Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 O SÍÐARI HLUTI kerfi viö örðug skilyrði — kerfi sem á að ná yfir ólik samfélög sem eru til hér hlið við hlið: sveit- ina, þorpið, þéttbýlið. Skólinn átti að vera samstætt jafnréttiskerfi og gefa öllum tækifæri til að kom- ast nokkurn veginn jafnmettir frá borði. Tækin til þess voru reglur, lög og skipulagsform og þvi hefur stofnunum hætt til að stirðna i til- tölulega ströngum viðjum, sem getur verið erfitt að eiga við. Nú höfðar þetta nýja námsefni til nýrra samskipta, virkni i námi, námshvata til allra, til virkjunar hugarins, til að vinna sér nýja reynslu i stað þess eins að leggja bækur á minnið. En hefðbundinn skóli er einmitt byggður upp frá þvi sjónarmiði að farið sé yfir bók, og hlutverk kennarans hefur að miklu leyti veriðskilgreintþannig, að honum beri að sjá til þess að bókarefnið færist yfir i huga barnanna. Bekkjarskipan, stjórnun, skipu- lagsmál, stundatafla skipta þvi gifurlega miklu máli i sjálfsvið- haldi þessa kerfis, það styðst við og styður hefðirnar um forráða- hlutverk kennaranna i stofnun- inni yfir bókbundnu námi nem- endanna. Nýja námsefnið höfðar til virkni kennara og nemenda, til sjálfsforræðis kennara um skipan kennslunnar og rekst þvi á ýmsan hátt á viðurtekin skipulagssjón- armið i skólakerfinu. Tökum til dæmis tvisetningu i skólum — hvað þýðir hún i þessu sambandi? Hvernig eiga kennarar að skipu- leggja starf sitt fram i timann ef þeir fá ekki tima til þess á stunda- töflunni i tvisettum skóla að vinna saman að sliku og hafa kannski ekki vinnuaðstöðu i skólanum? Kjarabarátta og próf Svo er annað: öll skipulagning kjaramála, launamála kennara miðast einmitt við þetta kerfi. Það er þvi við raman reip að draga að endurskipuleggja hlut- verk kennarans sem heildstætt hlutverk. Kjarabaráttan hefur orðið til þess að brjóta hlutverk kennara niður i smærri og smærri einingar sem handhægara er að meta til fjár: Kennslustundir, yf- irsetur, stilaleiðréttingar o.s.frv. — og hvernig á þá að finna tima til samskipta og sameiginlegra áætlana. Uppeldisfræðilega upp- lýst kennsla þarf undirbúning, umræðu, lifandi þátttöku. Skipu- lag skólans sem stofnunar gerir ekki ráð fyrir þvi enn, þó grunn- skólalöggjöfin virðist ganga út frá slikum sjónarmiðum. Þessa mótsögn verður smám saman aö leysa upp. Þetta ætti aö verða stefnumál kennarasamtakanna. Endurskoðun kennslu og náms efnis kemur viða við. Þannig þarf aö endurmeta hlutverk prófa. Þau hafa haft miklu ögunarhlut- verki að gegna i þvi kerfi sem við lýði hefur verið, en hljóta að þjóna öðrum tilgangi i öðru námskerfi. Endurskoðuninni hafa fylgt ný viðhorf til námsmats og ég held að það sé að koma upp já- kvæðari skilningur á prófum en gilt hefur til þessa. En hér þarf auðvitað að fara að með gát, þvi að prófin hafa verið mikilvægur stuðningur við skólann eins og hann hefur verið. Kennararnir eru vanir þeim og eins og ég sagði áðan er ekki hægt að kippa burt þætti úr kerfi fyrirvaralaust án þess að óvænt eftirköst komi fram. Endurskoðun prófkerfis verður að gefa kennurunum möguleika til að nýta hin nýju kerfi i samræmi við eigin atferlis- og stárfsmöguleika. Virkt lýöræöi Mér finnst að þessi endurskoð- un á inntaki skólakerfisins hljóti einnig að hrófla við skilningi manna á hlutverki yfirstjórnunar á kerfinu. Ný samskipti i skólum krefjast miklu meiri upplýsinga frá yfirstjórninni, ráðgjafar fremur en fyrirmæla, leiðbein- inga fremur en valdboða, að leit- að sé að lausn á vanda i upplýstri samvinnu frekar en stjórnað i hefðbundnum skilningi. Nýja námsskráin og viðmiðunar- stundaskráin mun sennilega einna helst geta verið rammi, sem afmarkar e.k. grundvallar- kröfur samfélagsins til skólans, og skólastjórar þurfa að ábyrgj- ast framkvæmdina af miklu meira sjálfsforræði en hingað til hefur tiðkast. Við gætum kannski sagt að