Þjóðviljinn - 01.12.1974, Side 4

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974. DIÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: tJtgáfufélag Þjéöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Framkv'æmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. ÞEIR VORU FIMM OG HÁLFUR Það gerðist timamótaatburður á alþingi islendinga á fimmtudaginn var. Fimm alþingismenn, þar af tveir ráðherrar, réttu upp hendurnar til samþykkir við til- lögu um að islenska rikisstjórnin sneri sér til herstjórnar Bandarikjamanna á Kefla- vikurflugvelli með auðmjúka beiðni um, að stórveldið miskunnaði sig yfir inn- byggja þessa lands og leyfði þeim náðar- samlegast að njóta daglangt og árlangt andlegrar uppbyggingar frá sjónvarps- stöð hins erlenda hers, sem i landinu dvel- ur. Forsætisráðherra landsins treysti sér ekki til að láta uppi afstöðu sina til þessar- ar makalausu tillögu og sat hjá við at- kvæðagreiðsluna, einn manna. Þjóðin skal ekkert fá um það að vita, hvort hann er efnislega samþykkur tillögunni um slika nýstárlega bænaskrá eða ekki. Fólki kem- ur slikt trúlega ekki við að hans dómi, nema fáum útvöldum i Varðarfélaginu, þar sem forsætisráðherrann fór hlýjum orðum um tillögu þessa fyrir nokkru. Margar þjóðir hafa orðið að þola dvöl erlends hers i landi sinu, bæði fyrr og siðar, — sumar vegna innrásar, sem þær höfðu ekki bolmagn til að verjast, aðrar vegna þess, að þær töldu óhjákvæmilegt að kalla til erlenda heri til varnar vegna imyndaðrar eða raunverulegrar árásar- hættu. Aldrei og hvergi i veröldinni hefur það þó gerst, að ráðamenn fullvalda rikis hafi leitað á náðir hins erlenda hers, sem i landinu dvelur, og farið þess á leit að hann héldi uppi fjölmiðlastarfsemi i þágu landsmanna, hvorki sjónvarpsrekstri né annarri starfsemi á sviði fjölmiðlunar. Það er þvi timamótaatburður, þegar ráðherrar i rikisstjórn íslands tjá sam- þykki sitt við slika bænaskrá með handa- uppréttingu á alþingi, atburður sem lik- legur er til að verða lengi i minnum hafður hér innanlands og vekja athygli i öðrum löndum. t þeim umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu vitt um heim um væntan- legar sendingar sjónvarpsefnis frá gervi- hnöttum hefur komið skýrt fram, að sér- hvert fullvalda riki hefur i huga að ganga þannig frá móttöku sliks efnis, að það verði á valdi innlendra menningarstofn- ana að velja og hafna hvaða efni þegnum viðkomandi lands verður boðið upp á af þeimaragrúa efnisþátta, sem úr verður að velja. Þeir menn sem meta fullveldi þjóð- rikis nokkurs framselja ekki sjónvarps- starfsemi i landi sinu i hendur erlendra stórvelda, ekki frekar en skólakerfið eða bókaútgáfuna og sist að þeir biðji erlent setulið i landi sinu að annast fjölmiðlun- arstarfsemi i þágu landsmanna. En hér hefur það gerst, sem sist skyldi. Nokkrir ráðherrar i rikisstjórn tslands hafa boðið sig fram til að skriða með slika bænaskrá að fótum herstjóra stórveldis- ins, Matthias, Gunnar og Geir hálfur. í dag eru 56 ár liðin siðan ísland varð fullvalda riki. Tveir meginþættir i sjálf- stæðisbaráttu okkar islendinga á 19. öld og á fyrstu áratugum þessarar aldar voru þeir, að tryggja að fullu islensk yfirráð i atvinnulifi landsmanna og að islensk tunga rikti ein i menningarlifi og stjórn- sýslu landsmanna, andstætt þvi sem áður var. An skilnings