Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Þjóöhátíðarvísur frá Þingvöllum 1974 Frá útlöndum streyma hin stóru skip stútfull af skortsins ljóma og allt ber nú grænan og góðan svip en glúntasöngvarnir hljóma þvi kvigan er orðin að kostagrip sem ku nú framleiða rjóma Indriði stendur við stýrisvöl stjórnar hann vörðu landi en Matthias bruggar ónýtt öl á andlegum brunasandi. Mikil er okkar mæða og böl og mikill er okkar fjandi. Vér hlustum á vora hljóðu þrá og hlotnast af landinu kynning en lögreglan kylfunni lyftir þá sem leiftri frá danskri minning og vinstra auganu veltir á ská vor nýjasta gylfaginning. Sjáum vér Æsi ekki hót, Arason hvergi i bili Á völlunum hima halur og snót hamranna undir þili er biskupinn lúkunum lyftir mót hinu lúterska pókerspili. Hátiðardagskráin heilög er hér verður ekkert gaman. Get ég þó ekki gert að mér að grinast að öllu saman, þvi hringvegur lifsins opinn er aftan bæði og framan. Þjóðhátiðargestur. Tilboð /stts. # óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 12. nóv. 1974 kl. 1-4 i porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Volvo Amazon station Chevrolet Blazer Ford Bronco Volkswagen 1300 Land Rover bensin Land Rover bensin Land Rover bensin Land Rover bensin UAZ 452 torfærubifreið UAZ 452 torfærubifreið Ford Transit sendiferðabifr. Ford Transit sendiferðabifr. Chevrolet sendiferðabifr. Chevrolet sendiferðabifr. Commer sendiferðabifreið árg. 1969 ” 1970 ” 1969 1968 1970 1969 1970 1969 1971 1969 1970 1970 1970 1965 1967 > > >> >> >> >> > > >> >> Til sýnis á athafnasvæði Vita- og hafna- málaskrifstofunnar, Fossvogi: Bantam bilkrani, árgerð 1949, á White grind, árg. 1942. Til sýnis hjá Sements- verksmiðju rikisins, Akranesi: Scania dráttarbifreið, árg. 1967. Til sýnis á athafnasvæði Pósts og sima að Jörfa: Rafknúin bilalyfta „Strong Lift” 2 t. Tilboöin veröa opnuö sama dag kl. 5.00 aö viöstöddum bjóöendum. Réttur áskilinn til aö hafna tilboöum, sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM TALANDI MUBBLUR Aldrei skal nokkur hlutur fara eins og maö- ur býst viö. Alltaf skulu allir hlutir koma úr óliklegustu átt. Mánuöum saman hef ég haft rökstuddan grun um þaö aö boröiö mitt, stólarnir eða sóf- inn — einkum sófinn — ætluðu aö fara aö stofna til umræöu um menningarmál. En hvað geröist svo á sunnudagskvöldiö var? Óliklegasta mubblan I stofunni, sjónvarpiö, fer aö tala um menningarneyslu i sjávar- plássi. Umræöan var nokkuö fálmandi, sem vænta mátti af viövaningsmubblu i þessum efnum, enda sögöust ungu mennirnir hafa orðiö fyrstir manna hérlendis til aö segja meiningu sina i kvikmynd. Þetta er raunar ekki rétt,þvi Magnús heitinn Sigurðsson geröi á sinum tima kvikmynd um hroöalegar af- leiöingar drykkjuskapar i heimahúsum. En það fyrirgefst. Magnús Bjarnfreösson var aiveg stórfeng- legur. Rökvisi hans og málflutningur allur minnti mig á söguna um filinn sem stakk upp i sig rananum og boröaöi þangaö til kom smellur. Það var mikill smellur og hann út- hverföist. Flllinn meina ég. Lika. í öllu talinu sem oröið hefur af þessu uppá- tæki annars friösömustu mubblunnar i stof- unni rifjast upp fyrir mér margra ára gamalt bréf frá manni sem þá var staddur i sjávar- plássi aö velta þvi fyrir sér hvernig lifi væri lifaö á staönum. Mig langar að birta þetta bréf hérna með leyfi bréfritarans sem er greinargóöur og sannoröur maöur, enda þótt sumir hafi kall- að hann öfgasinna. Kæru hjón! Hér fyrir ofan er mynd af hótelinu minu. Þaö er mesta okurhola i veröldinni allri og þó viöar væri leitaö. Vindgustur i 24 klukku- stundir gegnum splunkunýja gluggapósta kostar aö visu ekki nema um 800 krónur en hrá sin úr aldraöri belju meö brunamylsnu kostar 360 krónur hérna niöri i matsal. Stúlk- urnar sem bera þetta sorp i gestina eru vist óbyrjur þvi annars væru þær orönar óléttar af trekknum þar. Veöurhljóöiö i matsalnum er annars mjög dramatist —ekki þetta létta og yfirborðslega bllstur sem er á herbergjunum — heldur þungur, uggvænlegur dynur meö bergmál- andi hurðaskellum i bassaregistri ööru hvoru. Eins og þiö sjáiö af myndinni er þessi draugakastali afskaplega stilhreinn og nú- timalegur. Veggirnir eru skreyttir meö myndum eftir Steingrim Sigurösson og lókal- séniiö sem ég man ekki hvaö heitir — en hann semsé málar viö erfiöar aöstæöur sem staö- arbúar hafa margt um að segja. Þaö er eins og þeir séu stoltari af erfiöleikum mannsins en verkum hans. ,,En hann málar nú samt ekki verr en þeir fyrir sunnan”, eins og einhver sagöi um dag- inn þegar ég var aö skoöa myndirnar hans þar sem þær glömruðu I gegnumtrekknum hérna i stigaganginum á hótelinu. Veðurhljóöið I stigaganginum er ekki eins mjótt og yfirboröslegt og veöurhljóöið I her- bergjunum en þó ekki jafn dramatíst og þaö I matsalnum. Uaö er þarna mitt á milli — svipaö og i útvarpsleikritum. Nú eruð þiö likast til farin að undrast hversvegna brunamylsnan úr eldhúsinu ekki bara fýkur upp i augun á manni. En hún er mjög þung á sér þessi mylsna likt og dálitið leirborin eldfjallaaska en hefur góö áhrif á hægðirnar aö þvi er borðfélagi minn og þján- ingarbróöir segir. Framleiöslustúlka meö bláar hendur og sultardropa á nefinu segir mér aö franskar kartöflur séu svona. Boröfélagi minn talar um flugvélar viö mig i tvo tima á dag. Hann veit allt um flugvélar. Endalaust getur hann lýst nýjum og nýjum tegundum og eiginleikum þeirra. Liklega er hann áskrifandi að „Æskunni”. Það var góö hvild frá öllu flugvélatalinu og storminum hérna aö fara i róöur I fyrrinótt. Sjómennirnir eru góöir strákar eins og vænta má, greindir og viöa heima og duglegir að drapa fiskinn þegar hann gefst. En þeir tala afskaplega illa um nýja lúxushóteliö. Þaö er annar heimur en þeir. Það er heimsmenning- in og heimsmennskan i formi vælandi draugakastala á hæð utan viö þorpiö. Allt þess andrúmsloft er einhvern veginn eins og I dularfullri herragarössögu. Var ég búinn að segja ykkur frá veður- hljóöinu á klósettinu? Þaö er alveg sér á parti — blistrandi og langdregið meö undarlegu kokhljóöi ööru hvoru — eins og risi væri að éta risaspaghetti. Svo er annar miljónakastali hérna i þorp- inu. Félagsheimilið. Það er notað til að hengja utan á þaö tilkynningar frá hrepps- nefndinni, en stendur annars læst. Loks er svo alþýöukastalinn: gamalt hús þar sem vertiöarfólk býr um sig I hlandlykt og formyrkvuöum hugsun- arhætti. Sigaunabúöir einhvers staöar suð- ur I Evrópu eru það eina sem hægt er að bera saman viö þessar vistarverur. Þar sá eg lögregluna draga út fordrukkna unglinga — 14 til I5ára — enda eru þetta einu húsakynn- in hér sem ekki eru svo dýr aö börn megi þar koma. Þangað fara krakkarnir til að drekka brennivin af stút og láta riöa sér þangaö til einhver luntapokinn veröur leiöur á þeim og hringir I lögguna. Hún lætur ekki á sér standa aö koma sé hún ekki út á nesi aö éta ham- borgara hjá Kananum. Restin af mannfólkinu iokar siginnii einka- köstulum sinum þvi hér búa menn i einbýlis- húsum — og veröa að gera þaö — sá sem ekki á margra miljón krónu einbýlishús verður að ganga meö hauspoka. Semsagt. Kærar kveðjur úr velferöinni hérna. Ég birti þetta sendibréf ekki einvöröungu til að benda á þaö aö hérlendis fóru menn að segja meiningu sina i einkabréfum áöur en þeir fóru aö segja meiningu sina i kvikmynd- um og sakleysislegum mubblum. Bertolt Brecht vikur einhvers staðar aö þvi að klósettiö sé mikill dýröarstaöur. Þar getur maöur verið einn meö sjálfum sér jafnvel á brúökaupsnóttina sina. Og þar eru skrifaöar hreinskilnustu bókmenntir veraldarinnar. Jafnvel þótt klósettahreinskilni og einka- bréfabersögli séu enn full glannalegur tals- máti fyrir mubblur i settlegri stofu þá ber að fagna þvi aö hlédrægasta og skoðanalausasta mubblan i stofunni skuli þó hafa fengið mál- iö. Við nútimafólk veröur aö tala i gegnum mubblur eða önnur stööutákn. Það tekur ekki mark á öörum. Þorgeir Þorgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.