Þjóðviljinn - 01.12.1974, Page 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1974.
VENJ U LEG
VIKA
SMÁSAGA EFTIR N. BARANSKAJA
SUNNUDAGUR —SÖGULOK
Við liggjum bara si sona, höfuð
mitt hvilir við höku hans, hann
hefur smeygt handleggnum undir
axlir minar. Við liggjum og tölum
um allt mögulegt, um gamlárs-
kvöld og jólatré, um að við verð-
um að fara eftir grænmeti i dag,
um aö Kotja vill ekki ganga á
barnaheimili....
— Dima, hvað heldur þú, geta
ástir karls og konu varað að ei-
lifu?
— Við lifum ekki um alla eilifð.
— Nei, ég á auðvitað við það,
hvort þær geti varað lengi.
— Ertu farin að efast um það?
— Nei, en segðu mér, hvað
heldurðu að ástin sé?
— Að fólki liður vel saman, eins
og mér og þér.
— Og þegar börnin koma....
— Já, auðvitað koma börn.
— En þegar ekki er hægt að
eiga fleiri börn?
— Hvaðum það? Svona er lifið.
Astin er partur af lifinu. Eigum
við ekki að fara á fætur?
— En hvað ef fólk hefur aldrei
tima til að tala saman?
— Það skiptir ekki mestu að
tala.
— Nei, liklega höfðu forfeður
okkar i fyrndinni enga þörf fyrir
það.
— Við skulum þá tala saman.
Um hvað viltu tala?
Ég þegi. Ég veit ekki hvað ég
vil tala um. Ég vil bara masa.
Ekki um grænmeti. Um eitthvað
annað. Um eitthvað afar þýðing-
armikið og nauðsynlegt, en ég get
ekki byrjað svona formála-
laust.... Kannski um sálina?
— Það eru aðeins fimm rúblur
eftir i kassanum, segi ég.
Dlma hlær: það var þá samtal!
— Að hverju ertu að hlæja?
Svona er þetta alltaf, við tölum
bara um peninga, um innkaup og
svo auðvitað um börnin.
— Hvaða vitleysa, viö tölum
um margt annað.
— Ég veit ekki, ekki man ég til
þess.
— Gott og vel, eigum við þá
heldur aö fara á fætur?
— Nei, hvað var þetta „annað”
sem þú minntist á. Nefndu dæmi.
Mér finnst DÍma lengi að svara.
Einmitt, þú veist það ekki, hugsa
ég illkvittin. En Dima man sitt af
hverju?
— Höfum við kannski ekki tal-
að um Harrison saksóknara? Og
oft um geimferðir. ...Um list-
skautahlaup, hvort það sé iþrótt
eða list.... Um striðið í Vietnam,
um Tékkóslóvakiu.... Og viö höf-
um talað um nýtt sjónvarpstæki
og um fjórðu dagskrá, heldur
Dima áfram, sem leitar uppi um-
ræðuefni okkar af stakri sam-
viskusemi. Hvenær eigum við
annars að kaupa nýtt sjónvarp?
— Það er eins og ég segi, þaö
eru bara fimm rúblur I kassan-
um.
— Við eigum sjóð....
Við erum farin að leggja pen-
inga til hliðar i „fjárfestingar-
sjóð”. Þeir eru geymdir I gömlu
töskunni minni, i kassanum eru
svo peningar fyrir daglegum út-
gjöldum.
Okkur vantar margt — Dima
vantar frakka, mig skó, svo ekki
sé minnst á kjól, börnin vant-
ar sumarföt. Við eigum sjónvarp,
gamalt KVN-49, sem Sonja
frænka hafði afskrifað.
— Það er langt i sjónvarp, sjóð-
urinn vex svo hægt hjá okkur,
segi ég.
— Við höfum ákveðið að éta ekki
upp alla peningana, það veistu,
segir Dima ásakandi.
— Ég veit það ekki, mér finnst
ég breyti litið til, en peningarnir
hrökkva ekki.
Dima segir, að með þessum
hætti eignumst við aldrei neitt.
Ég svara þvi til að ég eyði ekki
peningum i annað en mat.
— Þý eyðir þá miklu.
— Þú étur lika mikið.
— Étégmikið! Dima móðgast.
Það var þá frétt, við skulum bara
reikna út hver étur hvað.
Við liggjum ekki lengur út af,
heldur sitjum við andspænis
hvort öðru.
— Fyrirgefðu, ég meinti okkur,
við borðum mikið.
