Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. október. 1974 ÞJÓÐMLJINN — StÐA 11 11. SÍÐAN Umsjón: GG Bjartsýni... eða misskilningur — Mér er sama, þaö er samt betra! England — Jæja, þá geta svallvelslur þínar hafist! U.S.A. • — Nei, skipstjóri, ég finn ekkert aö vatnsleiöslunum! Ítalía Helgirikið dustað af séra Hallgrími I sjónvarpsdagsrká dagsins i dag og reyndar allrar næstu viku, virðist fátt vekja það mikla athygli, að taki þvi að benda á það. Raunar aðeins einn dagskrárliður: „Sálin i út- legð er ...”, mynd sem sjón- varpið lét gera i sumar um séra Hallgrim Pétursson. Jökull Jakobsson og Sigurður Sverrir Pálsson gerðu myndina, og Þjóðviljinn bað Jökul að segja nokkuð frá Hallgrims- myndinni. „Myndinni er eiginlega skipt i tvo hluta. 1 öðrum hluta mynd- arinnar, þeim sem er tekinn i lit og gerist i nútimanum, fer leið- sögumaður með ferðafólk i dagsferð i rútubil. Hann fer með fólkið á söguslóðir Hallgrims, þær slóðir sem hægt er að skoða á einum degi hér sunnan lands, Hvalsnes, Njarðvik og Hval- fjarðarströnd. Hallgrimur var prestur að Hvalsnesi, i Niarðvikum bjuggu þau Gudda i kotskrifli einu, þar sem nú er skipasmiðastöð. Þeg- ar þessir staðir hafa verið skoð- aðir er farið á Hvalfjarðar- ströndina, en ferðin hefst við Hallgrlmskirkju i Reykjavik. Leiðsögumaðurinn er leikinn og honum lagður ákveðinn texti I munn. Guðný Helgadóttir er leiðsögumaður”. Sá hluti myndarinnar sem i nútlmanum gerist er i lit, en þau atriði sem eiga að gerast i fortið og tekin eru i stúdiói, þau eru höfð svart-hvit. En þessi skipt- ing myndarinnar, þ.e. litirnir sjást vist þvi miður ekk-i i okkar sjónvarpi. „I fortiðaratriðunum reyni ég að svipta hinni hefðbundnu hulu af dýrlingnum”, sagði Jökull. „Ég reyni að dusta helgirykið af þessum holdsveika dýrlingi og leiða fram venjulegan, breyskan mann, gerðan af holdi og blóði, og kannski kemur þarna fram ný kenning um það, hvers vegna Hallgrimur Pétursson orti Passiusálmana. Fjallað er nokkuð um sam- band þeirra Guðriðar — og sam- band þeirra beggja gagnvart Brynjólfi biskupi”. Hvers vegna skipting i nútima og fortið? „Leiðsögumaðurinn túlkar hina hefðbundnu söguskoðun, rekur æviatriði Hallgrims eins og okkur hefur verið kennt og sagt að þau væru. í leiknu atrið- unum sem eiga að gerast á 17. öld, kemur nýja kenningin fram og helgirykið rýkur burt”. Undir náð Hallgrims . . Þar eð Hallgrimsmyndin er aðhluta i lit, varð ýmiss tækni- vinna við myndina að fara fram erlendis. Þeirri vinnu mun hafa lokið á miðvikudaginn var, og sjónvarpið vonaðist til að fá myndina hingað heim á fimmtudaginn. Á fimmtudaginn var hins veg- ar ekki flogið. Þá var að treysta á föstudaginn, og nú er að vona, að Hallgrimi hafi litist á mynd- ina, kannski hefur hann litið á hana i Englandi, þar sem vinna við hana fór fram .hafi hon- um litt getist að myndinni kemst hún væntanlega ekki til landsins i tæka tið. Sjónvarpið lét gera þessa mynd og sýnir hana nú á 300 ára dánarafmæli Hallgrims. Strakur úr Borgarfirði Sem fyrrgreinir, þá fer Guðný Helgadóttir með hlut- verk leiösögumannsins. Hún og raunar allir aðrir sem i mynd- inni leika eru áhugamenn i fag- inu. Sigurveig Jónsdóttir frá Akureyri, raunar sviðsvön kona, leikur Guddu og Jón Kristinsson, sem lika er Akur- eyrarleikari, leikur Brynjólf biskup. Hallgrim leikur ungur piltur úr Borgarfirði, Jón Jóel Einars- son. Jón Jóel mun ekki áður hafa komið opinberlega fram. — GG þar sem illvígur bófaflokkur99 Þegar lokíö verður Hall- grimsþætti i sjónvarpinu á sunnudaginn, kemur til skjal- anna þáttur sem sjónvarpið hef-v ur komið höndum yfir i Eng- landi. Sá heitir einfaldlega „Julie Andrews”, og er hinn fyrsti af átta skemmtiþáttum, þar sem þessi söngkona flytur létt lög og skemmtiatriði. Eflaust mun margur geta un- að við Júliu þessa, en heldur er það klén frammistaða hjá sjón-. varpinu, að finna aðeins það lakasta, það rýrasta i roðinu af ensku sjónvarpsefni. Bræðurnir, þvælukenndur „fjölskylduþáttur” var varla runninn til enda, þegar þeir fundu „Oneidin skipafélagið”. Skipafélag þetta hefur eflaust starfað með