Þjóðviljinn - 22.12.1974, Síða 4
4 StÐA - ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974.
DJQÐVHHNN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 llnur)
Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f.
ÞJÓÐVILJEVN
A þessu hausti hefur orðið vart við vax-
andi tilhneigingu til þess með stjórnar-
völdum að banna umræðu um ýmis mál,
og embættismenn þeir, sem handgengn-
astir eru stjórnarherrunum, hafa sent út
algerlega dæmalaus umburðarbréf til
undirmanna sinna þar sem þeim er vin-
samlegast sagt að þegja.
Til upprifjunar skulu hér nefnd nokkur
þeirra dæma sem gefa tilefni til ofan-
greindra fullyrðinga: Þegar Einar
Ágústsson gerði samninginn um dollarana
við bandarisk stjórnarvöld var sá samn-
ingur leyniplagg um margra vikna skeið.
Þegar sendinefnd rikisstjórnarinnar —
með samþykki Geir Hallgrimssonar,
Einars Ágústssonar og Matthiasar
Bjarnasonar — gerði samninga við vest-
ur-þjóðverja um landhelgismálið var
bannað að segja frá efnisatriðum samn-
ingsins opinberlega. Þegar umræður um
raforkumál hófust nú á haustdögum, sem
jafnan fyrr, sendi Valgarð Thoroddsen,
forstjóri Rafmagnsveitna rikisins, út um-
burðarbréf þar sem hann bannaði undir-
mönnum sinum að svara spurningum
fréttamanna um raforkumál. Mjög um
sama leyti var flutt á alþingi stjórnar-
frumvarp — sérstakt óskabarn ólafs
Jóhannessonar—um að loka rikisstofnun-
um algerlega fyrir upplýsingaleit fjöl-
miðla.
Nú siðustu dagana sást svo kórónan á
sköpunarverkinu; stjórnarflokkarnir
fluttu á alþingi frumvarp um að reka nú-
verandi útvarpsráð, til þess, að sögn
stjórnarherranna, að alþingi geti speglað
sig i útvarpsráði og til þess — það segja
stjórnarherrarnir ekki, en Morgunblaðið
kvað upp úr með — að beygja rikisútvarp-
ið undir pólitik stjórnarflokkanna.
Allt gerist þetta á sama tima og blaða-
kostur stjórnar og stjórnarandstöðu er ó-
jafnari en nokkru sinni fyrr. Daglega eru
prentaðar 2,4 miljónir blaðsiðna af stjórn-
aráróðri, sem kastað er inn á hvert ein-
asta heimili I landinu. Stjórnarandstöðu-
blöðin eru prentuð i samtals um 14.000 ein-
tökum á dag, en stjórnarblöðin i um 70
þúsund eintökum. Fyrir hvert eitt blað
stjórnarandstöðunnar eru gefin út 5 blöð
stjórnarinnar.
En ekki eru allir drættir I þessari mynd
dökkir. Almenningur hefur i vaxandi mæli
skilið nauðsyn þess að efla beri mótvægi
við skoðanavél afturhaldsaflanna. Þess
vegna hefur Þjóðviljinn bætt við sig á-
skrifendum jafnt og þétt næst liðin þrjú til
fjögur árin; sunnudagsblað Þjóðviljans
hefur fengið ákaflega góðar undirtektir,
og upplag blaðsins fikrar sig smám saman
upp eftir tiunda þúsundinu.
Þjóðviljinn knýr nú enn einu sinni á dyr
stuðningsmanna sinna og fer fram á fjár-
hagslegan stuðning. Barátta þúsunda al-
þýðufólks um áratugaskeið til þess að
koma út Þjóðviljanum hefur verið fórn-
frek barátta. Og sú barátta hefur verið
látlaus, og hún verður það. Sjaidan eða
aldrei er þó brýnna en einmitt nú að efla
Þjóðviljann. Það stafar ekki einasta af þvi
að afturhaldsöflin hafi sýnt meiri viðleitni
til skoðanakúgunar en oft áður, samanber
réttarofsóknir VL-manna. Það stafar sér-
staklega af því, að nú fara i hönd timar
harðnandi stéttabaráttu, látlausra stétta-
átaka, þar sem enginn árangur næst nema
menn sameinist um það að breyta sjálfri
grundvallargerð þjóðfélagsins. Þá þarf
fólk að hafa dagblað sem fylgir málefnum
þess eftir að myndarskap og festu. Það
mun Þjóðviljinn reyna að gera hér eftir
sem hingað til — en þeim mun meira
verður afl blaðsins sem stuðningur vel-
unnara þess verður eindregnari nú þessa
dagana þegar leitað er liðsinnis.
