Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 16
DWÐVHUNN Laugardagur 26. október. 1974 Fúrtséva látin MOSKVU 25/10 — Ékaterina Fúrtséva, menningarmála- ráöherra Sovétrikjanna, lést i dag af hjartaslagi. Hún hefur gegnt ráðherraembætti siöan 1960. Fúrtséva var rúmlega sextug að aldri. Einkaskj ölum var stolið frá Wilson LUNDONUM 25/10 — Ýmiskonar persónuleg skjöl tilheyrandi Harold Wilson, forsætisráöherra Bretlands, hafa horfið frá einkaheimili hans i Lundúnum. Liklegt er taliö að skjölin hafi horfið meðan Wilson var ennþá i stjórnarandstöðu. 1 kosninga- baráttunni létu stuðnings- menn forsætisráðherrans að þvi liggja að búast mætti við „óþverrabrögðum” af hálfu andstæöinga hans I kosninga- baráttunni, og bendir það til þess að núverandi stjórnar- andstaða liggi undir grun um að hafa valdið hvarfi skjalanna. Fanfani gafst upp RÓM 25/10 — Amintore Fanfani, aðalritari Kristilega lýðræðisflokksins, stærsta flokks Itallu, hefur gefist upp við tilraunir sinar til þess að mynda nýja „mið-vinstri”- stjórn. Var þetta tilkynnt eftir að þeir Fanfani og Giovanni Leone, ítaliuforseti, höfðu ræðst við i kiukkustund. Úlfur Markússon formaður Frama: Meira en 10 leigubifreiða stjórar hafa hætt störfum siðustu daga Rekstur bensínbifreiða í leiguakstri er vonlaus — Það er alveg Ijóst, að lcigubifreiðastjórar eru að gefast upp og ég veit að nú siðustu daga hafa meira en 10 bifreiðastjórar i Reykjavik hætt akstri og fengið sér önnur störf, enda er rekstrar- grundvöllur leigubifreiða meö bensinvél brostinn, sagði Clfur Markússon formaður Frama, fé- Iags atvinnubifreiðastjóra i við- taii við Þjóðviljann i gær. — En nú fáið þið 20% hækkun á taxta ykkar, bjargar það ekki málinu? — Nei, langt frá þvi, þessi hækkun leysir litinn vanda, enda vantar svo mikið á að endar nái saman hjá okkur eftir þá geysi- legu verðhækkun sem orðið hefur á bensini i haust og þá ekki siður hækkun þeirra sem orðið hefur á bifreiðum, varahlutum og allri þjónustu bifreiðaverkstæðanna. Svo er alltaf hætta á að hækkun á taxta dragi úr notkun leigu- bifreiða. Við höfum verið með til- lögur um lækkun bensinverðs og einnig lækkun gjalda af leigu- bifreiðum, tolla og innflutnings- gjalda. Það teljum við að væri til mikilla bóta fyrir okkur, sagði Olfur. — En hvaö þá með diselbifreiðar, er ekki iausnin aö nota þær i leiguakstri? — Það er auðvitaö ódýrara að reka þær hvað eldsneyti viðkem- ur en þær eru bara orðnar svo dýrar að menn ráða ekki við að kaupa þær. Ég get nefnt sem dæmi að Mersedes Benz sem eru algengasta tegundin af diselbifreiðum, hefur hækkað yfir 80% i innkaupi siöan I mars i vor. Menn ráða bara ekki við að kaupa slikar bifreiðar. — Þú sagðir að menn væru að hætta i starfinu, en eru ekki alltaf margir á biðlista eftir að komast I leiguajsturinn? — Það hefur alltaf verið langur biðlisti af mönnum sem hafa viljað komast i leiguaksturinn, en nú bregður svo við að ekki einn einasti er á biðlista, það segir sina sögu. —S.dór „Lengi er guð að skapa ER MANNK YNIÐ 4. OOO.000 ÁRA ? menn Alþýðubandalagið Námshóparnir i Reykjavikkoma saman vikulega að Grettisgötu 3 kl. 20.30. Hópur I mánudag, leiðbeinandi Loftur Guttormsson. Hópur II þriðjudag, leiðbeinandi Guðmundur Agústsson. Hópur III og IV mið- vikudag, leiðbeinendur Einar Karl Haraldsson og Þröstur Ölafsson. Námshópur I Kópavogi kemur saman á miðvikudögum i Þinghól kl. 20.30. Leiðbeinendur Asgeir Svanbergsson og Ólafur R. Einarsson. Námshópar I Hafnarfirði koma saman I þessari viku I Skálanum kl. 20.30. Hópur I miðvikudag, leiðbeinandi Hjalti Kristgeirsson. Ilópur II fimmtudag, leiðbeinandi Þór Vigfússon. Fræðslunefnd. Aðalfundur AB i Kópavogi Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldinn mánu- daginn 28. oktober kl. 20.30 i Þinghól. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. Onnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur almennan félagsfund I Tjarnarbúð niöri mánudaginn 28. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á landsfund AB i nóvember n.k. 3. Skýrsla um dagskrá landsfundarins og gerð grein fyrir drögum að stjórnmálayfirlýsingu þingsins. 4. Kosnar starfs- nefndir félagsins til undirbúnings einstökum málaflokkum, sem til meðferðar verða á landsfundinum. 