— Og hvað get ég gert við þvi?
— Eða ég þá?
— Þú ert húsmóðirin, þrátt
fyrir allt.
— Segðu mér þá, hvað ég á ekki
að kaupa, og ég skal gera það. Við
skulum strika mjólkina út.
— Við skulum heldur hætta
þessu heimskutali. Ef þú getur
ekki skilið hvar hnifurinn stendur
i kúnni, þá segðu bara til.
— Já, já, já, ég er ekki fær um
að skilja neitt. Ég er heimsk og
allt sem ég segi er heimskulegt...
Ég stekk á fætur og geng fram á
bað.
Ég skrúfa frá krana og þvæ
andlitið úr köldu vatni. Hættu nú,
bremsaðu, segi ég við sjálfa mig.
Ég fer i sturtu og kem aftur til
sjálfrar min. Ot af hverju var ég
að æsa mig? Það veit ég ekki.
Kannski af þvi að ég er alltaf
hrædd við að verða ólétt. Kannski
er þetta út af pillunum sem ég er
að gleypa. Hver veit?
Kannski hef ég alls ekki þörf
fyrir þessa ást lengur?
Þessi hugsun gerir mig dapra,
ég kenni i brjósti um sjálfa mig
og Dimu. Meðaumkunin og heita
vatnið hafa sin áhrif — ég kem úr
baði hressari og mildari.
Börnin eru kát og hlæja hátt —
þau bylta sér með föður slnum.
Ég finn hrein föt handa þeim og
við klæðum þau.
— Mikið eru þetta falleg börn
sem við eigum, segi ég og kalla á
þau fram i eldhús, svo að viö get-
um lagt á borð saman meðan
pabbi „er að þvo sér”.
Meðan við borðum leggjum við
á ráð. Hvað á að gera I dag: sækja
grænmeti, þvo af börnunum,
strauja....
— Við skulum láta það allt eiga
sig, við förum i gönguferð, segir
Dima. Sjáðu sólskinið!
— Mamma, elsku mamma,
komdu með okkur, kvabbar
Kotja, sjáðu sólina!
Ég læt undan, fresta verkunum
fram yfir hádegi.
Við búum okkur til ferðar, tök-
um fram sleðann og förum niður
að skipaskurði að renna okkur
niður bakkann. Við Dima skipt-
umst á aö bruna með Gúlju,
Brekkan er brött og troðin, sleö-
inn flýgur áfram, fíngerður snjór
þyrlast upp og tekur á sig alla
regnbogans liti, snjórinn glitrar
allt um kring. örðu hvoru veltur
sleöinn, börnin veina af spenningi
og við hlæjum öll saraan. Þetta er
dásamlegt.
Við förum heim alsnjóug, soltin
og glöð. Dima verður að fá eitt-
hvað að borða áður en hann fer.
Ég sýð makkarónur, hita upp
súpuna og kjötið. Börnin setjast
strax við borðið og horfa á eldinn
undir pottunum.
Ég er önnur manneskja eftir
þennan leiðangur. Ég set börnin i
rúmið, sendi Dimu i grænmetis-
ferð og vind mér i verkin, hendi
barnafötum i bala, þvæ upp, set
teppi á borðið og næ i straujárnið.
Og allt i einu ákveð ég að stytta
pilsið mitt. Hvers vegna ætti ég
að ganga með hálffalin hné eins
og gömul kona? Ég spretti upp
saumnum i snatri, reikna það út
hve mikið ég þarf að brjóta upp á
og skelli svo neðanaf pilsinu.
Dima kemur að mér við þetta
verk, þegar hann kemur heim
með fullan bakpoka.
— Þarna sérðu Olga, þú hefur
haft gott af þvi að fara út.
Auðvitað hef ég haft gott af þvi.
Ég er búin að þræða og fer i pilsið.
Dima ræskir sig, gýtur á mig
augum og hlær:
— A morgun veröur tuttugu
stiga frost og þá getur þú sikkað
pilsið aftur. Annars hefur þú fal-
lega fætur.
Ég set straujárnið I samband til
að pressa pilsið og Dima vill að ég
pressi buxurnar hans lika.
— Dima, geturðu ekki gert það
sjálfur, ég ætla að ljúka við pilsið.
— Þú ert að hvort sem er.
— Dima, það er ekki það, mig
langar til að ljúka þessu. Ég á
eftir að þvo af börnunum og
strauja það sem ég þvoði I gær.
— Af hverju ertu þá að vasast I
þvi sem engu skiptir?
