Þjóðviljinn - 22.12.1974, Side 16

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. desember 1974. Katrín Guðjónsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög TÖKUM LAGIÐ! Af þvi aö jólin eru nú svo nálægt og allir væntanlega komnir I jóla- skap valdi Katrin að þessu sinni velþekktan Islenskan jólabrag, sem þið getið þá glatt yngri syst- kinin með að spila fyrir þau og syngja með þeim. En þótt lagið sjálft sé einfalt munið þið sjá, að þaö er svoíítiö erfitt að spila undir vegna þess hve hraðar skipting- arnar eru á gitargripunum, svo þaö er kannski betra að æfa sig dálitiö fyrir jólin. Svo þökkum við bréf og upp- hringingar sem þátturinn hefur fengiðog reynum að uppfylla eitt- hvað af óskunum. UPPÁSTÓL d A7 Jólasveinar ganga um gólf d C F með gylltan staf í hendi A7 Móðir þeirra sópar gólf d g A7 d og flengir þá með vendi. Upp á stól, C7 F stendur min kanna A7 niu nóttum fyrir jól, d g A7 d þá kem ég til manna.:,: C-hljómur. cí) 0 k F-hlj ómur d-hljómur. g-hljómur. n C'-hljómur. <2 w 7 A -hljómur. d X xo rT Bíla- _ eigendur SNJÓNEGLUM. Látið okkur negla upp gömlu hjólbarðana yðar. HJÁ OKKUR ER HJÓLBARÐAURVALIÐ. Gúmmivinnustofan h.f. SKIPHOLTI 35. Simi 31055 Trú á umskiptinga Sú trú, að ýmsum hulduver- um sé gjarnt að ræna nýfæddum börnum eða skipta um þau, er þekkt um alla Evrópu. Sam- kvæmt trúnni eru umskiptingar ævinlega ljótir ásýndum, oft höfuðstórir með litil augu, gráð- ugir en hætta snemma að vaxa, læra jafnvel aldrei að gánga. Oft kemur fram að umskipting- ur sé afbrigðilegur eða van- skapaður likamlega, og hitt er eins algeingt að hann sé hálfviti. Af þessum einkennum má ef til vill nokkuð geta sér til um hvaö legið hefur að baki hinum ýmsu sögnum um umskiptinga, og kannski ekki allt sem fegurst. Einhversstaðar las ég að læknir nokkur danskur hefði sérstak- lega kannað trúna á skiptinga eða umskiptinga með hliðsjón af læknisfræðinni og fundið þar ó- tal hliðstæður er skýrðu aö mörgu leyti uppruna umskipt- inganna. Frásögn Gisla biskups Vafalaust er sagan um átján barna föður I álfheimum kunn- ust islenskra umskiptinga- sagna. En hið elsta sem fundið verður um umskiptinga i is- lenskum sögnum, er frásögn I annál Gisla biskups Oddssonar við árið 1606: ÞORSTEINN FRÁHAMRI TÓK SAMAN Sjálfsmynd Sölva Helgasonar, sem sagt er að hafi verift bundinn vift rúmstafinn efta baðstofudyrastafinn f bernsku. Sölvi hefur verift sagður undarleg blanda Ijósra gáfna, geðbilunar og sérvisku — að ýmsu leyti hálfgerður umskiptingur i eðli sinu. UMSKIPTINGAR „Berst sú fregn þann 16. októ- ber sama ár, að i koti nokkru nálægt Njarðvik sé þriggja eða fjögra ára gamalt viðrini. Sömuleiðis er sagt, að á Flanka- stöðum sé fjögra eða fimm ára gamall drengur, sem hafi getn- aðarfæri, skegg og kviðarhár sem fuliorðinn karlmaður (haldið er, að hann sé. umskipt- ingur). Sömuleiðis er sagt, að i hjáleigu hjá Hliðárenda, sem heitir Nikulásarhús, sé sex ára gömul stúlka umskiptingur; liggur hún i vöggu, sem stendur undir hærra rúmi og geltir sem hundur, i þvi skyni að fá nokkurt æti i hvert sinn sem einhver gengur um. A Ey i Grimsnesi hefur umskiptingur nokkur lifað i nálega 15 ár og hefur allan þann tima aldrei risið á fætur úr rúminu, — hræðileg ókind, herfileg og ferleg; stundum rek- ur hann upp hvínandi hljóð, svo að viðstaddir mega varla standast þau. öðru hvoru hefur hann vaxið mjög á lengdina, og þvi lengri sem hann hefur orðið, þvi meira hefur hann grennst fram yfir hæfi. Þess konar um- skiptingar hafa fleiri verið og oftar þekkst, en um þeirra hagi hefur ekkert verið i letur fært.” Umskiptingurinn i Sogni Af islenskum þjóðsögum um umskiptinga má af handahófi gripa til sögunnar af umskipt- ingnum i Sogni: „Einu sinni var tvibýli i Sogni i Kjós og hét annar bóndinn Gisli; hann átti son sem ekki þótti vera