Þjóðviljinn - 22.12.1974, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Qupperneq 19
Sunnudagur 22. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Þvl mibur láöist okkur aö spyrja þessa glaöbeittu stúlku aö nafni en mýndin er góö fyrir þvi. sala til safnara, safn og aöstaða til sýninga. — En þú minntist á biskupinn áðan, hafið þið merkt að margir fari að fordæmi hans og hætti að senda jólakort? — Nei, við höfum ekki merkt það. Við gerum ekki upp fyrr en um áramót og þá sjáum við það. Annars er ég ekki sammála bisk- upi i að þetta sé besta leiðin til að spara jólaútgjöldin. Það væri miklu nær að fólk sparaði við sig i mat og drykk finnst mér. Bæði er nú kostnaðurinn af jólakorta- sendingum ekki mikill. Við skul- um segja að einn maður sendi 40 kort sem kosta 20 kr. hver og fri- merkið kostar 13 krónur, það yrðu 1320 krónur, eins og einn viski- peli. Svo er hitt að fólki virðist þykja mjög vænt um að fá þessar kveðjur. Það er stanslaus TEXTI ÞH MYNDIR AK straumur fólks hingað á pósthúsið allan janúarmánuð til að vitja korta sem ekki komu fram. Þriðja atriðið er svo vinnan sem þetta skapar. Hér vinna á þriðja hundrað unglinga, flest skólafólk, og sá peningur sem það fær fyrir vinnuna er vel þeginn. — Er mikil eftirspurn eftir vinnu hér um jólin? — Já, mér finnst hún óvenju- mikil um þessi jól, verslanirnar virðast taka við færra fólki nú en oft áður. En það er eitt athyglis- vert viö þetta jólafólk okkar, að aldur þess hefur færst niöur. Ég man þegar ég byrjaði hér i strlð- inu að þá voru það svo til ein- göngu háskólanemar sem voru i þessu. Nú er fólkið hins vegar flest á gagnfræðaskólaaldri. — Viltu bæta einhverju við þetta? — Já, ég vil brýna fyrir fólki að skrifa nafn sendanda aftan á bréf sin. Hér liggja alltaf milli 3 og 4 þúsund óskilabréf eftir hver jól. Það þyrfti að auka mjög áróður fyrir þessu. Að spjallinu loknu gekk Reynir með okkur Þjóðviljamönnum um húsakynni póstsins, en árangur þeirrar ferðar má sjá á myndun- um hér á siðunni. Þannig lita þau út, handjárnin, sem amerisku kennararnir notuöu á óþekka nemendur sina. Handjárn fyrir ódæla nemendur Nú hafa þeir I Ameriku fundið nýja aðferð til að tjónka við skólabörn, sem ekki vilja sitja kyrr I sæti sinu, Þau eru einfald- lega handjárnuð. Siðan eru þau hlekkjuð við sætið sitt og dúsa þannig, þar til þau hafa heitið þvi að vera aldrei framar með ólæti i skólanum. Það eru kennarar I Green Valley skólanum i Flórida, sem hafa fundið upp þessa nýju hegningaraðferð. Þeir segja, að handjárnin séu mun áhrifameiri hegningartæki en spanskreyrinn, sem virðist samkvæmt þvi hafa verið helsta mannasiðakennslu- tæki þeirra. Þessi skóli gegnir tvöföldu hlut- verki. Hann er, auk þess að vera skóli, uppeldisheimili fyrir af- vegaleidda unglinga. Kennarar við skólann voru sextán. En þeir eru nú allir atvinnu- lausir. Þeim hefur verið vikið frá störfum, meðan þingnefnd rannsakar þessa nýstárlegu upp- eldisaðferð þeirra, og á nefndin einnig að taka ákvörðun um hvort handjárnun nemenda skuli viður- kennd i skólum. Jón Hjartarson: Forgengilegur pappír sem orpist hefur aur og myglu i aldanna rás. Það er að tarna harðsnúið lið sem þannig rótar I andlegum öskuhaugum kynslóðanna: Arni óla grefst fyrir um staðhátta- lýsingu og gamlar kjaftasögur úr Reykjavik. Clausen gamli tinir til lvgasögur og kerskni - 'sagnir af geistlegum herrum fyrri alda. Jón Helgason Tima- ritstjóri færir i stilinn gamlar furðusögur. Og þannig mætti lengi telja. Upp vekjast á þennan hátt margir draugar og forynjur, gamlar væringar, sakamál og mannraunir. Af litlu atviki verða margar bækur, kannski fjöldi kvæða að auki. Þannig hefur hvarf Reyni- staöabræöra oröið þjóðarharm- leikur og þjóðsögulegur helgi- ' dómur á borð við pislarvætti hins sæla Tómasar i Englandi. — Það liöa ekki orðið þau jól að ekki komi á markaðinn ný bók af þessum harmleik á Kili. Þær persónur verða að teljast fremur ómerkilegar hér á landi sem ekki fara af ævisögur, skráöar af þeim sjálfum ellegar ævisagnariturum, sem er fjöl- menn stétt manna hér um slóðir. Þannig fara sögur af öllum sendiherrum og öllum skipherrum, skráð er saga allra skipstjóra nú, hraðar en nokkru sinni. Algengt er að lifshlaup Jforstjóra og framkvæmdastjóra 'og verslunarstjóra sé tiundað á þykkum bókum og i mörgum bindum, einkum og sérilagi hafi þeir verið trúaðir eða hag- mæltir. Útgerðarmenn láta stundum birta af sér sögur, þeir sem þykjast hafa mannorð