Þjóðviljinn - 26.10.1974, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. oktdber. 1974 Laugardagur 26. oktdber. 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Einar Bragi rithöfundur lagöi fram i bæjarþingi greinargerö vegna meiöyrðamáls VL-manna gegn honum. Greinargeröin var lögö fram á fimmtudagsmorgun- inn, eins og sagt var frá I blaðinu I gær. Þar sem greinargeröin er sannkallaöur skemmtilestur um leiö og rithöfundurinn beinir spjótum háös og rökvlsi aö stefn- endunum fór Þjóöviljinn þess á leit viö Einar Braga, aö greinar- geröin birtist i heild. Varö hann fúslega viö þeirri beiöni, og hér á siðunni er greinargeröin birt I heilu lagi. Millifyrirsagnir eru á ábyrgö Þjóðviljans svo og aðrar fyrirsagnir. Nr. 5. Lagt fram I bæjarþingi Reykjavikur 24. okt. 1974 „Ég flyt mál þetta fyrir sjálfan mig og geri eftirfarandi kröfur: 1. aömálinu verði visað frá dómi i samræmi við ákvæði i 46. gr. laga um meðferð einkamála i héraði. Fái frávisunarkrafan ekki fram- gang, geri ég þær kröfur: a) aöég verði algerlega sýknað- ur af öllum kröfum stefnenda, b) aöstefnendur verði dæmdir til að greiða einn fyrir alla og all- ir fyrir einn 10 aura i táknlega sekt til rfkissjóðs i smánar- skyni fyrir ósæmilega aðför að tjáningarfrelsi manna og á- stæðulausa málsýfingu, d) aðstefnendur verði dæmdir til að greiða mér hæfilegar bætur fyrir röskun á vinnufriði min- um með tilefnislausu mála- þrasi. Ég legg fram þessi skjöl: Nr. 5 Greinargerð þessa 6 Alit 12 rithöfunda, sem tilnefnd- ir voru af Rithöfundasambandi Islands til að „leggja mat á, hvort kærumál og f járheimtur af þessu tagi séu árás á tján- ingarfrelsi manna eða ekki”. 7 Yfirlýsingu 152 manna 8 Yfirlýsingu 11 manna 9 Greinar Sigurðar Lindals pró- fessors, forseta Lagadeildar Háskóla íslands, i Visi 16. og 18. mars 1974. Um frávisunar- kröfuna Ég vek fyrst af öllu athygli á, hver hin umstefndu orð og um- mæli eru (sbr. stefnu, bls. 3): 1. Fyrirsögn greinarinnar: „Votergeit-visillinn”. 2. Eftirfarandi ummæli I grein- inni: „Upp er risinn HÓPUR hugprúöra dáta, sem grátbiöja þjóöina aö hefja minningarár ellefu alda búsetu i landinu á þvl aö undirrita beiöni um er- lenda hersetu á Islandi...” (Leturbreyting min — EB). önnur eru stefnuatriðin ekki. Eins og . ver læs maður sér, er hér ekki vikið einu oröi að neinum einstaklingi til lofs né lasts, held- ur rætt um tiltekinn hóp manna og hópaðgeröir, sem hann beitir sér fyrir. Hinn umræddi hópur er stjórnmála samtök — flokkur, sem kemur fram sameiginlega sem ein heild og hefur það yfir- lýsta markmið að berjast fyrir á- kveðinni lausn á stórpólitískasta deilumáli, sem uppi hefur verið með Islensku þjóðinni i þriðjung aldar. Það liggur i augum uppi, að einstaklingur i hópi getur ekki orðið fyrir persónulegri séræru- hugprúðra dáta”) ætti sameigin- lega hópaðild, svokallaða óskipta sakaraöild, en einstakir aðstand- endur eiga hér s'akaraðild enga. Hópsálin dettur i sundur Um sameiginlega aðild af þessu Einar Bragi meiðingu vegna ummæla um hópinn i heild. Þvi getur hann ekki heldur átt einstaklings- bundna sakaraðild að orðum eða ummælum, sem eingöngu fjalla um hópinn: beinast að hópsálinni allri og óskiptri/en ekki neinu