Þjóðviljinn - 01.12.1974, Page 13
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974.
Sunnudagur 1. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Strákar og stelpur
læra þaö sama
báöar greinar, en skipta samt
bekk.iunum niöur eftir kynjum.
Guöleifur og Hjördís segjast
hinsvegar bæöi, aö þaö sé alger
misskilningur aö þaö sé eitthvaö
erfiöara aö kenna strákum og
stelpum samán handavinnu en
aörar námsgreinar, en þaö
skiptir máli, finnst Guöleifi, aö
strax sé byrjaö á því, svo þaug
standi jafnt aö vigi I hvorri grein-
inni sem er.
— Mér finnst m.a.s. miklu
skemmtilegra aö kenna smiöina
eftir aö stelpurnar bættust viö,
segir hann. útúr þvi kemur meiri
tilbreytni I verkefnum, þvi þaö
koma fram miklu fjölbreyttari
hugmyndir. Auk smiöinnar kenn-
ir hann krökkunum leirmótun I 5.
bekk og stundum hefur veriö unn-
in leöurvinna og fleira, þannig aö
kennslan er enganveginn ein-
skoröuö viö aö búa til hluti úr tré.
Spurningunni um hverjir séu
kostirnir og hverjir gallarnir viö
þetta nýja fyrirkomulag aö þeirra
áliti svarar Hjördls á þá leiö, aö
þetta sé aö mörgu leyti llflegra og
auövitaö meira I samræmi viö nú-
tlmann, hinsvegar veröi aö gera
sér grein fyrir þvl, aö ekki sé
lengur hægt aö ætlast til aö lokiö
sé viö neitt mjög stórt, sem krefst
mikillar yfirlegu og heimavinnu.
En þaö er reyndar ekki slst
heimavinna stelpnanna I handa-
vinnu sem þótt hefur óréttlát
vegna þess aö á sama tlma hafa
strákarnir losnaö við slíkt og unn-
iö allt sitt I skólunum.
Stór sameiginleg verkefni
verða heldur ekki unnin I handa-
vinnu með þessu móti, segir Hjör-
dós, og viö fáum að sjá fallega
unnið veggteppi, sem slöasti
stelpuárgangurinn, sem haföi
handavinnu með gamla laginu,
vann I hópvinnu og gaf skólanum
að skilnaði. — En það verður ekki
snúið við, segir hún.
— Kostirnir eru fleiri, sam-
sinnir Guðleifur. Bæði er þetta til-
breytni fyrir nemendur og þaö er
meiri áhugi og starfsgleði og
veröur siður vart við þreytu þeg-
ar skipt er svona um á miðjum
vetri. En þau komast náttúrlega
yfir minna. A.m.k. í oröi er gert
’ráð fyrir sömu vinnu karla og
kvenna i þjóöfélaginu og þaö aö
kenna báðum kynjum sama
námsefni er einn liöurinn I aö svo
geti einnig oröiö I raun. vh
vegna var svolltiö leiöinlegt aö
sjá, hve þröngt var um hannyrða-
deildina auk þess sem sú stofa er
hálfgerður gegnumgangur. A
þetta er minnst hér vegna þess,
aö þetta er síður en svo einsdæmi
I islenskum skólum, það er oft
eins og hannyröakennslunni sé
komið fyrir á þeim stöðum i skól-
unum, sem útilokaö er að nota til
einhvers annars, en sjaldnast eða
aldrei gert ráð fyrir þessari
kennslu við hönnun skólanna.
Vonandi stendur þetta atriði til
bóta með framkvæmd grunn-
skólafrumvarpsins og endur-
skipulagningu skólanna.
Oft hafa handavinnukennarar
heyrst bera þvl við þegar rætt
hefur veriö um að stelpurnar
fengju að læra smiöi og strák-
arnir saum og prjón, að ekki væri
hægt að koma þvl við af þvi aö .að
væri svo erfitt að kenna þeim
saman. 1 einstaka skólum hefur
veriö fariö inn á þá braut aö
kenna aö vlsu báöum kynjum
í barnaskólum Kópavogs
hef ur ekki verið beðið eftir
seinlegri endurskoðun og
endurskipulagningu
kennslu og námsefnis í
handavinnu: þar hefur
sameiginlegt námsefni og
sameiginleg kennsla
beggja kynja löngu verið
tekin upp. Þessvegna lögð-
um við leið okkar í Kópa-
vogsskóla við Digranesveg
til að sjá hvernig krakk-
arnir vinna og heyra álit
kennaranna þeirri reynslu
sem fengist hefur.
Það var verið að kenna handa-
vinnu I einum 10 ára bekkjanna,
þ.e. 4. bekk, þegar við komum.
Bekknum er skipt I tvennt eftir
stafrófsröö og helmingnum kennd
smiöi og hinum hannyrðir og
hálfan veturinn og síöan skipt
yfir. Þetta er fjórða skólaárið
sem bæöi kyn fá þannig nákvæm-
lega sömu kennslu og þausem nú
eru 12 ára hafa aldrei kynnst
öðru, en siðasti bekkur með
gamla fyrirkomulaginu útskrif-
aðist sl. vor.
