Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 13
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 I. Húsið var hvitt með svörtu þaki. Svörtu þaki gerðu af stein- flögum sem gljáðu i rigningu. Gluggaumgjarðir voru lika svartar, en þær voru úr viði. Otihurðin var afar skrautleg. Otskorin og á henni miðri var svartur, gamaldags dyrahamar. En þeir sem þurftu að knýja dyra, notuðu yfirleitt dyrasimann. Til þess var ætlast. Framhlið hússins, sú hliðin sem útidyrnar voru á, var eiginlega bakhlið, þótt hún sneri að götunni. Götumegin var reyndar aðal- inngangur undir skyggni, litað ljós á stöng og malarsalli meðfram gangstéttinni, en stolt arkitektsins sneri I hina áttina út yfir dalinn. Götumegin var eldhús, geymsla.sorptunna, og bilskúrar Yfir dalinn horfði hinsvegar veröndin framan við stófuflötinn og um miðjan daginn á sumrin, þegar sólin skein, þá endur- varpaði stóra stofurúðan sólargeislunum þannig að fólkið sem átti heima i blokk I öðru hverfi langt handan viö dalinn fékk ofbirtu i augun. Hvlta húsið með svarta þakinu stóð efst á brekkubrún. Niður um hliðina undir fótum Ibúa hvita hússins var glæsileg byggð. Ot og suður eftir hlíöinni höfðu menn reist yfir sig vönduð hús og dýr og það lá i augum uppi, að fólkið sem i þessari dalbyggð bjó, var ekki hiröingjar. Þetta fólk ætlaði að búa þar sem það var komið til æviloka. Fólkið I Glæsibrekku, eins og margir borgarbúar þeir sem annars staðar bjuggu, voru farnir að kalla þetta hverfi, var þó nokkuö samhent. Það undi hag sinum vel, heilsaðist þegar það mældi gangstigana á heilsubótar- göngum, kallaðist á milli afgirtra garðanna, þegar það var að slá grasið eða lagfæra túlipanana eða stjúpmæðurnar I beðunum, og stundum lét það undirskriftalista ganga milli húsanna og allir letruðu nöfn sin, börn og fullorönir, enda var oftast um að ræða áskorun til borgarstjórnar um að gera úrbætur i einhverju aðkallandi máli. Til dæmis var lagður upplýstur gangstigur um miðja hlíðina skömmu eftir eina slika undirskriftasöfnun. Þannig notfærðu ibúar hllðarinnar sér jafnt mátt samtakanna og eigin mátt og framtak við að byggja hver sitt hús. Samtökin i hliöinni urðu til þess, að íbúar Glæsi- brekku bundust enn sterkari böndum heldur en þeim sem i fyrstu höfðu knýtt þá saman: húsbyggingarnar á þessum stað. Nú tóku þeir höndum saman um að vernda byggðina sina, einsog af sjálfu sér varð til félag vel- stæðra húseigenda á einum fegursta bletti borgarinnar. Félagið þeirra, sem átti sér ekkert nafn, efldist smám saman og fékk eigin persónuleika. Félagið varð til að sveipa Glæsi- brekku og ibúa hennar verndar- hjúp. Félagið dró hring um byggðina, og sagði við aðra menn i borginni og önnur félög: Komið ekki lengra. Innnan þessa striks býr mitt fólk i minni hllð I minum húsum. Félagið átti sér engar skrifaðar reglur og enga stjórn. Samt var það til. Stundum sannaði það öðrum borgarbúum tilveru sina, en aldrei þó eins áþreifanlega og þegar sá atburður gerðist sem siðan greinir frá. En vikjum aftur að hvita húsinu. Gatan var á brekkubrúninni og af brúninni var gengið inn i húsið. Frá götunni virtist hvita húsið með svarta þakinu ekki sérlega stórt. Það minnti helst á skála. Þakið að visu nokkuð hallandi að götunni og með munúðarfullri sveigju I miðju, sem gaf húsinu sérkennilegan munaðarblæ. Stæði maður I brekkunni neðan við húsið, þá var einsog þar væri allt annað hús. Það var byggt niður i brekkuna, bæði horn þess lengdust ótrúlega langt niður i móti, þar eð súlur báru húsið uppi þarna megin og það var ekki einnar hæðar skáli, eins og menn villtust á að halda stæðu þeir á götunni og horfðu á það, heldur var það þriggja hæða glæsihýsi með langri verönd, og sveigju þannig að viö borð lá að húsið væri byggt I hálfhring. Þegar ókunnugir komu að húsinu I fyrsta sinn þarna brekkumegin, geröu þeir ýmist að blistra lágt i aðdáun, skella sér á lær og segja jahérna hvilikt hús! eða þeir gáfu frá sér öfundarandvarp eins og segðu þeir: hver á þetta voðafina hús? mikið