Þjóðviljinn - 06.12.1974, Page 8

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1974. Þorvaldur Þórarinsson, hrl.: LANDHELGI Þeir sem rýna dögum oftar i alþingistiðindi, stjórnartiðindi eða lagasöfn, rekast iðulega á mikla bálka er hefjast á kafl- anum: Orðaskýringar (sbr. orða- bækur). Dæmiaf handahófi: logn = vindleysa: vindar = loftmassi á hreyfingu: stormur = hvass vindur, rok: land = þurrlendi: helgi = friðhelgi, helgað eða frið- lýst svæði, það sem ekki má spilla, landhelgi. Sennilega þekkja flestir íslend- ingar orðið landhelgi, ekki síst i lögfræðilegum eða rikisréttar- legum skilningi, það er að segja þann hluta hafsins meðfram ströndum tslands sem telst vera hluti landsins og lýtur I einu og öllu islenskri lögsögu. Landhelgislinan umhverfis ísland er landamæralina þess gagnvart öðrum rikjum. Sjálft orðið landhelgi er ekki ýkja gamalt, en hugtakið er jafn- aldri tslandsbyggðar. Þessum yfirráðum fylgir að sjálfsögöu lofthelgi landsins. Frá fornu fari notuðu menn orðin fiskhelgi (rekamark) og almenn- ing hafs. A 19. og 20. öld þvinguðu Bretar Dani til að færa landhelgi tslands upp að þrem og fjórum sjómilum frá landi — inn á vikur og voga. Fjögurra sjómilna landhelgis- linan stendur ennþá óbreytt, hvað sem veldur. Fljótlega var farið að berjast gegn samningi Breta og Dana frá 1901 um 3ja sjómilna landhelgi. Þó gerðist ekki neitt raunhæft fyrr en sett voru landgrunnslögin 1948. En þá hófst undanhaldið um svipað leyti. Árin 1950 og 1952 var tekið upp eitthvert „friöunar- belti” innan fjögurra sjómílna með stuttum grunnlinum. Árið' 1958 kom þvinæst svo- kölluð 12 sjómilna fiskveiðaland- helgi meö miklu lengri grunn- linum og viðtækari yfirráðum. Gallinn var bara sá, að hvergi var minnst á landhelgi. Allt hafið utan 4 sjómilna var útlendingum frjálst til allra siglinga. Árið 1961 var svo gerður við Breta og V-Þjóðverja hinn óupp- segjanlegi samningur um 12 sjómilna fiskveiðilögsögu. Haag-- dómstóllinn taldi hann i fullu gildi, þrátt fyrir yfirlýsingu Islands um brottfall hans. Allar þjóðir nema Bretar og Vestur-Þjóðverjar virtu yfir- lýsingu Islands I oröi eða verki, þegar fiskveiðilögsagan var færð út i 50 sjómilur árið 1972. Þessar tvær þjóðir höfðu vopnuð gæsluskip hér viö land, en Bretar einir beittu þeim fiski- skipum sinum til verndar. Þá skarst NATO I leikinn — ekki Island. ólafur Jóhannesson, forsætis- og landhelgismálaráðherra, var fluttur til London haustið 1973, undir eftirliti Hans G. Andersen, fyrrv. sendiherra, og látinn skrifa þar undir ömurlegan uppgjafar- samning. Þetta voru ekki kölluð landráð, þvi að NATO lét næstum alla alþingismenn sina sam- þykkja Lundúnasamninginn, en Alþýðubandalagið hefur sýnilega treyst þvi að stjórnarsamstarfið stæði út kjörtimabilið, og að þá ynnist timi til að hrinda i fram- kvæmd mörgum aökallandi málum sem flokkurinn bar fyrir brjósti. Nú er komin ný rikisstjórn. Ólafur er ennþá landhelgismála- ráðherra. Matthias Bjarnason, sem greiddi atkvæði gegn NATO- samningi Ólafs Jóhannessonar, er orðinn sjávarútvegsráðherra. Einar Ágústsson og hann sendu nefnd manna til Bonn i haust, en hún kom að sjálfsögðu aftur með ennþá verri samning en Ólafur, þvi að nú vissi NATO hvað mátti bjóða okkur. Það fór að visu litils- háttar úr böndunum hjá þeim i bili. (Þórarinn i Timanum segir i dag, að deilan snúist um frysti- togara — ekki yfirráðarétt okkar — og að V-Þjóðverjar séu fúsir til samninga. Hann er formaður utanrikismálanefndar. Hann ætti að vita það.) En atvikin koma mönnum stundum i opna skjöldu — eins og veturinn Hitaveitu Reykjavlkur forðum. Það er færður til hafnar I Vest- mannaeyjum i