Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. nóvember 1974. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 KARL OG GRÍMA Linuspil heitir þessi mynd Karls Kvarans. Tvær ólíkar sýningar ( Norræna húsinu stend- ur nú yfir sýning Karls Kvarans, en Ólöf Grímea Þorláksdóttir (Gríma) sýnir að Klausturhólum í Lækjargötu. Sýningar þessar eru svo ólíkar, bæði hvað viðvíkur listamanns- ferli höfundanna, við- Nýtir einfaldleikann Karl notar yfirleitt mjög ein- faldar og skarpar linur til að byggja upp myndina, nálgast það jafnvel að vera stærðfræðilegur, en sem mótvægi við þessa ströngu formbyggingu notar hann sterka, andstæða liti. Myndirnar Grima vinnur að einu verka sinna. fangsefni og tjáningarað- ferð, að tilvalið er að sjá þær í einni lotu og bera saman. Karl Kvaran er löngu orðinn þekktur málari og þarf þvi ekki margt um feril hans að segja. Hann er af eftirstriðskynslóð myndlistarmanna, en hefur farið nokkuð aðrar leiðir en félagar hans sem halda sér við hina ex- pressiónistisku linu abstraktsins. Siðast sýndi Karl á Septem ’74 i Norræna húsinu i haust, en mynd- ir hans þar og þær sem hann sýnir nú eru talsvert frábrugðnar þvi sem var á siðustu einkasýningu hans fyrir tveimur árum. Viðfangsefni Karls er mjög knappt, allar myndirnar eru byggðar á hringforminu, sem hann leysir upp og raðar saman á ýmsa vegu. Þetta hefur einnig verið aðalviðfangsefni annars is- lensks málara undanfarin ár, þ.e. Jóhannesar Jóhannessonar, en hann vinnur út frá öðrum forsendum, og útkoman er þar af leiðandi ólik. á sýningunni, 37 að tölu, eru allar nokkuð stórar, og eins og áður segir er grundvallarviðfangsefnið alltaf hið sama. Þetta, ásamt þeim sterku litum sem Karl not- ar, verður til þess að verkin njóta sin ekki sem einstaklingar, en renna saman i eina litasibylju. Heildarmyndin verður ivið skrautleg. Karl hefur löngum veriö talinn stranglinumaður innan abstraktsins^ oft er sagt að enginn islenskur málari hafi eins fina linu og hann. Það er margt til i þessu, þvi Karl er gjörhugull og nákvæmur listamaður og nýtir vel einfaldleikann, þar sem hon- um tekst best upp. Hann hefur þvi skapað sér sess i islenskri lista- sögu. Hitt er svo aftur stærri spurning, hvað verk af þessu tagi hafi að segja fólki nú á seinni hluta 20. aldar. A abstraktmál- verkiðennþá erinditilokkar? Um þetta hafa staðið deilur undanfar- in ár, eins og jafnan hlýtur að gerast þegar einhver ákveðin stefna nær að festa rætur jafn kyrfilega og abstraktið, og þá sérstaklega abstrakt expressión- isminn, hefur gert hér frá lokum siðustu heimsstyrjaldar. Til að mynd hafi gildi verður hún að vera i einhverri snertingu við lif, reynslu og það umhverfi sem áhorfandinn lifir i. Abstrakt- ið uppfyllti þessa kröfu, en þegar timarnir breytast hlýtur listin að gera það llka, þvi hún er i senn tæki til breytinga og einnig verð- ur hún fyrir áhrifum frá um- hverfinu. Einu timabili hæfir ekki listsköpun annars, þótt einstök verk geti lifað öldum saman. A sýningu Karls er ekki óliklegt að spurningar vakni um tengsl verk- anna og samtimans, og álit áhorf- andans á sýningunni byggist á þvi hverju hann svarar. Maður og náttúra óaðskiljanleg heild Ólöf Grimea Þorláksdóttir sem nú heldur sina fyrstu sýningu er 80 ára að aldri, og ekki er liöinn nema áratugur frá þvi að hún fór aö mála. A þessum tima hefur hún stundað nám við Myndlistar- skólann m.a. hjá Hringi Jóhannessyni. Ef við berum sam- an verk Grimu og Karls Kvarans þá virðist þar fátt sameiginlegt. Karl fæst við afstæð form og lin- ur, hann er hinn menntaði lista- maður sem byggir á hefð sem fáguð hefur verið og skóluð. Grima er almúgamaðurinn i list- inni, hún lýsir reynslu sinni og lifi, að visu <^r það ekki hinn á- þreifanlegi veruleiki sem hún segir frá, heldur eigin hugar- heimur. Sterk náttúruupplifun einkennir mjög verk hennar, en hún litur ekki á mann og náttúru sem aðskildar, striðandi and- stæður, þar sem maðurinn reynir að sigrast á náttúrunni og láta hana þjóna hagsmunum sinum. Fyrir henni er þetta tvennt óað- skiljanleg heild, og þegar hún málar blómskrýdda grund verða blómin að mönnum og menn að blómum. Myndir Grimu munu flokkast undir þá grein myndlistarinnar sem nefnd er naivismi þ.e. fram- setningin er i ætt við myndir barna sem ekki hafa fengiö til- sögn i myndbyggingu og þ.h., en við ættum að gæta okkar á þvi að rugla þvi ekki saman að vera barnslegur og barnalegur. Það á ekkert skylt við einfeldni að tjá hugsanir sinar af einlægni, eins og Grima gerir, og velja þeim sið- an búning við hæfi. Sýningar af þessu tagi eru ekki tiðar, þótt við höfum átt nokkra á- gæta naivista t.d. Isleif Konráös- son og Jón Stefánsson frá Möðru- völlum sem báðir eru dánir, og af núlifandi mönnum mætti nefna Blómeyju Stefánsdóttur, Öskar Magnússon og Sigurlaugu Jónas- dóttur, sem einmitt hefur nýlega fengið boð um að halda einkasýn- ingu I Þýskalandi. Elisabet Gunnarsdóttir ll||j Fjölbreytt úrval af vönduðum og fallegum barnafatnaði ■■ -ÆK&M'Si Póstsendum i*elfUr | 1 tískuverslun | æskunnar, Þingholtsstræti 3 I öcuy-o cn^i, Bréf til Láru Frásagnir Islenzkur aðall Ofvitinn Þessi höfiiörit Þórbergs Þóröarsonar, samtals rúmlega 1200 bls. í samstæöri útgáfu, eru fáanleg nú sem stendur: Kr. 6.800. ib. í rexín. Kr. 9-800. ib. í skinn. (auk söluskatts). Sérútgáfur: í UNUHÚSI ib. kr. 300. EINUM KENNT - ÖÐRUM BENT (pappírskilja) kr. 400. | Mál og menning Laugavegi 18, Reykjavík. Pósthólf 392

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.