Þjóðviljinn - 01.12.1974, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974.
ÁRNIBJÖRNSSON:
ÞJÓÐFRÆÐAGUTL
Tobías og réttur
hinnar fyrstu nætur
Maöur nokkur spurði mig að
þvi á dögunum, hvernig það
væri eiginlega með þessar
Tobiasarnætur og hvort Is-
lenskir prestar hefðu einhvern-
timann haft eða notfært sér
þann rétt. Italska sjónvarps-
myndin um hjónaefnin var vist
kveikjan að þessari spurningu.
En hér er blandað saman tveim
atriöum, og þar sem fólk er yfir-
leitt heldur áhugasamt um þessi
helgustu tilfinningamál sin, er
rétt að greiða ögn úr þeirri
flækju.
.Bindindi í bólinu
Tobiasarnætur draga nafn af
þeim guðhrædda manni Tobiasi
i einni af apókrýfum bókum
Bibliunnar, sem sarö ekki Söru
konu sina fyrstu þrjár næturnar
eftir brúðkaupið, heldur lá á
bæn með henni. En þetta var
ekki ófyrirsynju hjá Tobiasi, þvi
að sjö fyrri brúðgumar Söru
höfðu dáið á brúökaupsnóttina,
þegar þeir ætluðu að sænga hjá
henni. Það var nefnilega illur
andi, Asmódeus, sem elskaði
Söru og drap þá, áður en þeir
gætu fengist við hana sem konu.
Með bænahaldi sinu tókst
Tobiasi og Söru að gera andann
óskaðlegan.
Rafael engill gaf Tobiasi þau
fyrirmæli, að haga sér ekki
einsog þeir ,,sem Guð forakta og
alleina fá sér kvenna fyrir saur-
Hfis sakir, lika sem skynlaus
kvikindi... En þegar þú kemur i
sængarherbergið meö þinni
brúður, skaltu halda þér frá
henni I þrjá daga og vera á bæn
með henni... En aö liöinni þriðju
nótt skaltu halda þig til júngfrú-
arinnar með guðhræðslu, meir
fyrir girndar sakir til afkvæmis,
heldur en vondrar lostagirnd-
ar.” Þessu fylgdi Tobias og
sagöi viö Drottin á brúðkaups-
nóttina, ,,að fyrir illrar lysting-
ar sakir hef eg ei fengið þessar-
ar minnar systur mér til hús-
frúr, heldur til þess að eg megi
börn eiga.”
Þegar kirkjan reyndi sem
mest að ófrægja náttúrlegar
eðlishvatir manna, urðu Toblas
og Sara hinar dýrlegustu fyrir-
myndir. Menn áttu ekki að á-
stunda kynlif nema til barns-
getnaöar. Það átti sko ekki að
vera að þessu að gamni sinu.
Þessari togstreitu bregður
merkilega fyrir i Ragnars sögu
loðbrókar, sem gerast á I
rammri heiðni, þótt söguritar-
inn sé-vitaskuld meinkristinn.
Ragnar hefur gengið mikið á
eftir Kráku, sem reyndar var
Áslaug formóðir okkar I hörp-
unni, dóttir Sigurðar Fáfnis-
bana og Brynhildar. „Hún var
allra kvenna vænst, en hár
hennar var svo mikið, að tók
jörð um hana, og svo fagurt sem
silki það, er fegurst verður.”
Loks tókst honum að gera brúð-
kaupið.
,,Og hinn fyrzta aftan, er þau
koma I eina rekkju, vill Ragnar
eiga hjúskaparfar við konu sina,
'en hún biðst undan, þvi að hún
segir, að á baki mundi bera
nokkuð, ef hún ráði eigi. Ragnar
kvaöst ekki trúa mundu á það.
Hann spurði, hve lengi svo
skyldi vera. Þá kvað hún:
Þrjár við skulum þessar,
og þó saman, byggja
hvort sér nætur i höllu,
áður heilög goð blótum.
Þá munu ei mein á minum
megi til löng of verða.
Heldur ert bráður að byrja,
þann, er bein hefur engi.
Og þó hún kvæði þetta, gaf
Ragnar að þvi engan gaum og
brá á sitt ráð.”
Lái honum hver sem vill, en
þetta átti að koma honum i koll,
þar sem fyrsti sonur þeirra
hafði brjósk þar sem bein
skyldu vera og var kallaður
'lvar beinlausi Hann lét samt
reisa Lundúnaborg.
