Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardafiur 26. október. 1974 Anders Bodelsen Ketillinn byrjaði að flauta um leið og hann opnaði búrdyrnar Allar flöskurnar voru horfnar. Hann þreifaði eins langt inn i myrkrið og hann náði með hend- inni: engin flaska. Flautið ómaði fram i stigaganginn þegar hann æddi niður stigana þrjá og stóð yfir galtómri sorptunnu. Þegar hann kom aftur upp i eldhúsið færði hann vatnsketilinn yfir á kalda plötu. Lyftan hélt áfram að þjóta niður á við án þess að hann fengi nokkuð að gert. Hún var heima, ansaði sjálf i simann. — Hafi ég fleygt henni, þá var það vegna þess að hún var tóm, herra Borck — eða þá að það var svo litið i henni að ekki tók þvi að halda upp á það. Hef ég gert eitt- hvað af mér? — Fleygðuð þér þeim i niður- fallið? — Nei, ég fór með þær aila leið niður, þær voru svo margar. — I tunnuna? — Já, i tunnuna. Þær hljdta að liggja þar enn allar saman, ef hún hefur ekki verið tæmd. Klukkan var fimm. Enginn svarði i núm- erinu hjá Hreinunardeild sem hann fann i skránni. Hann setti kvittunina sem stiluð var á nafn F. Juhlmann fyrir framan sig og kveikti á lampa. Umhugsunin um fráleita, bláa nestiskassann fyllti vitund hans alla. Enn fannst honum hann vera að hrapa. Það hlaut að vera til einföld lausn, hugsaði hann, en hver var hún? Það var bara eitt númer hjá Sorphreinsun, og þar svaraði enginn, þótt hann léti simann hringja lon og don. 12 Bankahólfssamningurinn, sem hann hafði sjálfur útfyllt, lá á borðinu hjá rúminu hans. Hann hafði hugsað sem svo, að hann myndi ef til vill hugsa skýrar eftir nætursvefn og fengi jafnvel nýjar hugmyndir. Þegar á leið nóttina gaf hann upp alla von um að sofna, kveikti á lampanum og byrjaði enn á ný að grandskoða skjalið. Samningur um bankahólf. Af- rit. Hólf nr. 129 las hann efst á blaðinu. Siðan komu fjórir inn- rammaðir reitir. 1 reitinn sem merktur var Leigutaki Julhmann ásamt tilbúna heimilisfanginu, sem hann hafði skrifað á ritvél Miriams. Árlegt afgjald: Hann hafði skrifað 17.50 eins og hann hafði séð á öðrum samningum. 1 fjórða reitnum stóð: Umboð fyr- ir: Hann var ekki útfylltur, enda hafði hann ekki verið það á hinum samningunum. Hann renndi augunum niður prentaða textann, sem hann kunni næstum utanað nú þegar: Undirritaður viðurkennir hér með að hafa... samningurinn gildir þar til leigutaki með þriggja mánaða uppsagnarfresti. . . . Hólfið er læst með tveim lás- um; lykillinn að öðrum er i vörslu bankans en leigutaki fær lykilinn að hinum: lásarnir eru þannig úr garði gerðir að aðeins er hægt að opna þá af bankastarfsmanni og leigutaka i sameiningu: hins veg- ar er hægt að læra hólfinu með lykli leigutaka einum saman. Hann þurfti alltaf að tvilesa sið- ustu setningarnar til að skilja innihald þeirra. Hægt var að læsa • hólfinu með eigin lykli. Til að opna það á ný, þurfti tvotil. Hann mundi ekki lengur hvað hann hafði hugsað þarna um nóttina, þegar hann setti peningana I hólf- ið, en rökin gat hann skilið: ef hann gat setið i sæti Mirams og haft bankalyklana undir höndum, gat hann komist i hólfið sitt hvenær sem var. Svo framarlega sem hann hafði lykil leigutaka. A hinn bóginn — Glatist lykill, ber leigutaka — sem ber alla ábyrgð á vanrækslu i þvi efni — samstundis að tilkynna það bankanum, svo að hann geti á kostnað leigutaka látið breyta lásnum og gera nýja lykla. Hann sveiflaði fótunum niöur á gólf og kveikti i sigarettu. Breyta iásnum — gat það táknað nokkuð annaö en að kallaö væri á lása- smið? Neðar i textanum var lika kafli sem honum fannst sem kynni að fela i sér lausn, en hann gat ekki komið auga á hana: Gefi leigutaki umboð þriðja manni um aðgang að leigða hólf- inu, getur bankinn litið á slikt umboð sem.. Laugardagur 26. