Þjóðviljinn - 26.10.1974, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Síða 3
Laugardagur 26. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Veralegar hækkanir innlendra iðnvara vegna erlendra hráefnishækkana Athugasemd við orð verðlagsstjóra í viðtali við Þjóðviljann í gær upplýsti verðlagsstjóri að framleiðendur hrein- lætisvara hefðu fengið allar þær hækkanir, sem þeir hefðu beðið um. Þetta viðtal við verðlagsstjóra var tekið í tilefni af kvörtunum Gunnars J. Gunnar J. Friðriksson Friðrikssonar, forstjóra, um að ekki hefði fengist fram hækkun vegna er- lendra verðhækkana. 1 gær sendi Gunnar okkur at- hugasemd vegna ummæla verð- lagsstjóra og fer athugasemd for- stjórans hér á eftir: „Verðlagsstjóri segir i Þjóð- viljanum 25. október að sam- þykktar hafi verið allar umsóknir um verðhækkanir frá hreinlætis- vöruframleiðendum, sem stafi af hráefnahækkunum. Þar sem hér er rangt með farið hjá verðlags- stjóra sendi ég hér með dæmi um afgreiðslu úr siðustu umsókn til verðlagsstjóra. Þessi umsókn er eingöngu vegna hækkunar á hrá- efnum á siðustu ellefu mánuöum. Meðalhækkun á þeim tima er 148%. Mörg af þessum hráefnum eru enn að hækka. Þetta er þó aðeins hluti af vandanum, þar sem iðnfyrirtæki hafa engar hækkanir mátt gera á vöru sinni þrátt fyrir gifurlegar hækkanir launa, rafmagns, oliu og margra annarra kostnaðar- liða. Unilevermenn verða væntanlega ánægðir, þegar búið er að hjálpa þeim til að losna við innlenda keppinauta.” Gunnar var svo hugulsamur að senda Þjóðviljanum samanburð á þvi annars vegar sem farið var fram á i verðhækkun siðast og það sem leyft var. Munar þar satt að segja litlu. Þar sem umbeðin hækkun var 62 kr., fékkst 60 kr. hækkun. Þar sem beðiö var um hækkun á 85 kr. fékkst 83 kr., þar sem beðið var um að vara hækkaði i 78 kr. var leyft verð á vörunni 75 kr. Þar sem beðið var um að vara hækkaði i 428 kr. einingin varð leyft verð 410 kr. o.s.frv. Munur þess sem beðið var um og þess sem fékkst var yfirleitt innan við 1%, þannig að ekki er mikið veður út af þvi ger- andi. Hins vegar veit Þjóðviljinn að fyrirtækið fékk 100% þær hækkunarbeiðnir sem það lagði fram þrisvar sinnum áður , fyrr á þessu ári. Hækkanir á þessu ári Þjóðviljinn hefur einnig aflað sér upplýsinga um hækkanir á framleiðslu fyrirtækis Gunnars J. Friðrikssonar á þessu ári. Miðað er við annars vegar verðið — heildsöluverðið 1. janúar sl. — og hins vegar verð það sem leyft var frá 14. okt. sl.: Dofri 650 gr. kostaði 43 kr., kostar 60 kr. Dofri 2,2lkostaði 130 kr., kostar 183 kr. Dún 11. kostaði 57 kr., kostar 83 kr. íva 360 gr. kostaði 31 kr., kostar 44 kr. Sjálfgljái 440 gr. kostaði 45 kr., kostar 68 kr. Sparr, 360 gr., kostaði 26,50 kr. en kostar nú 44 kr. Fleiri dæmi mætti nefna um hækkanir á þessu ári. Hækkanir hráefna Á þeim tima, sem umliðinn er frá þvi að oliukreppan hófst i september sl., hefur oröið geysi- leg hækkun á hráefnum til hrein- lætisvöruiðnaðar. Samkvæmt yfirliti, sem Gunnar J. Friðriksson sendi Þjóðviljanum, hafa hráefnin hækkað um nærri 150% á 11 mánuðum. Má það ljóst vera að slik hækkun hefur gifur- legan vanda i för með sér fyrir iðnfyrirtækin. En viö þykjumst hafa sýnt fram á að verðlagsyfir- völd hafi heimilað þær verö- hækkanir hreinlætisvara sem farið var fram á á þeim grund- velli sem verðhækkun hráefn- anna segir til um. Verðlagsmál hreinlætisiðnaðarins Erlendur Patursson: Fœreyskir bœndur endurskoða kjötsölumál sín — Það vandræðaástand sem rikt hefur I kjötsölumálum færeyskra bænda i haust, vegna ódýra islenska kjötsins sem er á markaðnum hér, hef- ur orðið til þess aö raddir eru nú háværar um að bændur endurskipuleggi öll sin mál, m.a. stofni meö sér sterkt landsfélag og einnig að þeir taki kjötverðlagninguna i sin- ar hendur en fram til þessa hefur hún verið alveg frjáls, sagði Erlendur Patursson rit- stjóri, er við ræddum við hann um þessi mál I gær, en sem kunnugt