fyrradag vestur- þýskur landhelgisbrjótur, meðal- stór skuttogari. Þá fór að vandast málið. Hefur Island lögsögu utan 12 sjómilna? Samkvæmt yfirlýstum kenn- ingum Hans G. Andersen, Geirs Hallgrimssonar, Gunnars Thor- oddsen, o.fl. ráðherra hefur Island það ekki. Þeir telja Island i hjarta sinu bundna af samn- ingnum frá 1961. Hans G. Ander- sen lýsti yfir þvi fagnandi ú full- veldisræðu fyrir fáum árum, að hin nýja engilsaxneska 12 milna regla væri alþjóðalög. Verjandi togaraskipstjórans sagði, að tsland ætti ekki lögsögu; atburðurinn hefði átt sér stað á alþjóðlegu hafsvæði; ekkert brot hefði verið framið. En hér kemur að alvöru málsins. Allt siðan árið 1948, hefur Island haft uppi meiri og minni viðleitni á alþjóðavettvangi til þess að vekja athygli á sérstöðu sinni. Ég minnist þess ekki, að talsmenn islenskra sjónarmiða hafi yfirleitt fengið að eiga þar fulltrúa, ef frá er talinn Lúðvik Jósepsson. Stefnan hefur verið mótuð og túlkuð af einhverskonar engilsax- neskum undanhaldspostulum á borðvið HansG. Andersen, fyrrv. sendiherra. Allar sendinefndir hafa aö jafnaði verið skipaðar beinum andstæðingum útfærslunnar eða undanhaldsmönnum. Eini maðurinn i utanrikisþjónustunni, sem hafði sérþekkingu á þessum málum, dr. Gunnar G. Schram, fékk þar tæplega nærri að koma, og hefur e.t.v. verið hrakinn úr embætti. Hann hefur nýlega ritað i timaritið Olfljót prýðilega yfir- litsgrein sem hann nefnir: Auðlindalögsaga strandrikis og þriðja hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Þar rekur dr. Gunnar i stuttu máli tillögur þeirra þjóða er helst koma við sögu. Ekki þarf að taka fram, að tillögur Islands frá 5. april 1973 eru með þeim loðnustu. Þær fjalla aðeins um „lögsögu strandrikis yfir auðlindum þeim sem i hafinu finnast utan iandhelgi.” En samkvæmt svörðum eiði Hans G. Andersen & Co. nær landhelgi aldrei lengra út en 12 sjómilur. Hans G. og Helmut Smidt hafa lika bréf Haagdómstólsins upp á það. En dr. Gunnar G. Schram er ekki að skrifa neina ádeilugrein. Hann er aðeins að skýra frá stað- reyndum. Eftir að hann hefur rakiö margar mikilverðustu tillög- urnar, segir hann orðrétt: „Miðaö við að hugmyndin um auðlindalögsögu strandrikisins nái samþykki á hafréttar- ráðstefnunni, er ljóst, að mikil- vægasta atriðiö I þvi efni fyrir riki sem Island er, hvert verður eðli réttinda strandrikisins innan hinnar nýju lögsögu. Ef öðrum rikjum yrði t.d. heimiluð viötæk fiskveiðiréttindi þar, er litill hagur hins nýja alþjóðasamnings fyrir rlki, sem byggir afkomu sina að verulegu leyti á fisk- veiöum. Meginatriði er þvi aö fá lögfest samningsákvæði, sem einungis heimila strandrikinu að veita öðrum rikum fiskveiði- réttindi innan lögsögunnar en skylda þau ekki til þessí’, bls. 120. Þetta þarf ekki að prenta með breyttu letri. Hver heilskyggn maður sér muninn á svo óljósri auðlindalögsögu strandrikis utan landhelgi og algerum yfirráðum þess. Ekki er tóm til að rekja öllu fleira úr þessari merku grein dr. Gunnars; þó held ég að niðurlags- orð hans séu ákaflega þörf og timabær ábending. Hann segir: „Varla þarf þó að efast um, að þegar til ráðstefnunnar kemur, og samningar hefjast fyrir alvöru um lögfestingu auðlindalögsögu- hugtaksins, munu koma fram ýmsar tillögur um viðurkenningu á sögulegum fiskveiðiréttindum rikja á þeim hafsvæðum, sem auðlindalögsagan mun þá ná til. Er ekki óliklegt, að höröustu átökin verði einmitt um það atriöi, hverja viðurkenningu skuli veita heföbundnum og sögulegum fiskveiöiréttindum annarra rikja innan auðlindalögsögunnar.Mun á verða sótt um skilyrðislausa viðurkenningu sögulegra réttinda af hálfu ýmissa rikja, og einnig