Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 19. október. 1974 ÁLYKTUN UM SLYSA- OG ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA Aðilar taki höndum saman til að fyrirbyggja slysahœttu A 9. þingi Sjómannasambands islands, sem lauk fyrir skömmu, var gerð svofelld áylyktun um slysa- og öryggismál: 9. þing SSÍ fagnar þeirri miklu aukningu og endurnýjun, sem orðið hefur á skipastól lands- manna siðast liðin fjögur ár. Hins vegar harmar þingið hin ttðu og alvarlegu slys, sem orðið hafa á hinum nýju skuttogurum og gerir kröfu til þess, að mark- visst verði unnið að þvf að draga úr slysahættu á skipum þessum, ekki sist þeirri, sem stafar af mannlegum mistökum. Sé það gert m.a. með þvi, að þeir aðilar, sem þetta varðar, taki saman höndum til lausnar þessu vandamáli. Sérstaklega er þessu beint til Sjóslysanefndar og þeirra aðila sem að henni standa, einnig Fiskifélags íslands, Stýrimanna- Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i Reykjavík í nóvember 1974 Föstudagur l.nóv. Mánudagur 4. nóv. Þriðjudagur 5. nóv. Miðvikudagur 6. nóv. Fimmtudagur 7. nóv. Föstudagur 8. nóv Mánudagur 11. nóv. Þriðjudagur 12. nóv. Miðvikudagur 13. nóv. Fimmtudagur 14. nóv. R-36201 til 36500 R-36501 til 36800 R-36801 til 37100 R-37101 til 37400 R-37401 til 37700 R-37701 til 38000 R-38001 til 38300 R-38301 til 38600 R-38601 til 38900 R-38901 til 39200 Bifreiðar, sem bera hærra skráningar- númer en R-39200 og ekki hafa mætt i aðalskoðun á þessu ári, skulu mæta föstu- daginn 15. nóv. Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borg- artúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðun- ar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann iátinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1974, skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK, 24. okt. 1974. SIGURJÓN SIGURÐSSON Bókhaldsaðstoð meö tékkafærslum fTBÚNAÐARBANKINN \f \J REYKJAVÍK skólanna og öryggiseftirlits rikisins. Þau atriði, sem þingið vill sér- staklega benda á i þessu sam- bandi, eru eftirfarandi: Að rannsókn sjólsysa verði flýtt sem kostur er á og niðurstöður sendar Sjóslysanefnd. Að fræðsla meðal skipshafna um orsakir slysa verði stóraukin, þ.á.m. i fjölmiðlum, eins og hljóð- varpi og sjónvarpi. Að koma upp i skipunum leið- beiningum i myndum og lesmáli til að forðast slys. Að halda fyrirlestra yfir skips- höfn með fræðslumyndum áður en skip hefja veiðar. Að þýða og dreifa meðal skips- hafna leiðbeiningum, sem samd- ar hafa verið hjá nágrannaþjóð- um okkar um hvernig slysum á skuttogurum verði varist. Að taka upp virka fræðslu i stýrimannaskólunum meðal nemenda um þessi mál og efna til námskeiða fyrir eldri skipstjóra og stýrimenn um öryggis- og slysavarnamál á þessum skipum sem öðrum. Að fordæma með öllu svo mikla fækkun skipverja að stjórnandi skips verði aðgripa inní svo mörg ábyrgðarmikil störf, að ekki verði við ráðið fyrir einn mann. Þingið bendir ennfremur á, að ef sú sókn á að haldast á erfiðustu fiskimiðheims, sem hefur gert is- lenska fiskimenn hina afkasta- mestu i heimi, en um leið með langhæsta slysa- og dánartal allra starfsstétta hér á landi, verði þjóðin að verja af sameigin- legu aflafé sinu, nauðsynlegu fjármagni til slysa- og öryggis- mála sæfarenda. Þá telur þingið einnig að lög- binda eigi ákvæði þess efnis, að allar tryggingaupphæðir og bætur sjómanna, þ.