Þjóðviljinn - 17.11.1974, Síða 24
MOÐVIUINN
Sunnudagur 17. nóvember 1974
Þegar Giscard d’Estaing var
kosinn forseti Frakklands með
naumum meirihluta i mai leið,
fylgdu honum frekar bjartsýnar
spár i ýmsum borgaralegum
málgögnum. Hvert blaðið eftir
annað lagði áherslu á að hann
væri hress og óformlegur, eins-
konar Kennedy Frakklands, vel
heima i efnahagsmálum, straum-
linumaður i starfsstil. Blöðin hafa
siðan tiundað ýmisleg afrek
Giscards i þessa veru: Hann hef-
ur skroppið aleinn inn á krá og i
bió og eins og Harún al Rasjid,
orðið fyrstur til að halda rikis-
stjórnarfund utan Parisar, sofið
næturlangt niðri i atómkafbáti
neðansjávar, mælt með frjáls-
lyndri fóstureyðingalöggjöf og
umbótum I fangelsismálum. Og
hann hefur einnig reynt að hressa
upp á félagslega þjónustu og
skattalöggjöf, svo að vikið sé að
allþungvægum hlutum.
Sjálfhelda
En engu að siður ber blöðum
saman um að staða Giscards sé
mun veikári nú en þegar hann tók
viö völdum. Hluti af þvi hægriliði
sem fylkti sér um hann I sumar er
óánægður með ýmisl. sem hann
hefur gert, og honum hefur ekki
tekist að auka traust launþega á
sér. Verkföllum hjá einstökum
hópum hefur fjölgað mjög að und-
anförnu og nú siðast berast fregn-
ir af þvi að helstu verklýðssam-
GISCARD
og franskur veruleiki
Giscard d’Estaing: lofsyrðum fækkar...
meira en verkamenn). Insce hef-
ur gert athugun fyrir árið 1970
sem byggist á samskonar saman-
buröi og i skýrslu SÞ og fékk þá út
28,5 á móti einum — en þetta var
byggt á skattskýrslum, sem
verða þeim mun óáreiðanlegri
sem hærra dregur i þjóðfélags-
stiganum.
Skattasvindlið
Hér við bætist, að skattakerfið
leiðréttir ekki þessa herfilegu
tekjuskiptingu (sem menn hafa
ekki einu sinni sæmilegar upplýs-
ingar um vegna bókhaldsvéla-
bragða hinna riku.) Hlutur ó-
beinna skatta hefur aukist á tiu
árum og nemur nú 70% skatta-
byrðarinnar. Og hátekjumenn
hafa sýnu fleiri möguleika en i
grannlöndum Frakklands til að
smeygja sér undan tekjuskatti.
Chaban-Delmas, fyrrum forsæt-
isráðherra og einn af keppinaut-
um Giscards i mai, hann greiddi
t.d. I r.eynd enga skatta, vegna
þess að hann gat dregið hluta-
skattlagöur — en það nemur um
50—60 miljörðum franka á ári.
Þegar allt þetta er saman tekið
má ljóst verða, að umbætur
Giscards, sem gera ráð fyrir
5—15% hærri sköttum á þá riku
muni ekki breyta miklu.
Forystudraumar
Stjórnendur Frakklands hafa
lagt mikið kapp á að gera landið
að forysturiki i Vestur-Evrópu.
Þeir hafa getað huggað sig við
það, að hagvöxtur hefur verið all-
mikill i Frakklandi og meiri en i
Vestur-Þýskalandi — 5,6% á ári á
móti 4,7% i Þýskalandi næstliðinn
áratug, 5,9% fyrstu þrjú ár þessa
áratugar á móti 3,6%. Verðmæti
fransks útflutnings mun um fjór-
um sinnum meira nú en 1962.