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Rósa B. Blöndals held- ur áfram að lesa „Flökku- sveininn” eftir Hector Malot (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 14.00 Háskólahátiðin 1974: Út- varp frá Háskóabió. a. Háskólakórinn syngur nokkur lög; Rut Magnússon stj. b. Afhending prófskir- teina til brautskráðra kandidata. c. Háákólarekt- or, Guðlaugur Þorvaldsson prófessor, flytur yfirlits- ræðu.d. Forseti heimspeki- deildar, Sigurjðn Björnsson prófessor, lýsir kjöri tveggja heiðursdoktora. e. Rektor ávarpar nýstúdenta. 15.30 Stúdentalög. a. Cornelis Vreeswijk syngur söngva eftir Bellmann. b. Werner MDller og hljómsveit hans leika. 16.00 Fréttir 16.15 tslenskt mál.Dr. Jakob Benediktsson talar. 16.40 Vikan framundam Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrár útvarps og sjónvarps. 17.30 Sögulestur fyrir börn og unglingajGunnar Stefánsson les söguna „Þórð þögla” eftir Sigurbjörn Sveinsson. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vetrarvaka. a. Hugleið- ing við misseraskiptin.Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað flytur. b. Þjóðhaginn blindi. Endur- tekiö viötal sem Helgi Hjörvar átti við Þórð Jóns- son smið á Mófellsstöðum á 75 ára afmæli hans 29. júni 1949. c. Kórsöngur Kammerkórinn syngur is- lensk ættjarðarlög. Söng- stjóri: Rut Magnússon. d. „Ljós i Holti”, sögulegur leikþáttur eftir Þórleif BjarnasooFélagar I Leikfé- lagi Akraness flytja undir stjórn Steinunnar Jó- hannesdóttur. Tónlist eftir Friðrik G. Þórleifsson. Per- sónur og leikendur: Ketill Bresason. . . Þorgils Ste- fánsson, Þórlaug Þormóðs- dóttir. . . Helga Oliversdótt- ir, Þorsteinn Oddgeirsson. . . Ketill Vilbergsson, Þor- móður Bresason. . . . Ólafur Þórðarson Jörundur Ketils- son. . . Þorsteinn Jónsson, Hafnar-Ormur. . . Hilmar Hálfdánarson, Oddgeir á Leirá. . . óðinn S. Geirdal, Hróðgeir spaki i Saurbæ. . . Þorvaidur Þorvaldsson Finnur hinn auðgi. . . Sig- urður Ólafsson. 21.20 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir, 22.15 Veðurfregnir. Dans- skemmtun útvarpsins I vetrarbyrjumAuk danslaga- flutnings af plötum leikur dixilandhljómsveit Arna Is- leifssonar i hálfa klukku- stund. (23.55 Fréttir i stuttu máli. 01.00 Veðurfregnir.) 02.00 Dagskrárlok. 26. október 17.00 Enska knattspyrnan. 18.00 íþróttii^Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar, 20.25 Læknir á lausum kili, Breskur gamanmynda- flokkur. Tekinn með trompi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.50 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir. Umsjón- armaður Gylfi Gíslason. 21.25 Jötunheimar.Mynd um landslag og leiðir i háfjöll- um Noregs. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.00 Kræfur kjósandi (Great Man Votes)*Bandarisk bió- mynd frá árinu 1939. Aðal- hlutverk John Barrymore og Virginia Weidler. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. Aðalpersóna myndarinnar er drykkfelldur rithöfundur. Hann er ekkill, en á tvö stálpuð börn. Yfirvöldum barnaverndarmála þykir hann óhæfur til að annast uppeldi þeirra og á hann þvi um tvo kosti að velja, bæta ráö sitt, eða láta börnin frá sér ella. Einnig kemur við sögu i myndinni frambjóð- andi nokkur, sem verið hefur andsnúinn rithöfund inum en vill nú allt til vinna aö fá stuðning hans i kosn- ingum. 23.10 Dagskrárlok, Tilkynning frá lögreglunni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi beinir þeim tilmæl- um tii bifreiðaeigenda og annarra öku- manna, að þeir láti stilla ljósker bifreiða, sem þeir eiga eða stjórna. Á næstunni munu gerðar ráðstafanir til að tryggja, að ákvæði um ljósastillingu séu haldin. Jafnframt eru ökumenn varaðir við þvi að vanrækja notkun stefnuljósa lögum sam- kvæmt, en brot á þeim ákvæðum munu eftirleiðis kærð eigi siður en önnur um- ferðarbrot. Indversk undraveröld Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut- og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrval af reykelsi og Gjöfina, sem ætið gleður, Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). reykelsiskerjum. Fáift Þér 1 Auglýsingasiminn er 17500 MÐVILIINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.