Þjóðviljinn heitir á alla stuðningsmenn
sina að bregðast vel við.
Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi:
MÁLEFNI ALDRAÐRA
—FYRIR KOSNINGAR,
EFTIR KOSNINGAR
Adda Bára Sigfúsdóttir hefur
flutt marga tillöguna i borgar-
stjórn um endurbætur á
málefnum aldraöra. Þrátt fyrir
daufar undirtektir hefur ihalds-
meirihlutinn iöulega oröiö aö láta
undan þrýstingi, og einkum er
þaö fyrir kosningar. Þá eru gefin
fögur loforö, sem vilja gleymast
þegar til kastanna kemur.
A borgarstjórnarfundi 19.
desember fluttu borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna tillögu um
aögeröir I málefnum aldraðra.
Adda Bára Sigfúsdóttir mælti
fyrir tillögunni, og fer ræöukafli
hér á eftir, sem lýsir ákaflega vel
vinnubrögöum Ihaldsins I
málefnum borgarinnar og I þessu
tilfelli I málefnum aldraöra.
Óleyst vandamál aldraðra
hrannast i sifellu upp i borginni
og blasa ljóslega við hverjum
þeim sem ekki kýs að loka aug-
unum, Jafnframt heldur það
áfram að vera staðreynd að
borgarstjórn lætur erfiðasta hluta
þessara vandamála lönd og leið.
Hún gerir ekkert til þess að
byggja upp heimili fyrir þá sem
ekki eru færir um að annast
éigið heimilishald án þess
að vera þó rúmliggjandi sjúk-
lingar og engin hjúkrunardeild
á vegum borgarinnar er til-
tæk til þess að sinna
sérstaklega gömlu fólki sem hef-
ur takmarkaða eða enga fóta-
vist. Þannig standa málin nú —og
þannig stóðu þau einnig fyrir ári
siðan þegar borgarstjórn sam-
þykkti tillögu sem hefði getað
valdið straumhvörfum, ef henni
hefði verið framfylgt. Það var
hins vegar ekki gert.
— Þeir öldruðu
voru sviknir
Ég efa ekki að tillögumaðurinn
sjálfur, Albert Guðmundsson
flutti tillögu sina um uppbyggingu
stofnana i þágu aldraðra og knúði
fram 85 miljón króna framlag i
fjárhagsáætlun þessa árs af þvi
að hann vildi aðgerðir i málinu,
en af langri reynslu er ég jafn
sannfærð um að hinir hagvanari
borgarfulltrúar sjálfstæðismanna
sáu fyrst og fremst hvað það gat
farið ljómandi vel i ræðu að geta
þess að héðan I frá ætlaði borgin
að verja 7,5% af útsvörunum til
stofnana i þágu aldraðra, þar til
þvi marki væri náð að enginn
þyrfti að kvlða þvi að verða
athvarfslaus i ellinni. Svo glæsi-
legt er þetta fyrirheit að þrátt
fyrir þá skammarlegu staðreynd
að hinir öldruðu voru sviknir um
mestan hluta hinna 7.5% I ár
(Þeir fengu innan við 2%). finnur
Morgunblaðið ekki heppilegri titil
á framsöguræðu borgarstjóra
með fjárhagsáætlun komandi árs
en einmitt þetta: „Stofnanir i
þágu aldraðra fá 7,5% af útsvör-
unum”. Og auðvitað tekur þessi
fyrirsögn yfir þvera siðu á mynd-
arlegu letri.
Saga um hús
En hvað gerðist þá i málefnum
aldraðra á árinu 1974 eftir að
samþykkt var að verja i þeirra
þágu 85 miljónum auk þeirra 52
miljóna sem byggja átti fyrir 74
ibúðir við Furugerði?
