Þjóðviljinn - 06.12.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Háhitasvæðin verði undir
yfirráðum hins opinbera
Frumvarp vinstri stjórnarinnar endur-
flutt nú af Magnúsi Kjartanssyni o.fl.
Rlkiö á allan rétt til umráöa og
hagnýtingar jaröhita á háhita-
svæöum og uppleystra efna og
gastegunda sem háhitavatni
og gufu fylgja, þó meö tak-
mörkunum. Til vinnslu jaröhita
meö borunum á háhitasvæöi
þarf leyfi alþingis. Þau sveit-
arfélög sem land eiga á há-
hitasvæöi viö gildistöku laganna
skulu hafa forgangsrétt til
vinnsluleyfis á þvi iandi. Nú æskir
sveitarfélag eöa samtök sveitar-
félaga eftir vinnsiuleyfi vegna
hitaveituframkvæmda á háhita-
svæöi I eigu rikisins og skai þá
rikinu heimilt aö veita siikt leyfi
án sérstaks leyfisgjalds. Rikiö
hefur rétt til aö láta rannsaka eöa
leyfa rannsókn á jaröhita meö
borun eöa á annan hátt hvar sem
er á landi hér. Skylt er aö tilkynna
Orkustofnun aiiar boranir eftir
jaröhita dýpri en 100 metra og
leita úrskuröar hennar um hvort
borstaöur er á háhitasvæöi eöa
ekki.
Þetta eru nokkur meginatriöin i
þeim breytingum á orkulögum
sem frumvarp þeirra Magnúsar
Kjartanssonar, Gunnars Sveins-
sonar (framsókn), Benedikts
Gröndals (krati) og Magnúsar T.
Ólafssonar (safrovim) felur i sér
aö geröar veröi.
Frumvarp þetta hefur veriö
flutt sem stjórnarfrumvarp á
undanförnum þingum, en ekki
hlotið fullnaðarafgreiöslu. Ekki
mun ætlunin að máliö veröi flutt á
vegum núverandi rikisstjórnar,
en flutningsmenn telja aö hér sé
um svo veigamikið vandamál aö
ræöa að óhjákvæmilegt sé aö Al-
þingi taki endanlega afstööu til
þess.
90% á háhitasvæðum
Meö jaröhitasvæöi er I frum-
varpinu átt viö uppstreymissvæöi
frá rennsliskerfi heits grunn-
vatns. Rannsóknir hafa sýnt, aö
slikum svæöum má skipta i tvo
flokka. Annars vegar eru lághita-
svæöi, sem oft einkennast af
vatnsmiklum laugum og sjóöandi
hverum og eru yfirleitt á láglendi.
Hins vegar eru háhitasvæöi, sem
einkennast af gufuaugum, leir-
hverum og ummynduöu bergi.
Viö boranir i fimm háhitasvæöi
hefur fundist yfir 200*C hiti á*
minna en 1000 m dýpi, og efna-
rannsóknir á öörum háhitasvæö-
um benda til, aö þar megi vænta
svipaös ástands. Viröist eölilegt
aö miöa skilgreiningu háhita-
svæöa viö þetta ástand.
Nýtanlegt varmaafl háhita-
svæöanna er taliö vera um 90 af
hundraöi alls varmaafls jaröhita-
svæöa landsins. Telja má liklegt,
aö háhitasvæöin veröi á næstu
áratugum nýtt fyrst og fremst til
stóriöju, raforkuvinnslu og hita-
veitu i þéttbýli. Slik nýting yrði
ekki á færi einstaklinga, heldur i
höndum rikis, sveitarfélaga eöa
stórra fyrirtækja.
Dreifing háhita- og lághita-
svæöa er nátengd jaröfræöi
landsins. Háhitasvæöin finnast
eingöngu i gosbeltum, sem liggja
yfir landiö frá SV—NA og eru
hluti af gos- og jarösprungubelti
Miö-Atlantshafshryggjarins, sem
liggur eftir Atlantshafinu endi-
löngu. Lághitasvæöin eru aftur á
móti i eldri bergmyndunum utan
gosbeltanna.