hópsálarbroti sérsaklega. Augljóst er, að „aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar”, eins og stefnendur kalla sig, viður- kenna þetta sjónarmið bæði i orði og verki, þvi aðstandendur stefna sem hópur og geta þess sérstak- lega i stefnu (bls. 3), að ummæli um hópinn og verknað hans („um undirskriftasöfnunina og að- standendur hennar”) hafi hrund- ið þeim út i meiðyrðamálshöfðun. Hið sama sjónarmið kemur einn- ig og enn skýrar fram i viðbrögð- um einstakra aðstandenda, er þeir stefna annars vegar sem kennarar nemendum i skóla sin- • um fyrir ummæli um sig, sem eiga ekki við hópinn allan, en stefna hins vegar sem hluti hóp- sálarinnar mér og öðrum fyrir orð og ummæli, sem verða ekki heimfærð upp á neinn hluta hóps- ins, smáan eða stóran, heldur að- eins hópinn I heild: stjórnmála- samtökin Varið land. Ég hef þá sýnt fram á: aö umstefnd orö og ummæli fjalla um HÓP manna (stjórnamálasamtök) aö stefnendur höföa máliö SEM HÓPUR aö þeir stefna vegna oröa og um- mæla UM HÓPINN og VERKNAÐ HÓPSINS aö sumir aöstandenda gera i oröi og verki skýran greinarmun á, hvort ummæli beinast aö þeim persónulega sem ein- staklingum eöa eru viöhöfö um HÓPINN, sem aö 6/7 stefnir mér, allan og óskiptan. Af þessu leiðir nú, að um það eitt gæti hugsanlega verið að ræða, að hópurinn allur, sem á er minnst i grein minni (þ.e. „hópur tagi segir i áðurnefndri 46. gr. einkamálalaga: „Nú eiga fleiri en einn óskipt réttindi eða bera saman óskipta skyldu, og eiga þeir þá óskipta sakaraöild.Ef þeir taka ekki allir þátt I málshöfðun eða ef þeim er eigi öllum veittur kostur á að svara tilsakar, þá skalvisa máli frá dómi” (Leturbr. min — EB). Nú hefur ekki betur til tekist en svo, að hópsálin hefur dottið i sundur: tveir lögfræðingar, Hörð- ur Einarsson og Óttar Yngvason, hafa klofið sig út úr og ekki viljað eiga hlut að málaþrasi þessu. Þar með er brostin sjálf forsendan, sem 46. grein setur fyrir máls- höfðunarrétti hóps með óskipt réttindi, og er þvi skylt aö visa málinu frá dómi. Réttmæti frá- visunarkröfu minnar sést kannski gleggst af þvi, að væri 6/7 hópsins veitt óskipt sakaraðild og þar með gefinn möguleiki á að fá mann dæmdan vegna meintra meiðyrða um hópinn allan og ó- óskiptan, ætti hinn fráklofni 1/7 að sjálfsögðu sama rétt til ó- skiptrar sakaraðildar og hlyti með sama rétt að geta fengið sama mann dæmdan öðru sinni til sömu refsingar fyrir sömu um- mæli um sama hópinn. Ég þarf væntanlega ekki að brýna fyrir þessum virðulea dómi, hver vandræði myndu af þvi hljótast, ef þessum tólf yrðu dæmd þau óskiptu réttindi, sem hópurinn á allur saman. 1 þvi fæl- ist t.d. ótuktarleg aðdróttun til Harðar og óttars, að þeir væru ó- hugprúðir eða að minnsta kosti ekki eins hugprúðir og hinir tólf. Slik dómsniðurstaða væri mjög særandi fyrir Hörð og Óttar og al- gjör rangtúlkun á umstefndum orðum, þar sem þeir eru taldir al- veg eins hugprúðir og hinir. Mér kæmi ekki á óvart, þó að þeir sæju sig þá tilneyddda að fara I mál til verndar æru sinni eða hugprýði, þótt seinþreyttir séu til vandræð- anna. Og hverjum ætti þá aö stefna? Hinum 12 aðstandendum eða dómaranum eða kannski mér, þar sem orðum minum hefði með dómi verið gefin allt önnur merking