Þjóðviljinn - 17.11.1974, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1974
Allt fyrir hundana
Bandaríkjamenn eru
dýravinir miklír, ekki síst
hinar æðri stéttir sem hafa
nóg fé handa á milli. Meðal
fólks af háu standi þykir
fint að vera þeim mun
meiri dýravinir sem and-
styggð þess er meiri á lág-
stéttalýð, indjánum, svert-
ingjum og víetnömum.
Óeigingjarn kærleikur tii dýr-
anna fer nú mjög vaxandi i
bandarisku viðskiptalifi. Sérstak-
lega beinist umhyggjan að hund-
um. Komið er upp veitingahúsum
fyrir hunda.snyrtistofum hunda,
hundahótelum og dagvistunar-
stofnunum fyrir kjölturakka.
Nýlega hót fyrsti verulega tim
hundabarinn starfsemi sina I New
York undir nafninu „Animal Gou-
met” sem útleggst dýrasælker-
inn.
Fegrunarsalurinn „Petti
Paws” (lapparskarnið?) er svo
finn og eftirsóttur að þar er að-
eins tekið við þeim hundum sem
hafa tilvisun frá hundalækni.
I Chicago er eins konar dýra-
mótel þar sem herbergin eru búin
gervigrasi og látúnsrúmum. Dag-
vistunarstofnun i New York sækir
skjólstæðinga sina heim á hverj-
um morgni, farið er með þá i
þriggja stunda gönguferð i
Central Park, og siðan er þeim
skilað endurnærðum heim um
hálf-sjöleytið.
I Margaretsville, einni af út-
borgum New York, eru sumar-
búðirfyrirhunda. Til afþreyingar
er m.a. leit að niðurgröfnum
beinum og gitarmúslk við varð-
eld. Meðal tiginna gesta var ný-
lega Bedlingtonrottuhundur sem
orðinn er sjónlaus. Hann kom i
fylgd með hundi sem hafði verið
vaninn við að aðstoða blinda.
Mikil fjölbreytni í
skápagerðum og útliti
Stuttur afgreiðslufrestur.
HAGSTÆTT VERÐ
Sœnsk gœðavara.
Sýningarinnréttingar komnar af
eldhússkápum og baðherbergisskápum.
Baðherbergi
Vinsamlegast sendið mér KALMAR litmyndabækiing,
sem er 100. síður, af innréttingahugmyndum.
Nafn:-------------------------------------------
Skrifið með prentstöfum
H e i m i 1 i s -
fang:--------------------------------------------
KALMAR innréttingar,
Miðbœ, Háaleitisbraut 58-60. Simi 83590.
ÁRNI BJÖRNSSON:
ÞJÓÐFRÆÐAGUTL
Vetrarfagnaður
A hverju vori verða menn
þess varir, að ýmis félög halda
sinn sumarfagnað eða vorblót.
Hitt er mjög sjaldgæft, að sjá
auglýstan vetrarfagnað, þótt
slikt hafi reyndar borið við á
allrasiðustu timum.
Þessu sýnist hafa verið annan
veg farið áður fyrr. Það kemur
naumast fyrir I fornritum, að
getið sé um sumarblót eða vor-
fagnað hérlendis nema þá mjög
óljóst. Hinsvegar er nokkrum
sinnum minnst á veturnáttablót
eöa haustboð, og má þar minna
á gagnkvæm heimboð Ólafs Pá i
Hjarðarholti og Ósvifurs á
Laugum, svo og veisiu Gisla
Súrssonar.
Ekki er þó verið að nefna
þessa vetrarfagnaði sjálfra
þeirra vegna, til þess hafa þeir
þótt of sjálfsagðir, heldur sök-
um þess, að i þeim eða i sam-
bandi við þá eru látnir gerast
örlagarikir atburðir, sem hafa
mikil áhrif á gang sagnanna. Þó
segir svo i Gisla sögu:
„Það var þá margra manna
siður að fagna vetri i þann
tima og hafa þá veislur og vetur-
náttablót, en Gisli lét af blótum,
siðan hann var i Vébjörgum I
Danmörku, en hann hélt þó sem
áöur veislum og allri stór-
mennsku.”
Liklegra er, að hér sé um arf-
sagnir að ræða, fremur en sögu-
ritarar séu að lýsa eigin sam-
tima, þvi að ekki er getið um
nein veturnáttaboð i samtiðar-
sögum frá 12., 13. eða 14. öld. 1
sjálfu sér er ofurskiljanlegt,
hversvegna fremur hefðu verið
haldin haustblót en sumarboð.
Þá var til gnótt matar eftir slát-
urtiðina, þvi að þá sem nú var
nauðsynlegt að lóga sláturfé,
áður en það færi að leggja af. Og
þar sem menn á þeim tima hafa
átt i miklum erfiðleikum með að
geyma kjöt vegna mikils salt-
leysis og algerrar vöntunar á
frystikistum, þá reið enn meir á
að neyta kjötsins I sem rikust-
um mæli, meðan það var nýtt og
óskemmt.
Þá má geta þess, að I korn-
ræktarlöndum var uppskeru
lokið um þetta ieyti, og þvi
gnægð korns til bruggunar öls,
sem sýnist hafa verið drjúgur
þáttur I veisluhaldi þeirra tima.
Enda þótt kornrækt hafi aldrei
verið mikil hér á landi, þá var
hún einhver á fyrstu öldum
byggðarinnar, og hvort sem
kornið var heimaræktað eða
innflutt, þá var það helst til um
þetta leyti, einnig á íslandi.
