Þjóðviljinn - 22.12.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Side 5
Sverrir Kristjánsson Sunnudagur 22. desember'l974. ÞÍJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ævisaga Skúla Thoroddsen Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen — siðara bindi. Reykjavik, Heimskringla 1974. Með hinu siðara bindi ævisögu Skúla Thoroddsens hefur Jón Guðnason sagnfræðingur og lekt- or skilað riflega eitt þúsund blað- siðna verki og lokið lifsögu manns, sem hefur ekki aðeins legið óbættur hjá garði eins og svo margir aðrir i sögu okkar, heldur hefur orðið undarlega hljótt um hann i vitund þjóðarinnar allt frá þvi hann andaðist 1915 til þessa dags og var hann þó án alls vafa gustmestur allra islenskra stjórnmálamanna frá miðjum nl- unda áratug siðustu aldar til dauðadags. í afburðasnjöllum lokakafla ævisögunnar getur Jón Guðnason þessarar gleymsku söguþjóðarinnar með réttmætum þykkjuþunga: „Hjá siðmenntuðum þjóðum tiðkast að halda á lofti minningu þeirra manna, sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði, og er það gert með ýmsum hætti. Þeim eru ristir minnisvarðar, mann- virki eru látin bera nöfn þeirra, afrekssaga þeirra er færð I letur, mynd þeirra er sleginn á málm- peninga eða greypt á bankaseðla og frimerki og þannig fram eftir götunum... Hann efldi isfirðinga til margra góðra verka og gaf þeim rödd, sem heyrðist um allt land. Málefnum kvenna var hann drýgri liðsmaður en nokkur ann- ar karlmaður. Hann minnti á hlutskipti verkamanna og ann- arra öreiga, er þeir voru skoðaðir sem kolbitar i islensku þjóðfélagi. Hann fylkti bændum undir merki kaupfélagsskapar heima i héraði, þar sem selstöðuverslun var einna öflugust á landinu. Siðan þetta gerðist hafa isfirðingar, kvennasamtök, verkalýðshreyf- ing og samvinnuhreyfing komið Skúli Thoroddsen þokkalega undir sig fótunum, en ekki hefur þeim enn enst timi til að minnast Skúla með neinum eftirtektarverðum hætti, og sama sagan er á öðrum bæ sem er enn rikmannlegri”. Það mátti þegar glögglega Hjúkrunar- félag Islands Jólatrésskemmtun félagsins verður haldin i Otgarði, Glæsi- bæ, 27. desember kl. 15 (ekki 27. janúar eins og misritaðist i fyrri auglýsingu). Miðar seldir á skrifstofu félags- ins og við innganginn. NEFNDIN r r JOLATRES- FAGNAÐUR Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Stýrimannafélag íslands halda sameigin- legan jólatrésfagnað i Glæsibæ sunnudag- inn 29. desember kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar fást á eftirtöldum stöðum: Guðjóni Péturssyni, Þykkvabæ 1, Simi: 85034 — 84534 Guðmundi Konráðssyni, Grýtubakka 4, Simi: 71809 Þorvaldi Árnasyni, Kaplaskjólsvegi 45, Simi: 18217 Ólafi ólafssyni, Miðbraut 24, Slmi: 10477 og skrifstofum félaganna. Vinasamlegast pantið aðgöngumiða tím- anlega. Auglýsingasíminn er 17500 PIOÐVIUINN greina af fyrra bindi ævisögunn- ar, að Jón Guðnason kunni auð- veldlega þá list að greiða úr flóknu efni og er þar skemmst að minnást frásagnar hans af Skúla- málinu fræga, og hefur þó sann- arlega ekki allt verið neinn skemmtilestur að kanna heimild- ir þess málavafsturs. Sjálft var málið I öllum greinum og blæ- brigðum einhver sá aumasti titlingaskitur og smásmugl sem um getur i Islenskri dómsmála- sögu, en það er ljósasta dæmið um islenska lágkúru, að einmitt fyrir þá sök hve lágt var risið á málsrannsókn og málsmeðferð, skyldi Skúlamálið verða blátt á- fram stórmál islenskrar sögu á siðasta áratug 19. aldar. Og þvi varð Jón Guðnason að gera þvi svo full skil i ævisögunni og hann gerði það með miklum ágætum. Fyrra bindinu lauk með sigri Skúla Thoroddsens. 