blóma á nitjándu öld, og eflaust er það þess vegna sem sjónvarpið útvegar sér myndaflokkinn. Tuttugustu- aldarmenn og tuttugustualdar- sjónvarpsstöðvar eru fyrir löngu hætt að hafa áhuga fyrir viðgangi skipafélaga á öldinni sem leið. En þeir sem myndakaupum ráða taka væntanlega undir með Gumma Garðars um leið og þeir velta ofan af fertugum vestra-spólum frá MGM og igrunda hjónabandsvanda Oneidins, að „sósialrealismann beri að forðast”. Og það er á öldufaldi hægri- sveiflunnar sem Julie Andrews mun syngja sig inn I hjörtu þjóðarinnar, Oneidin enski mun græða morðfjár á innflutningi og Marlend Dietrich dettur i „lukkupottinn” næstkomandi laugardag þegar gamall vestri kemur á skjáinn og „unnusta aðalsöguhetjunnar er myrt og hann leggur af stað að leita morðingjands. Hann kemst brátt á sporið og finnur hinn seka á búgarði, þar sem illvigur bófaflokkur hefur aðsetur sitt”, segir dagskráin. Að hræða fólk . . . Sýning italska myndaflokks- ins um „Hjónaefnin” var ræki- lega auglýst af hálfu sjónvarps- ins, enda skiljanlegt að menn- irnir séu dulitið uppmeðsér af þvi að sýna einu sinni verulega góða mynd. Og ekki skal hér kvartað undan „Hjónaefnun- um”, fyrsti þátturinn var skemmtilegur — eri formálinn var einhvern veginn eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Kom ekki VI Jónatan Þór- mundsson og las inngang af blaði! Eflaust hefur inngangurinn verið þarflegur, en manni hálf- vegis brá að sjá allt i einu VI Jónatan á undan listaverki og erfitt að sjá samhengið. Þessi sýning á VI Jónatani finnst mér ekki i samræmi við hina nýju stefnu Gumma Garðars og þeirra. „sósialóraunsæið” — þetta er blákaldur „sósialrealismi”! —GG Julie Andrews — sem eflaust mun syngja sig inn I hjörtu þjóðarinnar riðandi á öldufaldi hins þjóðfélagslega óraunsæis vl-inenningarinnar. M Ávarp frá Synodusnefnd til stuðnings Hallgrí mskirkj u Hallgrimskirkja á Skólavörðuhæð er i byggingu, eins og kunnugt er. Stórt átak hef- ir verið af höndum leyst við smiði kirkjunnar. Þó er lokaátakið eft- ir. Hallgrimskirkja er musteri og minnismerki. Hún er þjóðartákn um trú Islendinga, helgidómur i minningu þess manns, sem þjóðin er I mestri þakkarskuld við á helgri för i þrjár aldir. Nú er leitað til landsmanna um stuðning við þjóðarhelgidóminn. Heitið er á Islendinga, sem kirkju og kristni unna, að leggja fram skerf til byggingarinnar i tilefni 300. ártiðar séra Hallgrims Péturssonar, sunnudaginn 27. október. Ef sérhver yðar leggur sitt af mörkum i þakkarskyni við passiusálmaskáldið, verður þess eigi langt að biða, að kirkjan risi fullgerð. Sýnum minningu séra Hallgrims verðuga hollustu og látum það takast. Séra Guömundur Guðmundsson, (Jtskálum Séra Gunnar Björnsson, Bolungarvik Dr. Jakob Jónsson, Reykjavik Scra Páll Þórðarson, Norðfirði Séra Pétur Sigurgeirssou, Akureyri Séra Ragnar Fjalar Lárusson, Reykjavik 300. ártíð Sr. HALLGRÍMS PÉTURSSONAR 27. október 1974 A morgun verða eftirtaldar at- hafnir i HALLGRIMSKIRKJU á Skólavörðuhæð: Kl. 10.30 Forseti Islands leggur hornstein kirkjunnar. 11.00 Biskup Islands vigir kirkju- sal i syðri turnálmu krikjunn- ar. 14.00 Hátiðarguðsþjónusta i minningu sr. Hallgrims. Dr. Jakob Jónsson predikar, Sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjón- ar fyrir altari. Kirkjukaffi verður að lokinni guðsþjónustunni i boði Kven- félags Hallgrimskirkju. 17.00 Orgeltónleikar. Tékkneski organleikarinn Bohumil Plán- ský leikur fjölbreytta kirkju- lega tónlist á hið ný-endur- byggða Rieger Kloss orgel kirkjunnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur lokaorð og bæn. Opið hús í Heilsurækt Heilsuræktin i Glæsibæ hefur opið hús á sunnudag milli 3 og 6. Upp á ýmislegt er boðið i Heilsuræktinni. Þar er td. hægt að fá heilsuræktartima með eða án jógaæfinga. Þarna er að finna eftirtalda aðstöðu til heilsu- ræktar: Steypuböð, heitar hvera- laugar, þrekhjól og æfingartæki ýmis konar og Sauna-böð. Þá er hægt að liggja undir háfjallasól, og infrarauðum geislum, og hægt er að fá jarðhnetuoliu eða möndluoliu á skrokkinn. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.