Handavinnukennsla hefst I 3.
bekk og sagði smiðakennari skól-
ans, Guðleifur Guðmundssin, aö
ekki hefði verið unnt að taka upp
núverandi hátt nema byrja á þvi
strax við upphaf handavinnu-
kennslu hjá árgangnum.
Krökkunum, bæði I smlöinni og
hannyrðunum, bar saman um, að
hvort tveggja væri jafn skemmti-
legt og Guðleifur smiöakennari
og Hjördis Þorleifsdóttir handa-
vinnukennari staöfestu, að áhug-
inn virtist nokkurnveginn jafn á
hvorutveggja og skiptist a.m.k.
ekki eftir kynjum.
Guðleifur sagöist aðeins veröa
var viö, aö strákarnir heföu meiri
áhuga en stelpurnar á aö búa til
bíla t.d., en þær aftur á flnlegri
vinnu og ýmsum smáhlutum til
heimilisins, en reyndar gera
strákarnir líka þessháttar hluti.
Hjördlsi fannst hinsvegar al-
gerlega persónubundið og ekkert
fara eftir kynjum, hver verkefnin
yrðu, enda sagði hún, að hjá sér
væri fyrst og fremst um aðferða-
val að ræða en ekki verkefnaval.
Þannig læra allir krakkarnir hjá
henni grundvallaratriði I prjóni,
hekli, vélsaumi og útsaumi, en
þaö fer svo eftir áhuga og dugnaöi
hvers og eins hvað úr þessu verö-
ur. Sum hafa áhuga á handavinn-
unni, framleiða mikið og búa til
stóra hluti og flókna, önnur láta
sér nægja lágmarksframleiðslu
til aö læra aðferðina og búa þá til
einhvern smáhlut.
Handavinnudeildin er meö sér-
inngangi í Kópavogsskóla og
mjög vel búiö aö smiöadeildinni
aö þvl er okkur viröist og þess-
HEIMSÓKN í HANDAVINNUTÍMA í KÓPAVOGSSKÓLA
Fangamarkið brennt á til
skrauts.
Hann saumar puoa
Þaö er talsvert um ieikbrúður.
Þeirra prjónaframleiðsla dugði a.m.k. I fingurbrúður.
Þær vilja helst búa til smáhluti til heimilisins
Myndir AK. — Texti vh
Ol niðursokkin til að Oemantsaumur er ekki siöur vinsæii meðal
lita upp. strákanna.
Endurskoöun
námsefnis
Þegar rauðsokkar halda þvi
fram, að jafnvel nemendum
barnaskólanna sé mismunað I
námsefni og kennslu, er það
ekki sist handavinnan, sem höfö
er I huga. Allt frá upphafi
handavinnukennslu i islenskum
skólum hefur nemendum verib
skipt eftir kynjum og kennt sitt
hvað: stelpunum að sauma,
hekla og prjóna, strákunum að
smiða.
En nú skal verða breyting á.
Árið 1980 er áætlað að upp hafi
verið tekið i öllum grunnskólan-
um nýtt námsefni i teiknun og
handavinnu eða myndiðum,
einsog þessar greinar eru
nefndar sameiginlega. Kennsla
á að hefjast þegar i 1. bekk og
verðurfyrst samræmd grein, en
frá og með 3. bekk hefst sér-
greint nám I teiknun, smiði og
hannyrðum, þó með nánum
tengslum sin á milli og við aðrar
námsgreinar. Skipting nem-
enda eftir kynjum á algerlega
að hverfa.
Svokölluð myndiðanefnd hef-
ur starfað á vegum mennta-
málaráðuneytisins að endur-
skoðun námsefnis i þessum
greinum og hófst tilrauna-
kennsla samkvæmt tillögum
nefndarinnar i 4 skólum i haust,
i 1. og 2. bekk.
I álitsgerö myndiðanefndar
segir á þá leið, að heildarmark-
mið mynd- og handmennta sé að
nemendur verði „læsir” á um-
hverfi sitt og sjálfbjarga i verk-
um. Hver verkmáti æfist frá
upphafi og tengist verkefnavali
i öðrum skyldunámsgreinum
grunnskólans. Lita-, forms- og
efnisþekking verði samhæfð nú-
timaafstöðu til vinnutækni og
myndgildis og mótuð sögulegri
þróun, þannig að litiö sé á
mynd-, verkmenntun og tækni-
þróun sem þátt umhverfismót-
unar hvers timabils mannkyns-
sögunnar.
Einnig er talað um, að hver
nemandi eigi rétt til góðrar und-
irstöðumenntunar i verklegum
greinum þegar i æsku og um
mikilvægi þess, að námskjarni
verkmennta sé skipulagður
þannig, að hann verði tenging til
atvinnugreina þjóðlifsins.
Þá segir, að stúlkur og piltar
skuli njóta sömu kennslu i hann-
yrðum og smiði. Sama námsefni
stuðli að svipaðri kunnáttu og
reynslu, myndi raunhæft mat
beggja á handverkum hvors
annars og stuðli að þroska til
samvinnu og gagnkvæms skiln-
ings. Þetta sé nauðsynlegt i nú-
tima þjóðfélagi er konur og
karlar vinni sömu störf i siaukn-
um mæli.
Broi til Ara ljósmyndara
A flsklnn eiga svo að koma krókar. Guðleifur Guömundsson leiðbelnir Jeppagrindin máluö.