Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Katrín Guðjónsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög TÖKUM LAGIÐ! Lagið i dag er ekki splunkunýtt, en mjög vinsælt einsog allir vita, sem fylgjast meö Lögum unga fólksins og öörum óskalagaþátt- um útvarpsins. Þaö eru Animals sem sungið hafa þetta lag á plötu og sem fyrr treystum viö, aö þiö kunnið lagiö. House of the Rising Sun a C D F There is a house in New Orleans, a C E 7 E 7 they call the Rising Sun. a C D F And it’s been the ruin of many poor boys a E 7 a E 7 a and now I know I’m one. My mother was a tailor, sewedmy new blue jeans. My father was a gambling man. Down in New Orleans. Oh mother tell your children, not to do what I have done, spend the life in sin and misery, in the house of the rising sun. Well there is a house in New Orleans, they call the rising sun. And it’s been the ruin of many poor boys and now I know I’m one. a-h.1 j ómur. ( 0 X 7 E T-hljóinur. ( © T í 9 F-hljómur. C-hljómur. SAUÐÁRKRÓKUR ATVINNA Vegagerð rikisins óskar að ráða mann með trésmiðaréttindi að áhaldahúsinu á Sauðárkróki. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf þurfa að berast fyrir 30. nóvember n.k. VEGAGERÐ RÍKISINS, SAUÐÁRKRÓKI, SÍMI: 95-5290 D-hljómur. — Jæja hvernig hefur hún amma þín það, skánar henni nokkuð giktin? Slik spurning er partur af kvundagslegu kurteis- istali, rétt eins og veðrið. Heilsufarsáhugi er islendingum i blóð borinn, okkur liklega ómóta hugleikið umræðuefni og tiðarfarið og ættfræðin. Sú um- hyggja, sem við berum þannig fyrir náunganum vitnar þó trú- lega meira um almenna forvitni um mannleg örlög heldur en beinlinis bróðurþel. Við erum frá fornu fari fólk svipmikilla örlaga. Þannig reynum við gjarna að hefja lifsstrið náung- ans upp yfir gráan hversdags- leikann, segjandi sem svo: Undarlegt með þann mann, eins og þetta var stálhraust karl- menni hér áður fyrr, hvernig baslið.hefur beygt hann. Hugsa sér jafn teinréttur og hann var — og nú er hann kominn i keng. Hann hefur ekki ætlað sér af, farið með sig á vinnu. Menn horfa þannig gjarna likt og úr sagnfræðilegum fjarska á sjúkdómsstrið granna sinna og jafnvel sitt eigið, eins og karlinn sagöi, þegar hann skreið út af spitalanum: ,,Ekki tókst and- skotanum að ná mér i þetta skiptið, en tæpt stóð það.” Æðruleysi gagnvart örlögunum er gamalt aðalsmerki islenskr- Jón Hjartarson Vér skynjum æðaslög hans gegn um hérlenda fjölmiðla. Heilsubrestur ar hetjulundar, sem lýsir allt að þvi kaldhæðni til hinstu stundar. Þannig svaraði þekkt- ur reykvikingur, þegar hann var spurður um heilsuna, sem lengi hafði verið bág: ,,Og jæja, ég er nú að risa upp úr þriðjú banalegunni.” Giktin er umhleypingasöm eins og tiðin. Otsynningur- inn segir til sin i mjöðminni, um hvort tveggja verður mönnum skrafdrjúgt. Þarf raunar ekki giktina til. Hvers konar krank- leiki er áhugaverður, seint og snemma. Fólk man gjarna stór- viöburði sögunnar i samhengi viö eigin sjúkdómssögu, eins og kerlingin sagði: „Rétt eins og ég muni ekki ósköpin, nú strfðið hófst vorið, sem ég lærbrotn- aði.” Ellegar þessi kunna saga að vestan: „Nú það var árið sem strákurinn fékk hettusótt- ina, sama árið og hún Óla frænka dó og kýrin fór i mógröf- ina, það var þá sem kóngurinn kom.” Ólétta er i þessu sambandi sérstakur kapituli: ,,Nú, strák- urinn segir til um það liklega, hvað við erum búin að hokra lengi saman góöi minn” sagði konan. Hérlendar konur, sem verða vist allra kerlinga elstar, gera ekki svo litið veður út af óléttustandi og kunna margt af barneignum að segja. Fyrir- brigðið er kannski alþjóðlegt. Nátturlega flokkum við ekki óléttu undir sjúkdóm, enda var slikt ævinlega kallað i gamla daga ,,að vera lukkulega á sig komin”. Þá voru fóstureyðingar ekki komnar til sögunnar. Prestar og læknar vilja raunar enn i dag kalla þetta ástand lukkulegt undir öllum kringum- stæöum, enda þótt kvenfólkið sé ekki ævinlega jafn lukkulegt i þvi ásigkomulagi. Ot I þá sálma skal ég ekki hætta mér að sinni. Sjúkdómar og þjáning frægra manna komast að sjálfsögðu i hámæli, skráð i annála og fest- ast á spjöldum sögunnar eins og dæmin sanna. Þannig er bók- menntasaga okkar I aðra-rönd- ina pislarsaga og hefur af mörg- um krankleik að segja. Enda voru flestir andans jöfrar þessa lands heilsulausir menn sem og lengst af þjóðin öll. Þannig get- ur i sögu og munnmælum marga dáð unna af mönnum sjúkum, bæði andleg afrek