1 siðara bind- inu vikkar sviðið allt, allt verður stærra i sniðum. Nú seitla ekki lengur fram lækjaseyrur sem enda i stöðnuðum og mórauðum pollum réttarrannsókna Skúla- málsins. Nú flæðir loksins fram saga Islands til hafs og Skúli Thoroddsen stigur fram sem hinn viðsýni og margvisi stjórnmálamaður, er lætur sig skipta öll lifsvandamál lands og þjóðar, fitjar upp á málefnum, sem samtiðarmönnum hans fund- ust ýmist hlægileg eða fáránleg, en þýkja nú svo sjálfsögð, að við getum ekki hugsað okkur islenskt nútimaþjóðfélag án þess að þau væru leyst. Langsýnn og við- faðma er Skúli Thoroddsen sá stjórnmálamaður islenskur sem lætur ekki baslið samtiðar sinnar beygja sig, koðnar ekki niður i pólitisku nostri liðandi stundar, en horfir jafnan fram á veginn, dreymir stóra drauma og sér miklar sýnir i framtið Islands og þess fólks, sem það byggir. Það er sannarlega furðulegt hve fljótt hefur fölnað minning þessa manns og hve annarlegar pólit- iskar goðsögur hafa getað mynd- ast um hina pólitisku baráttu og framvindu þessa timabils og lagst yfir það eins og sveppagróö- ur á mykjuhaug. Það var sannar- lega kominn timi til að hæfileika- mikill sagnfræðingur skipaði at- vikum og viðburðum i rétta rás þróunarinnar svo sem Jón Guðnason hefur gert i þessu mikla og merkilega sagnfræðiriti. Það er á marga lund vanda- samt verk og erfitt að skrifa sögu þessa timabils, sem ævi Skúla Thoroddsens tekur til. Höfuðmál þessara ára, stjórnfrelsismálið, þróaðist i æriö flóknum lögfræði- legum formum, nálgaðist stund- um háspekilega guðfræði. Flokkaskiptingin var reikul i rás- inni, flokkarnir lausir i reipunum og einstaklingarnir sem gengu til hins pólitiska leiks kunnu litt til stjórnmálaaga, skoðanaskipti þeirra eða stefnubreytingar virt- ust oft svo persónubundnar og til viljunarkenndar að erfitt er að átta sig á þeim eða greina stefnu i straumi stjórnmálanna að baki metingi, persónulegu naggi og af- brýði. Þetta stafar framar öðru af gerð hins islenska þjóðfélags á þessu timabili: þroskaleysi stétt- anna i bændaþjóðfélagi sem var i sama mund nýlenda háð erlendu riki svo vel efnahagslega sem stjórnmálalega. En þetta þjóðfé- lag var smám saman að leysast i sundur. Þvi fór auðvitað fjarri að þetta islenska bændaþjóðfélag hafi verið án stétta: hjú, lausa- menn og þurrabúðarfólk voru hin •fjölmenna og réttindalausa al- þýða lsl„ stöpullinn er búandi bændastétt hvildi á, embættis- menn og kaupmenn. En þessi lág- stétt var án vitundar um sjálfa sig og sinn vitjunartima. Hana skorti það sem við köllum nú stéttvisi. Skúli Thoroddsen varð fyrstur islenskra stjórnmála- manna er gerðist fulltrúi þessa fólks — tribunus plebis, alþýöu- foringi I orðsins klassisku merk- ingu. Hann var ekki aöeins venju- legur stjórnmálamaður heldur einnig pólitiskur hugsuður. Hann skildi allra manna best sinna samtiðarmanna gerð og alla skip- an hins islenska þjóðfélags, en fræðilegur skilningur hans var laugaður