24 nafngreind svæði
Þekkt háhitasvæöi eru:
Reykjanes, Svartsengi, Krýsu-
vik, Brennisteinsfjöll, Hengill,
Geysir, Kerlingarfjöll, Hveravell-
ir, Torfajökull, Vonarskarö,
Grimsvötn, Kverkfjöll, Askja,
Fremrinámur, Námafjall,
Krafla, Þeistareykir.
Likleg svæöi eru (yfirborösein-
kenni i svigum): Prestahnúkur
(einungis laugar allt að 40*0,
Mýrdalsjökull .(undir jökli,
iblöndunar jaröhitavatns veröur
vart i ám). Tindafjallajökull (ein-
ungis laugar um 50*C), Blauta-
kvisl (kalkhrúöur útbreitt, en
enginn hiti á yfirboröinu), Naut-
hagi (einungis laugar allt aö
68*0, Kaldakvísl (einungis laug-
ar og hverir, minna en 100*0 og
Hrúthálsar (skellur og gipsútfell-
Magnús T. ólafsson
Benedikt Gröndal
Gunnar Sveinsson
ingar, en enginn hiti á yfirboröi).
Auk þess er liklegt, aö finnast
muni fleiri háhitasvæöi innan
gosbeltanna, sem mörkuö eru á
kortinu, þótt ekki hafi epn fundist
merki um þau á yfirborði. Jarö-
fræöilegar aðstæöur mæla hins
vegar sterklega gegn þvi, að há-
hitasvæöi finnist utan þessara
gosbelta.
Háhitasvæðin eru flest allhátt
yfir sjó og heitt djúpvatn þeirra
nær yfirleitt ekki til yfirborös. Af
heitu djúpvatninu stigur gufa og
gas og mynda á yfirborði gufu-
augu og leirhveri. Yfirborösvatn
getur hitnað af snertingu viö guf-
una og bergiö og myndaö minni
háttar hveri og laugar á háhita-
svæöunum og jöörum þeirra.
A tveimur þekktum háhita-
svæöum, Reykjanesi og Svarts-
engi, er djúpvatniö sjór, en ann-
ars staöar ósalt grunnvatn, sem
hitnaö hefur viö djúpa hringrás i
jöröu.
Vinnsla ekki á
færi einstaklinga
Hvert háhitasvæöi er sjálfstætt
rennsliskerfi, og getur vinnsla á
einum staö raskaö rennsli á öör-
um stööum I kerfinu. Af þessum
sökum er mikilvægt, aö vinnsla
jaröhita á hverju svæði sé i hönd-
um eins aöila.
Varmavinnsla úr háhitasvæöi
er mun erfiöari en vinnsla lág-
hita. Vegna gufuþrýstings og
mikils magns uppleystra efna i
háhitavatni krefst virkjun þess
vandaöri og viöameiri borholu-
búnaöar, flóknari tækjabúnaöar
og meiri tækniþekkingar.
Af þessum sökum m.a. er nýt-
ing varma á háhitasvæöum svo
vandasöm, aö einstaklingar hafa
ekki sóst eftir henni. Helst hefur
veriö um aö ræöa nýtingu vatns
viö jaöra svæöanna með svipuö-
um hætti og nýting lághitavatns.
A undanförnum árum hefur
veriö unniö nokkuð aö áætlunum
um nýtingu háhitasvæöa. Einn
þröskuldur i vegi slikra áætlana
hefur veriö óvissa um umráöarétt
á jaröhita, sem unninn er meö
borunum djúpt I jörðu. Tilgangur
þessara laga er að ákveöa skýrar
en veriö hefur eignarrétt sliks
jaröhita.
