Þjóðviljinn - 22.12.1974, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974.
RÁÐSTEFNA UM VERKALÝÐSBÓKMENNTIR:
Erlingur Viggósson,
skipasmiður, og Vésteinn
Lúðvíksson, rithöfundur,
voru fulltrúar Islands á
ráðstefnu um verkalýðs-
bókmenntir, sem haldin
var í Noregi síðast í
nóvember.
„Það var fræðslustofnun
alþýðusambandsins i Noregi, sem
hélt ráðstefnuna og bauð til
hennar fulltrúum alþýðusam-
bandanna á hinum Norður-
löndunum. Ráðstefnan var haldin
i Osló og stóð i viku”, sagði
Erlingur Viggósson i samtali við
Þjóðviljann, en við báðum Erling
að segja frá ráðstefnunni.
„Fundir voru daglega. Eitt
kvöld hlustuðum við á tvo norska
rithöfunda lesa úr verkum sinum
annað kvöld fórum við i leikhús,
en á daginn var unnið I vinnu-
hópum, sem siðan gerðu grein
fyrir niðurstöðum sinum.
Umræðuefnin voru margvisleg,
tam. um „Fagurbókmenntir i
námshópunum”, „Miðlun bók-
menntanna”, „Vilja verkamenn
lesa um eigin vandamál”, „Hvað
geta verkalýðsfélögin gert?”.
Á ráðstefnunni voru blaða-
menn, gagnrýnendur, skrifstofu-
menn og rithöfundar, en ég var
hinsvegar eini puðarinn þarna.
Þetta var hreint út sagt krataráð-
stefna — og það var ósköp eðli-
legt, þar sem kratar ráða öllu
innan alþýöusambanda hinna
Norðurlandanna.
Heims um
ból...
Edda óskarsdóttir hefur
teiknað jólamyndina á forsið-
unni, sem hún kallar „Heims
um ból....” Edda, sem stund-
um hefur teiknað áður fyrir
Þjóðviljann og Alþýöubanda-
lagið, stundaði myndlistar-
nám i Myndlistarskólanum
við Freyjugötu og siðan
Myndlista- og hándföaskól-
anum auk náms við listaskóla
i Englandi um tima. Edda
hefur bæði fengist við vefnað
og keramikgerð, en aðallega
starfað sem myndlistarkenn-
ari og er nú með tilrauna-
kennslu i myndið.
HVAÐ
VILJA
MENN
LESA?
Alþýðusambönd hinna Norður-
landanna hafa rithöfunda á sinum
snærum, reka bókaútgáfur,og það
er ljóst, að kratarnir vilja ekkert
hafa með mjög róttæka höfunda.
Róttækirrithöfundar fá ekki gefið
út eftir sig hjá þessum verka-
lýðssambanda-forlögum.
Eitt af þvi sem við ræddum um,
var sú spurning, hvernig rit-
höfundur sé fær um að skrifa um
lif verkamanna, þegar hann
sjálfur hefur varla komið út af
háskólalóðinni, hefur aðeins lesið
nokkuð um vinstripólitik. Það
kom fram þarna, að hér áður, á
árunum fyrir strið, voru fleiri rit-
höfundar og blaðamenn virkir i
hreyfingu verkalýðsins. Nú er
áberandi tengslaleysi milli
fólksins og forystunnar, og
fólksins og rithöfunda.
Þrátt fyrir þetta, þá voru krat-
arnir þarna mjög undrandi,
þegar þeir fréttu að ASl hérna
stjórna menn úr öllum flokkum.
Málgagn ASÍ „Vinnan”, ber þess
merki. Margt bendir til þess, að
Norðurlandakratarnir séu jafnvel
virkari, en samsuðan hér.
Bókmenntir sem
koma mönnum viö
Hverjir lesa verkalýðsbók-
menntir?
„Nú kom það fram þarna, það
var daninn sem ræddi um það, að
millistéttarfólk vildi ekki lesa
róttækar bækur. Einhver annar
benti á, að fólk, sem er pólitiskt
upplýst, fólk, sem vill kynna sér
og skipta sér af pólitik, það hefði
yfirleitt áhuga á þeim bókmennt-
um sem fjalla um lif fólks.