á.m. úr lifeyrissjóð- um þeirra, verði verðtryggðar og aukinn kostnaður vegna þessa greiðast úr rikissjóði. 9. þing SSl skorar á Siglinga- málastofnun rikisins að fylgst verði betur með stöðugleika þeirra skipa sem smiðuð eru inn- an og utan lands, bæði stórra og smárra. Einnig að fela stjórn sam- bandsins að koma þvi til leiðar aö sjómenn á smábátum verði aðilar að hlutaðeigandi lifeyrissjóðum og einnig að þessir sjómenn fái rétt til uppbótar á eftirlaunum samkv. lögum um eftirlaun til aldraðra félaga I stéttarfélögum, enda séu þeir félagar viðkomandi stéttarfélaga. 9. þing SSÍ beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Vitamála- stofnunarinnar að aukið verði ljósmagn þeirra vita sem fyrir eru um leiö og radio og ljósvitum verði fjölgað. Jafnframt skorar þingið á stjórnvöld að koma upp hið fyrsta radiostaðsetningarkerfi, sem mun auka frekara öryggi sjó- manna og gefa fiskiskipum og varðskipum möguleika á ná- kvæmari staðsetningu, eftir að landhelgin hefur verið færð út i 200 mílur. Þá vill 9. þing SSÍ minna á fyrri samþykktir sinar og áskoranir um ráðningu a.m.k. tveggja manna til skipaeftirlits, er hefðu það verkefni að framkvæma skyndiskoðanir á skipum til þess að fylgjast með, að öll öryggis- tæki og búnaður séu i lagi. Þingið harmar það skilnings- leysi, sem rikt hefur hjá Alþingi, er það hefur itrekað hafnað sjálf- sögðum óskum um auknar fjár- veitingar til skipaeftirlitsins, sem stuðla mundi að þessari fram- kvæmd, og þar með auka öryggi þeirra, sem vinna hættulegustu störfin i þjóðfélagi okkar. Þvi skorar þingið á hæstvirt Al- þingi að samþykkja við afgreiðslu næstu fjárlaga, fjárupphæð, sem tryggi nauðsynlega framkvæmd þessa máls. 1 þessu sambandi vill þingið einnig minna á fyrri ályktanir sjómannasamtaka um að yfir- mönnum á skipum landhelgis- gæslunnar sé gert skylt að gera slikar skyndiskoðanir jafnt i höfn, sem á höfum úti, er kærur berast eða rökstuddur grunur liggur fyr- ir um að misbrestir séu á, um framkvæmd laga og reglugerða um öryggi skips og skipshafnar. Telur þingið að afbrýðissemi og stærilæti embættismanna hjá opinberum stofnunum eigi ekki að verða fjötur um fót sjálfsögðu samstarfi til úrlausnar þessum vandamálum, til aukins öryggis sjómanna. Þá telur þingið að starfsmenn sjómannafélaga og annarra verkalýðsfélaga eigi ekki aðeins að taka til greina kvartanir skip- verja vegna öryggisbúnaðar og koma þeim áleiðis til skipaeftir- litsins, heldur einnig að eiga frumkvæði að athugun þessa bún- aðar t.d. með trúnaðarmanni stéttarfélagsins á skipinu. Þá er þess krafist að starfs- menn brunavarna hjá sveitarfé- lögum, sem útgerð reka, hafi reglulega fyrirlestra og leiðbein- ingar um brunavarnir meðal skipshafna. Enn er minnt á fyrri samþykkt þess efnis, að nú þegar sé komin nægileg reynsla á tilkynningar- skyldu skipa i þeirri mynd, sem hún hefur verið rekin til þessa og fagnar þeim góða árangri, sem náðst hefur. Þingið telur þó, að enn vanti mikið á að nægjanlega sé fylst með hinum minni bátum og enn beri of mikið á trassaskap skipstjórnenda varðandi tilkynn- ingarnar. Þingið skorar því á Alþingi að beita sér fyrir, að sett verði hið fyrsta löggjöf um tilkynningar- skyldu skipa hér við land, m.a. með sektarákvæðum, sem skil- yrðislaust verði beitt, sé lögunum ekki framfylgt. Fullt samráð verði haft við Slysavarnarfélag íslands og samtök sjómanna við undirbúning slikrar löggjafar. 