Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. september 1974.
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
(Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
LÝÐRÆÐIÐ OG NÝJA STJÓRNIN
Rikisstjórnin ákvað strax og hún var
mynduð að fresta samkomudegi reglulegs
alþingis til loka októbermánaðar. Raunar
hafði forsætisráðherra komið til hugar að
lita sumarþinginu enn fyrr en gert var og
hugðist gefa út bráðabirgðalög um sölu-
skattshækkun, hækkun vegasjóðsgjalds og
hækkun raforkusjóðsgjalds. En visari
menn tóku þann kaleik frá Geir
Hallgrimssyni.
Nú er fyrirsjáanlegt að bráða-
birgðalög munu dynja á þjóðinni
næstu vikur: Bráðabirgðalög um aðgerðir
i sjávarútvegi um stórfelldar tilfærslur
milli einstakra greina hans, og munu þessi
lög hafa i för með sér breytingu á margs-
konar lögum, lagabálkum og reglugerð-
um. Ennfremur hyggst rikisstjórnin nú
næstu dagana gefa út bráðabirgðalög,
sem fela i sér að sú hækkun launa, sem
koma ætti til framkvæmda vegna verð-
hækkana, verði að engu gerð, en i staðinn
settar á reglur um sérstakar „láglauna-
bætur” sem svo hafa verið nefndar. Þessi
bráðabirgðalög munu hafa i för með sér
breytingar á gildandi lögum, reglum og
kjarasamningum, og þau eru sett ein-
hliða. Verkalýðshreyfingin á að hafa það
hlutverk eitt, samkvæmt skoðun rikis-
stjórnarinnar, að fá að fylgjast með þvi
sem er að gerast.
Ástæðurnar til þess að Geir Hallgrims-
son og Ólafur Jóhannesson vildu koma
þinginu heim eru fjölmargar. En sifelld
setning bráðabirgðalaga gefur til kynna
hverja virðingu þeir kumpánar bera fyrir
þingræðinu og lýðræðinu i landinu. Þegar
Ólafur Jóhannesson rauf þing i vor var
það gert vegna þess að sjálfhelda hafði
skapast á alþingi fyrir tilverknað Sam-
taka frjálslyndra og vinstri manna. Þá
hrópaði ihaldið um valdarán, um einræði
o.s.frv. Nú ætlar nýja stjórnin undir for-
ustu ihaldsins að umsteypa allri efnahags-
málalöggjöf landsins með bráðabirgða-
lögum.
Hitt er svo ekki siður alvarlegt að Ólafur
Jóhannesson og talsmenn ihaldsins gera
árásir á verkalýðsfélögin fyrir það að þau
skulu i þessu ástandi vilja vera sem best
undir það búin að verja réttindi sin. Mál-
gögn stjórnarinnar varpa á verkalýðsfor-
ustuna hrakyrðum. Ólafur Jóhannesson
talar af fyrirlitingu um ,,öfl utan alþing-
is”.
Magnús Kjartansson ræðir einmitt þetta
fráleita viðhorf i grein, sem birtist i Þjóð-
viljanum i gær og varar við. Hann bendir
á að með þvi sé reynt að setja þingræðið
ofar lýðræðinu. Hann minnir á að fleiri
ráðamenn en Ólafur Jóhannesson hafi
boðað átök við verkalýðshreyfinguna.
,,Slik stefna hefur ævinlega leitt til mjög
hættulegra og kostnaðarsamra átaka i
þjóðfélaginu, og reynslan hefur sannað að
það er ekki hægt að stjórna þjóðfélaginu i
styrjöld við samtök launafólks”, segir i
grein Magnúsar.