skólakerfið sé að breytast frá prússnesku formi i virkt lýð- ræðisform, þar sem kennari tekur þátt i þvi að skipuleggja starfs- hætti sina. Þetta er eitt af markmiðum grunnskólalaganna. Þar er ein- mitt verið að færa valdið út til þeirra sem nær eru vettvangi, færa skólakerfið i samvirkt form. Ég tel t.d. að það sé stórt spor I þessa átt að færa tölverðan hluta af framkvæmdavaldinu út i fræösluhéruðin. Það snertir og hlutverk skólastjórans, sem hing- að til hefur tæpast haft neitt upp- eldisfræðilegt svigrúm. Hann hef- ur verið upptekin af litt frjóum skipulagsmálum. En skipulagn- ing á frjóu samstarfi kennara og nemanda gæti nú fallið inn i hlut- verk leiðbeinandi skólastjóra. Kostir grunnskólalaganna 1 grunnskólalögunum gætir auövitað pólitiskrar málamiðlun- ar og þar af leiðandi eru þau ekki eins heilsteypt og æskilegt hefði veriö.En i heild eru þau stórt spor og hafa ýmislegt fram yfir aðra skólalöggjöf sem ég þekki. Ég held þetta sé eina skólalöggjöfin sem ég þekki, sem gerir stöðuga endurskoðun námsefnis að laga- atriði. Það er einnig mælt svo fyr- ir i lögunum, að námsmat skuli ekki vera hreint prófsmat, heldur skuli stöðugt, leiðbeinendi mat vera i gangi. Það er beinlinis tek- ið i lög að skólarannsóknir skuli fara fram, m.ö.o. kannanir á skólakerfinu með tilliti til nauð- synlegra breytinga. Hins vegar finnst mér að helst til margar stjórnunaraðgerðir með reglu- gerðarsniði hafi verið teknar inn i lögin sjálf. Þetta gæti orðið til trafala þegar einhver reynsla fer að fást af framkvæmdinni. Öðruvísi skóli • — Hvernig koma þessar breyt- ingar inn á mál sem oft er spurt um: hvernig velur slikur grunn- skóli menn til framhaldsnáms, kemur upp úr öllu saman offram- leiðsla á menntamönnum og þar fram eftir götum? — Þessi nýi grunnskóli á i ýmsu að verða öðruvisi en fyrri skóli, eftir stefnumörkun lag- anna. Honum er ætlað að vera vísindalegur skóli. Lögin stefna að þvl að afnema þá hefð, sem að- greinir menntun fyrir ómenntað- an almúga annars vegar og fyrir menntamenn hinsvegar. Sú menntun sem stefnt er að i grunnskólanum er grunnform visindalegrar menntunar I þeim skilningi, aö börnin eiga að geta kannað heiminn og prófað hvort fyrirbæri hans láta aö hugsun þeirra. Nákvæml. þetta er hlut- verk vísinda. Leiðin til húgþroska og leiðin til vlsindalegrar þekk- ingar er hin sama. Námið á að veita börnum færi á að leita að lausnum á vandamálum I sam- ræmi við þroskastig þeirra. Börn- in þurfa að fá tækifæri til að leysa vanda, bera saman lausnir, læra aö ræða lausnir rétt eins og vls- indamenn. Bæði hefðbundnar greinar og nýjar, eins og samfé- lagsfræðin, sem nú er i mótun, eru að þessu leyti aðeins tækifæri til að efla ratvisi nemenda um fé- lagslegt og náttúrulegt umhverfi sitt. Breytt viöhorf til framhaldsnáms Ný viðhorf til náms skilgreina það ekki lengur sem innbyrðingu á efni, heldur sem leitaraðferð, leiö til þekkingar sem er ný fyrir leitandann. Og þetta hlýtur að breyta viðhorfinu til framhalds- náms. Framhaldsskólinn hlýtur að taka upp hnoðað þar sem grunnskólinn endar, svo til verði samstætt kerfi, sem bregst sifellt við þeirri færni sem börnin hafa tileinkað sér á hverju stigi og þroskar hana. Á þennan hátt gæti sameiginlegur visindalegur skóli þjóöarinnar orðið til, heildstæður fyrst og síðan sérgreinandi I sam- ræmi bæði við fræðilegar og praktlskar þarfir. Mótist slikur skóli, þá verður hann ekki skóli fyrir úrvalsnemendur, heldur stofnun með þroska- og ráð- gjafarhlutverk varðandi þá sér- hæfingu sem hverjum og einum er unnt að ná og er við hans hæfi. Framhaldsskólinn stefnir þá að þroska eins og grunnskólinn, en gerir um leið aðrar kröfur en hann. Vegna þess að alvara lífs- ins er þar nær, starfsval, framtið- arval fyrir hvern einstakling. Offramleiðsla af menntafólki Um offramleiðslu á mennta- mönnum vil ég segja þetta: