Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 29
Jólablaft 1974 — ÞJÓÐVILJINN SIÐA 29
Hreingerningar
Framhald af bls. 2 7.
boltinn drengsins hennar i fram-
sætinu. Það var ansi efnilegur
krakki, — þessi drengur. Hann
hafði reynt að stofna til kynna við
hann og boðið honum sælgæti, en
hann þáði ekki sælgæti, — munur
eða aðrir krakkar í blokkinni,
þessi óaldarflokkur, sem var við-
búinn að snikja, ef á þau var litið.
Og sjálfur átti hann svo sem
dreng...
Kristinn var afbrigðilegur, —
já.bjálfi, —best að segja það eins
og það var. Eins og gengur hafði
ekki borið á neinu i fyrstu, þegar
hann var smærri. En svo kom
þetta allt smátt og smátt i ljós.
Já, og var það ekki til marks um
hvers konar manneskja Steinunn
var, að hún hagaði sér við hann,
eins og hann kæmi henni ekki við.
Þó vissi hann að mæðrum ætti að
þykja vænst um þau börnin, sem
bágasta áttu æfina. En ekki
Steinunn... Þess vegna var það
hann sem fór með hann i göngu-
ferðirnar. Hann hafði sannarlega
lagt á sig... En Kristinn var lika
hændur að honum og leit upp til
hans. Það vantaði ekki. En hon-
um var ofraun að gefa sig að hon-
um, — lengi. Það gerði þessi
kjánasvipur. Það gat sett að
manni svo undarlega tilfinn-
ingu... að ekki sé minnst á þessa
uppgötvun um daginn. Auðvitað
mátti vita að að sliku hlaut að
koma, — orðinn fjórtán ára. En
svona hlutir urðu svo óhugnan-
legir, þegar fáráðlingur eins og
Kristinn átti i hlut...
Regnvatnið var farið að leka
niður um hálsmálið á honum.
Honum datt byggingin aftur i
hug. Hann ætlaði að koma við á
heimleiðinni og vita hvernig
gengi þar uppfrá. Hann hafði sagt
henni frá byggingunni þarna um
kvöldið, — að hann ætlaði að
stækka við sig, — einbýlishús.
Hún hafði spurt og verið full
áhuga, — eins og hún ætti að flytj-
ast þangað sjálf. Ekki sást á
Steinunni að henni þætti mikið til
um stórhug hans, þótt hún væri sú
sem ætti að flytja i einbýlishús.
Annars var ekki að vita hver flytti
hvert á endanum, máttu þau vita,
systkinin!
Hann hrökk upp úr hugleiðing-
um sinum. Jú, ekki bar á öðru!
Þarna kom hún aftur. Hvaða
ferðalög voru þetta á henni? Fólk
gat leyft sér svona á skrifstofun-
um, — gat sifellt verið að hlaup-
ast frá. Til allrar hamingju var
hann kominn nokkurn spöl frá
bflnum og var á leið að húsdyrun-
um á ný. Óumflýjanlega mundu
þau mætast. Hann gekk niðurlút-
ur og hlustaði spenntur á fótatak
hennar nálgast. — Hvernig geng-
ur? spurði hún kumpánlega. —■
Vel, bara vel, svaraði hann og
leitaði að einhverju til að bæta
við, en datt ekkert I hug. — Maður
er mest í byggingunni, sagði hann
loks, en hún heyrði það ekki, var
komin of langt frá honum. Kann-
ski hafði hún ekki einu sinni
heyrt, þegar hann sagði að það
gengi „bara vel”.
Marinó og þeir hinir sátu enn á
bekknum, og þótt honum væri
skapi næst að ganga fram hjá
þeim, hætti hann við það og stans-
aði. Undir niðri stóð honum beyg-
ur af Marinó. Nú, — hann var þá
að reykja einn af lyktvondu vind-
lingunum. Þvi I andsk... hafði
hann þurft þess einmitt nú. Hún
hlaut að hafa fundið bræluna af
honum, þegar hún gekk framhjá.