með öllum mjalla. Hvorki lærði hann neitt til munns né handa né hafðist að, en lá alltaf I rúminu og þótti vera i meira lagi matfrekur. Menn gjörðu sér helst i grun um pilt þennan aö hann væri um- skiptingur, en lengi var það fram eftir aö það þótti ekki full- vist. Þegar piltur þessi var kominn um venjulegan ferm- ingaraldur, stóö svo á einu sinni um vetur að allt fólk fór úr bað- stofunni út til gegninga nema þessi drengur; hann lá eftir i rúmi sinu eins og vant var og konan á hinu búinu sem lá á sæng og barnið hjá henni; allt var þetta i sömu baðstofunni. Þegar fólkið var farið út, heyrði sængurkonan að geispa mikla fór að setja að drengnum, svo henni fór að þykja nóg um, og kom i hana ónotahrollur af lát- unum i honum. Þvi næst heyrir hún að hann fer að hafa umbrot I rúminu og teygja sig; verður hún þess þá vör þegar eftir, að hann er staðinn upp i rúminu og teygirþá úr sér svo að hann nær upp 1 rjáfur i baðstofunni. En baðstofan var byggð á bekk og skammbitarí sperrum ofarlega. Setur þá enn að honum geispa- kast, og hallast hann um leið með andlitið upp að skammbit- anum einum, og ber bitann rétt upp I opið ginið á honum, er hann gapti á geispanum, og gein hann svo yfir bitann að efri skolturinn lá ofan á honum, en hinn undir; þar með varð hann svo herfilega ljótur og leiður ásýndum að konan varð dauð- hrædd og hljóðaði upp yfir sig af angist að sjá þetta og vita sig eina með honum I baðstofunni, og var hún lengi istöðulitil eftir þessa ósjón. En undir eins og konan rak upp hljóðið, hrökk hann við sem byssubrenndur og ofan i bæli sitt aftur og komst i samt lag áður en fólkið kom inn frá gegningunum. Eftir þetta þótti það ekkert efamál að drengurinn væri umskiptingur. — Svo stendur á teygjum um- skiptinga, að til þess að þeir sýnist litlir sem vöggubarn hnoða álfkonur þá og kýta sam- an áður en þær leggja þá i vögg- una fyrir barnið sem þær taka. En þótt þeir sýnist eins litlir og börn, þurfa þeir öðru hvoru að teygja úr sér, þvi þeir geta ekki alveg afneitað sinni fyrri nátt- úru, og sæta þeir þvi lagi að gjöra það þegar þeir ætla að enginn sé nálægur eða sjái til sin.” ' Odda í Býjarskerjum Sigfús Sigfússon segir frá Oddu i Býjarskerjum, sem álit- in var umskiptingur á öldinni sem leið, og lýsir henni svo: „Hún var lágvaxin og gild, óálitleg mjög og greppsleg i ásýnd, með gular tennur og langar neglur, sem beygðust yf- ir góma og liktust klóm á rán- fuglum. Mjög var hún elliieg að sjá”. Meðferð á börnum — Sölvi Helgason En til viðbótar þeim skýring- um sem þannig hafa vafalaust oft verið hafðar um hönd i sam- bandi við uppvöxt og hegðun af- brigðilegra barna, skal hér sið- ast en ekki sist vitnað til orða Jónasar frá Hrafnagili, en hann segir I Þjóðháttum sinum: „Uppeldi var viðast hvar hart og vægðarlaust... Meðferðin á börnunum var enda stundum ógurleg, t.d. eins og það, að fá- tæklingar bundu 2-4 ára gömul börn stundum við rúmstaf eða dyrastaf heima i baðstofunni eða bænum og létu þau dúsa þar allan daginn, á meðan þeir voru á engjum eða við aðra útivinnu. Börnin urðu við þetta hálfærð af hræðslu, orguðu sig uppgefin og ultu svo útaf sofandi af þreytu, og svo byrjaði sami leikurinn, þegar þau vöknuðu. Munu margir umskiptingar og hálf- bjánar og vandræðaunglingar, sem svo margt var til af fyrr- um, eiga ætt sina að rekja til meðferðarinnar á barndómsár- unum.” Neðanmáls bætir Jónas við: „Það þóttust Skagfirðingar vita með vissu, að Sölvi Helga- son, hinn nafnkunni flækingur (f. 1820), hefði verið bundinn við rúmstafinn eða baðstofudyra- stafinn i bernsku, þegar hann var að alast upp i Sléttuhlið- inni.” (Annálabrot Gisla biskups Oddssonar, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, Islenskir þjóðhætt- ir Jónasar frá Hrafnagili).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.