Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. október. 1974 □ SKAMMTUR AF LÖGBIRTINGU Fyrir nokkrum vikum rakst ég á blað nokkurt, sem út mun gefið viku- lega, keypt og lesið. Ekki mun blað þetta vera álitið nein gaman- lesning. en þó brá svo við í þessu tölublaði, að greinarkorn sem mér þótti stórspaugilegt, var þar birt. Nú er ég svo mikill skjalaglópur að ég er búinn að týna framangreindu eintaki af Lögbirtingarblaðinu og verð þess vegna að birta auglýsinguna eftir minni. ,/Ég undirrituð Petrína Sveinsdóttir Vesturbraut 16 Reykja- vík veiti hér með mann- inum, sem ég ann hug- ástum, Pétri Jónassyni cand. fíl. ótakmarkað umboð til að hafa ótak- markaða um- og yfir- sjón allra eigna minna bæði til sálar og líkama í föstu og fljótandi og hverju nafni sem þær kunna að nefnast og með hverjum þeim ráð- stöfunum, sem hann tel- ur að best geti orðið til að sinna þörfum mínum í hvívetna. Af þessu leiðir að nefndur umboðsmaður hefur umboð til að ráð- stafa ekki aðeins mér heldur og dætrum mín- um, húsdýrum og öðrum innanstokksmunum og setja mig og mína á opinberan markað ef í því gæti leynst einhver hagnaðarvon og jafnvel þótt slíkt væri ekki fyrir hendi. Umboðsmaðurinn hefur þannig heimild til að veita móttöku pen- ingagreiðslum, hverju nafni, sem þær kunna að nef nast og af hvaða toga sem er á öllum hugsan- legum sviðum. Ég legg sérstaklega áherslu á að umboðs- maður hefur allsherj- arumboð til að þjóna mér bæði til borðs og sængur eftir því sem hann hef ur getu og löng- un til, svo og ráðstöf- unarrétt á þeim hús- hornum sem honum lystir að höndla með hverju sinni, svo fremi að þau séu ekki gefin upp til skatts. Ég vil taka sérstak- lega fram, að ég legg áherslu á að eignarhluti minn bæði í sjálfri mér og öðrum verði þannig að ég og maðurinn, sem ég ann hugástum (Pétur Jónsson cand. fíl.) get- um í framtíðinni ávaxt- að okkar pund eftir því sem kostur er á og án utanaðkomandi truflana skattyf irvalda og ann- arra óviðkomandi aðila og mun ég leggja fram skriflega staðfestingu í umboði allsherjar- umboðsmanns míns Péturs Jónassonar cand. fíl. máli mínu til stuðnings. Þannig má ekki ráð- stafa mér, fasteignum mínum, fyrirtækjum, dætrum, afkomendum, innanstokksmunum né húshornum, án þess að Pétur Jónasson cand. fII. sé kvaddur til skrafs og ráðagerða um málið, með hliðsjón af skatta- löggjöfinni og þeirri staðreynd að ég ann þessum allsherjarum- boðsmanni mínum og því, sem hann hefur allsherjarumboð fyrir, hugástum. Þar sem auglýsinga- plássið í Lögbirtinga- blaðinu kostar drjúgan skilding mun ég freista þess að hafa auglýsingu þessa ekki lengri en þetta, en þó finnst mér rétt í þessu sambandi að rifja upp orð kell- ingarinnar þegar lög- fræðingurinn tók af henni sprittglasið henn- ar: ,,Drottinn í þínar hendur fel ég anda minn", og síðan bætti hún við: „Þjóðráð skal maður þiggja Þegar að fer að skyggja Með lögum skal land byggja en lítið eitt flátt hyggja. laupnum Templara- námskeið Um siðustu helgi héldu islensk- ir ungtemplarar sex félagsmála- námskeið á fimm stöðum viðs- vegar um landið. A annað hundrað ungmenni sóttu námskeið þessi, sem i alla staði tókust frábærlega. Ekki verður hér látið staðar numið. Framundan eru hjá ung- templurum framhaldsnámskeið auk námskeiða fyrir þá fjöl- mörgu, sem ekki áttu kost á að sækja námskeið siðustu helgar. Hœrri sektir við umferðar- lagabrotum Lögreglusektir fyrir brot á um- ferðarlögum voru nýlega hækk- aðar verulega. Sem dæmi má nefna, að sekt fyrir of hraðan akstur er nú frá 1500,00 til 8000,00 krónur, fyrir brot á stöðvunar- skyldu og akstur á rauðu ljósi 4000,00 krónur, fyrir að mæta ekki með bifreið til skoðunar á réttum tima 3000,00 krónur og fyrir rang- stöðu 800,00 krónur. í september sl. kærði lögreglan I Reykjavik alls 1013 ökumenn fyrir of hraðan akstur, þar af nokkra fyrir mjög hraðan akstur. Okumaður, sem kærður var fyrir að aka á 112 km hraða miðað við klst. austur Miklubraut austan Stakkahliðar, var sviptur öku- leyfi til bráðabirgða af lögreglu- stjóra og hlaut, er málið var tekið fyrir i