en þau höfðu i upphafi? Spyr sá sem ekki veit. Ekki heil brú Ég vek athygli á þeim tvlskinn- ungi I málflutningi aðstandenda: að þeir stefna sameiginlega sem hópur vegna meintra meiðyrða um hópinn og hópaðgerðir hans, en setja fram kröfur um bætur til hvers einstaks, án þess að gera svo mikið sem tilraun til að sýna fram á, að ég hafi farið nokkru orði um nokkurn einstakling I hópnum, hvort heldur til lofs eða lasts. Þannig tekst aðstandendum að fá það út, að miski umstefndra orða umreiknaður I peninga sé sex hundruð þúsund krónur sam- tals. Hefði hinn fráklofni sjöundi hluti nennt að vera með I dansin- um, hefði miski sömu orðá um sama hóp meö sömu reikningsað- ferð reynst sjö hundruð þúsund krónur. Allir sjá, að ekki er heil brú I þvl, að heildarskaðsemi til- tekinna orða umreiknuð I krónur rokki til og frá eftir þvl, hve marga þau hitta eða hve margir taka þátt I málshöfðunarrokkinu, og vaxi I réttu hlutfalli við f jölda rokkaranna. Eftir þvl ættu menn t.d. að gjalda tugþúsundfalt hærra fyrir meiðandi ummæli um Sjálfstæðisflokkinn en formann hans og mismunandi háar bætur fyrir sömu ummæli um flokkinn á ýmsum timum eftir atkvæða- fjölda hans i kosningum eða tölu flokksfélaga þá og þá. Inn á kontor að klaga 1 uppvexti mlnum voru þeir kallaðir vælukjóar, sem fóru strax að hrlna og barma sér, ef þeir lentu I rimmu á leikvellinum. Hvimleiðastir allra vælukjóa þóttu þeir, sem hlupu sifellt inn til mömmu og klöguðu, þegar kast- aðist I kekki með þeim og öðrum strákum, I staöinn fyrir aö jafna sakirnar sjálfir. Allir töldu sér skylt að skóla slíkar rolur, þang- að til þær höfðu lært að virða þau óskráðu lög, sem giltu I samskipt- um frjálsborinna drengja. Aðstandendur þeir sem ég á að mæta I þessu máli eru mér hiö ljósasta dæmi um vælukjóa af allra leiöinlegustu tegund: þeir hafa ævinlega átt þess kost að verja viðhorf sln og gerðir I frjálsum umræðum — ekki aðeins á jafnréttisgrundvelli á mann- fundum, heldur við þá yfirburða aðstöðu, að útbreiddasta blað ■ landsins hefur jafnan staðið þeim opið, en verið andstæðingum þeirra lokað. Samt hafa þeir ekki þorað að standa fyrir máli slnu. I þess stað hlaupa þeir eins og hrlnandi krakkar inn á kontór og klaga: heimta, að aðrir menn standi I þvl striti fyrir þá að klekkja á mönnum með aörar skoðanir en vælukjóarnir og hefta tjáningarfrelsi þeirra. Það finnst mér ömurlegast við þetta mál, að til skuli vera 12 þvfllkar hetjur með jafn fámennri þjóð, minni eigin þjóð, og allar eins. Hvlllkur reginmunur á oröunum karlmað- ur og karlmenni. Aðstandendur reyna að telja mönnum trú um, að þeir hafi hver I slnu lagi orðið fyrir per- sónulegu hnjaski af umstefndum orðum minum og eigi þvl hver og einn tilkall til nokkurra örorku- bóta, sem þeir kalla reyndar miskabætur. Ég mótmæli öllum miskakröfum aðstandenda og vlsa þeim algjörlega á bug. Þeir hafa ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja, hvað þá að þeir hafi sannað eöa sennilegt gert, að þeir hafi orðið fyrir hinú minnsta tjóni vegna umræddra orða. Ég hef ekkert yfir dagblaðinu Þjóðviljanum að segja. Aðstand- endur hafa þvi stefnt röngum að- ila til að fá þvl framgengt, að for- sendur og dómsorð væntanlegs dóms