Samt er æ minna talað um
möguleika frakka til að ná hinum
vesturþýsku keppinautum. Enn
eru gjaldeyristekjur fransks iðn-
aðar aðeins helmingur af þvi sem
hinn vesturþýski aflar. Ýmisleg
glæsiáform gleypa miljarði
Hveitibrauösdögunum lokið
bönd landsins, CGT og CFDT hafi
ákveðið að efna i sameiningu til
allsherjarverkfalls á fimmtudag-
inn kemur.
Verklýðshreyfingin er að
bregöast við atvinnuleysi og
verðbólgu, sem mun nú I um 18%
á ársgrundvelli. Það er ekki auð-
velt fyrir Giscard að bregðast við
þessum vandamálum með hefð-
bundnum hætti; hann má að öðru
óbreyttu búast við þvi að um 30
miljarða franka greiðsluhalla á
þessu ári. „L’Expansion” segir
um þetta að ,,ef Giscard vill
hressa upp á ástandið, þá verður
hann að fylgja stefnu sem beinist
gegn honum sjálfum”. Með öðr-
um orðum: hann yrði að þrengja
mittisól hinna riku en ekki hinna
fátæku. En það er einmitt hinn
efnaöri helmingur frakka sem
hefur kosið Giscard og ætlast til
annars en að hann leysi vandann
á þeirra kostnað.
Herfileg
tekjuskipting
„Ojöfnuður” og „mismunun”
eru orð sem oft eru notuð þegar
frönskum aðstæðum er lýst.
Menn segja t.d. að það tefji mjög
framfarir i landinu, hve einstök
héruð megi sin litils gegn hinu
sterka miðstjórnarvaldi i Paris.
Af þessu leiði háskalegt misræmi
i þróun einstakra landshluta. En
miklu alvarlegra mál er hin
mikla félagslega mismunum sem
hlýtur að skerpa andstæður milli
verklýðshreyfingar og allra
hægristjórna.
Árið 1969 birtist á vegum Sam-
einuöu þjóðanna eina samantekt-
in um tejuskiptingu i aðildarrlkj-
unum sem hingað til hefur borist.
Þar voru t.d. bornar saman tekj-
ur þeirra 10% ibúa hvers lands
sem mestar tekjur höfðu og tekj-
ur þeirra 10% sem minnst fengu. t
Frakklandi urðu hlutföllin sjötiu
og sex á móti einum og var það
reyndar heimsmet. Þróunarlönd
þar sem arfur lénsveldis er talinn
sterkur, eins og Indland og Brasi-
lfu sýndu hlutföllin 36 og 25 á móti
einum.
Frönsku hagskýrslustofnanirn-
ar Cerc og Insce hafa komist að
svipuðum niðurstöðum. Cerc hef-
ur reiknað það út að i Frakklandi
fái yfirmenn á vinnustöðvum 4,6
sinnum meira kaup en verka-
menn (í Vestur-Þýskalandi fær
stjórnunarliðiö 3,7 sinnum meira
og i Bandarikjunum 3,3 sinnum
popubhon
»'oc*ens,o$j|
Póstmenn ( verkfalli: fleiri ætla út á göturnar
Skattahöll Chiracs: við stefnum að félagslegu stórsiysi
bréfakaup sin frá tekjum. Chirac,
núverandi forsætisráðherra,
greiddi árum saman enga skatta
— og var það i fyllsta samræmi
við lög. Aðferð Chiracs var ein-
faldlega sú að draga kostnað við
endurnýjun hallar sinnar i Mið-
Frakklandi frá tekjum.
Hvar er ágóðinn?
Enginn eignarskattur er
greiddur i Frakklandi, enda þótt
blaðið Le Monde hafi reiknað það
út, að eignaskiptingin sé þrisvar
sinnum óréttlátari en tekjuskipt-
ingin. Auðæfi hinna riku sjást t.d.
i alls 1,7 miljón sumarbústöðum
(og eiga Parisarbúar helming
þeirra), og eru þeir allmiklu fleiri
tiltölulega en sumarbústaðir i
þeim riku Bandarikjunum. Og
svo i hundruðum veiðihalla, sem
felast á bak við háar girðingar og
aögöngubannskilti i Sologne, sem
er um 150 km. fyrir sunnan París.