Þess vegna verði
háhitinn almannaeign
1 lagafrumvarpi þvl sem vinstri
stjórnin stóð aö á sinum tima en
Magnús Kjartansson flytur nú
ásamt þingmönnum úr öllum
flokkum nema Sjálfstæöisflokkn-
um er þvi greint skýrt á milli um-
ráöa- og hagnýtingarréttar á
jaröhita eftir þvi hvort hann er aö
finna á háhitasvæðum eöa lág-
hitasvæöum, svo sem nú skal
greina:
Allur jaröhiti á lághitasvæöum,
svo og hverir og annar náttúru-
legur jaröhiti á yfirborði háhita-
svæöa, er háður einstaklings-
eignarrétti landeiganda, en annar
jaröhiti á háhitasvæöum er I al-
mannaeign og i umráöum rikis-
ins. Þó skulu þeir, sem boraö hafa
eftir jarbhita á háhitasvæöum og
byrjaö vinnslu hans viö gildistöku
laganna, hafa þann rétt óskertan
áfram.
óehimilt er, að aðrir aöilar en
rikiö og þeir, sem leyfi rikisvalds-
ins fá, bori eftir jaröhita á háhita-
svæöum.
Ráöherra hefur heimild til aö
leyfa vinnslu jarðhita á háhita-
svæöum til minni háttar nota, svo
sem til þarfa ábúenda og annarra
sem búa i nágrenni háhitasvæöa,
en aö öðru leyti skal skipa hag-
nýtingu háhita framvegis meb.
löggjöf hverju sinni og er meö þvi
tryggt, að nýting þessara orku-
linda veröi sem hagkvæmust
fyrir þjóðina.
Eftirlitshlutverk
Orkustofnunar
Sveitarfélög, sem eignast hafa
land á háhitasvæöi viö gildistöku
laganna, skulu hafa forgangsrétt
til nýtingar háhitans á þvi landi i
fimm ár og vera undanþegin
gjaldi fyrir vinnsluna, ef þau
sækja um vinnsluleyfi á for-
gangsréttartimabilinu.
t samræmi við 2. gr. orkulag-
anna er Orkustofnun ætlaö það
hlutverk, aö ákveöa nánar mörk
háhitasvæöa og segja álit sitt á,
hvernig nýtingu háhitasvæöanna
veröur best hagab á hverjum
tima. Til aö auðvelda Orkustofn-
un eftirlit meö hagnýtingu jarö-
hitans en ákveðið aö skylt sé aö
tilkynna henni allar boranir eftir
jaröhita dýpri en 100 metra.
Þá eru og sett skýr ákvæöi um
heimild til eignarnáms á aöstööu
vegna borunar og vinnslu jarö-
hita á háhitasvæbum.
Ekki gengið eins langt
og hjá ólafi Jóh.
og dr. Bjarna
Meö lögum þessum eru eignar-
rétti einstaklinga sett tiltekin al-
menn takmörk án þess að bætur
komi fyrir, en heimild löggjafar-
valdsins til aö setja eignarréttin-
um almennar takmarkanir er
fyrir löngu viðurkennd af dóm-
stólum.
Svipaöar hugmyndir hafa kom-
iö fram á þingi áöur hjá aöilum
sem ekki veröa vændir um aö
gera litiö úr stjórnarskrárákvæö-
um um eignarréttinn.
Ariö 1956 kom fram lagafrum-
varp sem haföi veriö i undirbún-
ingi um 2ja ára skeib af þeim
Jakobi Gislasyni, Ólafi Jóhannes-
syni og Gunnari Böövarssyni um
jaröhita og jarðhitarannsóknir.
Þar var svohljóöandi ákvæöi:
„Rikiö á allan rétt til umráöa og
hagnýtingar jaröhita sem liggur
dýpra eöa sóttur er dýpra en 100
metra undir yfirborð jaröar”.
Frumvarpib dagaöi upp á þingi,
en athyglisvert er að ekki kom
fram nein athugasemd þess efnis
aö umrædd takmörkun eignar-
réttarins bryti i bága viö eignar-
réttargrein stjórnarskrárinnar.