og veraldleg. Þarna reis Grettir upp af beði sinu og varðist á hnjánum legi og drengilega ofurefli liðs. Holdsveikur orti séra Hallgrimur passiusálmana og Torfi Bryngeirsson stökk islandsmet með 39 stiga hita. Þannig vill almannarómur hafa þetta, þannig hefur þjóðsagan það, enda sönnust sagna. — Formenn kváðu ekki einungis margslungnar visur, dróttkvæðar, á orustu- vellinum, meöan iðrin lágu úti og rétt i þann mund að öndin flaug þeim úr hálsi, heldur er lunginn úr islenskum skáldskap kveðinn i kvöl og pinu og oft og einatt i kapp við dauðann. Þannig orti ástmögur þjóöar- innar, þannig kvað Sigurður okkar Breiðfjörð. Að visu hefur þetta breyst meö seinni tima velmegun. Þjóðin er orðin það vel stæð, að hún getur vel samþykkt skáld, sem hvorki eru sjúk né fátæk. Nútiminn er aftur á móti svo mikill i efnishyggju sinni, að hann heimtar að skáld séu fá- tæk, en viðurkennir þau aldrei fyrr en þau eru orðin rik. Kaup- taxti skáldskaparins er auðvit- að I öfugu hlutfalli við verðleik- ana eins og aðrir taxtar i land- inu. Þurfalingssjónarmiðinu viljum við halda gagnvart skáldum okkar. Þess vegna höf- um við svo gaman af )>vi aö gauka að þeim þessum skálda- styrk einu sinni á ári og sjá hvernig þeim verður við. Bókmenntirnar sjálfar bera auövitað glöggt vitni þessum óslökkvandi heilsufarsáhuga. Af nógu er að taka. Hvers konar pestir og plágur, landfarsóttir, drepsóttir, faraldur og flensu- sóttir hafa sett sitt mark á bók- menntir i gegnum tiðina, annars væru þær ekki sá aldarspegill sem okkur þykir þær vera. Það er ekki ófyrirsynju að meistari Þórbergur tekur púls. Allar al- mennilegar bókmenntir kost- gæfa heilsufarslýsingu, séu þær á annað borð sprottnar úr is- lenskum þanka, enda góðum lesanda ekki geðþægar ella. Eins og við nú höfum ævin- lega átt hlutdeild i heilsubresti veraldlegra sem andlegra odd- vita okkar og leiðtoga, þannig hlustar nú þögull meirihluti þjóðarinnar eftir andardrætti forseta vors fyrir vestan. Fréttamenn kostgæfa lýsingar sinar á heilsu Nixons forseta. Þjóðin hlustar á æðaslög hans i útvarpi, fylgist með hjarta- linuriti hans i sjónvarpi og les álit lækna og færustu sérfræð- inga um heilsu forsetans i við- lesnustu blöðum landsins. „Nixon berst við dauðann” segir Visir einn daginn. ,, . . . úr lifshættu” segir Mogginn næsta dag. Þetta stafar ekki af þvi, sem einfaldir kynnu að halda, að fréttamönnum hafi láðst að for- setinn hefur verið settur af. Auðvitað er ekki svo. Þó að hann hafi verið settur af þar vestra er hann og verður með oss. Sjúkdómur hans hefur hér á landi pólitiskt gildi. Hann er að visu út leik i sjónarspili banda- riskra stjórnmála, á i hæsta lagi eftir að koma þar við sögu sem vitni. Bandarikjamenn hafa ekki áhuga á honum lengur, utan hvað þarlendar konur vor- kenna honum og sumir vilja hann dæmdan i þvi skyni að gert verði hreint fyrir dyrum Hvita- hússins. Umhyggja Islendinga fyrir forsetanum er hafin yfir slikt dægurþras. Blöðin, sem um heilsu forset- ans fjalla hér á landi,hafa hér i heiðri spakmæli Hávamála: „Orðstir deyr aldrei ...” Minn- ing um góðan dreng og mikinn leiðtoga er óbrotgjörn og stenst tlmanlegar ofsóknir dauðlegra manna. Þetta hafa þessi blöð að leiðarljósi. Ritstjórar þeirra munu þegar vera farnir að svip- ast um eftir virðulegum reit i hjarta höfuðborgarinnar undir brjóstmynd af forsetanum, fyrrverandi. Það er aödáunarvert og hjart næmt, hversu málgögn islensku rikisstjórnarinnar og stærstu blöð landsins sýna leiðtogum sinum i forsetastóli Bandarikj- anna mikla umhyggju, hver svo sem þarsitur. Konur forsetanna eiga ennfremur óskipta samúð landsmanna vegna þeirra þján- inga, sem þær verða að þola i sambandi við veikindi manna sinna. Einnig tekur landsmenn sárt brjóstmein núverandi for- setafrúar. Meirihluti þjóðarinn- ar stendur ennfremur staðfest- lega með Edda Kennedy i tragiskri heimilisólukku hans. Náttúrlega má finna að þvi við stjórnarblöðin, að ekki skuli minnst einu orði á heilsufar þeirra manna hérlendra, sem máli skipta i islenskri pólitik. Margur mætur stjórnskörungur hefur orðið að draga sig i hlé frá stjórnmálum hér á landi sakir heilsubrests. Og þvi verður ekki trúaö að ráðherrunum, til dæm- is, verði aldrei misdægurt. Kveflurða i islenskum ráðherra hlýtur að hafa svolitið pólitiskt gildi og þar með fréttagildi. — En auðvitað er i þessu efni ekki sama Jón og séra Jón.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.