér gægist upp einn horaður fingur þeirrar mó- rauðu krumlu. Arni Björnsson stofnað í V- Barðastrandarsýslu Mikill sóknarhugur í v-barðstrendingum Nýlega var haldinn stofnfundur flokksfélags Alþýðubandalagsins i Vestur-Barðastrandarsýslu. Fór fundurinn fram á Patreksfirði i siðustu viku, Unnar Þór Böðvars- son, skólastjóri á Birkimel á Barðaströnd, sagði i samtali við blaðið, að á milli 40 og 50 manns hefðu gerst stofnfélagar þar á fundinum, cn hinsvegar hefðu a 11- margir verið á sjó, sem ætlað liefðu að mæta, og gætu menn þvi skráð sig sem stofnfélaga til næstu mánaðamóta. 1 stjórn félagsins voru eftirtald- irkosnir: Unnar Þór Böðvarsson, formaður, Rögnvaldur Haralds- son, gjaldkeri, Jón Ingimarsson, ritari, en meðstjórnendur voru kosnir Höskuldur Daviðsson og Helgi Arnason. Þá voru og kosnir fulltrúar i kjördæmisráð, og eru það þeir Jóhann Svavarsson, Jör- undur Garðarsson, Unnar Þór Böðvarsson, Daviö Daviðsson, Guðjón Bjarnason og Gisli Sig- urðsson. Fulltrúar flokksfélags- ins á landsfund Alþýðubanda- lagsins voru kosnir þeir Gunnar össurarson, Davið Daviðsson, Jóhann Svavarsson og Unnar Þór Böðvarsson. Unnar Þór sagði starfsemi Al- þýðubandalagsins hafa legiö að mestu niðri þar i sýslunni fram til þessa, en nú væri mikill hugur I fólki að hleypa nýju lifi i slarf- semina. Unnar Þór sagði að heyskapur hefði viðast hvar verið búinn um miðjan ágúst vestur þar og aö hey hefðu verið góð, enda einmunatið. Bændur stæðu viðast hvar i fram- kvæmdum og væru að byggja sér nýjar hlöður og fjós. Mikill sókn- arhugur væri i fólki og afkoma góð, sem eingöngu mætti þakka stefnu síðustu rikisstjórnar. A Birkimel 1 er nú verið aö byggja nýjan skóla, en lokið er við bæði nýja skólastjóraibúð og kennara- ibúð. Þá sagöi Unnar Þór einnig, að i byggingu væru tvær nýjar leiguibúðir að Birkimel, sem hugsaðar væru til ibúðar fyrir þjónustufólk af ýmsu tagi. Nefndi hann sem dæmi, að ef þeir hefðu haft ibúð til reiðu. hefði nýi dýra- læknirinn i sýslunni sest að hjá þeim aö Birkimel, en yrði i stað- inn að setjast að á Patreksfirði, sem væri heldur lakara. —ráa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.