Skóli sem er vísindalegur skilgreinir einnig upp á ný hlutverk mennta- mannsins. Hann stefnir að þvi, að afnema að einhverju leyti þessa hefðbundnu aðgreiningu mennta- mannsins frá hinum venjulega þjóðfélagsþegni. Við heyrum ein- att sagt, og það með góðum rök- um, að skólakerfið sé að fram- leiða mergð menntamanna, sem séu ekki i tengslum við efnahags- kerfið eða samfélagið. Þetta hef- ur einmitt reynst vandi gamla skólans, sem tengdi hefðbundna þekkingu, sem sumir hafa viljað telja dauða þekkingu, ákveðnum félagslegum forréttindum. Ég held, að þessi ótti verði óþarfur ef að vel tekst að fylgja eftir þeirri stefnu sem er verið að móta i sambandi við námsinntak og starf grunnskóla og þess fram- haldsskóla sem hlýtur að byggja á honum. I þeirri stefnum. felst möguleiki fyrir nýjum mennta- brautum, sem að sinu leyti geta dregið nokkuð úr þvi ofstreymi sem nú kann að vera inn á þriðja stig kerfisins, háskóla og skóla á háskólastigi. Slíkar brautir hefur vantað. Sú skólastefna sem grunnskólalögin eru angi af, gerir ráð fyrir þvi aö velji menn sér llfs starf sem byggir á verkmenntun, séu þeir ekki sneyddir þeim möguleikum sem almenn mennt- un gefur. Samfærsla verkmennt- unar og almennrar menntunar er vissulega meginverkefni I þróun Islenska skólakerfisins. Verk- menntun má ekki vera fræðilega afskipt, heldur á hún að miðla fræðilegri menntun þannig að verkmenntaður maður nái tökum á henni. Og þar með færist sá skóli nær hefðbundinni menningu Islendinga — en á nýju stigi. Is- lendingar verða að vera menntuð þjóð til að lifa af I samtimanum. Menntun sem gerir islendingum kleift aö vera nútlmaþjóð, sem lifir nútimalifi verður að skapa ný tengsl milli verkmenntunar og bókmenntunar. Hið virka leitar- nám sem við höfum verið að tala um gæti leitt til meiri samhæfing- ar verkmenntunar, félagsmennt- unar og bókmenntunar. Eg tel að þetta sé verkefni sem risi beint af grunnskólalögunum og endur- skoðun nárpsefnisins. Deilur og samstaöa Ég skal taka það fram að mér finnst að þetta sé i heild stefna sem menn hafa verið sammála um að miklu leyti, þrátt fyrir all- ar pólitiskar deilur. Þetta er stefna sem hefur ráðið ferðinni undir þrem ólikum ráðherrum úr jafnmörgum flokkum. Auðvitað er deilt um skólamál, en raun- verulegur ágreiningur um mark- mið og jafnvel leiðir er oft minni en virðist við fyrstu sýn. Hér virð- ast vera forsendur fyrir viðtækri samstöðu um grundvallarstefnu meðal stjórnmálamanna sem skólamanna. Og það skiptir miklu máli þegar deilt er um skólamál að menn missi ekki sjónir á sam- eiginlegum grundvelli handan við deilur. Því skólamál geta aldrei verið hrein flokksmál. Skólinn er skóli allrar þjóðarinnar, þar eru börn foreldra með hin ólikustu pólitisku viðhorf. Ég hefi fylgst með þvi I Þýskal. á undanförnum árum, hvern- ig pólitisering skólanna hefur bókstaflega sprengt nauðsynlega og mögulega samstöðu um grundvallaratriði. Skólastefna i dag hlýtur að miða að þvi, að skapa börnum, hvaðan úr húsi sem þau koma, mögulegan sam- vinnugrundvöll, möguleg sam- eiginleg grundvallarsjónarmið, næga samheldni i menningunni til að þau siðan geti deilt án þess að þjóðfélagið rofni. Ákvarðanir okkar i dag ráða stefnu 20-30 ár fram i timann, deilurnar fjalla oftast um vanda sem elti okkur i gær. Við ættum e.t.v. að kosta kapps um að hvetja til samfélags- legrar umræðu um stefnumörkun I skólamálum, sem skapi forsend- ur fyrir þvi, að hjá uppvaxandi kynslóð mótist eins konar sam- eiginlegt lágmarks-gildismat. Skólinn þarf á forsvarsmönnum að halda, sem skynja þessa þörf handan allra deilna. Það eru eng- ir til forsvars fyrir skólann nema fullorðnir. En áhrif skólans koma öll fram á börnum, sem ekki geta sjálf veitt sér þetta forsvar. En þau svara þvi með starfi sinu og viðhorfum þegar þau eru fullorð- in.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.