held ég mér llði vel I sálinni ef ég ætti svona hús. Og ungir menn og metnaðargjarnir hertu sig við námsbækurnar er þeir minntust hússins i Glæsibrekku og i draumum þeirra um riki- dæmi I framtiöinni, völd og fé, þá var hvfta húsið ósjálfrátt áhrifa- valdurinn. Svona vel hafði arki- tektinum tekist. Nú er að athuga hverjir það eru sem búa I þessu fina húsi. II. Hann þótti alla tlð heillandi maður. Ekki of feitur, ekki of mjór, heldur I hærra lagi, blakkur á hörund og hárið mikiö, svart. Reyndar var þaö nokkuð farið að grána i vöngum þegar þessi saga gerðist, en það jók aðeins á glæsi- leika persónunnar, og svört leiftrandi augun, ófyrirleitin á köflum, nutu sln enn betur i andliti hans i þessari nýju umgjörð. Sjarmör, sagði fólk um hann, og flokksbræður hans voru stoltir af þessum foringja slnum. Þegar hann hélt ræöur á fundum, hlustuöu þeir með eftirvæntingu eftir hverju orði, þvi að maðurinn kunni að tala, og þeir voru jafnan tilbúnir að klappa kröftuglega þegar hann lauk máli sinu. Og hann baðaöi sig i fagnaðarlátunum, sendi konu sinni leiftrandi hornauga og hneigði sig fyrir vinum sinum i salnum. Hann var alltaf skemmtilegur. Þótt hann talaði um efnahagsmál og rikisreikninga, þá hafði hann ótrúlegt lag á að krydda mál sitt hnyttnum dæmisögum, mark- sæknum skritlum og orðavali, sem dillaði fagnandi sálum flokksbræðranna. Talaði hann i kapp við and- stæðinga sina, flækti hann þá i mótsögnum, rökum og fyndni, þannig að fólk veltist um af hlátri og gat ekki annaö en vorkennt seinheppnum ræðumönnum sem lentu milli tannanna á honum Hávarði. Hávarði okkar, sögðu flokksbræður hans, og konurnar i kvenfélaginu horföu á konuna eins og menn horfðu á húsið þeirra I Glæsibrekku: mikið vildi ég vera gift þessum manni sem þú átt, sögðu konurnar með aug- unum. Hún fann hvernig þær horfðu á hana og skildi hvað þær hugsuðu og stolt rétti hún úr sér, dró að sér andann og kastaði til höfðinu þannig að ljós makkinn féll fram með vanga hennar niður á bringu og þá litu nú karlmennirnir við, þvi hún var vel vaxin. Hún snerist á hæli, stóö gleið framan við áhorfendur sina, brosti smitandi til karlmannanna og vissi að nú dreymdi suma þeirra einum of villimannlega drauma. Nú voru árin að baki þeim farin að nálgast fimmtiu. En aldurinn hvildi á engan hátt á herðum þeirra. Þau voru eldri, þroska- legri en fyrrum, en glæsileg. Hann var reyndar farinn að grána. Og dekurleg bumban var jafnan fegin að sleppa úr vestinu. Hann var lika farinn að þrútna nokkuð I andliti, en það stafaði framur af vaxandi vindrykkju en elli. Hún leit út fyrir að vera talsvert yngri en árin gáfu til kynna. Vöxturinn næstum eins og áður. Svolitið var hún farin að fitna um mjaðmirnar, en mittið var enn á sínum stað og brjóstin. En hún var ekki eins teinrétt og áður, axlirnar farnar að siga. Hann stóð við stofugiuggann, horfði út yfir veröndina. Heimurinn var eyðilegur þetta kvöld. Kalt, dimmt þrátt fyrir öll kllóvöttin sem áttu að bregða birtu yfir bardús manna* og tungliö óð I skýjum einhvers staðar ótrúlega langt I burtu. Vindur og gnauð. Hávarður var þrútinn og þung- lyndislegur og skyrtan ógyrt, axlaböndin héngu aftur af honum, buxurnar i fellingum eins og væru þær mörgum númerum of stórar, berar tær, úfið hár, andskotinn hugsaði hann. Og hafði ærna ástæðu til að biðja þann vonda sér til hjálpar. Nú er hún eflaust sofnuð, hugsaði hann, einkennilegt hve hún tekur þessu létt. Gerir sér ekki rellu út af hlutunum. Fer að sofa. Hann snerist á hæli, náði i vindil úr krús, beit i hann og hélt áfram að horfa á tóma veröldina og tunglið I skýjunum fékk heiftarlegt tillit þar sem það glotti heimskulega til foringjans i hvita húsinu. Ég læt ekki bjóða mér þetta, hvæsti hann inn i vindilinn, þetta er einum of langt gengið. Og Hrafnhildur sefur. Vaknar seint á morgun, fer i kvenfélags- kaffi seinnipartinn og kjaftar öllu saman á sinn rólega geðprýðis- lega hátt. Hún hugsar ekki! Það er eins og hún hafi ekki til- finningar, þessi kona. Æ, taktu