Ég byrja á sögunni um húsið i
Furugerði þvi að hún er ekki löng.
Sjálfstæðismenn eru stundum
með ólikindum ófyrirleitnir við
samningu afrekaskráa sinna.
Þannig báru borgarráðsmenn
þeirra fram langa . tillögu um
húsnæðismál i borgarráði 30. nóv.
1973. Tillagan hófst á skrá um allt
það sem borgarstjórn væri að
gera i húsnæðismálum — en þær
framkvæmdir eru mislangt á veg
komnar stóð þar. Orðrétt var einn
liðurinn þannig. „Nú um ára-
mótin verður hafist handa um
byggingu 74 ibúða fyrir aldraða
við Furugerði, en hönnun þeirra
er á lokastigi”. Ég skal játa að ég
trúði þvi langt fram eftir vetri að
þetta væri satt, en staðreyndin er
að enn þann dag i dag hefur ekki
verið hafist handa um þessa
byggingu. Það hefur ekkert
annað gerst en að ákveðið virðist
vera að væntanlegt hús skuli
teljast til Stóragerðis en ekki
Furugerðis, og framlagið I fram-
kvæmdaáætlun fyrir 1975 á að
vera 50 miljónir, en I áætluninni
fyrir 1974 voru miljónirnar 52.
— Fyrir kosningar
Um stóra málið sjálft, nýtingu
7,5% útsvaranna er sagan ofur-
litið lengri. Það var sett nefnd i
málið og hún vann kappsamlega,
enda brýnt að hún lyki störfum
fyrir kosningar. Nefndin taldi sig
eiga að glima við þrenns konar
verkefni:
1) Byggingu ibúða fyrir aldraða
2) Byggingu vistheimila
3) Byggingu hjúkrunarheimila
Niðurstaðan varð sú að á næstu
10 árum þyrfti að byggja 350
ibúðir fyrir aldraða og ný vist- og
hjúkrunarheimili fyrir samtals
500 manns. Þá gerði nefndin
einnig ákveðnar tillögur um,
hvernig þeim 85 miljónum sem
voru á fjárhagsáætlun skyldi
varið. Tillögur nefndarinnar voru
samþykktar I borgarstjórn 16.
mai — og það mátti ekki tæpara
standa þvi að borgarstjórnar-
kosningar voru 26. mai. Þessa 10
daga var áætluninni miklu óspart
hampað — en siðan var kosninga-
vorið liðið, og endurnýjað-
ur ihaldsmeirihluti virðist ekki
hafa rekist á fundargerð borgar-
stjórnar frá 16. mai.
— Illur gnunur
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
1975 hefur hins vegar verið
munaðeftir samþykktinni frá þvi
i desember i fyrra um 7,5% og i
frumvarpinu stendur myndarleg
tala eða 163 miljónir auk þeirra 50
sem eiga að fara i Stóragerðis-
ibúðirnar. Reynslan af þvi
hvernig fór fyrir tölunum i
siðustu fjárhagsáætlun læðir þó
að mér þeim illa grun að ætlunin
sé að nota sem allra minnst af
þessu fé og láta gamla fólkið
bjargast einhvern veginn hér
eftir sem hingað til.
Það er vegna þessarar hættu
sem við borgarfulltrúar þriggja
flokka flytjum ályktunartillögu
við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
um eftirfarandi aðgerðir:
1) Þær 74 ibúðir, sem hefja átti
byggingu á um áramótin 1973-
1974, samanber samþykkt
borgarstjórnar 20. desember
1973, verði boðnar út eigi siðar en
i lok janúar 1975.
2) Gerðar verði ráðstafanir til
að tryggja nýja hjúkrunaraðstöðu
fyrir minnst 40 sjúklinga, fyrir
lok ársins 1975.
3) Heilbrigðisráði og félags-
málaráði verði falin umsjón með
framkvæmd áætlunarinnar frá
16. mai s.l.
Þetta er viðleitni okkar til þess
að torvelda meirihlutanum að
hlaupast frá öllum fram-
kvæmdum árið 1975 eins og gert
var árið 1974.