Þjóðviljinn - 06.12.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.12.1974, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINiy Föstudagur 6. desember 1974. Loks komst Valur á blaö í 1. deildar- keppninni — Þetta var að vísu eng- in glans-sigur, en ég er að vona að sigurinn verði til þess að menn fái sjálfs- traustið aftur, en það var gersamlega horfið hjá mannskapnum eftir 3 tap- leiki í röð, sagði Gunn- steinn Skúlason fyrirliði bikarmeistara Vals eftir sigur liðsins yfir Gróttu 17:15 í fyrrakvöld. Já, það er rétt hjá Gunn- steini, það var enginn meistarabragur yfir Vals- liðinu í þessum leik og eng- inn glans yfir sigrinum. Rétta orðið er að Valur hafi marið sigur og þá fyrstog fremstvegna mik- illar leikreynslu leik- manna. Leikurinn í heild var slakur og mistök leik- manna beggja liðanna mörg, einkum þó Vals- manna sem langtímum saman sendu boltann útaf eða í hendur Gróttumönn- um. Það sem bjargaði Val var eins og áður segir leik- reynslan og það að vörnin er nú loks aftur að komast í sitt fyrra form, og við hana réðu Gróttumenn litið undir lokin þegar mest reið En það er frá gangi leiksins að segja, að Grótta hafði alltaf frumkvæðið i fyrri hálfleik, 2:1, 3:3, 4:2, 6:4 og i leikhléi 8:7. Vals- menn náðu að jafna 2:2 og 6:6. Snemma i siðari hálfleik kom- ust Valsmenn loks yfir, 9:8, og þegar 17 minútur voru liðnar af siðari hálfleik var staðan orðin 13:10 Val i vil. Þá var Ólafi H. Jónssyni visað af leikvelli, og á meðan minnkaði Grótta bilið nið- ur i 12:13. Síðan byrjaði ólafur á að skora 14. mark Vals er hann kom aftur inná, en þegar 22 min- útur voru liðnar hafði Grótta náð að jafna 14:14 og aftur 15:15 en tvö siðustu mörkin skoraði Valur og sigraði 17:15. Ólafur H. Jónsson bar af I Vals- liðinu, sá eini sem þorði að reyna eitthvað i sókninni. Jón bróðir hans kom einnig vel frá leiknum i siðari hálfleik, svo og þeir Stefán Gunnarsson og Gunnsteinn Skúlason i vörninni. Hjá Gróttu voru það þeir Magnús Sigurðsson, sem er að verða besti maður liðsins, Björn Pétursson og Atli Þór sem mest bar á, svo og hinn ágæti mark- vörður liðsins Guðmundur Ingi- mundarson, sem er að komast i hóp okkar bestu markvarða. Mörk Vals: Jón P. 4, Stefán 3, Ólafur 3, Bjarni 2, Jón K. 2, Agúst 2, og Steindór 1. Mörk Gróttu: Björn 5, Krist- mundur 2, Axel 2, Arni 2, Magnús 2, Atli 1 og Sigurður 1. —S.dór Bjarni Guðmundsson, hinn ungi iandsiiðsmaður úr Val Einar.) er þarna kominn I gegn og skorar. (Mynd á. Þótt Grótta hafi gert margt óvænt og laglegt i leikjum sinum það sem af er mótinu, vantar meiri festu og meiri hugsun hjá leikmönnum þegar þeir hafa náð afgerandi forskoti. En einmitt þá, þegar mest riður á, virðast leikmenn missa alla stjórn á sér og taka til við að skjóta i tima og ótima. Þaðer ekkert lið svo lélegt i deildinni að Gróttumenn geti leyft sér þetta og sist af öllu gegn jafn leikreyndu liði og Vals-liðinu, þótt i öldudal sé. Eins og áður segir er vörnin hjá Valsmönnum orðin góð, bæði i þessum leik og gegn Fram var varnarleikurinn frábær og mark- varslan ágæt. En höfuðverkurinn er sóknin. Þar stendur vart steinn yfir steini. Þó var sóknarleikur- inn gegn Gróttu sá skásti sem verið hefur hjá Val i mótinu, en mikið vantar uppá að hann sé i lagi, og þar verður mikil breyting að verða á ef Valur ætlar sér ein- hvern hlut i mótinu, en kannski er það orðið of seint fyrir liðið að láta sig dreyma um slikt, 6 töpuð stig i svona hörðu móti er