— Dima, við skulum ekki ræða
það nú. Ég bið þig um að þú
pressir þinar buxur sjálfúr svo að
ég geti lokið við að sauma.
— Hvert ætlar þú á morgun?
spyr hann tortrygginn.
— Hvert? A ball!
— Það er augljóst mál. Ég hélt
að það væri eitthvað i þá áttina.
— Kannski eitthvað i þá áttina,
fleipra ég út úr mér (ég neyðist til
að sitja róleg og ljúka viö piisiö og
komast einhvernveginn frá þess-
um buxum). — Þú manst vist að
ég sagði þér frá spurningalistan-
Það á að útfylla hann I dag og á
morgun koma búsetufræðingar
og safna saman svörunum og tala
við okkur.
— Ó! (Herra minn trúr, hann
heldur vist að það sé þess vegna
sem ég er að stytta pilsið!)
Meðan ég sauma segi ég Dimu
frá þvi, að við höfum taliö saman
veikindadaga okkar og að ég hafi
komið út með 78 daga, næstum
þvi ársfjórðung.
— Hvað ertu að segja, Olga,
kannski væri betra fyrir þig að
hætta að vinna. Hugsa sér, þú ert
heima næstum hálft árið hvort
sem er.
— Og þú vilt setja mig hér nið-
ur allt árið? Og við getum
kannski lifað á kaupinu þinu.
— Ef ég væri laus við allt þetta
— Dima lætur augun renna yfir
eldhúsið, straujárnið og bakpok-
ann, þá gæti ég unnið dálitið
meira. Ég fæ núna 200 rúblúr, ég
fengi áreiðanlega 220. I reynd er
það svo, að ef við drögum frá alla
veikindadagana, sem þú ert
heima kauplaust, þá færð þú 60
rúbluryfir mánuðinn. Það borgar
sig ekki.
— Mikið ertu sniðugur, segi ég.
Afskaplega. Og um þetta erum
við ekki sammála. Á öll þessi
leiðindafjábjánavinna — ég lit
einnig I kringum mig i eldhúsinu
— að hvila á mér einni, svo að þú
getir sinnt þvi sem skemmtilegt
er. Og þú segir að þetta „borgi
sig ekki”. Kapitalisti!
-- Alveg rétt, kapitalisti. Dima
hlær. En það er ekki bara um
peninga að ræða. Þetta væri betra
fyrir börnin. Barnaheimili eru
svo sem ágæt — en vöggustofa...
Gúlja hefur varla komið út fyrir
dyr i vetur. Og svo þetta eilifa
kvef I þeim.
— Dima.heldur þú virkilega að
ég vilji ekki búa sem allra best aö
börnunum? Það vil ég sannar-
lega. En það sem þú stingur upp
á, það mundi blátt áfram... eyði-
leggja mig. Hvað með mina fimm
ára menntun? Starfsferilinn?
Verkefnin sem ég vinn að: Það er
auðvelt fyrir þig að kasta þessu
fyrir borð, veskú, allt búið. Og
hvernig verð ég ef ég sit heima.
Skapill eins og fjandinn sjálfúr,
ég mundi urra framan I ykkur si-
fellt. Hvað erum við eiginlega að
tala um? Við getum ekki lifað af
þinum launum, þú hefur reyndar
til þessa ekki séð nein ráð til
þess....
— Vertu nú ekki reiö, Olga, lik-
lega hefur þú rétt fyrir þér. Það
tekur þvi ekki að tala um þetta.
Ég hefði ekki átt að byrja á þessu.
Það sveif eitthvað fyrir augum
mér I ætt við skynsamlega skipu-
lagða lifnaðarhætti. Og það að ef
ég þyrfti ekki alltaf að flýta mér
til að ná i börnin, þá gæti ég unnið
öðruvisi, þyrfti ekki að takmarka
mig.... Kannski er þetta eigin-
girni, ég veitþað ekki, viö skulum
hætta.
Hann fer fram i eldhús, ég horfi
á eftir honum og allt i einu langar
mig til að kalla á eftir honum:
fyrirgefðu, Dima. En ég geri það
ekki.
— Hif opp, hif opp, kallar hann
frammi á gangi.
Þetta er „kallmerki” okkar.
Hann vekur þau Kotju og Gúlju,
börnin drekka mjólk, i tvær min-
útur ræðum við hvort við ættum
að fara i gönguferð og okkur kem-
ur saman um að láta ekki verða
af þvi. Ef við förum út þýðir það,
að ekkert verður eftir af kvöldinu.
