Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 5
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SIÐA 5 GREIN PRÓFESSORS SIGURÐAR NORDALS UM RITDÓMA: HEILÖG VANDLÆTING FYRIR LISTARINNAR HÖND Fyrir fimmtíu árum skrifaði Sigurður Nordal merka grein í tímaritið Eimreiðin sem heitir Um ritdóma. Þar f jallar hann um hugmyndir og hindur- vitni um bókmenntagagn- rýni og stöðu þeirra sem viðslíka iðjufástá (slandi — en Sigurður Nordal mátti gleggst vita hvar skórinn kreppti, hann hafði þegar á stúdentsárum fengiðendursenda ritdóma frá tveim tímaritum vegna þess að þeir þóttu of „tann- hvassir". Furðumargt er enn i góðu gildi í þessari hálfrar aldar gömlu grein, sem f er hér á eftir, nokkuð stytt. t upphafi máls sins vikur Sig- urður að þvi, að bókaútgáfa hafi mjög aukist á Islandi, og að þeim mun fleiri kröfur séu gerðar til ritdómara um að þeir vísi veg- inn, hafi leiðsögn i mati á þessari stórauknu framleiðslu. Siðan segir Sigurður: Tvískinnungur Ef ritdómar væru i raun og veru svo mikils virði, sem ætla mætti af ýmsum ummælum al- mennings, — ef heill bókmennt- anna og not lesanda af nýjum rit- um ylti að mestu á starfi ritdóm- ara og þeim væri að þvi skapi þakkað fyrir, þá hlyti það að knýja þá til að vanda sig. En nú kennir einmitt undarlegs tvi- skinnungs i mati ritdóma. Al- menningur þykist að visu vilja láta leiðbeina sér, en fyrtist þó I aðra röndina, ef brotið er I bága við rikjandi skoðanir og heimtuð er af honum sú áreynsla, sem fylgir endurmati viðurkenndra gilda. Það heyrist oft kveða við, að þessari bók eða þessum höf- undi þyrfti að taka duglegt tak. Meö öðrum orðum: menn vilja láta ritdómana bergmála skoðan- ir almennings, hafa þá fyrir böðla á bækur, sem hver maður sér, að eru ónýtar. En fyrsta boðorð hvers ritdómara ætti einmitt að vera: að skrifa aldrei um neina bók, sem er einskis virði, nema þá örfá orð til viðvörunar. Þær bækur geymir þögnin best. Áftur á móti getur það verið ein af helg- ustu skyldum ritdómara að benda á veilurnar i verkum höfuð- skálda, svo að þær spilli ekki smekk lesanda né ung skáld taki þær sér til fyrirmyndar. En ef rit- höfundur hefur náð almennum vinsældum, má snúa þvi upp i móðgun við háttvirta kaupendur og litilsvirðingu á smekk þeirra, að verkum hans sé ekki hælt. Og hver maður á nóg af vinum og fylgifiskum, sem kæra sig koll- ótta um allan smekk, en heimta að goði sinu sé hælt. — Þó koma stundum enn kaldari kveðjur úr hóp sjálfra rithöfundanna, eink- um ungra skálda milli vita. Þeim er tamt að lita á ritdómara sem þjóna sina, oft hvimleiða, alltaf gagnslausa. Góðar bækur fái allt- af viðurkenningu á endanum, án ritdóma eða þrátt fyrir ritdóma, — vondar bækur verði sjálfdauð- ar, hvort sem þeim sé amað eða ekki, jafnvel þó að þeim sé hælt. Sjálfir læri hinir goðbornu höf- undar ekkert af annarra dómum. Þeir vaxi eftir sinu eigin lögmáli, gangi sina braut, eins og máninn, þótt að honum sé gelt. Nú eru ritdómar I sjálfu sér eitthvert leiðinlegasta og erfið- asta ritstarf. Maður fær sig varla til þess að gera það af alhuga, nema hann viti með sjálfum sér, að hann sé að vinna gott verk og nytsamt. Ef menn sannfærast um gagnsleysi þeirra, mun flestum verða ógn auðvelt að stilla sig um að semja þá. En hvað er þá sann- ast I þessu máli? Handa lifandi mönnum Það er að visu rétt, að góðar bækur ná viðurkenningu fyrr eöa siðar. Þær eru ef til vill grafnar upp úr gleymsku löngu eftir að höfundurinn er dauður (úr lik- amlegu eða andlegu hungri,) en þær sjálfar orðnar hálf-úreltar. Þá er þeim skipað á sinn stað I bókmenntasögu, og