mannúð og réttlætis- kennd. Hann varð fyrstur is- lenskra stjórnmálamanna til að tengja þjóðfrelsi og stjórnfrelsi baráttunni fyrir félagslegum mannréttindum hinna réttlausu lágstétta og allt fram á andláts- stund hopaði hann aldrei né hik- aði á þeim hólmgönguvelli er hann hafði ungur haslað sér. Jón Guðnason hefur skráð alla þessa sögu með miklum ágætum. Hann hefur kannað sögu tima- bilsins af skarpskyggni og elju, i rannsókn sinni horfir hann til allra átta, tekur mið af erlendum áhrifum og innlendum aðstæðum, vegur og metur hina ýmsu þætti i sögulegri framvindu timabilsins. Honum tekst ekki siður að beina sálfræðilegu kastljósi á dramatis personae, sem taka þátt i þessu sjónarspili sögu okkar, öll frá- sögnin gædd kaldri hófstillingu. Málið á bókinni er jafn látlaust og það er vandað. Það er mikill fengur Islenskri sagnfræði að þessari bók. Sverrir Kristjánsson UMBOÐSMENN HAPPDRÆ TTIS ÞJÓÐ VILJANS Reykjanes: Kópavogur: Alþýðubandalagið form. Asgeir Svanbergsson 43357 Hafnarfjörður: Alþýðubandalagið form. Erna Guðmundsdótt- ir 51429 Garðahreppur: Hilmar Ingólfsson 43809 Mosfellssveit: Runólfur Jónsson 66365 Garöi Geröar: Sigurður Hallmannsson 927042 Keflavlk, Grindavik, Sandgerði, Njarðvik: Alþýðubandalagið form. Karl Sigurbergsson 922180 Vesturland: Akranes:Alþýðubandalagiðform. Sigrún Gunnlaugsd. 931656 Borgarnes og Borgarf j.:Halldór Brynjólfsson 937355 Hellissandur:Skúli Alexandersson 936619 Ólafsvik: Kristján Helgason 936198 Grundarfjörður:Matthildur Guðmundsdóttir 938715 Stykkishólmur: Birna Pétursdóttir 932175 Dalasýsla Búðardalur :Kristján Sigurðsson 952174 Vestfirðir: tsafjörður: Þuriður Pétursdóttir 943057 Hólmavik, Strandir: Sveinn Kristinsson Klúkuskóla Dýrafjörður: Guðm. Friðgeir Magnússon Þingeyri Súgandaf jörður: GIsli Guðmundsson 946118 Barðastr.sýslur: Unnar Þór Böðvarsson Tungumúla Flateyri: Guðvarður Kjartansson Norðurland vestra: Skagaströnd: Kristinn Jóhannsson 954668 BIönduós:Helga Þórðardóttir 954363 Hvammstangi: Ragnar Agústsson, Laugabakka Sauðárkr. Skagafjörður:Haukur Brynjólfsson 955376 Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnarson 9671271 Norðurland eystra: Akureyri:Skrifstofa Alþýðubandalagsins 9621875 Dalvik:ÓttarProppé 9661471 ólafsf jörður: Sæmundur Ólafsson 962267 Húsavik:Snær Karlsson 9641397 Þingey jarsýslur: Þorgrimur Starri, Garði N-Þingeyjarsýsla:Angantýr Einarsson, Raufarhöfn 9651125 Austurland: Höfn, Hornafirði:Benedikt Þorsteinsson 978243 Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson Breiðdalsvik: Guðjón Sveinsson Fáskrúðsfjörður: Baldur Björnsson Eskif jörður: Alfreð Guðnason 976216 Reyöarfjörður: Björn Jónsson Seyðisf jörður: Guðmundur Sigurösson 972197 Vopnafjörður: Gisli Jónsson Borgarfj. eystri, Hérað, Egilsstaðir: Guðrún Aöalsteinsdóttir Neskaupstaöur-.Bjarni Þórðarson 977178 Suðurland Eyrarbakki, Stokkseyri: Frimann Sigurösson 993215 Hveragerði: Sigmundur Guðmundsson 994259 Árnessýsla: Guðm. Kristjánsson 991318 Selfoss:IðunnGislad. 991689 Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason 993745 Iiella, Hvolsvöllur, Rangárvallasýsla: Guðrún Haraldsdóttir Vfk i Mýrdal, Skaftafellssýsla: Magnús Þórðarson 997129 Vestmannaeyjar: Jón Traustason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.