þvi ekki svona, sagði hún. Taktu þvi ekki svona, sagði hún og setti plötu á fóninn, náði i simtæki, setti i samband og þegar hann sá að hún hringaöi sig upp i sófann og gerði sig blaöurskjóðu- lega i framan, þá vissi hann að nú átti að fara að stjórna kvenfélaginu. Og nú var hún sofnuð. Dreymdi eflaust um stórkostlega sigra i næstu kókóorrustu félagsins, eða sveif á draumskýi sem fararstjóri sjötiukerlingahóps til Mæjorku. Þessi kona! Nú skyidi enginn ætla, að Hávarður væri I fyrsta sinn að hneykslast á rólyndi konu sinnar. öðru nær. A sumrin hafði hún varla fyrir þvi að tina á sig spjarir, þegar hún sveiflaði sér fram úr á morgnana og æddi út i sólbað. Strákarnir i Glæibrekku fengu að glápa sina lyst. Æ — hrjóti hún þá, hugsaði Hávarður, leitaði um stofuna eftir eldspýtum.og þegar farið var að rjúka úr vindlinum, gekk honum betur að koma hugsunum sinum, reiðibylgjunum, i farveg, sem hann réð við. Harin kom skyrtunni ofani buxurnar, fann sokka, skó og vesti og ákvað að berja upp bakdyramegin neðar i brekkunni. Smásaga eöa öllu heldur fréttaskýring eftir Gunnar Gunnarsson III. Kristófer gægðist út um rifu. Þegar hann sá hver barði, bað hann Hávarð að biða, lokaði meðan hann náði keðjunni af, og hleypti flokksforingjanum inn. Kristó, eins og vinir hans kölluðu hann, var skipamiðlari, og þótt hann dáði Hávarð og fylgdi honum dyggilega i flokknum, þá var hálfgerð ólund i honum fyrst i stað, enda kominn i náttföt og búinn aö taka út úr sér tennurnar. Hann horfbi spyrjandi á Hávarð. Við verðurn að kalla saman nokkra úr Brekkunni, sagði Hávarður, ég hef frétt af leiðinda- máli og ég held að við getum komiö i veg fyrir slys ef við köllum saman hverfisráð flokksins núna. Getum við ekki fengið mennina hingað? Má ég hringja? Kristó var fýlulegur. Hann náði sér i tennur og slopp i svefnher- bergið. Mæja sefur svo fjári laust, þeir vekja hana án efa. Getum viö ekki hringt i Friðfinn? Kristó gaf foringjanum koniak I glas meðan hann klæddi sig og náði svefninum úr andlitinu. Þeir smugu svo út i nóttina, settu i herðarnar i kuldanum, brettu upp frakkakragann og voru i framan eins og seinheppnir innbrotsþjófar á flótta. Þú veist um Ellivinafélagið, sagði Hávarður á leiðinni. Ellivinafélagið hefur fest kaup á húsi hér i hverfinu. Það er ætlunin að hafa hér hæli fyrir gamalt fólk, og ég er.hræddur um að það verði aðallega um að ræða fólk sem þarf mikla umönnun, fólk ruglað af elli, þú veist. Hávarður talaði i hvislingum. Kristó leit kviðafullur á hann: Ertu alveg viss um þetta. Þetta hverfi er skipulagt sem einbýlis- húsahverfi og var talað um að hér yrði aldrei haft fyrirtæki af neinu tagi. Borgarstjórinn segist ekki geta stöðvað þessi kaup. Ellivina- félagið hefur leitað stift eftir að fá hús hérna. Hvers vegna I ósköpunum hérna? Þetta er rólegt hverfi. Börn eru hér fá, göngustigar á milli húsa og engin hætta af bilaumferð. Svo þykir húsið sjálft vist hentugt og garðurinn umhverfis er stór. Hvaða hús er það sem þeir ætla að kauna? Húsið rúbluprestsins, þú veist, hann var gerður að presti austur á landi. Andskotans komminn! Þeir komu að girðingunni umhverfis lóð Friðfinns. Hávarður greip I efsta lang- bandið, sveiflaði sér yfir, blés mæðinni þunglega og horfði á Kristó paufast klaufalega yfir: ég ætla mér að stöðva þessi kaup, sagði hann festulega. IV. Þeirsettust i stofu hjá Friðfinni ritstjóra, hringdu i vini sina i hverfinu, og bráðlega höfðu þrettán húseigendur úr Glæsi- brekku safnast saman i stofunni. Friðfinnur veitti þeim i staup og gaf vindla. Við hljótum að geta komið I veg fyrir þetta Hávarður, sagði rit- stjórinn, en rödd hans hljómaði ekki sannfærandi, og þeir litu tólf með spurn i augum til foringjans. Eg hef rætt þetta við borgar- stjórann. Hann getur ekkert gert. Við vorum þeir asnar, þegar hverfið var skipulagt, að gera ekki skriflegan samning um að hér mættu aðeins búa fjölskyldur i eigin húsum. Það fór einhvern Frh. á bls. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.