Skattaráð franska rikisins hef-
ur reiknað það út, að fimmtihluti
Ibúanna fái i sinn hlut helming
allra tekna, en borgi aðeins fjórð-
ung allra skatta. Þriðjungur um
það bil 200 þúsund fyrirtækja,
sem greiða eiga ágóðaskatt, lýsa
þvi yfir á hverju ári að ágóðinn sé
enginn — en aðeins örfá hundruð
þeirra fara i reynd á höfuðið. Tal-
iö er að 56% af þeim ágóða sem til
verður I iðnaði og verslun sé ekki
franka, eins og til dæmis smiði
hinnar óseljanlegu Concorde-
þotu. Á meðan er vegakerfi
Frakklands fjórum sinnum lak-
ara en það vesturþýska. Sima-
kerfið er hið næstlakasta i löndum
Efnahagsbandalagsins. Almenn-
ingssamgöngur hafa verið mjög
vannæröar. Franskur útflutning-
ur hvilir á mjög þröngri undir-
stöðu — aðeins 65 fyrirtæki fram-
leiða heilming þess varnings sem
út er fluttur. Þetta gerir utanrik-
isviðskiptin mjög viðkvæm fyrir
hnjaski — bilaiðnaðurinn var til
að mynda eitt helsta tromp
frakka á alþjóðavettvangi (i
fyrra voru fluttir út bilar fyrir
rúmlega 18 miljarði franka). En
verðhækkun á oliu leikur einmitt
þessa grein sérstaklega grátt.
Vinstri fylkingin
Að öllu samanlögðu er þvi ekki
að undra þótt frönsk verklýðs-
hreyfing, sem i kosningunum i
vor fylkti sér um Mitterand,
frambjóðanda vinstrifylkingær-
innar, hugsi sér til hreyfings gegn
Giscard d’Estaing; innan hinnar
pólitisku samfylkingar hefur
reyndar orðið vart miskliðar og
tortryggni. En þegar til lengdar
lætur eru það miklu sterkari
þættir sem tengja saman sósial-
ista, kommúnista og aðra vinstri
Framhald á 22. siðu.
Eftir 30 ára þögn:
Hvernig Bretar réðu
dulmál þýska hersins
Bretar hafa alveg nýverið skýrt
frá mesta njósnasigri sinum. Eft-
ir 30 ára þögn hefur F.W.
Winterbotham sem áður var yfir-
maður flugmáladeildar bresku
leyniþjónustunnar skýrt frá þvi,
hvernig Bretar með aöstoö Pól-
verja réöu dulmál þaö, sem notaö
var I æðstu herstjórn þjóöverja
þegar áriö 1940.
Dulmálskerfi þetta, sem kallað
var Enigma, treystu þjóðverjar á
allt striðið.
Upplýsingar þessar geta m.a.
gert verulegt strik i reikninginn
að þvi er varðar útreikninga á
snilld einstakra hershöfðingja.
Það kemur t.d. á daginn i bók sem
Winterbotham hefur skrifað um
málið, að Montgomery hers-
höfðingi vissi um öll áform
Rommels, allan hans liðssafnað,
fjölda skriðdreka, bensinbirgðir,
þegar áður en orustan um E1 Ala-
mein byrjaði.
Breska gagnnjósnakerfið, sem
kallað var Ultra, gat og skýrt
Omar Bradley, hinum þekkta
bandariska hershöfðingja, frá þvi
með fjögurra daga fyrirvara,
hvenær Hitler ætlaði að gera úr-
slitatilraun sina til að reka heri
bandamanna I sjóinn eftir inn-
rásina I Normandie. (IHT).