Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1974.
Rauösokkar skrifa þingmönnum
Umsjón: Vilborg Haroardóttir
Mörg félagasamtök og
hreyfingar, sem berjast
fyrir jafnrétti kynjanna og
frelsi kvenna/ vestan
hafs og austan beittu sér í
gær, 9. nóvember, sam-
tímis fyrir aðgerðum til að
knýja á um rýmkaða
fóstureyöingalöggjöf, hver
i sínu landi.
Rauðsokkahreyfingin
hefur skorað á heilbrigðis-
málaráðherra að leggja
aftur fyrir alþingi óbreytt
frumvarp það um breytta
fóstureyðingalöggjöf/ sem
fyrrverandi ráðherra lagði
fram í fyrra, og hefur nú
jafnframt skrifað þing-
mönnum og mælst til að
þeir styðji þetta frumvarp.
Á föstudag og laugardag
dreifðu rauðsokkar í
miðbænum dreifibréfi þar
sem krafist er
sjá If sákvörðunarréttar
kvehna í þessu efni og
áhersla lögð á aukna
fræðslu um kynferðismál.
Konan veit hvort
hún treystir sér
til að ganga með barn, fæða það og ala upp
Eiga konur sjálfar afi ráöa e6a læknarnir? Hvernig taka þeir ákvörðun
sina? Myndin er Ur blaöi rauftsokka, Forvitin rauo, frá f janúar sl.
" Bréf Rauðspkkahreyfingarinn-
ar til þingmanna er svohljóðandi:
„Háttvirti þingmaður.
Á s.l. vetri var lagt fyrir Alþingi
frumvarp til laga um „Ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og
barneignir og um fóstureyðingar
og ófrjósemisaðgerðir". Eins og
yður mun kunnugt, hlaut
frumvarp þetta ekki afgreiðslu.
Við höfum nú skorað á
heilbrigöis- og tryggingamála-
ráðherra, að leggja frumvarpið
óbreytt fyrir Alþingi sem fyrst.
Við beinum þeim eindregnu
tilmælum til yðar, að þér veitið
frumvarpi þessu fullan stuðning,
svo að það verði samþykkt á Al-
þingi eins fljótt og kostur er.
Frumvarp þetta er framkomið
vegna nauösynjar á rýmkuðum
lögum um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir og brýnnar
þarfar á lögboðinni fræðslu um
kynferðismál. Sú fræðsla, sem
skólar veita börnum og ungling-
um um þessi mál,er öll i molum.
Þess vegna er hætt við, að of
mörg ungmenni verði að láta sér
\
BfiQSJRS
F YRIR ADEINS
'íR. 290PO MEDÁBÆTI
.órír róttír é sórlega hagstœðum verðum
Bóndarif.................................. i,, 375 _
Grisarl'.................................... kr. 475.—
Töfrasprotínn........................... fa-. 550 —
Greitasteik............................... ^. 550_
Kjúklingur Spania..................... kr. 550.—
Draumad-ÝSA-Oriy................... kr. 300 —
Rauösprettuflok....................... h 300 —
BARNABORQARAR................. kr 100 —
MÓMMUBORGARAR..........
['AHBABOHGARAR................. k"r"
Skutukarlasamloka .."................. kr" 100.
Borðið ódýrt (faltegu umhverfi. [
KAFFITERÍAN GLÆSIBÆ
(ó annarrí hesð)
Urrað
Þessi úrklippa barst belgnum
i bréfi með einu saman urrinu
og undirstrikununum, enda nóg
— það hafa áreiðanlega fleiri en
sendandi reiðst yfir þeim ó-
smekklegheitum og kynferðis-
mismunun, sem þarna kemur
fram.
Bara stúlkum
treyst?
Og hér er önnur auglýsing,
sem farið hefur f taugarnar á
Lesanda, ekki sist fyrir þaö
hver auglýsir, en úr þeirri átt
var búist við meiri skilningi. Er
þa aðeins stúlkum treyst til að
gæta barna á kvöldin?
BARNAGÆZLA
12-15 ára^tiijjjj,^ dskast til af
gæta barna á kvöldin. Félat
emstæftra toreldra, sfmi 11822 kl
Konur, víkkið
sjóndeildarhringinn!
