Þjóðviljinn - 01.12.1974, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974. að nota vinstri höndina lika, ein og ein bassanóta farin að fylgja með. Og hann var rétt orðinn 4ra ára þegar hann hafði náð full- komnu valdi á bassanótunum og lék nú allt sem hann kunni með báðum höndum. Þá um leið fór lika réttur taktur að koma, hann leikur mjög taktfast hvort heldur er „svingmúsik”, vals eða eitthvað annað. Birgir Orn hefur aldrei fengið neina tilsögn við þetta, hann hefur fundið þetta allt út sjálfur og leikur eftir eyranu. Móðir hans Guðrún Schiöth, sem stundað hefur pianónám sagði okkur að hún hefði ekki viljað blanda sér neitt i þetta meðan hann var svona litill, en nú sagðist hún hafa gert svolitla tilraun til að kenna honum rétta fingrasetningu, þvi auðvitað væri hún röng hjá honum, enda puttarnir ósköp stuttir og oft erf itt að ná á milli nótnanna á pianóinu. Eins sagðisÞhún að- eins hafa reynt uppá siðkastið að kenna honum nótnalestur og virtist sér það ætla að ganga mjög vel. Hann væri mjög fljót- ur að læra þær. En þetta er al- veg að byrja, og mikið er ólært. Allt frá þvi að Birgir Orn var smábarn, hefur það verið óbrigðult ráð að leika fyrir hann tónlist á kvöldin, þá var litill vandi að fá hann til að sofna. Og nú þegar hann er orðinn 5 ára virðist hann hafa jafn gaman af allri músik. Hann getur setið fyrir framan útvarpið og hlustað jafn hugfanginn á hina svokölluðu æðri tónlist eins og dægurlög eða sönglög. Allt sem heitir tónlist hrifur hann. Birgir örn á að visu ekki langt að sækja tónlistargáfuna. Bæði móðir hans og amma leika á pianó, og hann er skyldur þvi mikla músikfólki frá Gautlandi I Fljótum. Annars er Birgir örn siglfirðingur. Guðrún móðir hans sagði okk- ur að Birgir virtist hafa mun meiri ánægju af að leika á pianóið en að leika sér eins og litil börn gera. Ekki það samt, 5 ára gamall drengur leikur á píanó eins og æfður píanóleikari án þess að hafa nokkra tilsögn fengið að hann leiki sér ekki með öðrum börnum. Hann leikur fóÞ bolta með jafnöldrum sinum og aðra útileiki, en þegar hann er kominn inn, tekur hann pianóið framyfirhvaða leikfang sem er. Hann er mjög fljótur að læra. Litil lög þarf hann ekki að heyra nema einu sinni, þá kann hann þau, hann þekkir alla stafina aðeins 5 ára og kann að skrifa þá flesta, og eins og áður sagði lærir hann nótur auðveldlega þegar hann hefur áhuga. Stund- um hefur hann ekki áhuga á þeim og þá þýðir ekkert að reyna að kenna honum þær, hann verður að vilja það sjálfur. Guðrún sagði að hann væri kominn á þann aldur að hægt væri að setja hann til náms i pianóleik, og á þvi hefur hún fullan hug. En tónlistarskólar eru hér ekki á hverju strái og úr Sólheimunum þar sem þau eiga heima er mjög langt i tónlistar- skólana i borginni og þvi ekki hægur vandi að koma honum þangað. Þó verður það að gerast, undirrituðum sýnist þarna alltof mikið efni á ferð til þess að hæfileikarnir fái ekki að njóta sin til fulls. —S.dór ÍSLENSKT UNDRABARN? Hvað á ég að leika fyrir þig? Hvað er undrabarn? Það er kannski erfitt að svara þvi, en hvað myndir þú lesandi góður segja ef þú fyrirhittir 5 ára gamalt barn sem leikur á pianó eins og æfður pianóleikari, án þess að hafa nokkru sinni verið hjá kennara. Og ekki bara það, heldur hefði gert þetta siðan það var þriggja ára? Jú, þú myndir án efa segja: Þetta er undra- barn. Þannig er þetta einmitt með hann Birgi örn Schiöth. Hann er 5 ára siðan 29. mai, og þeir eru eflaust margir til sem eldri eru og fást við pianóleik sem ekki leika betur en hann. Hann var ekki nema 2 ára þegar hann byrjaði að pota með einum fingri á pianóið heima hjá sér. Smáttpg smátt fór hann að geta spilað þau lög sem hann kunni, barnalögin Gæsamanna gekk af stað, Litlu andarungarnir og fleiri slik. Þegar hann svo var orðinn 3ja ára var hann farinn Lögin voru alveg eins í seinna sinniö — Það var enginn vandi að læra lögin, við mamma fórum að sjá Jesús krist Súperstjörnu og ég bara lærði lögin, sagði Birgir örn litli pianósnillingur- inn þegar við ræddum við hann að heimili hans að Sólheimum 25. — En þú sást myndina tvisvar, sagði mamma þín, heldurðu aö þú hafir ekki lært þau i seinna sinnið sem þú sást myndina? — Nei, það er alveg satt, ég lærði þau i fyrra sinnið, þau voru alveg eins þegar ég fór i seinna skiptið. — Ertu i leikskóla á daginn? — Já, það er ekkert voða gaman: þar, bara dáiitið. Það er mest gaman að „púsla” viö megum alltaf „púsla” svo er Birgir örn Schöth, 5 ára pianóleikari. lika gaman i bilaleik, og lika fótbolta. Ég fer alltaf i fótbolta við vini mina, hann Albert og Heimi litla. — Er Heimir litill? — Já, hann er smápolli, bara 3ja ára, en hann er vinur okkar Alberts, sem er stór, hann er 5 ára eins og ég. — Finnst þér m,est gaman af öllu að spila á pianóið? — Já, þaðerlangmest gaman. Stundum spila ég fyrir Albert og Heimi, þeir eru alltaf að biðja mig að spila fyrir sig, af þvi að þeir hafa ekki lært það ennþá. — Hlakkaröu til að byrja i barnaskólanum? — Ég veit það ekki. Ég fer i Vogaskólann næsta vetur, en ég þekki alla stafina.... — Alla? — Næstum alla, ekki kannski alveg alla. — Kanntu lika að skrifa þá? — Já, næstum alla — Finnst þér ekki gaman að syngja? — Jú, það er voða gaman, við syngjum alltaf i leikskólanum. Við syngjum þar. í leikskóla er skemmtilegt. — Spilar þá einhver á gitar undir hjá ykkur? — Já, já. — Heldurðu að þú getir spilað á gitar? — Já, ég get það áreiðanlega og kannski lika á trompett, ég hef blásið i trompett og gat al- veg náð tóni. — Hvernig gastu lært að spila á pianó? — Ég bara ýtti á nóturnar, og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.