Þjóðviljinn - 17.11.1974, Page 17
Sunnudagur !7. nóvember 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Katrín
Guðjónsdóttir
velur gítargrip við
vinsæl lög
TÖKUM
LAGIÐ!
Lagið, sem Katrín hefur
valið gítargripin við í dag,
virðist alltaf jafn vinsælt,
en það er Colours, sem
Donovan syngur.
Donovan
COLOURS
D G D
Yellow is the colour of my true love’s hair
G D
In the morning when we rise,
G D
In the morning when we rise.
A7 G
That’s the time, taht’s the time
D
I love the best.
Blue is the colour of the sky
In the morning when we rise,
In the morning when we rise.
That’s the time, that’s the time
I love the best.
Green is the colour of the sparkling corn
In the morning when we rise,
In the morning when we rise.
That’s the time, that’s the time
I love the best.
Mellow is the feeling that I get
When I see her u-hm
When I see her a-ha.
That’s the time, that’s the time
I love the best.
Freedom is the word I really use,
Without thinking u-hm
Without thinking u-hm.
Of the time, of the time
When I’ve been low.
G-hl jómiir. D-hl jómur.
7
A -hljómur.
Auglýsingasíminn er
17500
VOÐVIUINN
i\
| Nú eru vandræði mikil i borgarstjórn: Hvar áað
U koma fyrir brunnsnrænu i landi Geysis?
Góðar þykja mér
gjafir þínar...
Sælla er aö gefa en að þiggja,
segir ritningin, og má útleggja
sem svo, að hverri gjöf fylgi
asskotans ekki sens eigingirni.
— Vitaskuld er sá miklu sælli,
sem á þess kost að gefa, heldur
en hinn, sem neyðist til þess
að þiggja, Þetta vissi Gunnar
vel, þegar mann mælti: „góðar
þykja mér gjafir þinar, en...”
hafði hann þó ekki lesið bifliuna.
Oft ríða gjafirnar baggamun-
inn á torfarinni lestarferð
manna um táradalinn og hallar
þá oftast á ógæfuhlið. Annar
hver maður, sem ég veit til hafi
hlotið stóra vinninginn i happ-
drættinu, hefur við það gjör-
samlega villst af réttri braut,
annað tveggja stokkið út undan
sér og sökkt sér á kaf i svall og
svinari, ellegar saumað að sér
gervi maurapúkans og dregið
sig I hlé frá allri glaðværð lifs-
Kaupmaður nokkur gaf
hveitipoka á tombólu. Þetta var
mikill , kaupmaður og gaf þess
vegna ekki sitt besta hveiti,
heldur afgangspoka frá i fyrra
ellegar hitteðfyrra. Bóndi nokk-
ur úr þeirri sveit dró pokann.
Hann hrósaði heldurenekki
happi og blessaði, bæði pokann
og kaupmanninn. Kona bóndans
var myndarkona til munns og
handa. Ekki lét hún það um sig
spyrjast að henni brúkaðist ekki
vel þetta búslflag. Skorti nú
aldrei bakkelsi þar á bæ og var
bóndi stórlega öfundaður bæði
af hveitipokanum og konunni.
En með þvi að gamalt hvita-
hveiti er gersneytt allri hollustu
og með þvi bóndi var ekki alls
kosta hraustur til heilsunnar, þá
þoldi hann illa þessa siðbúnu
hveitibrauðsdaga og missti
heilsuna áður en pokinn tæmd-
ist.
■
Ævinlega skyldu menn forð-
ast gjafir, ef þess er nokkur
kostur,- taka þeim að minnsta
kosti alla jafna með nokkurri
tortryggni. Hvernig fór ekki
fyrir Adam, þegar hann lét
glepjast á eplinu?
Jólagjafir eru nánast orðnar
óviðráðanlegur kækur hjá þjóð-
inni. Þannig stjórnast til að
mynda bókaeign almennings
mikið til af þessari jólagjafa-
martröð. öll bókaútgáfa er fyrir
bragöið tilreidd likt og konfekt-
kassar. En það er kapituli út af
fyrir sig.
■
Þingvallamyndir Péturs og
Páls, sem hanga innrammaðar
á veggjum velflestra húsa hér
um slóðir, vitna ekki fortaks-
laust um slæman smekk al-
mennings, sem i húsunum býr,
heldur gefa þær öllu fremur vis-
bendingu um smekkleysi
tengdamömmunnar, sem gefur
allt þetta reiðinnar humbúkk af
elsku sinni. Fáir hafa kjark til
þess að varpa slikum gjöfum
fyrir róða. Flestir sætta sig
mótþróalitið við listneysluvenj-
ur ættmenna sinna, enda bætist
stöðugt i safnið hjá fólki, eftir
þvi sem það eldist. Viða er fisk-
ur undir steini.
Fjöldi málara framleiða verk
sin eftir forskrift tækifæris-
gjafarinnar og mála myndir
sinar út frá knöppu sjónhorni
afmælismyndlistarinnar. Þarna
eru menn i öllum verðflokkum,
allt frá drátthögum pakkhús-
mönnum upp i akademiuskól-
aða listamannalaunþega.
■
Fólk og félög eruauðvitaðmis-
jafnlega tryggð gagnvart þess-
ari gjafafikn þjóðarinnar.