Gunna skrifar eftirfarandi:
„Mig langar að koma einu at-
riði að, i sambandi við umræð-
una um stöðu konunnar.
Konur æpa hátt um það, aö lit-
ið sé á þær sem óæðri verur og
þær séu settar hjá. En þessar
sömu konur stendur maður svo
að mjög athyglisverðum hlut-
um. Dæmi: Kunningjar eru
saman komnir, og . Talað
er af hita um „stöðu konunnar"
— og allir eru sammála um að
ýmiss konar óréttlæti og ósam-
ræmi viðgangist i sambandi við
þessa hennar blessuðu „stöðu".
En biðið nú hæg!
Slðan snúast umræðurnar. Ef
til vill er farið að tala um stjórn-
mál, innlend eður erlend, elleg-
ar einhverja heimspekistefnu,
eða jafnvel rökræða einhverjar
sálfræðikenningar. Hvað gerist
þá? ,Ju, mikill hluti kvenkyns-
ins í hópnum dregur sig út úr
umræðunum og fer að tala um
hluti eins og pilluna (án efa vin-
sælt umræðuefni i saumaklúbb-
um!), prjónauppskriftir, sam-
band Diddu og Sigga — hvort
þau séu á föstu eða hvað þetta sé
eiginlega, o.s.frv., o.s.frv.
Er nokkUr furða, að
kvenkynið komist ekki langt
með þessuháttalagi? Ég er þess
fullviss, vh,að þú hefur sjálf lent
i slfkri aðstöðu og fengið herp-
ing i hjartað. Af hverju er sumt
kvenfólk svo andlega dautt og
áhugalaust gagnvart umheim-
inum? Jafnvel þótt um sé að
ræða „háskóla"-konur er þetta
þvi miður oft ráunin á.
Þvi segi ég: Konur! Hendið
ástarsögunum og Burda-blöð-
unum og takið ykkur I hönd ein-
hverja góða bók eða timarit og
VÍKKID SJÓDEILDAR-
HRINGINN!
Það getur verið hörmulega
þreytandi að geta aldrei talað
við kynsystur slnar (amk.
margar hverjar) um annaö en
getnaðarvarnir, prjónaupp-
skriftir og mataruppskriftir.
Úff!
Með baráttukveðjum
Gunna"
Það var engin smáádrepa, og
þvi miður nokkuð til I henni, þótt
við svo aftur getum fundið
ýmislegt til afsökunar I um-
hverfi og uppeldi kvenna. Ég
^á.nóvcmb*r . /MþjátSle^ur- boróttudoqur
fvirir frjál*um iosíureubíVujum.
/\ .síoastliknum Uetri uor laat furir albincji
frunworp til looe um „"Pó.&jjöt oo. íraoslu
voroondí kunlif oq barneiqnir oo um
oSturouoinoar- oa ©tj,riOse.miSaoa)«röi'r,'
TrumvJarpi'S Maut ekk'i aCareiöslu.
Nau^avinleqt er a% Irumvforp betta uariji lat^T
from ot n^ju OO, |>oð ^Qmþtjlfkt I
VEGNA PESS A€>:
• Tolk O. öllum aloVi a Akt^lousan rétf a
ná'bc|jöC oa Crsoslu um kunf«rði&mól .
• <Slík tp'iónusta er oskipulea oo tokmörkuo'
eína o«j f«r.
• Kun{«roiafro>^»lft «¦ skolum fcr al^'jörle^o
i molum .
• Sarn kuo\m*t nuqildond; ióoturfeu^inoorlöoajöf
Cr pittur kuenno. fötum troði'nn.
• Konur- kreííost" |
sSJá|Csákv/6rfeunorréttc»»" [
f
'RnuoaoKKRHKKytnNeiN ««óow»n»—^* •* ai-% **"«
Dreifibréf rauðsokka i gær
nægja „fræðslu götunnar" með
misjafnlega slæmum afleiðing-
um.