verði birt I þvl blaði. Þvl krefst ég algjörrar sýknu af þess- ari barnalegu kröfu. (Stefnendur krefjast þess að dómur yfir Ein- ari Braga verði birtur I Þjv. — innsk. Þjv.). Drykkfelld geit Ég mótmæli þvf, að fyrirsögn greinarinnar verði ómerkt. Þetta er stutt og laggóð fyrirsögn, eðli- leg eftir efninu og á engan hátt refsiverð. Aðstandendur segja hún skirskoti til alkunns hneykslismáls I Bandarikjunum. Það eru þeirra orð. Votergeit get- ur haft ýmsar merkingar I is- lensku. Þetta er samsett orð, eins og allir sjá, úr þremur eins at- kvæðisorðum: vot (lýsingarorð I kvenkyni, eintölu, nefnifalli), er (sagnorð i 3. pers., eint., nútlð, framsöguhætti, germynd) og geit (nafnorð, kvenkyn, eintala, nefni- fall ). Margir hafa tiðkað þaö I seinni tið að draga tvö eða jafnvel þrjú stutt orð saman I eitt og skrifa t.d. afþviaö I stað af þvi að. Fyrsti liður orðsins getur haft ýmsar merkingar, og breytist þá merking orðsins alls eftir þvi, hvaða skilningur er i þann lið lagður. Vot þýðir oftast blaut, og er varla hægt að hugsa sér neitt saklausara en segja, að geit sé blaut. Hugsanlegt væri að leggja þann skilning I orðið vot á þessum stað, að geitin mjólkaði vel, og væri það einnig meinlaus stað- hæfing. Blautur er oft notað I merkingunni drykkfelldur, og gæti þá votur þýtt „svolítið fyrir sopann”, en samt ekki forfallinn. Drykkfelld geit gæti auðvitaö tek- ið upp á þvi að haga sér hneyksl- anlega t.d. kasta af sér vatni á al- mannafæri, en slikt yrði varla al- þekkt hneykslismál um öll Bandarikin og jafnvel vlðar. Þó get ég auðvitað ekki fortekið það. 1 fyrirsögninni er bandstrik milli Votergeit og vixiilinn. Stefnendur undanskilja ekki bandstrikiö i ó- merkingarkröfu sinni. Nú er aug- ljóst, að bandið á við fyrri lið fyrirsagnarinnar. Geitin er sem sagt I bandi, og gæti verið ábyrgöarhluti að ómerkja bandiö, . sér I lagi ef geitin er drykkfelld, þvi að minni hætta er á að hún valdi hneyksli bundin en ef hún fær að valsa um ótjóðruð. Þá vil ég benda á, að fyrirsögnina má lesa þannig: Votergeitband strik- vlxillinn. Það gæti einfaldlega þýtt: strikaður vixill (eða strikað blað) bundinn I skinn af drykk- felldri geit. Kannski fyndist ein- hverjum það kyndue fyrirsögn á „Aftstandendur undirskriftasöfnunarinnar” bera kistuna inn I alþingishúsift vift Austurvöll. Aftstandandi krýpur vift kistuna. blaðagrein. En hvað gera menn ekki til að vekja forvitni lesand- ans? Jafnvel löngu áður en hin harða samkeppni nútlmans hófst um athygli fólks, fann Halldór Laxness upp á þvl að nefna sögu- persónu eina Nebúkadnesar Nebúkadnesarson, af þvl að hann vissi, að sllkt nafn vekti fremur á- huga fólks en N.N. Stefnendur hafa ekki einu sinni fært sönnur á, hvað fyrirsögn greinarinnar raunverulega þýðir, og ættu þvi að fara sér hægt i þvl að krefjast ómerkingar á henni. Ég veit t.d. ekki nema það gæti haft hin versu áhrif á sambúð Islands og USA, ef það spyrðist westra, að verið væri að útbreiða þann orðróm hérlend- is, að drykkfelld geit hefði valdið almennu hneyksli I Bandarlkjun- um. Stórveldi eru stundum ótrú- lega viðkvæm fyrir virðingu sinni. Þau standi um aldur og æfi Ég mótmæli þvi sérstaklega, að ómerkt verði orðin: „Upp er ris- inn hópur hugprúðra dáta, sem grátbiðja þjóðina að hefja minn- ingarár ellefu alda búsetu I land- inu á því að undirrita beiðni um erlenda hersetu á íslandi”. Þau eru algjörlega ósaknæm og eiga þvl að standa um aldur og ævi refsilaust með öllu. Ég skil satt að segja ekki, hvað aöstandendur geta haft við þau að athuga. 