Fimmtugir — sextugir heiðurs-
menn standa til dæmis afar illa
að vigi og fá illa varist ásókn
þessarar áráttu. Þannig veit ég
sjötuga sómakonu vestur i bæ,
sem situr uppi með kynstrin öll
af slikum skilirium i
guörúnarfrálundi stil, auk
komfektmynda, bifliumynda og
eftirprentana, allt má rekja til
merkisafmæla, ekki er henni
heldur vant plattaútgáfu þjóð-
hátiðarinnar. — Aður fyrr átti
þessi kona enga mynd utan
„Drottin blessi heimilið” og
Hallgrim sáluga Pétursson.
Ýmsar opinberar stofnanir
sitja uppi með ótal „portrait” af
forstjórum, stjórnarformönn-
um, skrifstofustjórum og allra
handa stjórum öðrum, mynd-
irnar gefnar af skólafélögum og
ættingjum, forkostulegar
ásýhdum flestar hverjar.
Engri stofnun er þó eins hætt i
þessum efnum sem kirkjunni.
Þar sem ekki hefur verið spyrnt
við fæti, tröllriða neonljós og
litagler virðulegum guðshúsum,
svo að þau verða áþekk billeg-
um leiktjöldum. Litaglaðir
menn hafa jafnvel ráðist á af-
skekktar kirkjur og skreytt þær
að smekk sinum — i gustuka-
skyni.
Arkitekt nokkur teiknaði eitt
sinn hús, það var guðshús, hið
stærsta, sem nokkru sinni hefur
sést á pappir hér um slóðir og þó
vlöar væri leitað. Hann skenkti
þjóðinni húsið. Þetta hefði nú
verið gott og blessaö, ef kirkj-
unnar þjónar hefðu látið sér
nægja teikningarnar og varð-
veitt þær til minningar um
miklar hugsjónir og stóran
draum, i stað þess að ætla
sér að gera þennan loftkast-
ala að veruleika, — Siðan
eru mörg ár, þjóðkirkjan er
þrælsliguð undan drápsbyrð-
um þessarar ógnarlegu bygg-
ingar. Gjafir streyma til hennar
frá kirkjuvinum hvaðanæva að,
þó sér varla högg á vatni. Kirkj-
an er ekki að fullu reist enn.
Mörgum þykir hins vegar
skapnaður hennar þeim mun
ógurlegri, sem hann vex meira.
Nýlega var okkur gefinn
dýraspitali. Það þótti höfðingleg
gjöf. Hins vegar reyndu yfir-
völdin i lengstu lög að koma sér
undan að þiggja þennan spitala,
vegna þess að hann ruglaði
fjárhagsplönin, stóð aldrei til
að svona spitali kæmist inn á
þau plön. Stofnkostnaður sliks
spitala er auðvitað bara brot af
reksturskostnaðinum, þegar
frammi sækir.
Og nú er búið að gefa okkur
gosbrunn. Svoleiðis bunur eru
haföari borgferlikjum til pess
að minna fólk á náttúruna, likt
og gerviblóm eru höfð, þar sem
ekki þrifast túlipanar. Fransk-
menn eru miklir hagleiksmenn
á svona brunna og hafa hjá sér
mikið af þeim, alls lags figúr-
ur. Bunan stendur hvarvetna af
þeim, bæði út um nasir og
klobba. Þetta er skrautleg sjón,
þó mér hafi alltaf fundist þekki-
legra að horfa á belju setja upp
halann og spræna skáhallt i
þerrigoluna. Það er stórfurðu-
legthve þær skepnur geta migið
mikilfenglega.
Gosbrunnar hafa aftur á móti
aldrei þrifist hér á landi. Þetta
hefur sendiherra nokkur sem
hér var um skeið, vorkennt okk-
ur og þvi sendir hann okkur nú
einn svona brunn. Og „Nú eru
vandræði i Vinarborg” — Hvar
á að setja niður svona brunn-
sprænu i landi Geysis: Auk þess
myndi óðara frjósa á henni.
Borgarstjóri impraði á þessu
feimnislega á fundi sinum einn
daginn, hvort ekki mætti setja
brunninn i tjörnina, ekki fastan
heldur fljótandi á fleka, og ekki
allt árið, heldur bara yfir
sumartima (og bara eitt sumar,
siöan yrði það látið farast
fyrir). — Auðvitað blossaði
rómantikin upp i reykvikingum
og þeir tóku að verja tjörnina
sina öllum ljótum brunnum.
■
Þetta var auma uppákoman
hjá borgarstjóra. Ekki getur
hann sagt sveiattan, þegar hon-
um er gefinn gosbrunnur. Lik-
lega labba” hann sig með hann
einn daginn út i einhvern af-
kima tjarnarinnar með
einvalalið, lætur sig bara hafa
það, setur meira að segja á sig
borgarstjórakeðjuna þungu
(þessa sem embættinu var eitt
sinn gefin og fylgir einatt þján-
ingasvipur, þá sjaldan hún er
viðruð) og lætur á sig orðuna
nýfengnu lika. Þar holar hann
niður brunnómyndinni og fær
svo liðtæka stráka einhvern-
tima seinna til þess að sprengja
hana i loft upp. Þá er málið úr
sögunni og allir geta vel við un-
aö. Hvernig fór ekki fyrir bless-
aðri hafmeyjunni!