til þess. Af refabönum fáum viö miklar sögur og langar og eflaust lika bráðum af rjupna- skyttum. Þannig munu okkur i fram- tiöinni hlotnast sögur af ýmsum helstu athafnamönnum sam- tiðarinnar. Fullvist má telja aö frjálsmenningurinn og safn- forkurinn Hreggviður reki til dæmis helstu þætti lifshlaups sins og frumhlaups i fáeinum bindum. Eflaust munu núverandi prinsar stjórnmála- flokkanna láta rekja æviatriði sin og embættisframa, þegar þeir eru sestir i helgan stein og búið að leggja þá til hliöar i erlendum sendiráöum, fjarri amstri og leiðindum hvundagsins. Sighvatur þingmaður og ung- stirni Alþýðuflokksins er eflaust byrjaður að punkta hjá sér minnisatriði i þessum tilgangi. Ekki trúi ég öðru en Alfreð, framsóknarprins, Þorsteinsson, láti einhverntima semja af sér ævisögu, kannski hann fái til þess Snjóku frá Skáldalæk. — Hannibalistar munu eflaust gefa út ævintýri af Ólafi Ragnari — i Rauðhettu«stil, og ekki myndu þau sóma sér amalega á myndskreyttri bók þessi snurfunsuðu andlit Alþýðubandalagsins eins og til dæmis Garðar þingskörungur úr Eyjum og Ragnar formaöur. Sagnfræöiáhugi okkar beinist ekki einungis að þessum heimi heldur og handan yfir vötnin sjö og móðuna miklu. Þannig gefst þeim sem ekki mega vera að þvi að semja ævisögu sina i lifanda lifi — kostur á að gera það eftir dauöann. — Og þeir sem þegar hafa skráð jarðneska ævisögu sina, þegar þeir deyja, geta þá byrjað að lýsa lifi sinu i öðrum heimi, þegar þeir eru komnir yfirum. A jólamarkaðinum er auðvitað af mörgu að taka. Þar eru ekki einungis bækur af mannlegum örlögum þessa heims og annars heldur einnig sjóferðasögur skipa, einkum flaggskipa. Miklar sögur eru auðvitað af hundum og köttum, af laxi fara lika sögur, einkum stórlaxi. Of langt yröi upp að telja allt það sem verður okkur að yrkisefni. Nú þegar lokið er að skrá margbreytilega ferða- sögu Akraborgarinnar fýsir mig persónulega að fá til aflestrar leiðasögu Hafnar- fjarðarstrætó. Blaðamenn eru ævinlega sýknt og heilagt að skrá sögu sinnar samtiðar. Þetta gera þeir auðvitað á ómerkilegan dagblaðapappir og forgengi- legan. Þeir sem blöðin skrifa eru raunar fyrir löngu búnir að finna ráð til þess að varðveita betur gullkorn sin. Þeir einfald- lega nota skæri og klippa grein- ar sinar úr dagblöðunum og senda þær til útgefenda, sem gefa þær út á bókfelli, skraut- lega bundnar og þekkilegar. Viötöl við merkismenn og meiriháttar ritsmiðar blaðanna koma þvi ævinlega innbundnar i bók fyrir jólin. Ritstjórar blaðanna munu til dæmis vera að rotta sig saman um að gefa út úrval úr leiöurum sinum fyrir næstu jól. Veröur það eflaust metsölubók. Lesendum þessa pistils til nokkurs ama hins veg- ar vil ég nú stiga á stokk og strengja þess heit, að gefa þessi skrif aldrei út á bók, þrátt fyrir hugsanlegan fjölda áskorana og væntanlega tilstuðlan vina og kunningja. Við íslendingar notum mikinn pappir, einkum þó fyrir hver jól, þegar hver bókarrollan rekur aðra á jólamarkaðinn. Við lifum á þeirri tið, sem ekki lætur neitt blað óskrifað. — Þannig reynum við fremur að likjast höfð- ingjum gullaldar islands- sögunnar sem striðólu kálfa i hópum einungis til þess að flá af þeim skinnin til að skrifa á meistaraverk — heldur en aftur á móti þeirri aumu alþýöu niðurlægingartimans, sem tók þau sömu meistaraverk og át þau, ellegar gerði af þeim skó og gatsleit þeim á löppum sér. Þeirri niðurlægingu gleymir þjóðin seinastri allra. Þannig var i aldanna rás nartað utan og innan úr þeim menningarfyrningum, sem við áttum frá gullöld bókmennta og lista. Nú reynum við aö bæta fyrir þetta með þvi að fylla hvern blaðsnepil, sem við komum höndum yfir, fróðleik og skáldskap, og varðveita. A okkar tið á sér stað umfangs- mikil skrásetning hvers konar fróðleiks og fyirbrigða úr nútið og fortið, jafnvel framtið. Þannig leggjum við sagn- fræðingum framtiðarinnar til ógrynni efnis að moða úr. Trúlegt þeir verði heldur en ekki lukkulegir. Otal margir glöggskyggnir grúskarar leita með logandi ljósi i slitrum þeim, sem varð- veist hafa frá fyrri tið, sendi- bréfum, sóknarlýsingum, sótt er i þingbækur og þjóðsögur, munnmælasögur og ministerial- bækur sókna, sálnaregistur, brot og rusl héðan og þaðan. Þannig tina grúska'rarnir upp fáséð grös og steina af grónum götuslóðum kynslóðanna og dusta ryk af margri gersemi, Marga fáséna kjörgripi er að finna skrautiega innbundna á jólabókamarkaðinum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.