á þessum höfuðþáttum, hefði sjálfstæðisbaráttan verið hjóm eitt og engan árangur borið. Og i þessum efnum hefur ekkert breyst, Menn geta út af fyrir sig verið þeirrar skoðunar, að sú þrautseiga barátta, sem hér var háð fyrir fullvalda þjóðriki á Is- landi, og minnst er 1. desember ár hvert, hafi ekki verið annað en timasóun og á misskilningi byggð, skoplegt brölt séð með ameriskum nútimagleraugum. En þeir islenskir valdamenn, sem telja frelsi þjóðarinnar fólgið i þvi, að erlendur her, sem i landinu dvelur, hafi hér sama rétt til fjölmiðlunar og islenska rikið sjálft, — og reyndar meiri i krafti auð- magns stórveldisins, — þeir herrar ættu að láta fara litið fyrir sér á hinum gamla fullveldisdegi okkar. Þeir voru fimm og hálfur á alþingi nú i vikunni. Verða þeir fleiri eftir fimm ár, eða fimmtiu ár? Það er sú spurning, sem hlýtur að hafa áhrif á alla stjórnmála- baráttu þeirra islendinga, sem ekki hafa slitið tengslin við þau málefni, sem dagur- inn i dag er helgaður. Það er engin tilviljun, að það skeður nú á sama tima að nokkrir ráðherrar og alþingismenn afhjúpa sig á alþingi með þeim hætti sem orðið er, og boðað er i öðru aðalmálgagni stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, að störf i erlendum verk- smiðjum á íslandi skuli leysa allan is- lenskan landbúnað af hólmi i eitt skipti fyrir öll, en i hinu aðalmálgagni sama flokks koma fram raddir um að taka upp enska tungu i stað islenskunnar. Hernám hugarfarsins segir til sin i vax- andi mæli. Þeir sem ékki hafa viljað trúa hver hætta hér er á ferðum, þurfa að endurskoða afstöðu sina i ljósi stað- reynda, sem fyrir liggja, hversu sárauka- fullt sem það er, og draga sinar pólitisku ályktanir. Enn er ratljóst. Den stora gládjen: att inte veta nár du tog mig i hand om du tog mig i handen - eiier om vðra hánder bara var hánder - nár vi talade med varandra: att inte veta om vi taiade med varandra - eiier om vára ord bara var ord. Och den största giádjen nár det tiden korrtdð vi visste att vára hánder och ord var levande och fullkomliga men inte bara hánder och inte bara ord. Av SigfOs Dadason Ur nOrd frin ett utskár - Sju islándska lyriska modernisten (Cavefots)/Teckning: Petter Pettersson Svava og Sigfús í Femínu tslenskar bókmenntir eru i sviOsljósinu i siðasta töiublaði sænska vikuritsins „Femina”, en þar birtist bæði smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur og ljóð eftir Sigfús Daðason. I sænsku Feminu er fastur vandaður bókmenntaþáttur, „Láslustan” með sögum, ljóðum, fréttum af bókmenntum og kynn- ingu á höfundum og bókum. I þessum þætti birtist kynning á Svövu og sagan Veisla undir grjótvegg, og ljóð úr bók Sigfús- ar, Hendur og orð, sem I þýöing- unni hlýtur yfirskriftina Hin mikla gleði. Ljóð Sigfúsar er tekið úr is- lenskum nútima ljóðasafni „Ord fran ett utskár”, sem nýlega kom út á sænsku, en saga Svövu virðist sérstaklega þýdd fyrir blaðið af Ingemar Svantesson. Party under stenvd Veisla undir grjótvegg er myndskreytt þannig af þekktum sænsk- um teiknara, Ake Arenhill. Island þjóðsaga n og veruleikinn Tveggja tlma samfelld dagskrá i flutningi stúdenta — örn Bjarnason, Megas og Pelican sjá um músikina — Aðalræðumaður: Þorsteinn frá Hamri. ALLIR Á FUNDINN KL. 14 í HÁSKÓLABÍÓI! 1. DES. NEFND STÚDENTA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.