Þjóðviljinn - 17.11.1974, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. névember 1974 cyWyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka ATVINNULEYSI Atvinnuleysi. Eftir atvinnu- uppbyggingu vinstri stjórnar- innar og alltaöþvf of mikla vinnu víða um land f nokkur ár, virðast margir hafa gleymt jafnvel þeim atvinnuleysistim- um sem yfir gengu fyrir ekki nema 5-6 árum i tíð viðreisnar- stjórnarinnar hvað þá fyrri at- vinnuleysisárum. Þó er fátt jafn uggvænlegt verkamönnum og vofa atvinnuleysisins og aldrei reynir meira á trausta sam- stöðu verkalýðsstéttanna en þegar menn byggja afkomuna á vinnusnapi og atvinnuleysisbót- um, jafnvei ekki I vinnudeilum og verkföllum. Stóra myndin sem við birtum i þættinum i dag, nr. 14, er að- eins merkt einu orði: „Atvinnu- leysið”. Við sjáum að hún er tekin við höfnina i Reykjavik og er komin nokkuð til ára sinna, — kolakraninn er þarna ennþá, þó I getur hún varla verið eldri en ! frá uþb. 1950 miðað við lag bil- anna og klæönað mannanna. Snjórinn sýnir, að myndin er tekin um vetur, en hvenær var þetta? Hversvegna hópast menn að skipinu? Var þar etv. einhverja vinnu að hafa fyrir fáa? Þekkið þið menn á mynd- inni? Kannski sjálf ykkur? Við skorum á lesendur að veita þær upplýsingar sem þeir geta um þessa mynd og aðrar sem birst hafa i þessum þáttum. Talið við Eyjólf eða Vilborgu i sima 17500. Minni myndirnar tvær sýnast 'okkur teknar i Verkamanna- skýlinu gamla og á þeim þekkj- um við tvo menn, Kristján Hjaltason til hægri á mynd nr. 15 og Jón Asgeirsson, núverandi formann Alþýðusambands Norðurlands, lengst til hægri á mynd nr. 16. Við höfum ekki hugmynd um hvenær þessar myndir voru teknar og af hvaða tilefni. Var þarna um að ræöa venjulega bið eftir vinnu eða var atvinnu- leysi? Voru þessar myndir kannski teknar um likt leyti eða i sama skipti og mynd nr. 14? Og hinir mennirnir á þessum myndum — þekkið þið þá? Þekkið þið sjálfa ykkur.? Kórinn Við höfum fengið heilmiklar upplýsingar um myndir nr. 8 og 9 (birtust i þættinum 3. nóvem- ber frá lesendum, m.a Guð- mundi Vigfússyni, Pétri Péturs- syni, Alfreð D. Jónssyni, Eliasi Valgeirssyni, Stefáni Ogmunds- syni , Hallgrimi Jakobssyni, og Bjarna Guðmundssyni. En ekki ber öllum saman um allt og ekki einu sinni þeir, sem sjálfir eru með á myndunum eins og þeir Stefán og Hallgrim- ur, treysta sér til að nafngreina alla félaga sina með vissu. Og einn maður, sem giskað var á að væri með á myndinni og við höfðum þvi samband við, var ekki einu sinni viss um að þekkja sjálfan sig, þótt hann þekkti flesta hina. Sýnir þetta best hve ótrúlega fljótt fyrnist yfir hlutina. Eftir þvi sem við höfum kom- ist næst mun Karlakór verka- manna hafa verið stofnaður vorið 1932 og þessi ferð til Stokkseyrar, þar sem myndin er tekin af honum, verið farin haustiö 1932. A myndinni þekkj- ast, talið frá vinstri, Adolf Pet- ersen Einar Jórmann Jónsson rakari (faðir Björns R. og Guð- mundar R.) Stefán ögmunds- son, Jóhannes Ólafsson. Stjórn- andinn er talinn vera Benedikt Elvar, sem byrjaði með kórinn, en slðar tók Hallgrimur Jakobs- son við, en hann gekk lika mikið með alpahúfu og varð það til að rugla ýmsa, sem héldu að hann væri stjórnandinn. En liklega er Hallgrimur söngvarinn sem glittir i kollinn á milli Jóhannes- ar og Benedikts. Um manninn næst til hægri við stjórnandann er enginn viss, en giskað hefur verið á ýmsa, t.d. Guðbjörn Ingvarsson, Magnús Guðbjörnsson og Gunn- ar Sigurmundsson, svo og, að þetta sé einhver frá Eyrar- bakka osfrv. Við náðum I Gunn- ar, en hann treysti sér ekki að skera úr um þetta, en sagðist hafa verið i kórnum. Maðurinn með dökku gleraugun er Sigur- vin Ossurarson og siðan kemur Guöjón Benediktsson með staf- inn, en hver stendur fyrir aftan hann, vitum við ekki. Lengst til hægri er svo Sigurður Arin- bjarnarson, bróðir Snorra. Félagarnir á hnyðjunni Og svo eru það félagarnir fjórir á rótarhnyðjunni. Hall- grimur Jakobsson er fremstur, Ivar Sigurbjörnsson fyrir aftan hann og efstur Arni Guðnason verkstjóri. En um manninn til hægri, sem sést mjög óglöggt, ber mönnum ekki saman. Er giskað á ýmsa, en llklegastir þykja annaðhvort Guðmundur Þorkelsson verkamaður eða Sæmundur Sigurðsson málara- meistari. Okkur tókst ekki að ná I Sæmund, en gaman væri að fá úr þessu skorið. Myndina telur Hallgrimur liklegast tekna i sömu ferð og kórmyndina. Um stelpurnar, ungherjana, á mynd nr. 10 höfum við ekki fengið frekari upplýsingar, nema að Metúsalemsdæturnar heita Unnur og Ragnhildur, en ekki Ragnheiður, einsog skrifað var á bak myndarinnar. —vh NÝKOMIN DÖNSK BORÐ- STOFUBORÐ OG STÓLAR Við höfum einkaumboð fyrir hina níðsterku og fallegu dönsku Anderstrup stóla Verð frá kr. 21.900 ^Wé Verð frá kr. 8.900 Góö vara - hagstætt verö. Skoöiö, og spyrjist fyrir um greiösluskilmála i i i H I BYLAPRYÐ I Lo Hallarmúla, símar 31400 og 38177

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.