sakadómi, 10.000,00 krónur I sekt og var sviptur ökuleyfi i 4 mánuði. Þá voru i september 105 öku- menn kærðir fyrir að aka á rauðu ljósi og 97 ökumenn fyrir brot á stöðvunarsky ldu. Samtök skatt- stofufólks Laugardaginn 19. okt. var gengið frá stofnun Samtaka skattstofufólks. f samtökunum eru allir fullgildir félagsmenn Starfsmannafélags rikisstofnana. Einar Ólafsson, formaður Starfsmannafélags rikisstofnana, setti stofnfundinn, en þvi næst flutti Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB ávarp um nýjustu viðhorfin i launamál- um. r1 ■ i S , húseigIendur, 1 u Ær I HÚSBYGGJENDUR | 1 \ I • önnumst allar nýlagnir og | viðgerðir á gömlum raflögn- ! ,um. • Setjum upp dyrasima og lág- ■ I RAFAFL spennukerfi. 1 Vinnufélag • Ráðgjafa og teikniþjónusta. | ■ rafiönaöar- • Sérstakur simatimi milli kl. i | manna m Barmahlfö 4 1-3 daglega, simi 28022. L. m mm m Miklar umræður spunnust um röðun starfa skattstofufólks i launaflokka og um framtiðar- verkefni samtakanna. Þá urðu miklar umræður um skattamál. Kjörin var stjórn „Samtaka skattstofufólks” og er hún þannig skipuð: Formaður: Rögnvaldur Finnbogason, Reykjavik, — aðrir i stórn: Jón Áskelsson, Hafnar- firöi, Valur Haraldsson, Hellu, Ólafur Þórðarson, Akranesi og Bjarghildur Sigurðardóttir, Egilsstöðum. I varastjórn voru kosnir Rannveig Hermannsdótt- ir, ísafirði og Lárus Blöndal Siglufirði. Stjórn og framkvœmda- stjórn Sjó- mannasamb. íslands Á 9. þingi Sjómannasambands íslands, sem lauk fyrir skömmu, var kjörin þessi stjórn og fram- kvæmdastjórn: Formaður: Jón Sigurðsson, Reykjavik, varaform. Kristján Jónsson, Hafnarfirði, ritari: Pét- ur Sigurðsson, Reykjavik, gjald- keri Arsæll Pálsson, Hafnarfirði. Aðrir stjórnarmenn: Tryggvi Helgason, Akureyri, Hilmar Jónsson, Reykjavik, Sig- finnur Karlsson, Neskaupstað, Arni Ingvarson, Akranesi, Bjarni L. Gestsson, tsafirði, Guðmundur Guðmundsson, Grundarfirði, Högni Magnússon, Vestmanna- eyjum, Guðlaugur Þórðarson, Keflavik, Sverrir Jóhannsson, Grindavik. Varamenn: Jón Kr. Ólsen, Keflavik, Pétur Sigurösson, varaform. S.R. Rvik, Sigfús Bjarnason, Reykjavik, Guðmundur Gislason, ísafirði, Jón Sigurðsson Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðis- firöi, Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri. Framkvæmdast jórn: Jón Sigurðsson, Reykjavik, Kristján Jónsson, Hafnarfirði, Pétur Sigurðsson, Reykjavik, Tryggvi Helgason, Akureyri, Ar- sæll Pálsson, Hafnarfiröi. Varamenn: Hilmar Jónsson Reykjavik, Högni Magnússon, Vestmanna- eyjum. Litla gula hœnan sagði óeðlilega eðlilegt Hér er aðeins um að ræða fram- kvæmdaatriði innan ramma varnarsamningsins, og slikt hef- ur aldrei verið borið undir Al- þingi, og væri óeðlilegt, hins veg- ar er eðlilegt að um þessi mál verði almennt rætt á Alþingi. —- Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson i leiðara timans 24. okt. 1974. Ljóðaspá t nýjasta hefti timaritsins Veðrið, sem út er gefið af Félagi Islenskra veðurfræðinga, og hing- að barst á dögunum, er að finna ljóðaspá eftir Stefán Jónsson Stokkseyring og hljóðar fyrsta er- indi ljóðaspárinnar svo, en spáin er fimm erindi: ,,A Grænlandsahafi er alldjúp lægð, sem austur þokast, sunnanlands mun sjónvidd lokast, sifellt snjórinn niður mokast.” Ljóðaspáin er samin eftir veð- urspá 1. febrúar 1964. Er það von þess, sem þetta býr til prentunar, að veðurspámenn láti á næstunni veðurspár sinar klingja I eyrum landsmanna i ljóði. i e n 16 i » w — :> <».) «1. — j 152.690 afgreiðslur Ráöningaskrifstofa Reykjavik- ur hefur starfað 140 ár um þessar mundir, en hún tók til starfa 20. október 1934. Alls hafa á þessu fjörutiu ára timabili 34.523 einstaklingar veriö frumskráðir sem atvinnuum- sækjendur á Ráðningarstofunni, en margir þeirra hafa að sjálf- sögðu leitað oft til stofnunarinnar á þessu timabili, svo að samtals eru afgreiðslur orðnar 152.690. Og þá eru ekki talið með fjölmargt fólk, sem Ráðningarstofan hefur bent á atvinnu hjá ýmsum aðil- um, en ekki fengið ákveðnar upp- lýsingar um ráðningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.