Þjóðviljinn - 22.12.1974, Page 17
Sunnudagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Nýlega er komin út hjá Bókaút-
gáfunni Þjóðsögu bókin „Árið
1973 — stórviðburðir liðandi
stundar i myndum og máli með
islenzkum sérkafla”. Þetta er ni-
unda bókin i annálaflokknum og
sú áttunda með islenzkum sér-
kafla. Að þessu sinni kcmur ár-
bókin óvenju seint út hér á landi
vegna tafa á afgreiðslu frá prent-
smiðju i Danmörku.
Þjóðsaga gefur árbókina út i
samvinnu við fyrirtækið Welt-
rundschau AG i Sviss. Þjóðsaga
var fyrsta útgáfufyrirtækið sem
bætti við sérkafla um atburði i
eigin landi, en siðan hafa útgáfur
i mörgum löndum tekið þann hátt
upp.
Arbókin er 320 blaðsiður að
stærð að þessu sinni og skiptir
myndafjöldi hundruðum og er
mikill hluti myndanna i litum að
venju. Myndirnar i islenska sér-
kaflanum eru um 80 talsins, all-
margar i litum. Árið 1973 var ó-
venju rikt af stórviðburðum á Is-
landi og sem skil eru gerð i bók-
inni. Má þar m.a. nefna Vest-
mannaeyjagosið, þorskastriðið,
fund Pomdpidous og Nixons og
heimsókn Margrétar Dana-
drottningar. Auk þess eru myndir
frá Vestmannaeyjagosinu og Nix-
on-Pompidou fundinum i alþjóð-
lega kaflanum.
Islensku útgáfu árbókarinnar
hafa annast þeir Gisli Ólafsson,
ritstjóri, sem sér um alþjóðlega
kaflann, Björn Jóhannsson,
fréttastjóri, sem sér um islenska
Mishermi
Það mishermi varð i grein um
islenskan matvælaiðnað I siðasta
sunnudagsblaði Þjóðviljans, 15.
desember, að Gunnar Finnlaugs-
son mjólkurfræðikandidat hjá
Mjólkurbúi Flóamanna var sagð-
ur Finnbjörnsson. Leiðréttist
þetta hérmeð um leið og beðist er
afsökunar á þessum mistökum.
Við höfum ekki bilastæði við
búðardyrnar, en það gæti
samt borgað sig að fá sér
heilsubótargöngu til okkar.
Kvenfatatískan f úr-
vali!
Alltaf eitthvað nýtt.
Opið til 11 annað kvöld,
Þorláksmessu.
Sendum í póstkröfu.
Sími 12284
eoco
1973
sérkaflann og Hafsteinn
Guðmundsson, forstjóri Þjóðsögu
sem hannað hefur sérkaflann.
Arbókin er ekki tæmandi við-
burðaannáll en þar er samt að
finna flestu merkustu viðburði
innanlands og utan i máli og
myndum. Arbókin er þvi ómiss-
andi uppsláttarverk og gildi
hennar vex með hverju árinu sem
liður. Til að auðvelda sem flest-
um að eignast árbækurnar býður
Þjóðsaga kaupendum afborg-
unarkjör sé þess óskað. Þjóðsaga
er nú til húsa að Lækjargötu 10A,
Reykjavik.
Árbókin er nú gefin út i 16 lönd-
um, þ.á.m. öllum Norðurlöndum,
og hefur verið prentuð i tæpum 4
miljónum eintaka. Nokkrir ár-
gangar eru uppseldir.
STORVIOBURÐIR LIÐANDl STUNDAR
í MYNDUM OG MÁLI
MED ÍSLENZKUM SÉRKAFLA
GLENS
Hann var ofsa töff, i leður-
jakka, bláum, niðþröngum galla-
buxum með breitt leðurbelti, I kú-
rekaklossum og með sitt hár. Sem
sagt hinn persónugerði gæi. Hann
kemur upp i strætó, litur
hryssingslega á bilstjórann og
segir:
— Tóti töff borgar ekki.
Bilstjórinn þorir ekki svo mikið
sem að ræskja sig, heldur ekur
áfram.
En daginn daginn eftir endur-
tekursagan sig. Náunginn kemur
upp i vagninn:
— Tóti töff borgar ekki!
Þriðja daginn biður bilstjórinn
um tvo menn sér til aðstoðar, ef
ske kynni að firinn kæmi enn einu
sinni. Og mikið rétt. Enn kemur
hann:
— Tóti töff borgar ekki!
Þá ganga kraftajötnarnir tveir
fram og annar þeirra segir ógn-
andi:
— Jæja, svo Tóti töff ætlar ekki
heldur að borga núna?
— Nei, sagði náunginn, — Tóti
töff borgar ekki, þvi hann er með
frimiða!
Danskurinn lætur ekki að sér hæða
Hvert mannsbarn veit, að Island er land mikillar
verðbólgu, svo mikillar, að síðustu tólf mánuði hef-
ur engin þjóð á vestur hveli jarðar komist með
tærnar, þar sem við höfum hælana, í þessum efn-
um. Flestir vita líka, að þetta er okkur til heldur
lítillar sæmdar. Við höfum þvi stundum verið að
hugga okkur við það, að frændur okkar, Danir,
séu litlu betri (að visu eru þeir næstum helmingi
skárri, greyin, en hvað um það). — Sú samstæða,
sem hér er boðin, kemur að mestu leyti frá Dan-
mörku, en eins og kunnugt er, eru SCANÐYNA
verksmiðjurnar i því ágæta verðbólgulandi. Það
eina, sem ekki kemur þaðan, er plötuspilarinn, en
hann er frá BSR í Englandi, en það er reyndar lika
nokkuð gott verðbólguland. — Það undarlega við
þetta allt saman er það, að þrátt fyrir alla þessa
verðbólgu, er verðið á þessari samstæðu með
ólikindum lágt. Með tveimur stóru hátölurunum
kostar hún kr. 114.400,00 og kr. 132.400,00 með
fjórum hátölurum og fullkomnum fjórviddarbúnaði,
og ber þá að hafa í huga, að útvarpsmagnarinn,
SCANDYNA 2000, er 2 x 25 sínus/RMS wött, plötu-
spilarinn, BSR HT-70, er vandaður og fullkominn i
öllu tilliti og með Shure M75-6S segulþreif og, að
hátalararnir stóru, SCANDYNA HT-35F, flytja allt
að 80 wöttum og hafa tónsvið frá 35 upp í 20.000
rið. — iá, Danskurinn (og þá kannske um leið Eng-
lendingurinn) lætur ekki að sér hæða.
NESCO HF
Leidandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verziun Laugavegi 10 Reykjavík. Símar: 19150-19192-27788