Þjóðviljinn - 22.12.1974, Síða 24

Þjóðviljinn - 22.12.1974, Síða 24
DJODVIUINN Sunnudagur 22. desember 1974. FLOSI SVARAR TIL SAKA FYRIR: HINNFARSÆLA TVÍVERKNAÐ Aðsóknarleikhúsiö eins og Árni og Flosi hugsa sér þaö: „Leyni- vopniö leikhús á — ef léttur gerist kassinn — aö hátta sæta seimagná — og sýna á henni rassinn. Flosi Olafsson hefur gefið út aðra bók sína og heitir hún Hneggjað á bókfell og er lýst af Árna Elfar. í pistlum bókarinn- ar er lagt út af ýmsum ef n- um: stefnuyfirlýsingum ríkisstjórna, íþróttareis- um, kosningaslag, barna- tímum útvarps, óperu- flutningi og er þá fátt eitt talið. Við spyrjum Flosa hvernig hann vilji sér- kenna þessi gamanmála- skrif sín. — Allt eru þetta alvörumál, þótt vel megi segi aö fram séu sett i formi gamanmála. Mér finnst þaö nokkuö vænlegt til árangurs aö koma skoöunum á framfæri undir yfirskini grins. Þaö sem best á viö mig eru paródiur, sem ég kalla hermur og fylla raunar helminginn af bók- inni. — Hverjum pistli lýkur á einskonar Æratobbavisu er hafa til aö bera ótviræða veröleika. Hefuröu reynt aö yrkja i alvöru? — Ég hefi aldrei sett saman ferskeytlu eða ljóökorn til birt- ingar nema i alvöru, eða til að koma einhverskonar alvöru á framfæri. — Hver er alvaran i þessari visu: Gróa hefur góðan haus þegar Gróa er i puði en Gróa á ekki að ganga laus þegar Gróa er i stuði. — Þaö er augljóst hvaða boð- skap þessi visa hefur aö færa. Hér fer hnitmiöuö og krefjandi gagn- rýni á Islenskar sendinefndir sem halda utan til frjáls leiks á vett- vangi heimsmálanna. — En þessi hér: 0 ég vildi aö I bráö ykist hagur presta og kæmi annaö útvarpsráð sem öllu mundi fresta. — Hér segir Flosi, hefi ég brugðið mér i gerfi spámannsins og spádómurinn hefur greinilega ræst hálfu ári eftir að visan var kveöin út af rifrildi um morgun- - bænir i útvarpinu, og geri aðrir skilvitlegir höfundar betur. — Mér sýnist aö alvöruþunginn sé einna mestur i þeim skrifum sem lúta aö listasnobbi. Hvernig stendur á þvi? — Það er ekki nema eölilegt, máliö er mér nokkuö skylt vegna starfsins. En satt að segja hefi ég ekkert á móti þvi aö snobbað sé fyrir þvi sem er list. En þaö vill slæöast svo ákaflega margt meö, sem ekki á skylt viö neina list. Ekkert er fjarri þvi að vera list en gagnrýni um list, sem þegar best lætur getur orðiö broslegur mis- skilningur. En hlægilegust af öllu eru viðbrögð listampnna viö gagnrýni á list, aö ekki sé talað um viðbrögö gagnrýnenda viö gagnrýni listamanna á sig. Og svo gætum viö rakiö okkur áfram lengi ef timi vinnst til og brotið máliö til mergjar i eitt skipti fyrir öll. Flosi Olafsson og ÁmiElfar cand. phil. hneprgjað á bókf ell — Matthias Johannessen hefur látið þau orð falla, að þú farir með gálgahúmor. Ertu sammála þvi? — Mér finnst ástæöulaust aö setja nokkuö á þrykk eftir mig nema það sem mér finnst i raun og veru, og siöan er aö nota þær aöferðir sem mér finnast farsæl- astar hverju sinni fyrir land og lýð. Og þar hefur gálgahúmorinn sem Matthias kallar svo oft kom ið aö góöum notum. Gálgahúmor er reyndar ákaflega rikur þáttur i islenskri frásagnarhefö. Saman- ber þjóðsögur. Ég ætlaöi niöur hvort sem var, sagði kerlingin Um leið og hún húrraði niöur stiga og hálsbraut sig. Eöa svo maöur vitni til Snorra, þegar hann fór um Kaldadal: Þat var ok. . — Myndir Arna Elfars hafa vakið athygli aö vonum . . . — Ég bar gæfu til þess að vera æskuvinur Árna Elfars og þaö er fátt sem við höfum ekki brallaö saman. Þessvegna rlkir milli okkar fullkominn skilningur á eðli málsins og nefna má mörg dæmi hliðstæð úr listasögunni: Edgar og Sullivan, Sesar og Kleó- patra, Gög og Gokke, Silli og Valdi. Allt eru þetta dæmi um farsælan tviverknað. Margir hafa raunar orðað þaö viö mig, hvort að Arni, sem er tónlistarmaður að atvinnu, sé nýtekinn upp á þvi aö teikna, en sannleikurinn er sá, aö hann hefur varla sleppt dráttstaf úr hendi siðan hann lyfti fyrst höföi og bera teikningarnar þvi gleggstan vott. — Þú gefur út sjálfur . . . — Já, ég er einlægur aðdáandi einkaframtaksins þegar ég sjálf- ur á i hlut og treysti helst engum fyrir jafn viökvæmu verkefni og útgáfa hugverka minna. — Auglýsingar sjónvarpsins segja að bókin sé uppseld? — Hún er vafalaust ennþá til i einhverjum bókabúöum, en hjá forlaginu er ekki til einn stafkrók- ur' áb. Dregið á morgun f HAPPDMTTI ÞJÚflVILJANS 1974 r Skrifstofa Grettisgötu 3, Reykjavik. Simar 28655 ^og 17500 Umboðsmenn og aðrir sem hafa happdrættismiða undir höndum eru hvattir til að gera skil sem allra fyrst. — Skrifstofan að Grettisgötu 3 er opin í allan dag — sunnudag — Sími 28655.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.