Kringum sumarmál var hins-
vegar hvorttveggja þorrið að
mestu, kjötmeti og korn, og þvi
ekki annað en óráðsia að efna til
veisluhalda um það leyti.
Þá verður sú spurning fyrir,
hversvegna þessi veturnáttaboð
hafi lagst niður, að lfkindum
snemma á þjóðveldisöld. Það
framgengur af áðurnefndri frá-
sögn Gisla sögu, að þetta hafi
upphaflega verið heiðin athöfn.
Þótt frumorsök sliks veislu-
halds sé e.t.v. gnótt matar og
öls, sem þarf að torga og bjarga
frá skemmdum, þá er trúarlegu
Ivafi einatt blandað inn i svosem
til bragðbætis. Þvi eru allar lík-
ur til, að i þessum boðum hafi
einhverjar heiðnar vættir verið
blótaðar, jafnvel einhverjir per-
sónugervingar vetrarins, vita-
skuld til þess að blíðka þær og
biðja um gott ár.
En nú kemur kristnin til sög-
unnar, og þá máttu menn ekki
blóta nema á laun. Og ef ekki
mátti reyna að fórna vetrar-
vættunum neinu, þá gat sýnst
litil ástæða til að fagna Vetri
konungi sem slikum, þvi að
hann hefur sjaldnast þótt neinn
aufúsugestur. Þvi má bæta við,
að veðurfar mun hafa tekið að
skipast mjög til hins verra, þeg-
ar leið á þjóðveldisöld og fór
ekki að batna, fyrr en kom fram
á þessa öld. Svo mjög hafa
menn óttast veturinn, að i vísu
einni frá 17. öld hefur upphaf-
lega staðið:
öllu verri er veturinn en
Tyrkinn,
og miklu lengra varð ekki kom-
ist I óhugnaði en að telja nokk-
urn hlut verri en sjálfan hund-
tyrkjann.
Þó var tekið á móti vetri með
þeim hætti, að fyrsti vetrardag-
ur var messudagur allt fram til
1744. En i það mund komu hing-
að Umbar þess tima til að rann-
saka kristnihald á landinu, og
þá fundu þeir m.a. of marga
messudaga, en ekki of fáa eins-
og hjá Jóni Prímusi. Einhver
kynni að halda, að þessir heit-
trúarmenn Lúðvfk Harboe og
Jón Þorkelsson hefðu glaðst yfir
slikri guðrækni, en svo var ekki.
Þvert á móti lögðu þeir til, að
þessir messudagar væru afskip-
aðir, hvað og var gert með kon-
unglegri fororðningu. Þetta
voru nefnilega menn kerfisins.
Það var hvorki messað á fyrsta
vetrardegi né sumardeginum
fyrsta annars staðar I rikjum
Danakonungs, þó ekki væri af
öðru en þvi, að þessir dagar
voru ekki til i þeirra timatali.
íslendingar bjuggu nefnilega
við sitt gamla tímatal öldum
lengur en aðrir og gera að vissu
leyti enn, og raunar er óvist,
hvort það hefur á nokkrum öðr-
um stað verið við lýði i þeirri
mynd, sem okkur er kunn. Þetta
voru þvi ódanskir messudagar,
og bar að útrýma þeim úr kerf-
inu. Eftir sem áður var þó lesinn
húslestur á fyrsta vetrardag
fram á þessa öld.
Það vekur hinsvegar nokkra
furðu, ef haustfagnaður hefur
með öllu fallið niður hérlendis
við tilkomu kristins siðar. t
fyrsta lagi lætur almenningur
ekki svo glatt hafa af sér brauð
sitt og leiki, og kirkjan var
naumast svo voldug hér fyrstu
hundrað árin, að henni væri það
neinn hægðarleikur. Hvort sem
rétt er með farið eður ei, þá seg-
ir um harðjaxlinn Ólaf
Tryggvason, að „hann felldi
blót og blótdrykkjur, en lét I
stað koma i vild við lýðinn há-
tiðadrykkjur jól og páska, Jóns-
messumungát og haustöl að
Mikjálmessu”. Þannig er reynt
að koma til móts við fólkið.
í annan stað hlýtur að hafa
verið jöfn ástæða til að nýta sem
mest af nýmetinu, hvort sem
hér átti að heita kristinn lýður
eða heiðinn. Það fer mér vitan-
lega engum sögum af haustboði
á Mikjálsmessu 29. september,
sem Ólafur Tryggvason er
sagður hafa reynt að koma á i
Noregi. Þó var margt miðað við
þann dag áður fyrr. Hitt væri at-
hugunarefni, hvort allraheil-
agramessa og allrasálnamessa
1. og 2. nóvember hefðu að ein-
hverju leyti tekið við þessu hlut-
verki I katólskum sið. Þessir
dagar voru mjög helgaðir fá-
tækum og eru skammt frá
fyrsta vetrardegi. Sagnir um
„sviðamessuna” frá siðustu öld
og þessari herma flestar, að hún
væri haldin á allraheilagra-
messu, og hugsanlegt er, að
smám saman hafi verið skipt
um nafn eftir siðaskiptin, þegar
ekki mátti lengur halda allra-
heilagramessu að katólskum
sið. En allar heimildir núlifandi
fólks um sviðamessu eða annan
vetrarfagnað væru vel þegnar.