1 þeim felst þessi óumdeilanlega staðreynd: hópur manna ætlar núna á 1100 ára afmæli tslands- byggðar að biðja þjóðina að undirrita kröfu um, að erlendur her sitji áfram á landinu. Þegar grein mln var rituð, höfðu að- standendur nýlýst þvi yfir I öllum fjölmiðlum, að einmitt þetta ætl- uðu þeir sér að gera, og þeir endurbirta þá yrirlýsingu I stefnu. Hefði ég orðað sömu hugs- un jafn flatneskjulega og þeir sjálfir, hefði þeim ekki dottið I hug að kref jast ómerkingar á orð- unum, hvað þá miskabóta fyrir þau, enda hefði það veriö hlægi- legt. Ennþá fáránlegra er þó að heimta slnar eigin upplýsingar ó- merktar og krefjast hárra fébóta fyrir þær, af þvl að þær séu ekki eins dauflega orðaðar og þeir hefðu kosið. Ég held, að menn sem þola ekki jafn hófsamlega orðuð ummæli og þessi, ættu ekki að takast á hendur forystu I heit- asta deilumáli Islenskrar þjóð- frelsisbaráttu á siðari áratugum. Ég hef engan áhuga á æru þeirra Aðstandendur eru með máls- höfðun þessariað læða þvl inn hjá almenningi, að ég hafi sýnt sér- stakan áhuga á að meiða per- sónulega æru þeirra. Það væri undarlegt I meira lagi, að ég skyldi þá ekki hafa gert það svo rækilega, að þeir þyrftu ekki að byggja kæru slna á svo hégóm- legum smámunum, að smá- smygli þeirra hefur vakið hneykslun ekki aðeins þess meiri- hluta þjóðarinnar, sem vildi ekki undirrita lista Varins lands, held- ur einnig allra sæmilegra manna I hópi minnihlutans. Nei, ég hef sannarlega engan á- huga á persónum þessara manna, hef ekki einu sinni fengiö mig til að lesa nöfn þeirra I stefn- unni, þvi síður lagt mér þau á minni, og tel þá sjálfa hafa farið gálauslegar með æru slna en svo, að meiðslum sé þar á bætandi. En ég hef áhuga á þvi sem islending- ur, að íslenska þjóðin fái að búa ein og óáreitt I landi sinu við ó- skert frelsi. Það er sannfæring min, aö erlend herseta I landinu skerði sjálfstæði þjóðarinnar, skemmti menningu hennar og sé sjálfsvirðingu hennar ósamboðin. Það er skoðun mln, að aðild vopnalausrar friðelskandi þjóðar að hernaðarbandalagi sé henni bæöi til skaða og skammar. Þess vegna er ég andvigur erlendri hersetu á Islandi og aðild Islands að NATO, hef lengi barist gegn hvoru tveggja og hvergi farið dult með. Aðstandendur hafa þvi ekki þurft að velkjast I vafa um, hvers vegna ég ritaði umstefnda grein, enda ber hún ljóslega með sér, að hún er skrifuð og birt af gefnu til- efni gegn málstað, sem ég tel rangan og þjóðhættulegan, og I engu skyni öðru. Aöstandendur eru þvl með málshöfðun þessari að gera mér upþ hvatir, sem hvergi bólar á I grein minni, og fyrir það ber að refsa þeim, svo sem ég hef krafist. Það er sérstök skylda mín Ég hef enn fremur áhuga á, að skoðana- og tjáningarfrelsi sé I heiðri haft á Islandi, enda eru þessi mannréttindi einn af horn- steinum stjórnarskrárinnar. Það er I sannleika ömurlegt, að á sama tima og fasistastjórnir falla I