Núgildandi löggjöf um
fóstureyðingar heimilar sllkar
aðgerðir við viss skilyrði og efast
enginn um réttmæti þess. Aðal-
breytingin I framkomnu
frumvarpi er sú, að konur sjálfar
geti ákveðið, hvort fóstureyðing
skuli framkvæmd eða ekki fyrir
12. viku meðgöngutima. Slíkt er
lika mjög eðlilegt og raunar
furðulegt, að um það skuli deilt.
Konan sjálf hlýtur að vera sá eini
aðili, sem veit, hvort hún treystir
sér til að ganga með barn, fæða
það og ala upp. Þar getur enginn
gripið fram fyrir hendur hennar,
hversu mikilli sérfræðiþekkingu,
sem hann kann að búa yfir.
Vitað er, að árlega fer fjöldi
islenskra kvenna utan til að fá
framkvæmda fóstureyðingu,
jafnvel 2-4 á viku samkv. ágiskun
starfsfólks viö klinikk eina I Eng-
landi. Um sannleiksgildi þessarar
tölu getum við ekki dæmt, en
greinilegt er, að um töluverðan
hóp er að ræða. Vissulega er hér
um mjög óæskilega þróun að
ræða, og skapar þetta mikinn að-
stöðumun kvenna eftir efnahag,
ekki sist eftir siðustu aðgerðir
r i k i s s t j ó r n a r i n n a r I
efnahagsmálum.
Við viljum að lokum benda yður
á, að 9. nóvember nk. er „Alþjóð-
legur baráttudagur fyrir frjálsum
fóstureyðingum" meðal felaga-
samtaka og hreyfinga, sem vinna
að jafnrétti kynja.
Með vinsemd og virðingu.
F.h. Rauðsokkahreyfingarinnar,
Helga Sigurjónsdóttir
Kristln Ingvarsdóttir"
tek undir áskorun Gunnu um að
við konur reynum að vikka sjón-
deildarhringinn, en ég vil samt
alls ekki að við hættum að tala
um getnaðarvarnir, fyrst við er-
um loksins farnar til þess. Þau
mál voru vissulega alltof lehgi
feimnismál — og eru enn I
mörgum hópum. Meðan ástand-
ið er eins og nú, að konum ein-
um er ætlað að sjá um þessa hlið
kynlifsmála og körlum nánast
að vera stikkfri, er full þörf um-
ræðu. Það þýðir náttúrlega ekki
að konur eigi ekki að taka þátt i
öðrum almennum umræðum.
En hvernig væri að tala einu
sinni um þessi mál 1 blönduðum
hópi og knýja karlana til að
hugsa um þessi mál llka?
Útilokun kvenna í iönnámi
Gagnfræðingur, kvenkyns,
hringdi og kvartaði yfir þvi,
hvernig reynt væri af hálfu Iðn-
skólans I Reykjavlk að halda
konum utan flestra iðngreina.
Hún sagðist vita, að samkvæmt
lögum ættu allir að hafa jafnan
aðgang að skólanum án tillits til
kynferðis. M.a. vegna meist-
arakerfisisins hefði þetta ekki
orðið I reynd, þar sem meistar-
ar réðu þvi i mörgum iðngrein-
um, hverjir kæmust að. En útyf-
ir tæki, þegar Iönskólinn sjálfur
mismunaði fólki þannig eftir
kynjum.
ORÐ
í
BELG
— En hvernig get ég skilið
það öðruvlsi? spurði hún. Ég
hringdi og spurði hvaða greinar
væru kenndar og var þá svarað:
„Stúlkur fara I hárgreiðslu og
gullsmiöi, — og svo geta þær
lika farið i tækniteiknun."
Það er alveg rétt hjá Gagn-
fræðingi, að þarna er i reynd
verið að beina konum að
ákveðnum greinum og halda
þeim utan við aðrar, hvort sem
það er gert visvitandi eða af
hugsunarleysi.
Að þvi er ég kemst næst munu
lögskráðar iðngreinar hér á
landi vera milli 50 og 60 og það
er ekkert það I iögum, sem
bannar öðru kyninu aðgang. að
námi i hverri þeirra sem er.
Þvert á móti hefur jafnrétti
kynjanna varðandi skólagöngu
og menntun verið sérstaklega
áréttað I nýju lögunum um
skólakerfi, sem samþykkt var á
alþingi sl. vor. —vh