Nú — varðandi tengslaleysi rit-
höfunda og fólksins, þá var tals-
vert um það rætt, að nauðsyn
bæri til að rithöfundar, blaða-
menn og forystumenn fræðslu-
stofnana kæmu á vinnustaði og
ræddu við menn. Kannski eru
þarna Ijón á veginum. Það er t.d.
algengt að verkamenn lita þessa
utanaðkomandi aðila hornauga,
lita á þá sem flibbamenni, en
þessu verður að breyta. Það
verður að rjúfa sambandsleysi
þeirra sem vinna að fræðslu- og
bókmenntastarfi og þeirra sem
eru á vinnustöðunum.
Mér dettur i hug I þessu sam-
bandi, að einhver var um daginn
að skrifa i Þjóðviljann um
málefni Listasafns Alþýðusam-
bandsins hérna. Greinarhöfund-
Erlingur Viggósson: — Þessi
ráðstefna um verkalýðsbók-
menntir var fróðieg, og ég er
feginn að það norska ASÍ skyidi
boða til hennar.
urinn sagði að ótækt væri að hafa
safnið opið um miðjan daginn
þegar menn væru að vinna.
Safnið ætti að vera opið á kvöldin
eftir almennan vinnutima. Að
öðrum kosti yrði safnið bara
sunnudagasafn. Ég verð nú að
segja það, að ég fer ekki á lista-
safn, nema þá á frídegi, á sunnu-
degi. Ég vil ekki, og ég hef ekki
þrek til, að fara á safn að skoða
myndlist, nema afþreyttur, vel
upplagður. Ég vil helst ekki fara i
leikhús nema á sunnudagskvöldi.
Gömlu rithöfundarnir
meira lesnir
Lágu einhverjar upplýsingar
fyrir ráðstefnunni, t.d. um það,
hvort róttækir rithöfundar væru
lesnir?
„Það var samdóma álit allra
þarna, að rithöfundarnir sem
skrifuðu fyrir strið, væru meira
lesnir en þeir sem nú skrifa. Og
þá komum við aftur að þessu með
sambandsleysið:
Það er kannski innlegg i barátt-
una gegn sambandsleysinu, að
það var samþykkt þarna, að
nauðsynlegt væri að koma á fót
stöð sem þýddi bókmenntir fyrir
alþýbuhreyfinguna — jafnframt
samþykkt að upplýsingu verka-
fólks yrði að auka. Og að siðustu
vil ég geta mins afreks þarna
meðal norrænna krata: Ég fékk
þvi framgengt að hreyfingin á
Norðurlöndum mun koma sér upp
sameiginlegri söngbók. Söng-
urinn sameinar menn og opnar.
Þegar menn hafa blásið hressi-
lega út i söng, þá fást þeir frekar
til að ræða málin opinskátt á
fundum”. —GG
Fjölskrúðugur hópurá Mokka
Það er fjölskrúðugur hópur-
inn á Mokka þessa dagana, þvi
við fastagestahópinn hafa nú
bæst prestar og betlarar,
matrónur og gleðikonur, blað-
sölustrákar, sótarar og fleiri
persónur — I strengjum að vlsu
og hangandi i loftinu.
Það er ung kona, Anna Sverr-
isdóttir, sem heldur sýningu á
brúðunum sinum, en hún hefur
fengist við þessa brúðugerð I
hálft annað ár. Upphaflega áttu
þær ekki ab hanga i strengjum,
heldur standa til skrauts, en
ýmsir annmarkar reyndust á
þvi og þess vegna valdi Anna
þessa lausn. En hún tekur fram,
að ekki megi rugla þeim saman
við strengjaleikbrúöur, sem eru
mun flóknari að gerð og miklu
meiri vinna, segir hún og það
kemur fram i viðtalinu, að hug-
ur hennar stendur einmitt til
náms i leikbrúðugerð og brúðu-
leikhúsi.
Anna er dóttir Sverris Har-
aldssonar listmálara og Sigrún-
ar Gunnlaugsdóttur teiknikenn-
ara og segist vera alin upp við
allskyns föndur og alltaf hafa
langað til að búa til dúkkur. Og
nú hefur hún látið það eftir sér
fullorðin, meðfram húsmóður-
Anna Sverrisdóttir sýnir á Mokka
störfúnum, og tekið fyrirmynd-
irnar ýmist úr daglega lifinu
eða sögum eða þá þær hafa
hoppað beint úr hennar eigin
hugarheimi.
—vh