Þjóðviljinn - 17.11.1974, Side 23

Þjóðviljinn - 17.11.1974, Side 23
Sunnudagur 17. nóvember 1974 ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 23 Palli músadrengur Það var eitt sinn gömul kona sem átti fallegt litið hús i húsinu bjó lika mús. Músin hún hét bara Malla og átti prakkarann hann Palla. Eitt sinn vildi Palli út en það mátti Malla ekki heyra þvi úti leynast hættur og fleira en prakkarinn hann Palli vældi og framan i Möllu hann sig skældi. En að siðustu varð hún Malla vond og lokaði Palla inni i skoti og i öllu þessu poti hún skildi við gluggann galopinn en Palli komst út á bandi og byrjaði strax á randi. Palli vildi ei skemma neitt þó kæmi það stundum fyrir. Hann mætti finu mýslu sem finust músa var. Hann sprautaði á hana vatni. Hún æpti: ,,Ertu snar!” Hún grenjaði og æpti ,,Ó, fini kjóllinn minn! Ég klaga i pabba þinn. Ó, litli prakkarinn. Og út kom pabbi Palla og öskraði á hann en Palli bara hló þá pabbi á bossann sló. Nú er Palli eldri og besti músadrengur og það er enginn lengur betri en Palli mús. Mæsa, Seyðisfirði. Viö þökkum Mæsu fyrir þetta langa kvæöi. Gaman væri aö fá fréttir frá Seyöisfiröi. Hvaö eru mörg börn I skólanum? Er nokkuö félag barna- og unglinga starfandi þar? Hvernig skemmta krakkarnir sér? Hvaöa vinnu stunda þau? Svo auövitaö skáldskap og myndir þaöan. Mikki mús byggði hús Húsið brann og Mikki rann þú ert hann. ÞÚ ERT HANN! Steini 11 ára, sendi okkur þessa þulu, Frænka hans kenndi honum hana. Hann kann lika: Ugla sat á eyju. Sendið Kompunni þulur, sem þið notið i leikjum ykkar. Kæra Kompa! Ég hef ort tvær visur sem eru: Á Grettisgötu gretti ég mig Grettisgata grettir sig. og A Laugavegi eru laugarnar. Laugarnar eru kaldar. Vertu sæl Kompa, Jón Birgisson 6 ára, Hvassaleiti 28. Kompan þakkar Jóni fyrir þetta góða bréf og myndina sem fylgdi. Það væri gaman að fá fleiri bréf svona skemmtileg. Á FLÓAMARKAÐI t CLU-lDJ 2.0TD- .3. m í1 n rm n KTeyptw.m; 111 m i Nýlega fórum viö á flóamarkaö þar sem hægt var að kaupa allt mögulegt gamalt fyrir litla peninga. Þetta er mynd af torginu, þar sem markaöurinn var haldinn, en i hverjum hluta hennar er faliö eitt dýr. Ef þiö finnið þau og færiö nöfn þeirra inn i reitina eftir þvi sem við á og lesiö siöan úr oröinu sem stafirnir i þykku römmunum mynda, getiö þiö séð, hvaö viö keyptum á markaönum. Ráöning i næsta blaði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.