lofaðar þvi meir, sem lengur hefur verið um þær þagaö. En hvað hefur höf- undur sjálfur og samtið hans misst á þvi, að þeim var ekki veitt eftirtekt i tæka tið? Hver bók á fyrst og fremst erindi til sins samtima, og ekki sist bækur þeirra manna, sem kallaðir eru „langt á undan sinum tima”. — Vondar bækur gleymast lika, en ef til vill ekki fyrr en þær hafa spillt smekk og jafnvel manngildi einnar eða fleiri kynslóða. Þaö er eitt af helstu hlutverkum ritdóm- ara að vinna móti lélegum bókum undir eins, og einkanlega þeim, sem hafa þá yfirborðskosti, aö fólk glæpist á þeim, — en hrinda góðum bókum fram til skilnings og virðingar, og allra helst þeim, sem eru á undan sinum tima. Þeir, sem neita þessu, tala eins og bækur væri samdar handa bók- menntasögu, sem samin verður eftir marga mannsaldra, en ekki handa þeim mönnum, sem lifa og berjast kringum höfundinn. Frá hinum sögulega sjónarhól er að visu mikið viðsýni, en til eru þó önnur sjónarmið, sem sýna rétt- ari hlutföll. Gildi verka verður Sigurður Nordal. ekki mælt til hlitar á langlifi þeirra. Varla nokkur núlifandi is- lendingur hefur lesiö þýðingu Paradisarmissis eftir Jón Þor- láksson spjaldanna á milli, en flestir kunna eitthvað af lausavis- um hans og þær gleymast varla meðan tungan er töluð. Þó eru á- hrif þýðingarinnar á samtimann og skáldskap þeirra kynslóða vafalaust merkilegri en áhrif visnanna um allar aldir. Þetta dæmi er gripið af handahófi, en önnur slik eru fleiri en talin verði. „Að taka þátt i sterkustu hrær- ingum samtiðar sinnar, er ein tegund ódauðleika”, segir Georg Brandes, og hann getur djarft úr flokki talað. Hann er gott dæmi þess, að ritdómari getur verið bókmennta-höfðingi. Það er al- titt, að ritdómarinn er vitrari og þroskaðri maður en skáldið, sem hann fjallar um. Og starf hans er ekki síður virðingar vert, þó að hann vænti sér engrar frægðar fyrir. Margskonar gildi Ritdómar geta átt sér ýmislegt gildi, og til þess að þeir sé i heil- brigðu horfi þurfa bæði ritdómar- ar, höfundar og lesendur að gera sér grein fyrir, hvað á verður unnið með þeim og hvað ekki. Hér verður reynt að drepa á nokkur aöalatriði. Það er fyrst og fremst hægt að semja ritdóm, sem hefur meira bókmenntagildi en ritið sjálft. Ritdómari getur dregið kjarna úr bók, gert það ljóst, sem óljóst var, dýpkað og vikkað efnið og sett það fram með meiri snilld en skáldið. Þetta mark hefur Oscar Wilde sett ritdómurum i hinu að- dáanlega samtali sinu: The Critic as Artist. En þetta er i raun réttri ritskýring og skáldskapur, enda verða þeir jafnan örfáir, sem rit- að geta um bækur á þá lund. 1 öðru lagi geta ritdómarar ver- ið leiðsögumenn lesanda, bæði um að velja sér bækur og lesaþær með réttum skilningi, greina milli góðs og ills. Þetta er mikið vandaverk og getur aldrei lánast til fullrar hlitar. Ritdómari verður að sætta sig við, að hann geti ekki þegar i staö stemmt stigu fyrir sölu lélegrar bókar. Smekkleysi almennings getur veriö ofursterkara hinni hörðustu og réttmætustu árás. Og milli- ganga ritdómara getur verið van- máttug þess að opna augu manna fyrir gildi verulegra nýjunga. Auk þess verður hver ritdómari að sætta sig við þá tilhugsun, ró skilningi hans sé takmörk sett og honum geti skjátlast. En þegar þesser gætt, hve átakanlega átta- villtur almenningur er i hvert sinn, sem ný bók kemur út, þá verður ekki með sanngirni geit litið úr þvi, sem samviskusamur og smekkvis ritdómari leggur til málanna. En mest er vitanlega um það vert, sem ritdómarar geta gert til

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.