senni- lega of mikið. Hroðaleg dómgæsla kom í veg fyrir sigur Ármanns Dómararnir tóku 5 mörk af Ármenningum, og FH sigraði 20:15 Maður hafði haldið, að ekkert gæti lengur komið manni á óvart f dómgæslu í handknattleik eftir að hafa sem fréttamaður fylgst með íslenskum handknatt- leik í nær 10 ár, en það er vfst áreiðanlegt að aldrei hef ur maður séð allt. Dóm- gæslan í leik Ármanns og FH í fyrrakvöld var ein- hver sú lélegasta, já hroða- legasta, sem maður hefur nokkru sinni séð, og er þá miklu við jafnað. Þeir Sigurður Hannesson og Gunnar Gunnarsson, yngstu dómararnir í 1. deild, misstu svo algerlega tök á leiknum að þar stóð ekki steinn yfir steini. Og að mestu leyti bitnuðu mis- tök þeirra á Ármenning- um. Það var eins og þeir væru hræddir við „stóru nöfnin" hjá FH og leyfðu þeim hvað sem var, en Ármenningarnir máttu Valur Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna I fyrrakvöld fór fram úrslita- leikurinn i Reykjavikurmóti kvenna i handknattleik, og léku Valur og Armann til úrslita. Leiknum lauk með sigri Vals 6:5, og hefur Valur þar meö endur- heimt titilinn sem félagiö missti til Fram i fyrra, en Valur hefur orðið Reykjavikurmeistari i mfl. kvenna 9 sinnum á siðustu 12 ár- um. Eins og markatölurnar gefa til kynna var leikurinn mjög jafn lengst af, og i leikhléi var staðan 2:2.1 siðari hálfleiknum náði Val- ur tveggja marka forskoti 6:4 og það var meira en Ármannsstúlk- urnar gátu unnið upp. Leiktiminn er styttri I Reykjavikurmótinu en i Islandsmótinu. Vals-liðið hefur nú endurheimt allar sinar bestu handknattleiks- konur og er þá um leið orðið okk- ar sterkasta lið, en Armanns-liðið sækir sifellt á, og það er aðeins timaspursmál hvenær það nær á toppinn. varla blaka hendi, þá var dæmt. En það Ijótasta var, að þeir dæmdu 5 mörk af Ármenningum og aukakast ístaðinn. Sem sagt FH-ing- arnir högnuðust á brotum sinum, og ef þetta er það sem koma skal, til hvers eru þá dómarar? Þar að auki má nefna að þri- vegis vörðu varnarmenn FH með fótunum og boltinn rétt datt inn i teiginn og markvörður greip bolt- ann, en viti menn, ekkert var dæmt. Ég er lika alveg viss um aö þeir Sigurður og Gunnar viður- kenna að hafa átt slakan leik, þvi svo gersamlega voru þeir orðnir ruglaður undir lokin að menn voru reknir út af fyrir smávægi- leg brot, sem koma kannski hundrað sinnum fyrir I leik og oft- ast er varla dæmt á. Það má kannski afsaka þá eitthvað með ungum aldri og reynsluleysi, en ef svo er þá eiga menn ekki aö taka að sér slikt verkefni sem dómgæsla 11. deild er; menn eiga þá að æfa sig enn um sinn i yngri flokkunum, þar sem leikir eru viðráðanlegri. Og verra getur vart komið fyrir dómara en að þeir ráði úrslitum leiks, en það gerðu þeir Siguröur og Gunnar svo sannarlega að þessu sinni. Frábær vörn og markvarsla auk varnarmistaka hjá FH (tóku tvo Ármeninga úr umferð til að byrja með) færði Ármenningum góða forystu i fyrri hálfleik. Ar- mann komst i 5:3, 6:3, 9:5, 10:6 og Frh. á bls. 15 Hneyksli í sovésku knatt- spyrnunni Mikið hneyskli hefur komið | upp I sovésku 2. deildar-knatt- . spyrnunni. Leikmenn eins af' 2. deildarliðunum hafa verið I með kröfur um auknar pen- ingagreiðslur en þeim kröfum hefur ekki verið ansað. Þá tóku leikmcnnirnir sig til og | lögðu áherslu á kröfur sinar með þvi móti að tapa næsta leik 0:9. Þá fyrst hrukku for- ráðamenn liðsins við og allt , var gert uppiskátt. ^

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.