9. þing SSl vitnar til fyrri sam- þykkta og ábendinga um að herða þurfi og auka við gildandi reglur um öryggisbúnað opinna báta. Þingið telur ennfremur að tima- bært sé að skylda til lögskráning- ar á alla báta, sem notaðir eru i atvinnuskyni, en frumvarp þar um hefur itrekað verið flutt á hinu háa Alþingi. Þingið felur væntanlegri stjórn sambandsins að fylgja eftir af fullum þunga, kröfunni um að rikissjóður greiði kostnað af verðtryggingu lifeyris, svo sem gert er fyrir opinbera starfs- menn. Athugun fari fram á auknu hlutfalli verðtryggöra lána úr sjóðnum og kannaður möguleiki á eignaraðild i atvinnufyrirtækjum með ágóðahlut I huga, svo mögu- legt verði að standa undir verð- tryggðum lifeyri aldraðra sjó- manna og öryrkja. Þingið telur að bæði i fiskiskip- um og farskipum skuli skylt að hafa tvær ratsjár og skuli slikt lögboðið. Þá telur þingið að við endur- skoðun á launum þeirra kvenna sem á farskipum starfa skuli stefnt að þvi að þau verði sam- bærileg við þau laun er aðrir far- menn fá. Þá vill þingið sérstaklega und- irstrika þá kröfu sina að drengir og imglingar sem við þjónustu- störf vinna, séu ekki hlunnfarnir i launum, né réttindum til þeirra og annarra kjarabóta þar á meðal vinnutimalengdar og annarra friðinda sem samningsbundin eru. Felur þingið aðildarfélögum sambandsins að fylgjast með framkvæmd þessa. Minning Stefán Skúlason Fœddur 13.12.29 — Dáinn 5.3.1974 Fregnir berast ekki alltaf skjótt milii landa á þessari öld hraðans, og margir voru þeir vinir Stefáns heitins Skúlasonar, sem eigi höfðu frétt lát hans, þótt nokkrir mánuðir væru liðnir frá andláti hans i Kaupmannahöfn. Eg vil þvi gjarnan minnast mins gamla félaga frá unglingsárunum með þessum fáu linum, en vinum sin- um verður Stefán ávallt minnis- stæöur sem góður drengur og félagi. Ef til viil kynntist ég hon- um betur en margir aðrir, og það sem tengdi okkur traustari vin- áttuböndum, var án efa sam- eiginlegur áhugi á tónlist. Stefán hafði mikið yndi af tónlist og hafði góða barytónrödd, og margar voru þær stundirnar, þar sem talað var um tónlist, sungið og spilað. Um tvitugsaldur fór þess- um fundum að fækka, þvl aö við fórum til tónlistarnáms hver i sina áttina. Stefán fór til Dan- merkur og hóf nám viö Tónlistar- háskólann i Kaupmannahöfn, og dvaldi svo þar I borg æ siðan, enda var hann þar borinn og barnfæddur. Ekki gerði Stefán sönglistina að sinu ævistarfi, en hún varð honum til hugarhægöar i önn dagsins, og þá er mikið fengið. Fundum okkar bar siðast saman á árinu, sem leið, hér i Reykjavik, og gafst mér þá tæki- færi til að tala við Stefán og rifja upp gamlar endurminningar. Sýndist mér hann þá lita vel út og vera hraustlegur að sjá, svo að ekki grunaði mig, að hann mundi aö fáeinum mánuðum liðnum vera allur. Að snöggri heimsókn lokinni fór Stefán svo aftur til Kaupmannahafnar, og þar varð hann bráðkvaddur þann 5 mars siðastliðinn. Kveð ég svo minn gamla vin og félaga, Stefán Skúlason, og votta foreldrum hans og systkinum mina dýpstu samúð. Guðmundur Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.