Jus primae noctis
Hitt atriðið, hvort aðalsmenn
eða prestarhafi á miðöldum átt
forgangsrétt til að sænga fyrstu
nóttina hjá hverri brúður i sinu
umdæmi, er nokkuð umdeilt.
Um það er einkum þráttað,
hvort slik ákvæði hafi nokkru
sinni staðið skýrum stöfum i
katólskum lögum. Ahinn bóginn
er efalitið, að þetta hefur nokk-
uð verið iðkað á dögum léns-
skipulagsins, einkum I Suður-
evrópu.
Bændur voru ánauðugir og
nánast eign lénsherrans ásamt
skylduliði sinu. Ef leiguliða-
strákur ætlaði að kvænast
bóndastelpu, varð hann að fá
leyfi lénsherrans til þess og auk
þess greiöa honum nokkurs kon-
ar heimanmund. Peningar
skröpuðu jafnan litt I pungi hjá
þeim ánauðugu, og þá var þeim
boðið upp á þetta hjásof i stað
þess að reiða fram tiltekna upp-
hæö. Það er þessi hefð, sem er á
bak við atburðarásina i Brúð-
kaupi Figarós, þegar Almaviva
greifi vill ná i Súsönnu, en bæði
hún og figaró eru þegnar hans.
Klerkar voru stundum I þeirri
aðstöðu að geta neitað að vigja
Sumsstaðar virðist hafa verið siður á fornnorrænum tlma að vlgja
fólk saman undir öxi eöa hamri. Þessu bregður fyrir I lok Þryms-
kviðu:
Berið inn hamar
brúði að vlgja
Myndin er af gamalli bergristu úr Bohusléni I Sviþjóö frá þvl um
500. A ristunum frá þessum tlma er konan yfirleitt táknuð með hár-
tagli eöa fléttu, karlinn meö sverði. Astarleikurinn er ótvlræöur, en
auk þess er parið bundið saman um hnén — ytra tákn þess, aö þau
eru hjón.
saman hjónaleysi, nema þessu
sama skilyrði væri fullnægt. En
hvort heldur var um preláta eða
aðalsmann að ræða, þá hlaut
þessi sjálftekni réttur að vera
ungu hjónunum heldur hvim-
leiöur. Þessvegna var fundin
upp siöfræðileg eða jafnvel guð-
leg réttlæting hans.
Afmeyjunin hefur löngum
verið sveipuð nokkurri dulrænu.
Hjá sumum mikill ábyrgðar-
hluti og vandaverk að rjúfa hið
hálfheilaga meyjarhaft, og ekki
öllum trúandi til eða jafnvel
leyfilegt að framkvæma þann
verknað svo vel færi. Sam-
kvæmt þessum kenningum
þurfti það helst að vera vigður
maður, sem annaðist þetta,
enda nokkurn veginn vist, að
hann fremdi það af einni saman
trúarlegri umhyggju, en ekki
fyrir sakir neinnar illrar losta-
semi. Sömuleiðis gat veriö sið-
feröilega' rétt, að aðalsmaður-
inn gegndi þessu vandasama
hlutverki, þvi að I æðum hans
rann göfugra blóð en undirsát-
anná, og tign sina hafði hann
öðlast fyrir guðs náð.
Engar heimildir eru um að
neitt af sliku tagi hafi viðgengist
hér á landi. Sá heimildaskortur
sannar aö visu ekkert, og vita-
skuld voru stórbokkar hér sem
annarsstaðar djarftækir til
lægra settra kvenna. En nokkur
atriöi mæla gegn þvi, að réttur
fyrstu nætur hafi nokkru sinni
verið I brúki hérlendis. I fyrsta
lagi virðist réttur kvenna varð-
andi giftingu, heimanmund og
heimanfylgju hafa verið meiri
hér en viðast hvar I Evrópu á
miðöldum. í öðru lagi rikti hér
aldrei fullkomið lénsskipulag.
Og I þriðja lagi var einlifi klerka
aldrei komið hér á til neinnar
hlltar. Þeir máttu að vísu ekki
ganga I heilagt hjónaband, en
þeir gátu haldið fylgikonur og
getiö börn sem þá lysti. Þörf
þeirra fyrir slikan rétt var þvi
ekki eins átakanleg og i harð-
katólskum löndum.