Geir Hallgrimsson hefur stjórnlagalega
heimild til þess að afnema þingræðið um
nokkurt skeið. Hann getur gefið út bráða-
birgðalög dag hvern. En kjarni málsins
verður þó ævinlega sá, að lýðræðið er
sterkara en bráðabirgðalög rikisstjórna,
og lýðræðið er þingræðinu æðra. „Lýðræð-
ið er engin atkvæðagreiðsla á fjögurra ára
fresti, heldur daglegur veruleiki, og þvi
aðeins gegnir alþingi hlutverki sinu að það
sé i sem nánustum tengslum við þjóðfé-
lagið umhverfis sig og taki mið af aíbingi
götunnar, þjóðþingi heimilanna”, segir
ennfremur i grein Magnúsar Kjartansson-
ar.
Geir Hallgrimsson og hjálparkokkar
hans eiga áreiðanlega eftir að komast að
þvi að verkalýðshreyfingin telur sig eiga
lýðræðislegan rétt til þess að verja hendur
sinar og til þess að sækja fram til betri
lifskjara. Geir Hallgrimsson getur ekki
stjórnað landinu eins og hann stjórnaði
H.Ben, og tugum annarra fyrirtækja
sinna. Þó að fjármagnið sé enn mikiis-
megandi i landi okkar á almenningur
möguleika til þess að verja hendur sinar
meðan lýðræðisreglur eru i heiðri hafðar.
Þær verða ekki gerðar óvirkar með
bráðabirgðalögum.
Atvinnusjúkdómar málara rannsakaðir
Valda uppleysingarefni í
málningu heilasköddun?
Svo virðistsem máiurum
sé hættara við heilasködd-
un en öðrum iðnaðar- og
verkamönnum. Víðtæk
læknisskoðun meðal starf-
andi húsamálara í örebro-
léni í Svíþjóð leiddi í 1 jós,
að þeir áttu í meiri erfið-
leikum með ákveðin sál-
fræðileg próf en saman-
burðarhópur iðnverka-
manna. Sömuleiðis bentu
læknisfræðilegar prófanir
á heilastarfseminni til að
heilasköddun væri al-
gengari einkum meðal
eldri málara en fólks al-
mennt.
Það eru uppleysingarefnin i ný-
tisku málningarvörum sem álitin
eru eiga sök á þessu, segir i grein
um rannsóknina i „Dagens
Nyheter”, og er bent á, að niður-
stöðum rannsóknarinnar i örebro
beri saman við rannsóknir sem
gerðar hafa verið nýlega i Finn-
landi. Meðal þess sem rannsakað
var i Finnlandi var einmitt fólk
sem við vinnu sina þarf að nota
eða vera nálægt uppleysingarefn-
um eins og td. toluen, xylen, tri-,
og tetrakloretylen. Reyndist
þessu fólki ganga ver en i meðal-
lagi við hæfnispróf ýmiskonar.
Rannsóknin i örebro hefur
farið fram við atvinnusjúkdóma-
deild lénssjúkrahússins, en
ástæðan til að byrjað var á henni
var að þangað leituðu 1970 tiu
málarar, sem töldu sig illa þola
málninguna sem þeir unnu með,
einkum nýju alkydlitina svoköll-
uðu. Þeir kvörtuðu um þreytu,
minnistap, lystarleysi og verk
fyrir brjósti. Grunur lék á að hér
væri um að kenna uppleysingar-
efnunum i málningunni og var
ákveðið að rannsaka málið nán-
ar.
Fenginn var til samanburðar
við rannsóknina hópur iðnverka-
manna og kom i ljós ma., að exem
og aðrir húðsjúkdómar voru mun
algengari meðal málaranna en
samanburðarhópsins. Málararnir
voru oftar frá vinnu vegna las-
Minningarorð
Stefán A. Magnússon var fædd-
ur i Reykjavik 27. nóvember 1918,
og hér i borg ól hann allan sinn
aldur. Hann varð bráðkvaddur á
heimili sinu, Kleppsvegi 76,
mánudaginn 9. september s.l. og
var þvi tæpra 56 ára þegar hann
lést frá konu og börnum.
leika og höfði lægri blóðprósentu.
