Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 19. september 1974. Gamalt land 60 Skáldsaga eftir J.lb Priestley Tuttugasti og fyrsti kafli Þegar búi5 var að bera fram kjúklinginn, sem matreiddur var á einhverja italska vísu, byrjaði Tom að lýsa þvi sem hann hafði Húseigendur athugið! Látið okkur skoða hús- in fyrir haustið. Onn- umst hvers konar húsaviðgerðir. Húsaviðgerðir sf. Sími 12197 séð og heyrt i Abbey Lodge. Svo bætti hann við: — Mig langar að taka tvennt fram, þótt ykkur sé það trúlega ljóst nú' þegar. 1 fyrsta lagi gat ég ekki þolað hótelið eða Hewson-Smart majór og gesti hans. Þeir eru imynd alls þess sem mér mislíkar mest i Englandi og i fari Englendinga. Og þvi var ég i hálfleiðu skapi all- an timann sem ég var þar — — Ég skil, sagði Júdý. — Það er eins og ofmæmi. — Og þetta hefði getað haft áhrif á dómgreind mina. Og til viðbótar — og það er seinna atrið- ið — þá er mér nú ljóst, að þarna kom sært stolt lika við sögu. Þetta pakk talaði um föður minn — föð- ur minn — eins og hann væri gamalt húsdýr. Þessi Riseburn sagði meira að segja að majórinn vildi ekki láta hann. Hamingjan sanna! Reynið ekki að segja mér að ég hafi hugsað meira um sjálf- an mig en hann. Ég veit það vel. En þetta særða stolt gerði mér ekki auðveldara fyrir þarna niður frá. Og ég veit svei mér ekki hvert næsta skref ætti að vera. Hann leit á Júdý, finlega og lit- rika I dökkgulum kjól, siðan á Ali- son, dökkleita og hrukkótta og skýrlega i skærgrænum jakka: siðan aftur á Júdý sem rétti hon- Bókhaldsaðstoó með tékkafeerslum fjFBÚ N AÐARBANKIN N \l\J REYKJAVÍK Brúðkaup Þann 24/8 voru gefin saman i hjónaband i Neskirkju af sr. Frank M. Halldórssyni Helga Jónsdóttir og Arnór Hermanns- son. Heimili þeirra verður að Arnartanga 51, Mosfellssveit. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars). Þann 17/8 voru gefin saman i hjónaband i Laugarneskirkju af sr. Garðari Svavarssyni Jónina Vilborg ólafsdóttir og Karl Ólsen. Heimili þeirra verður að Hóla- götu 31, Ytri-Njarðvik. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars). um jarðarber og rjóma og lyfti brúnum framan i hann, ef til vill til tilbreytingar frá þvi að yggla sig. — Þúkemur mér á óvart, Tom, sagði hún. — Ef þú hefur ráð á þvi þá liggur næsta skref alveg beint við. Þú losar hann þaðan. En fyrst þarftu að gefa honum tæki- færi til að fleygja einhverju i Hewson Smart majór. — Hefurðu efni á þvi? spurði frænka hennar. — Eða kemur mér það ekki við? — Vertu ekki að þessu, Alison, sagði Tom dálitið óþolinmóðlega. — Við stöndum öll að þessu sam- an. Jæja, ef með er talið það sem ég erfði eftir mömmu og það sem mér hefur tekist að öngla saman, þá ætti ég að eiga — við skulum sjá —- já — um það bil sextán eða sautján þúsund sterlingspund. Og ef ég læt hann hafa helminginn — — Ekki allt i einu, vona ég, sagði Alison fljótmælt. — Ég veit að það væri ekki heppilegt. — Það grunar mig lika. Við skulum nú sjá. Ef ég fjárfesti hans hluta fyrir hann, þá fengi hann svo sem fjögur hundruð og fimmtiu á ári — um það bil niu pund á viku. Og þaö er ekki nógu gott. Meðal annarra orða, kemst hann ekki bráðum á ellilaun? Alison hristi höfuðið. — Hann sagði mér einu sinni að hann væri utanveltu. Hefði ekki farið eftir reglunum, sagði hann. Stendur utan við velferðarrikið. — Það mætti segja mér að Hewson-Smart majór og stóð- merin hans hefðu aldrei greitt eyri i lifeyrissjóð handa honum. Hann er þarna eins og gamail þurfalingur, veslings Charles. — Ég verð að athuga þetta. En ef ég léti höfuðstólinn róa og keypti honum lifeyri — segjum fyrir svo sem átta þúsund — þá gæti hann fengið allt að þúsund á ári og þyrfti sem sagt engan tekjuskatt að greiða. — Þú talar eins og lögfræðing- ur eða bókhaldari, hrópaði Júdý, ekki ásakandi, heldur altekin að- dáun. En hann tók þetta illa upp. — Ég er nú einu sinni hagfræðingur. — Vertu nú ekki hörundssár. Og farðu ekki að telja upp fleiri atriði. Þetta er ofureinfalt. Þú labbar þig rakleitt niður eftir, segir honum hver þú ert og segir að hann þurfi ekki degi lengur að umbera þessi skelfilegu Hewson- Smarthjón né hálfvitana gesti þeirra. Siðan ferðu með hann til London og kaupir handa honum lifeyri eða eitthvað svoleiðis. Þetta er I rauninni tvennt. Og loks hringirðu i hana Hildu okkar — þú veist hverja ég á við. — Hildu Neckerson. — Hildu Neckerson — og þú segir henni að hann tilbiðji hana ennþá og hvernig henni lítist á að stinga hann Neckerson sinn af og taka upp lif i synd meðan Charles málar eins og óður maður. Ég veit að þetta hljómar kannski