Dr. Bjarni Benediktsson flutti á
alþingi 1945 frumvarp um viö-
auka við þágildandi lög um eign-
ar- og notkunarrétt jaröhita. Var
þar lagt til aö jaröboranir er ná
dýpra en 10 metra' megi ekki
framkvæma án leyfis ráöherra,
sem skyldi synja leyfis, ef hætta
kynni að vera á þvi, aö meö jarö-
borun væri spillt hagnýtingu jarö-
hita á eign annars manns, sem
þegar er hafin, eöa hagnýtingu
siðar meir, enda sé sú hagnýting
jaröhitans mun verðmeiri en sú
hagnýting sem stefnt er að meö
hinni fyrirhuguöu jarðborun.
Ekki var i frumvarpinu ákvæöi
um bætur i þvi tilviki að leyfis
væri synjað.
Ekki er i frumvarpi þessu
gengiö svo langt i almennri tak-
mörkun á eignarrétti á jaröhita
sem i frumvarpi dr. Bjarna Bene-
diktssonar eöa frumvarpinu frá
1956.
Umráð ríkisins
i öðrum löndum
1 löggjöf margra rikja, sem
veita eignarréttindum sömu
vernd og 67. gr. stjórnarskrárinn-
ar, eru ákvæði um eignar- og um-
ráöarétt rikisins á ýmsum verö-
mætum jarbefnum og i jaröhita-
löndum eins og Nýja-Sjálandi og
Italiu teljast landeigendur ekki
eigendur jaröhita, sem sækja
þarf I jörö niður. Er slikur jarö-
hiti i umráðum rikisins.
1 dönsku námulögunum nr. 181
frá 1950, Lov om efterforskning
og indvinding af rástoffer i
Kongeriget Danmarks under-
grund, segir i 1. gr., aö efni I
jörðu, sem ekki höföu verið nýtt
ab einkarétti fyrir áriö 1923, séu i
umráöum rikisins, sem getur
veitt einkaleyfi til rannsókna og
vinnslu þeirra. Hefur löggjöf
þessi ekki veriö talin brjóta i bága
við ákvæbi dönsku stjórnarskrár-
innar um friöhelgi eignarréttar-
ins.
Verðmætin urðu ekki til
fyrir atbeina manna
Nýting háhitaorkunnar telst
ekki til þeirra nota af landi, sem
heyra til venjulegrar hagnýtingar
á eignarrétti yfir fasteignum.
Verömæti hennar i jöröu hafa
ekki oröið til fyrir mannlega
starfsemi. Landeigendur almennt
hafa hvorki yfir aö ráöa þeirri
tæknilegu þekkingu ná tæknibún-
aði, sem þarf til viötækra rann-
sókna á háhitasvæöum, til borun-
ar og vinnslu jaröhitans.
■ Til rannsókna á hagnýtingar-
gildi hinna einstöku háhitasvæöa
þarf aö kosta miklu fé, en þar sem
niðurstöður slikra rannsókna
hljóta ávallt að vera óvissar, er
ekki við þvi að búast, aö einstakir
landeigendur hætti fé sinu til
slikra rannsókna. Fjárfesting i
tækjum til rannsókna og vinnslu
jaröhitans á háhitasvæðum hlýt-
ur og aö veröa einstökum land-
eigendum ofviða. Nýting jaröhita
á hverju einstöku háhitasvæöi
þarf aö lúta stjórn eins aöila, þar
sem skipulagslausar boranir á
sama svæði af hálfu fieiri aöila
mundu leiöa til óþarfrar sóunar
verðmæta og árekstra.
Af þessum ástæöum þykir rétt
að tryggja meö lögum þessum, að
jarðhiti á háhitasvæðunum veröi
nýttur á þjóðhagslega hagkvæm-
an hátt, án þess þó aö koma i veg
fyrir eölileg not landeiganda af
fasteignum sinum. Aö svo miklu
leyti sem landeigandi veröur
fyrir takmörkunum á eignarrétti
sinum á landi vegna borunar og
vinnslu jaröhita á háhitasvæði,
ber honum fullar bætur fyrir.
Auglýsingasíminn er
17500
VOÐVIUINN