Dima hefur gengið sig þreyttan
og ég á margt ógert enn.
Kotja sest á gólfið með kubbana
sina. Hann hefur gaman af að
byggja hús, brýr og ferliki sem
hann kallar háborgir. En Gúlja er
fyrir, hún skriður til hans, vill
skemma fyrir honum, tekur
nokkra kubba og felur þá.
— Mamma segðu eitthvað við
hana, pabbi, segðu eitthvað við
hana! kallar Kotja til okkar öðru
hvoru.
En orð hafa engin áhrif á Gúlju,
hún litur upp og segir blátt á-
fram:
— Gúlja vill slá húsið!
Þá bý ég til „dóttur” handa
henni. Dóttir er litill flugmanna-
búningur fylltur með tuskum.
hettuna set ég lítinn hvitan púða
og teikna á hann andlit. Gúlja
hefur engan áhuga á brúðum, en
hún tosar dótturinni með sér um
allt hús og talar við hana.
Sunnudagskvöldið liður i friði og
ró. Börnin leika sér, Dima les, ég
þvæ og bý til kvöldmat. Og svo á
ég eftir að svara spurningalistan-
um.
Við borðum eftir smávegis á-
rekstra — börnin hafa ekki viljað
hverfa frá sinni sunnudagsiðju og
tina saman kubbana. Við finnum
kubbana sem Gúlja faldi undir
baðkerinu og I stigvélum minum
frammi á gangi. Við þvoum okkur
um hendur og i framan, skömm-
um Gúlju sem sparkar frá sér og
hrópar:
— Gúlja vill vera skitug!
Loks komum við þeim I rúmið.
Við höfum enn tima. A ég að
lesa? Eða horfa á sjónvarp? Æ,
mikið rétt —spurningalistinn. Ég
sest með hann við borðið. Dima
gægist yfir öxl mina og kemur
með gagnrýnar spurningar. Ég
bið hann að trufla mig ekki, ég vil
ljúka þessu af sem fyrst, Allt bú-
ið. Nú ætla ég að taka bók og setj-
ast með fæturna uppi á sófa. Ég
gægist i bókaskápinn. A ég loks-
ir.s að ráðast á Sögu Forsyte-
anna? Dima gaf mér hana i tveim
bindum i fyrra. Nei, ég kemst vist
ekki yfir hana, hún er of stór til að
ég geti þvælst með hana á milli.
Ég fresta henni enn þar til i sum-
arfriinu og tek mér eitthvað létt-
ara, smásögur Sergeis Antonofs.
Friðsælt sunnudagskvöld. Eftir
tuttugu minútur eða svo spyr
Dima:
— Hvað með buxurnar minar?
Við komum okkur saman um að
ég pressi buxurnar og hann lesi
upphátt fyrir mig á meðan. Hann
vill ekki lesa Antonof en tekur siö-
asta heftið af „Visindi”. Við höf-
um enn ekki skoðaö það. Hann fer
að lesa grein eftir Ventsel um
rannsóknarferðir, en ég á erfitt
með að fylgjast með formúlum
sem lesnar eru upphátt. Dima fer
svo inn I stofu en ég er ein eftir
með buxurnar.
Ég er komin I rúmið. Dima
stillir vekjaraklukkuna og slekk-
ur ljósið. Þá man ég allt i einu
eftir lykkjunni i kjólbeltið. En ég
fer ekki á fætur hvað sem I húfi
væri, látum hana eiga sig.
Um miðja nótt vakna ég, ég veit
ekki hvers vegna. Eitthvað
veldur mér óróa. Ég fer á fætur,
varlega til að vekja ekki Dimu og
fer inn að lita á börnin. Kotja
hefur sparkað ofan af sér, Gúlja
hefur færst til og rekur fæturna út
um rimlana á rúminu. Ég hag-
ræði þeim, breiöi ofan á þau,
strýk þeim yfir hárið, athuga
hvort þau séu sveitt. Þau and-
varpa, umla og halda áfram að
sofa.
— Hvað er það sem vekur mér
óróa?
Ég veit það ekkú. Ég ligg á bak-
inu með opin augu. Ég ligg og
hlusta á kyrrðina. Hitaleiðslurnar
stynja, Klukka nágrannans tifar.
Dingullinn mælir timann hátt-
bundið og vekjaraklukkan bryður
þennan sama tima i agnir.
Enn ein vika er liðin, næstsfðasta vika ársins.