En I sjálfu sér kom honum það
ekki við, þótt svo Marinó væri
vinnufélagi hans... Ekki var pest-
in af honum!
— Hún spurði eftir þér sagði
Marinó. Hann var með fullan
munninn og hefði greinilega vilj-
að segja meira, en honum var of
örðugt um tungutak. Hinir kink-
uðu kolli, eins og þeir hefðu sjálfir
ætlað að verða fyrstir til að segja
honum tlðindin.
Svo hún hafði þá spurt um
hann. Þaö var ekki nema um eina
„hana” að ræða. Hann átti fullt I
fangi með að sýnast rólegur.
— Hún bað þig að fara inn til
fulltrúans. Marinó hafði komið
niður munnfyllinni.
Til fulltrúans? Hann fann til
vonbrigða. Hvers vegna hafði hún
ekki sagt honum það sjálf, þegar
þau hittust úti fyrir?
— Ætli við förum ekki að hafa
okkur að verki, sagði hann þurr-
lega og gladdist, þegar hann sá á
þeim vonbrigðasvipinn. Þeir
höfðu vlst haldið að hann hlypi
upp til handa og fóta! — hann
skyldi ekki láta sér liggja á að
finna þennan fulltrúa. Nógur yrði
timinn...
Hvað var annars með hana?
Þóttist hún ekki geta talað við
hann nema með skilaboðum?
Einhverntima skyldi hann taka
hana tali, Augljóslega þurfti að
ýta dálítið við henni. Hún hafði
llka stigið fyrsta skrefið, — sann-
gjarnt að hann stigi það næsta.
Bara að hann hefði ekki hætt I
tollinum. Það var svo allt öðru
vlsi starf en hreingerningarnar.
Hreinlegt, — og hægt að útvega
ýmislegt. Allir voru ginnkeyptir
fyrir slíku. Auðvitað hefði Stein-
unni ekki þurft að gruna neitt. Og
hefði Marinó farið að gruna eitt-
hvað, — óneitanlega var hann
slægvitrari en Steinunn, — hefði
hann einfaldlega lagt spilin á
borðið, — velt þvi of an af sér,-
öllu hyskinu.
Hann keppist við vinnuna. Það
var mál til komið að flytja stig-
ann. Hann hóf fötuna af naglan-
um og tók að feta sig niður þrepin.
Marinó var að troða sér I pípu.
Það var ekki fyrsta plpan, sem sá
maður tróð sér I á deginum! Það
var notalegt að taka góð laun fyr-
ir slik vinnubrögð, öruggur i
skjóli Steinunnar! Steinunn þáði
lika að hafa hann eins og vörð yfir
honum, vakandi hvert hans spor
og hlerandi eftir hverju hans orði.
Hann hafði svo sem reynt að það
skilaði sér til hennar, — það sem
henni var fengur i að frétta.
Þarna kveikti hann í pipunni.
Hvfllk sallarólegheit! Og ekki
hafði stiginn verið færður aftur!
Hvernig stóð á að hann lét bjóða
sér þetta? Ef það væri einhver
mannsbragur að honum, léti
hann Marinó heyra það, næst
þegar hann þættist ekki einfær
um að flytja til stigann: — Það
tekur þvi ekki, Marinó, — ætti
hann að segja. — Það liggur ekki
svo mikið eftir þig hvort
sem er! — Hvernig ætli
strákarnir brygðust við? Skyldu
þeir standa með Marinó, eða yfir-
gæfu þeir hann, þegar þeir fyndu
alvöruna? Það var þó hann, sem
stjórnaði verkinu, en ekki
Marinó. En ef flokkurinn snerist
gegn honum, með Marinó i broddi
fylkingar? Hver vissi nema þeir
tækju sig bara saman og færu.
Auðvitað gátu vanir hreingern-
ingamenn spilað upp á eigin spýt-
ur, — og án hans.
Annars dugði ekki að láta þetta
yfir sig ganga öllu lengur. Hann
varð að herða sig upp og breyta
um stefnu, gera það öllum ljóst,
hver stjórnaði, —ekki bara henni,
— öllum! Já, þótt þeir tækju sig
saman og færu, — þetta gekk
ekki!
