Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 8
* SÍPA ÞJOÐVILJINN — Jólablaft 1974
Einhvern veginn komust menn
ah þvi heima á Islandi, að útvarp-
að var á islensku frá útvarpsstöð-
inni í Berlin á styrjaldarárunum
siöari. Margir hafa þóst heyra i
mér. Ýmislegt sem menn þóttust
hafa heyrt kannaðist ég alls ekki
við, fylgdist reyndar ekki með
nema á timabili. Aðallega var út-
varpað fréttum sem þjóðverjar
útbýttu hinum erlendu sam-
verkamönnum sinum, og hafa
sennilega fæstir lagt eyru við
þeim. Frægasta setningin sem
menn þóttust hafa heyrt á Is-
lensku er fyrirsögn þessarar frá-
sögu. Sumir hafa jafnvel eignað
mér hana, sennilega af þvi að ég
var allþekktur heima. Ég hefi
hvorki sagt hana né heyrt nema
af vörum fólks heima eftir strið.
En einmitt þess vegna þykir mér
hlýða að lýsa að nokkru útvarps-
starfsemi af Islendinga hálfu i
Berlin á þessum árum.
Mér er ekki kunnugt um,
hvenær sendingar hefjast á Is-
lensku, þvi frá 1940 til 1942 sit ég
við hljóðmælingar suður i Brúns-
vlk. En þá um sumarið, eftir að
ég kom til Berlinar, frétti ég fyrst
af þeim. Það munu i fyrstu hafa
tekist samningar við Þórarinn
Jónsson tónskáld um að senda út
fréttir og hann siðar fengið sér
einn og tvo menn eftir atvikum til
aöstoðar. öll Norðurlönd höfðu
slika starfshópa og voru herbergi
þeirra staðsett hlið við hlið, en yf-
irmaður þessara- norrænu deilda
var þýskur, Schmidt að nafni.
Þórarinn, sem ég þekkti ekki
áður persónulega, en reyndist
góður drengur I hvivetna, mun
hafa lifað á einkakennslu á hljóð-
færi. En i striðinu mun hann af
eðlilegum ástæðum hafa litið haft
að gera I þeirri grein og þvi tekið
áð sér þessar útvarpsfréttir, sem
stóöu yfir 15 minútur dag hvern.
Hin Norðurlöndin höfðu lengri
tima. Þórarinn var algerlega
ópólitiskur maður og þvi varla
hægt að leggja honum þetta til
lasts eins og á stóð, einkum þegar
tekið er tillit til þess hve litið var
gert við slikar fréttir á íslandi,
sem hersetið var af Englending-
um, sem höfðu þar allt i hendi
sér. Auk þess réði hann engu um
þaö, hvaða fréttir voru fluttar.
Það var merkt við þær klausur af
hr. Schmidt. Um fyrstu sam-
verkamenn hans veit ég litið en
mjög snemma mun hafa unnið
með honum maður að nafni Óskar
Bjarnason.
r
Amorgun
komum
við aftur
á sama
tíma með
sömu
* Göbbels.
Útvaroshúsiö f Berlin. Myndin er tekin 1939.
lygarnar
Eftir Svein Bergsveinsson
Óskar Bjarnason
Hann var garðyrkjumaður að
menr.tun og hafði gefið út bók á
islensku. Óskar var ekki ógeð-
felidur I viðkynningu en einrænn
og fór eigin götur. Helsti brestur
hans var þó kæruleysi. Hann
hafði verið giftur danskri konu i
Höfn en skilið við hana. Þegar ég
kynntist honum i Berlin var hann
giftur þýskri konu sem var hölt.
Faöir hennar taldist til góðborg-
ara. óskar mun hafa sagt hina
frægu setningu sem fyrr um get-
ur, það var likt honum. Hann
hætti við útvarpið, fékk starf hjá
garðyrkjufyrirtæki, en lenti á
villigötum og endaði ævi sina með
ósköpum. Hann lést sumarið 1944
I fangabúðum i Sachsenhausen og
var einn Islenskur stúdent hjá
honum til siðustu stundar. Leifur
Möller. Þvi er ekki ástæða til að
rekja þá lifssögu lengra, en þess
má þó geta, að pólitiskar orsakir
lágu ekki fyrir handtöku hans.
Eftir dauða Óskars kom kona
hans til min með tilkynningu frá
Sachsenhausen, að hann hefði lát-
ist úr lungnabólgu i báðum lung-
um. En þar sem þetta var venju-
legasta dauðaorsökin á slikum
stöðum bað hún mig um aðstoð
við að rannsaka þetta nánar, sem
reyndist ekki mögulegt. Eina
örugga heimildin er þvi frásögn
Leifs.