dá- litiö snöggsoðið, en það er vegna þess að þú virðist vera að tvi- stiga, Adamson góður. Skjótar aðgerðir, segi ég. — En svona einfalt er þetta ekki, vina min, sagði Alison. — Jafnvel þótt Tom geri þetta kannski fullflókið. — — Þaðgeri égekki. Auk þess er ég ekki enn búinn að segja ykkur mitt álit. Gleymið þvi ekki, að ég hef bóksaflega verið á hælunum á honum, fengið að vita hvernig hann hefur skotið upp kollinum hér og þar, horfið aftur, birst aft- ur annars staðar. Það er hálf raunalegt allt saman. En núna að undanförnu hefur honum þó tekist að tolla i starfi, guð má vita hvernig, en hann hefur þraukað. Og svo birtist löngu glataði son- urinn — náunginn sem hann fékk andúð á i morgun. Og gleymið þvi ekki heldur, að föður minum þarf ekki endilega að geðjast að mér — — Þvi ekki það? hrópaði Júdý með vanþóknun. — Ekki ertu son- ur minn.og þú hefur ekki verið að leita að mér út um allar jarðir og ætlar ekki að kaupa lifeyri handa mér, en mér geðjast að þér — — Það gleður mig, en það er ekki alveg það sama. Hann hefur þraukað þarna, og allt i einu birt- ist ég. Og ég á peninga, meira en hann hefur haft undir höndum alla sina ævi og ég segi: — Svona nú pabbi, þú ert búinn að fá nóg af þessu puði sem góði gamli Charles. Þið haldið kannski að hann myndi vefja mig örmum, gráta af gleði. En það mætti segja mér, að hann gæti alveg eins j FIMMTUDAGUR 19. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrlður Björnsdóttir heldur áfram lestri sögunn- ar „Fagra Blakks” eftir önnu Sewell (10). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar um skýrslu rannsóknar- nefndar sjóslysa. Morgun- popp kl. 10.40. Hljómplötu- safniðkl. 11.00 (endurtekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Smið- urinn mikli” eftir Krist- mann Guðmundsson. Höf- undur les (17). 15.00 Miðdegistónieikar. Aubrey Brain, Adolf Busch og Rudolf Serkin leika Trió i Es-dúr fyrir horn, fiðlu og pianó op. 40 eftir Brahms. Peter Katin og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leika Pianókonsert op. 40 eftir William Mathias; David Atherton stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Frá sjóferðum víða um heim.Jón Aðils leikari les úr ferðaminningum Svein- bjarnar Egilssonar (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. sér um þáttinn 19.40 Kórsöngur. Kvennakór Suðurnesja syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Askel Snorrason, Inga T. Lárus- son, Schubert og Verdi. Söngstjóri: Herbert H. Agústsson. Pianóleikari: Guðrún Kristinsdóttir. 20.05 Leikrit: „Litli prinsinn” eftir Antoine de Saint- Exupéry. Þýðandi: Þórarinn Björns- son. Leikgerð fyrir útvarp ann- aðist Sigmundur örn Arn- grlmsson, og er hann jafn- framt leikstjóri. Tónlist gerði Atli Heimir Sveinsson, sem flytur hana ásamt Guð- nýju Guðmundsdóttur, Guillermo Figueroa og William Grubb. Persónur og leikendur: Sögumaður ... Róbert Arnfinnsson, Litli prinsinn ... Sólveig Hauks- dóttir, Rósin... Edda Þórar- insdóttir, Kóngur ... Valde- mar Helgason, Montinn maður/ Kaupsýslumaður ... Bessi Bjarnason, Drykkju- maður/ Ljósamaður ... Flosi Ólafsson, Landfræð- ingur ... Þorsteinn ö. Stephensen, Höggormur ... Briet Héðinsdóttir, Blóm ... Svanhildur Jóhannesdóttir, Refurinn ... Helgi Skúlason 21.20 Solomon leikur á píanó sónötur nr. 13 I Es-dúr op. 27 nr. 1 og nr. 31 I As-dúr op. 110 eftir Beethoven. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Septembermánuður” eftir Fréderique Hébrard. Gisli Jónsson islenskaði. Bryndis Jakobsdóttir les (4). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur I umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 x 2 — 1 x 2 5. leikvita — leikir 14. sept. 1974 Úrslitaröðin: 11 X — X 1 2 —111 — 11 X 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 29.500.00 3360 8823 36710+ 36920+ 36933+ 38966 39159+ 5344+ 36713 + 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 2.000.00 106 4268 7123 13583 36767 37655 + 38643 413 4946 8174 14248 36861 38032 38745 417 5002 8537 14621 36911 + 38118 39111 423 5122 8821 35067 36914 + 38130 + 39111 840 5258 9014 35067 36924 + 38141 39111 921 5258 9701 35144 36927 + 38141 39150+ 1027 5587 9849 35598 37119 38145 39153 + 1179 6843 12699+ 36025 37374 38145 nr. ólæsil. 4125 7091 13286 36134 37633 38601 + nafnlaus Kærufrestur er til 7. okt. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningar fyrir 5. leikviku verða póst- lagðir eftir 8. okt. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK. Auglýsingasiminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.