Þjóðviljinn - 17.11.1974, Side 11

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Side 11
Sunnudagur 17. nóvember 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ■sisilllll Umsjón:Ingólfur Hannesson og Sverrir Sverrisson POTTÞÉTTIR HLJÓMLEIKAR Eins og fleiri góðir ís- lendingar brugðu Klásúlur sér á Slade-hljómleikana s.l. þriðjudagskvöld. Því verður ekki neifað að við mættum á staðinn mjög neikvæðir gagnvart hljóm- sveitinni og er ekki ólíklegt að svo haf i einnig verið hjá fleirum. En þegar upp var staðið að hljómleikunum loknum, voru Klásúlur sammála um að þetta hafi verið einhverjir bestu popphl jómleikar sem haldnir hafa verið hér á landi. Aldrei þessu vant hófst dag- skráin á réttum tíma, en samkv. isl. venju er það i hæsta máta ó- venjulegt. Upphitunarhljóm- sveitin Pelikan hóf leikinn, og gerðu þeir fjórum lögum mjög góð skil þvi þar fór saman yfir- vegaður og vandaður flutningur. Þótti okkur þó heyrast helst til lit- ið i gitar Björgvins, og leiðinlegt járnhljóð var i trommum Ás- geirs, sérstaklega i hinu langa og annars góða trommusólói hans. Hvað um það, Pelikan stóð vel fyrir sinu, þrátt fyrir það að þeir væru hálfgerð tilraunadýr rótara Slade. Kortéri eftir leik Pelikan birt- ust goðin sjálf á sviðinu, og hófu þeir leik sinn á laginu ,,Hear Me Calling” (Ten Years After). Sið- an sagði Noddy Holder nokkur vel valin orð og fékk hann lýðinn til að öskra aðeins, svona rétt til að fá stemmningu i salinn. Þá fylgdu i kjölfarið lögin „The Banging Man” og „Good By To Jane”, hörku stuðlög sem féllu vel i kramið hjá áheyrendum og virt- ust Slade þegar i, byrjun vera búnir að standa við orð sin, en þau voru að fá islenska áheyrendur til að láta heyra almennilega i sér. Eftir tvö næstu lög voru menn farnir að syngja hástöfum með, og við sviðið var þrýstingurinn á þá fremstu orðinn svo mikill, að farið var að draga hálfmeðvit- undarlausa krakka upp úr þvög- unni, og áður en yfir lauk var búið að bera 15 stykki burtu. Afram liðu hljómleikarnir, klappað og stappað, öskrað og æpt, og Dave Hill og Jimmy Lea hoppuðu um allt sviðið, uppi á hátölurum og út um allt, og var gaman að sjá hve sviðsöruggir þeir voru. 1 lokin var allt á suðupunkti og eftir siðasta lagið voru þeir klappaðir tvisvar upp og tóku tvö aukalög. Þannig lauk þessum bráö- skemmtilegu hljómleikum og hefðum við óskað þess að fleiri en þessar rúmlega 3000 hræður hefðu mætt, en fyrir allan þann fjölda sem ekki var á staðnum, birtum við fáeinar myndir frá hljómleikunum til að veita þeim nokkra innsýn I það sem gerðist. Raöhillusett í Tekk og Palesander Gamla Kompaníið hf. Síðumúla 33, sími 36500. Auglýsingasiminn er 17500 E WDVIUINN Á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.