er hefur niðurgreidda islenska kjötið valdið bændum i Færeyjum miklum erfiðleik- um I haust. Þeim hefur gengiö illa að selja sitt kjöt vegna þess og um timá horfði mjög alvarlega hjá þeim. — Ég á nú von á þvi að þetta sé að leysast og að bændur hér séu um það bil að verða búnir að selja kjöt sitt eða i það minnsta að það takist, sagði Erlendur. Um margra ára skeið var ekki leyft að flytja inn kjöt til Færeyja á sama tima og bændur hér voru að slátra sauðfé sinu og selja kjötið, en nú i ein 2-3 ár hefur það hins vegar verið gert og aukið á erfiðleika bænda að losna við kjöt sitt, sagði Erlendur. Erlendur sagöi ennfremur aö þetta mál hefði vakið upp miklar umræður og deilur i Færeyjum og stæðu þær raun- ar enn. Kvað Erlendur liklegt að málið yrði til þess að bænd- ur stofnuðu með sér sterkt landsfélag og hefðu raunar tveir færeyskir bændur farið til Islands að kynna sér þessi mál þar og um leið yröi þá sennilega verðlagningin, sem til þessa hefur algerlega verið frjáls og i höndum kaupmanna tekin til endurskoðunar, enda vildu nú bændur fá að hafa hönd i bagga með henni llkt og væri á tslandi. —S.dór Menntamála- en ekki heilbrigðisráðuneyti Margrét Margeirsdóttir hefur beðið Þjóðviljann fyrir eftirfar- andi: Vegna viðtals sem birtist i Þjóðviljanum i gær 25. október vill undirrituð taka fram eftirfar- andi: Það er rangt eftir haft að heil- brigðisráðuneytið hafi skipað nefnd til að gera heildaráafetlun um uppbyggingu sérstofnana fyr- ir vangefin börn. Nefnd sú sem hér um ræðir er skipuð af menntamálaráðuneytinu. 1 annan stað er villandi að tala um sér- kennslustofnun á Akureyri fyrir vangefna. Væntanlega er hér átt við vistheimilið Sólborg, sem starfrækt er af Styrktarfélagi vangefinna á Noröurlandi. A landinu er aðeins til einn sér- skóli, sem sinnir einvörðungu kennslu vangefinna barna: Höfðaskólinn i Reykjavik. Mánudagstnyndin „Vinstúlkurnar” eftir Claude Chabrol verður næsta mánudagsmynd Háskólabiós. Þessi mynd er i flokki þeirra Chabrol-mynda, sem kallaöar hafa verið „vináttumyndirn- ar”. Dómar manna hafa orðið mjög á sama veg, um þessa siðustu mynd. Gagnrýnendur blaða eru hrifnir, m.a. sagöi einn danskur: „Vinstúlkurnar eru mjög aðlaðandi vegna samruna sins á speki, háði, blöndnu gamansemi, siðferði- legri afstöðu og augljósri kyn- lifsgleði”.—GG RAGGI RÓLEGI Parðaskot Alþýðublaðamanns Parþar eða Paröar (þýð. Helga Hálfdánárss.) voru frönsk fornþjóð, sem geröu Róinverjum marga skráveifu. 1 hernaði náðu þeir mikilli leikni I þeirri aðferð að leggja á flótta og skjóta síðan aftur fyrir sig á óvinina, þegar þeir ráku flóttann. Þessi hernaðaraðferð, aðskjóta aftur fyrir sig á flóttanum, hefur siðan verið kennd við þessa þjóð og nefnd parðaskot (á ensku Parthian shot). Hefur margur kappinn orðið tii þess að taka upp þessa aðferð á ýmsum timum og til dæmis um það birtum við hér mynd af einu parðaskoti, sem einhver blaðamanna Al- þýðublaðsins sendir Sighvati ritstjóra sinum á myndasögusiðu blaðsins i gær. dþ. Sighvatur Björgvinsson Alþýöubandalagiö VERKALÝÐSMÁLA- RÁÐSTEFNA 1. OG 2. NÓVEMBER Verkalýðsmálanefnd miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins boðar til ráðstefnu um verkalýðsmál i Reykjavik dagana 1. og 2. nóvember nk. Tilgangur ráðstefnunnar er að veita Alþýðu- bandalagsmönnum tækifæri til að hafa samráð um verkalýðsmál og eru til ráðstefnunnar boðaðir þeir flokksmenn, sem gegna trúnaðarstörfum innan launþegasamtaka hvar sem er á landinu. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðum og hefst föstudaginn 1. nóvember klukkan fjögur sið- degis. Gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki laug- ardaginn 2. nóvember klukkan fimm siðdegis. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Alþýðubanda- lagsins, Grettisgötu 3, Reykjavik, simi 28655 i sið- asta lagi miðvikudaginn 31. október.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.