Þeir kvörtuðu oftar um lélegt
minni. Enginn munur reyndist á
áfengisneyslu málaranna og
samanburðarhópsins.
Mælingar á heilastarfseminni
leiddu i ljós, að smávegis
breytingar voru jafn algengar
eða sjaldgæfar meðal yngri
mannanna i báðum hópum, en
meðal hinna eldri fannst heila-
sköddun hjá mun fleiri málur-
um en hinum. Þarna var til-
hneigingin greinileg, en tekið er
þó fram, að úrtakshóparnir hafi
verið of litlir til að slá þessu föstu
sem staðfræðilegri niöurstöðu.
Stefán var sjómaður mestan
hluta ævi sinnar eða frá ungum
aldri og var siðast á togurum
bæjarútgerðar Reykjavikur, en
frá 1964 vann hann i landi, i bygg-
ingarvinnu og við höfnina, og þar
vann hann fram á siðasta dag.
Alla daga gekk hann til vinnu
Skert rökvísi
Það var fyrst og fremst niður-
staða hæfnisprófa, sem þótti
benda til skaðsemisáhrifa upp-
leysingarefnanna. I þessum próf-
um kom fram talsverður munur á
hópunum og reyndust málararnir
óhæfari að tvennu leyti, annars
vegar i prófum sem mældu rök-
visi, hinsvegar við hraða og
örugga nákvæmnisvinnu með
höndunum.
Yngri málararnir reyndust al-
mennt hafa meiri tungumála-
hæfileika en félagarnir i saman-
burðarhópnum, en þeir eldri voru
hinsvegar mun lélegri að þessu
leyti en jafnaldrarnir meðal iðn-
verkamannanna. Gæti það bent
til andlegrar afturfarar meðal
málaranna þvi lengur sem þeir
eru i starfinu.
Þessi rannsókn „sannar” ekki,
að vinna nálægt uppleysingarefn-
um i langan tima valdi heila-
sköddun. En hún sýnir ásamt þvi
sem áður hefur komið fram um
þessi efni, að þau eru skaðleg.
Reyndar eru uppleysingarefni
eins og þynnir og nafta i lökk ekki
eina hættan i málararvinnunni. t
nýju epoxylitunum eru td. oft
engin uppleysingarefni, heldur
notað vatn. Samt valda þeir mjög
oft ofnæmissjúkdómum.
t þessu sambandi má geta þess
að einmitt ofnæmissjúkdómar er
það sem helst hefur orðið vart við
og rekja má til atvinnu-
greinarinnar meðal islenskra
málara, að þvi er starfsmaður á
skrifstofu Málarafélags Reykja-
vikur sagði Þjóðviljanum.
Hefur komið fyrir að menn hafi
orðið að hætta i faginu af þessum
sökum. Þá sagði hann brjósklos
algengt meðal málara, en það
stafar að sjálfsögðu ekki af efnum
sem notuð eru, heldur oft miður
heppilegum vinnuskilyrðum og
þarafleiðandi röngum stellingum
og hreyfingum við verkið. —vh
sinnar af þeirri trúmennsku og
dyggð i starfi sem er svo rik i fari
margra verkamanna og gefur
dagsverkinu gildi ofar þreytu og
launum, og hann vann sér traust
og vináttu samstarfsmanna sinna
og félaga. Honum fylgja þvi góðir
hugir einir.
Stefán kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Fjólu Stefánsdóttur, i
nóv. 1955. Þau áttu sex börn
saman, tvær dætur og fjóra syni,
en auk þess sina dótturina hvort
áður en þau giftust. Stefán var
góður heimilisfaðir sem allt vildi
gera fyrir sitt fólk, hans er þvi
sárt saknað af konu og börnum.
Og ég sem. þessar linur skrifa
kveð hann með þakklæti fyrir
góða viðkynningu og sendi hans
ástvinum hlýjar samúðarkveðj-
ur. J.J.
Stefán Agnar
Magnússon