Portúgal og Grikklandi, einræði Frankós riðar til falls og frjáls- huga menn hvarvetna um heim reyna að rétta hlut þeirra, sem búa við andlega kúgun I Sovét- rikjum og öðrum einræðislönd- um, skuli hópur manna hefja ó- svlfnustu aðför að tjáningarfrelsi islendinga, sem sögur fara af hér á landi. Svo er fyrir að þakka, að athæfi þessara pilta á sér formælendur fáa utan þeirra þrönga hóps. Varla nokkur maður hefur viljað verja athæfi þeirra nema þeir sjálfir. Aftur á móti hefur fjöldi kunnustu og bestu manna þjóðar- innar mótmælt hátterni þeirra mjög einarðlega. Því til sönnunar legg ég fram yfirlýsingu 152 manna og aðra frá 11 mönnum, báðar birtar i opinberum blöðum. Það var sérstök skylda mln sem rithöfundar gagnvart starfs- félögum minum, sem eiga öðrum meira undir frelsi orðsins, aö taka harkalaega á móti atferli þessara drengja. Þess vegna fór ég fram á, að Rithöfundasam- band Islands tilnefndi sem hlut- laus aðili jafnmarga rithöfunda og stefnendur eru margir I nefnd til að leggja mat á, hvort mála- ferli og f járheimtur af þessu tagi væru að þeirra viti aðför að tján- ingarfrelsi manna eða ekki. Það var einróma álit þessara 12 höf- unda, að svo væri. Ég legg álits- gerð þeirra fram og vænti, að þessi virðulegi dómur telji sér ekki ósamboðið að taka mið af niðurstöðum manna, sem eðli málsins samkvæmt finna sterkar en flestir aðrir til þeirrar skyldu sinnar að standa á verði um tján- ingar- og prentfrelsi á Islandi. Ég áskil mér allan rétt til gagnaöflunar, vitnaleiðslu og annars málflutnings eftir þörfum og legg málið I dóm með þeim fyrirvara. Virðingarfyllst Einar Bragi” Greinargerö stefnds í bæjarþingsmáli nr. 1374/1974 — Bjarni Helgason og fleiri gegn Einari Braga I Eins og hrínandi krakk- ar á kontór að klaga Kúba: Ný stjórnarskrá inn- an fjögurra mánaöa HABANA 24/10 — Gramma, málgagn kúbanska kommúnista- flokksins, hefur þaft i dag eftir Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, aft innan fjögurra mánaöa muni verfta lokift samningu nýrrar stjórnarskrár fyrir landift. 26. júli-hreyfingin (byltingar- hreyfingin undir stjórn Castros) felldi úr gildi þegar I upphafi valdatiftar sinnar stjórnarskrá þá, er I gildi haffti verift fyrir byltingu, og hefur siðan verift stjórnaft eftir grundvallarlögum. Castro sagðist hafa mælst til þess við nefnd þá, er vinnur að gerð stjórnarskrárinnar, að hún lyki verki sinu fyrir 24. febr. n.k., svo að þá væri hægt að leggja uppkastið fyrir fyrir miðnefnd kommúnistaflokksins og rlkis- stjórnina, svo og fyrir fyrsta þing kommúnistaflokksins, sem fyrir- hugað er að halda slðari hluta næsta árs. — Við gerum okkur vonir um að flokksþingið ákveði að leggja uppkastið að stjórnarskránni fyrir almenning til þjóðar- atkvæðagreiðslu, sagði Castro. — Með stjórnarskránni mun hverfa sá bráðabirgðasvipur, sem að vissu marki hefur einkennt byltingarrlki okkar, og hún mun tryggja ríkinu öruggar lagalegar undirstöður. Reuter BP BÍÐUR RÁÐHERRA — og ráöherrann bíöur eftir vatnsveitustjóra BP verður enn að bíða með að halda áf ram f ram- kvæmdum við bensín- stöðina við Geitháls. BP bíður úrskurðar heil- brigðisráðherra varðandi leyfi til að setja upp bensín- og oliugeyma á þessu svæði. Og AAatthias Bjarnason/ heilbrigðisráð- herra bíður umsagnar vatnsveitustjórans í Reykjavik. Þegar sú umsögn fæst, getur hann sagt BP af eða á, gefið leyfi til byggingar bensin- stöðvar þar við Hólmsána eða bannað frekari fram- kvæmdir. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá, voru þrjár heilbrigðisnefndir á Reykjavikursvæðinu mót- fallnar byggingu bensin- stöðvarinnar við Geitháls. Eigi að siður gaf hreppsnefndin i Mos- fellssveit leyfi til að stöðin yrði reist. Leitað var umsagnar Jóns Jónssonar jarðfræðings, og var umsögn hans neikvæð. Einnig var leitað umsagnar vatnsveitu- stjórans i Reykjavik, og mun hans umsögn hafa verið jákvæð — fyrir BP. Mun vatnsveitustjóri telja, að aldrei komi til að Reyk- vikingar taki vatn af þessu svæði, þar sem bensinstöðin hugsanlega verður, jarðvatnið þar sé nú þegar það mengað af byggðinni I kring. Heilbrigðisráðuneytið vill kanna rök vatnsveitustjórans frekar og hefur þvi beðið hann að senda nánar útskýrða umsögn áður en ákvörðun er tekin. Vatns- veitustjori mun ætla að láta bora á þessu Geithálssvæði á fleiri en einum stað i haust, og þegar niðurstöður þeirra borana liggja fyrir, en það getur orðið eftir mánuð eða svo, þá mun ráðu- neytið væntanlega taka ákvörðun. 1 áliti Heilbirgðisráðs Reykja- vikur um þetta mál segir m.a. að verið geti að mengunarhætta af völdum bensinstöðvar við Geit- háls sé ekki mikil, en ráðið sjái sér eigi að siður ekki fært að taka þá áhættu. En á meðan vatnsveitustjóri útbýr sin gögn I hendur ráðherra, biðum við — og BP. —GG Ráöstefna norrænna félagsráðgjafa Dagana 6-11. október s.l. var haldin I Vasa I Finnlandi ráð- stefna norrænna félagsráðgjafa. Samstarfsnefnd norrænna félags- ráðgjafa, sem I eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndum skipu- lagði ráðstefnuna, en þetta er I fjórða sinn sem sllk ráðstefna er haldin. Þátttakendur voru 45, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 10 frá hverju landi. Af hálfu Is- lands tóku þrir félagsráðgjafar þátt I ráðstefnunni: Margrét Margeirsdóttir, Sigrún Július- dóttir og Ellen Júliusdóttir. Umræðuefni ráðstefnunnar var að þessu sinni strjálbýli-þéttbýli (Priset for urbaniseringen). Þetta yfirgripsmikla efni var rætt frá ýmsum hliðum i fjölda fyrir- lestra og umræðuhópa. George Walls dósent við háskólann I Tammerfors flutti fyrirlestur um félagslegt starf á hinum ýmsu landssvæðum. Leif Holgersson frá Sviþjóð flutti er- indi um breytt hlutverk félags- ráðgjafa I nútima þjóðfélagi. Auk fyrirlestra var mikið starf- að I fámennum hópum, þar sem ýmis viðfangsefni voru rædd ýt- arlega. Má I þvi sambandi nefna: Framhald á bls. 13 Björn í bóli Geirs Frá þvi er greint I fréttatil- kynningu frá forsætisráðuneytinu að Björn Bjarnason hafi verið gerður deildarstjóri þar á bæ frá og með gærdeginum að telja. Kemur ekki annað fram i frétta- tilkynningunni en að hér sé um nýtt embætti að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem kunnugt er m jög I orði f jallað um nauðsyn þess að draga úr rikisbákninu eins og það var kallað. Ráðningar embættis- manna að undanförnu sýna hvernig flokkurinn hyggst breyta orðum i athafnir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.