um viðurkenningu ákveðins umþóttunartima erlendum fisk- veiöirikjum til handa innan auðlindasögunnar. Verða þessi lögsöguatriði tvimælalaust meðal þeirra mála, sem torveldast mun reynast að leysa á næstu fundum hafréttarráðstefnunnar,” bls. 124. Þetta svarar i raun réttri endanlega þeirri spurningu sem brennur á allra vörum: Er nauðsynlegt að ísland færi sjálfa landhelgina út i 200 sjómilur þegar I stað einhliða, til þess aö forðast ásókn þeirra sem telja sig eiga söguleg og hefð- bundin réttindi til veiða hér við land? Já. Að sjálfsögðu tel ég ekki koma til greina að ræða frekara við Vestur-Þjóðverja um neinskonar undanþágur innan núverandi 50 sjómllna lögsögn eftir það sem á undan er gengið. Allt leynisamningamakk er þvi óþarft. Og vel á minnst: Þarf ísland nokkurn sendiherra i Bonn? Getur ekki dr. Jósef Luns komiö fyrirskipunum sinum á framfæri milliliöalaust eins og siðast? Niðurstaðan er þessi: Allsherjarlögsaga innan 200 sjómllna landhelgislinu, þar með talin lofthelgi, er hið eina sem kemur til greina. Ákvörðun um þetta veröur að taka þegar á þessu ári. Reykjavik, 28. nóv. 1974. Þorvaldur Þórarinsson Sýning Sigrúnar Jónsdóttur í Norræna húsinu 65 BATIK- OG KIRKJUMUNIR Siöastliðinn sunnudag, sem var fyrsti sunnudagur i Aöventu, opn- aði Sigrún Jónsdóttir sýningu á batik-listmunum og kirkjumun- um I kjallara Norræna hússins. Alls eru þar sýndir sextiu og fimm munir og eru þeir flestir til sölu. Meðal verkanna má nefna stórt veggteppi, en efni þess er saga lands og þjóðar og var það gert af tilefni þjóðhátiðarársins, og steindan glugga, sem kom væntanlega á sýninguna I gær, en dregist hefur að ná þeim listmun heim þaöan sem hann hefur verið I varðveislu erlendis. Sigrún Jónsdóttir er sem kunn- ugt er brauðryðjandi i batikiist hérlendis og hefur numiö þessa listgrein f fjölda ára erlendis, einkum i Sviþjóð, en þar stundaði hún I fimm ár nám i textilkunst hjá Slöjdföreningen i Gautaborg. Auk þess fullnumaði hún sig I ýmsum þáttum listgreinarinnar i Frakklandi, Italiu og Sviss og lagði sérstaklega stund á lista- fræði I tveimur fyrstnefndu lönd- unum, en á vefnað i Sviss. Auk sýningarinnar i Norræna húsinu eru batik-Iistmunir eftir Sigrúnu á tveimur listsýningum, sem þessa dagana standa yfir er- lendis, og er önnur þeirra i Dan- mörku, en hin i Mónakó á vegum UNESCO. 1 sumar fékk Sigrún viðurkenningu fyrir batik-list- muni, sem sýndir voru á listasýn- ingu, sem haldin var i Holstebro i Danmörku af tilefni sjö alda af- mælis borgarinnar. I fyrra fékk Sigrún heiðursviðurkenningu fyrirbatik-muni, sem sýndir voru á sýningu UNESCO i Mónakó, en sú sýning fer fram árlega. Sýning Sigrúnar i Norræna hús- inu stendur yfir fram á sunnudag- inn 8. þ.m. og er opin kl. 2-10 dag- lega. Um áramót er hugsanlegt að sýningin verði sett upp i New York. Einn af þekktari listmunum Sigrúnar mun vera hátiðarhökull unninn fyrir Skálholtskirkju, en hún skýröi Þjóðviljanum svo frá að ekki hefði enn tekist að fá hann á sýninguna vegna erfiðleika i sambandi við flutning. 1 sam- bandi við batik yfirleitt lagði Sigrún áherslu á að nú orðiö kæmi ýmislegt á markaðinn sem kallað væri batik, þótt svo væri ekki i raun og veru. Aðalsmerki batiks væri að litirnir væru ekta og þyldu suðu. — Ég tel rétt að taka þetta fram, þvi að :ég lit á það sem skyldu mfna að standa vörð um heiður þessarar listgreinar hér á landi, sagði Sigrún Jóns- dóttir að lokum. dþ. Hér er Sigrún Jónsdóttir I hátfðarbúningi ársins 1974. Hún heldur á hökli saumuðum á handofið efni, sem er íslensk ull og silki. Hökullinn er i eigu Eskifjarðarkirkju.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.