5. önnur mál. Félagsgjöld verða innheimt á tundinum. Tillögur uppstillingarnefndar liggja frammi á skrifstofu félagsins aö Grettisgötu 3 frá og með fimmtudeginum 24. okt. — Stjórnin Alþýðubandalagið Arnessýslu Aöalfundur Alþýöubandalagsins Selfossi veröur haldinn fimmtudaginn 31. október klukkan 20.30 i Hótel Selfossi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund og I kjördæmisráð. Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu heldur aðalfund að Hlégaröi i Mosfellssveit nk. mánudagskvöld 28. október kl. átta siðdegis. Geir Gunnarsson mætir á fundinum’. Vetrarfagnaður Alþýðubandalagiö i Kópavogi efnir til vetrarfagnaöar laugardaginn 26. október I Þinghóli klukkan 21:00. Hefjum vetrarstarfiö meö þvi að mæta vel. — Stjórnin. Frá Þjóðviljanum Tilkynningar, sem birtast eiga f dálki þessum þurfa að berast til blaðs- ins I siðasta lagi á hádegi daginn fyrir birtingu. ADDIS ABABA 25/10 — Fornfræðingar sögðu þær fréttir i dag I höfuöborg Eþiópiu að þeir hefðu fundið steingerðar leifar af mannlegum verum, þriggja til fjögurra miljón ára gamlar, og myndu þær þýða byltingu á þeim þætti forsögunnar, er fjallar um uppruna mannsins. Visinda- mennirnir, sem hér eiga hlut að máli, eru bandariskir, eþiópiskir og franskir og sýndu þeir blaða- mönnum kjálkabein, sem þeir fundu fyrr í þessum mánuði i miðju Affar-fylki, en það er i Eþiópiu austanverðri. Bráðabirgðarannsóknir benda til þess að þessi steingerðu bein séu nærri hálfri annarri miljón ára eldri en leifar þær af mann- verum sem mannfræðingurinn Richard Leakey fann við Rúðólfs- vatn I Keniu, en þær leifar hafa verið taldar þær elstu, sem til þessa hafi fundist af ein- hverskonar mannfólki. Það sem fundist hefur i Afar er óskertur efri skoltur með öllum tönnum á sinum stað, hálfur efri skoltur og hálfur neðri kjálki. Visinda- mennirnir létu hafa eftir sér að aldrei fyrr hefðu fundist svo heil- legar minjar af mannlegum ver- um frá elstu timum tegundarinn- ar manns. Þeir fullyrða einnig að þessi fundur geri að verkum að taka verði allar kenningar um uppruna og ættir mannsins til endurskoðunar. Leiöangri þess- um stjórnuöu bandarikjamaöur að nafni Karl Johnson og frakkinn Maurice Taieb. Fundur Leakeys var talinn benda til þess að hinar elstu mannverur hefðu orðið til i Afriku, en þeir Johanson og Taieb draga það nú i efa. Talið er liklegt að þessi fundur muni vekja miklar deilur og um- ræður meðal fornfræðinga. Reuter. Rjúpnaskytta slasar bónda Rjúpnaveiðar eru i algleymi þessa dagana. Enn hefur gefist tilefni til þess að brýna fyrir rjúpnaveiðimönnum að fara að öllu með gát, sjálfra sin vegna og annarra. Rjúpnaskytta úr Reykjavik varð i ógáti þess valdandi að Þorvaldur Jósepsson, bóndi i Norðurárdal, fékk fimm högl i andlitið I fyrradag, er hann var að gá að kindum. Þorvaldur var á gangi fyrir ofan barð eitt i landareign sinni, er hann varð fyrir skotinu. Skyttan var fyrir neðan barðið og skaut á rjúpu ofar i hæðinni. Mesta mildi var, að ekki hlaust af stórslys. Eitt haglanna fór i gegnum augnlok, en skemmdi ekki augað. Annað fór i eyra en hin i andlit og háls. Þorvaldur Jósepsson var við góða heilsu i gær og virtist ekki hafa beðið stórtjón af þessu slysi. Ísland-Sviss 21-21 1 gærkvöldi léku islendingar og svisslendingar landsleik i hand- knattleik i Zurich i Sviss. Leikn- um lauk með jafntefli 21—21. Þetta er fyrri leikur islenska landsliðsins i fjögurra landa keppni sem þarna fór fram og verður ekki annað sagt en að þessi úrslit séu mikið áfall fyrir islenska liðiö, þar sem svisslend- ingar eru meðal lélegustu liða i Evrópu i handknattleik. Kissinger í Moskvu MOSKVU 25/10 — Kissinger utanrikisráðherra Bandarikj- anna er nú á einni þeytings- ferðinni enn um heiminn og ræddi i dag við Bresjnéf i Moskvu. Otskýrði ráðherr- anna hugmyndir Bandarikja- stjórnar um takmarkanir á eldflaugavigbúnaði fyrir sovéska leiðtoganum. Banda- riskir fréttaskýrendur telja að æöstu ráðamenn Sovét- rikjanna muni vilja hafa tal af Fordsjálfum, áður en þeir láti i ljós að einhverju marki skoðanir sinar á tillögum Bandarikjanna. Það fylgdi með sögunni að þeir Bresjnéf og Kissinger hefðu ræðst við af mikilli og hjartanlegri vinsemd. BLAÐ- BURÐUR t>jódviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes Höfðahverfi Skúlagata Laufásvegur Sogamýri Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. DWDVIUINN sími 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.