Marinó hafði stungið pipunni I
vasann og var að flytja stigann
til, — upp á eigin spýtur!
Honum létti.
Hann sat um stund I bílnum,
eftir að hafa drepið á honum og
stungið lyklinum í vasann. Það
var kveikt uppi. Þau biðu þá eftir
honum. Ekki var billinn hennar
sjáanlegur neins staðar! Honum
leyfðist vist ekki að geta sér til
um hvar hún mundi vera, fyrst
hún var ekki komin heim! Annars
varðaði hann ekki um hvar hún
hélt sig, — nema hann taldi víst
að einstæðar mæður ættu nóg með
að sinna sinu'm krökkum, ha, ha.
Og svo þóttist hún ekki geta vis-
að honum inn á skrifstofuna,
nema með að senda honum skila-
boö. Jú, ekki bara á öðru, hún var
vlst fulltrúi. Það fannst llka á.
Hún hafði farið að spyrja hann
um hreingerningastarfið, eins og
hún hefði bara heilmikinn áhuga
á þvl. Þó hafði hann reynt að
minnast á bygginguna. Hann
hafði sagt að meira væri upp úr
hreingerningum að hafa en tollin-
um, en hún heyrði það vist ekki,
— sýndist of upptekin að ráðgast
við skrifstofustrákinn um hvert
ætti að senda þá næst, — spurði
ekkert um tollinn. Einkennilegt,
hvernig hún lagði sig fram um að
heyra ekki, þegar hann reyndi að
beina talinu frá hreingerningum.
Kvenfólk mátti bókstaflega ekki
fá nein áhrif, — þá umturnaðist
þaö I hroka.
Og svo sat þessi strákur aö
henni, — unglingsdjöfull. Já, já
hann hafði séð hvernig hann virti
hana fyrir sér, þegar hún leit á
hann, til að spyrja hvert ætti að
senda HANN næst, HANN, —
mann á besta skeiði. Hún spurði
þennan krakka að þvi! Sjálfsagt
var þetta hámenntað kvikindi,
kannski verslunarlærður eins og
hún, —og fallegur, maður lifandi,
Vangarnir eins og flauel og svört
skeggló á hökunni, Hann sá þau
fyrir sér saman. Hvað skyldi hún
hafa sagt um hann, þegar hann
var farinn út? . . . sennilega ekki
neitt. Annars mátti vist mala
saman I svona kompu, — hefði
fullt eins getað verið svefnher-
bergi.
Hann blés mæðinni I stiganum
fyrir framan Ibúðina hennar.
Hann verkjaði I hendurnar. Hann
hafði komið við I byggingunni á
heimleiðinni. Dælan hafði ekki
undan. Þaðhafði rignt of mikið og
allur kjallarinn fullur af forar-
vatni. Auk þess var dælan á sið-
asta snúning, það lak með spennu
á slöngu, hún skalf öll og skókst,
— hö, hö, sagði hún. Hö, hö, —
eins og Marinó. Marinó, — ha, ha!
Hann hló, — eða öllu heldur ætl-
aði að hlæja, en hláturinn varð að
reiði. — Komdu þér inn fyrir,
óeðlisrokkurinn þinn, sagði hann
viö drenginn, sem stóð á dyra-
þrepinu og breiddi við honum
faðminn. Hvar hafði . . . hver
hafði látið hann fá einkennishúf-
una? Hann roðnaði, eins og hann
hefði verið niðurlægður.
Annars skipti þetta ekki máli.
Hann hljóp til og kitlaði strákinn
undir höndunum, svo hann hló og
hló og snerist um. í látunum
náði hann af honum húfunni, án
þess að hann yrði þess var. — A
eftir förum við I leik, sagði hann
og leit snöggt yfir öxl sér til son-
arins, sem stóð ráðvilltur og *fór
höndum um bert höfuð sér.
s
GARÐAHREPPI. — SIMI: 51900
BRAUTRYÐJENDUR
í SMÍÐI SKUTTOGARA
Á ÍSLANDI.
0
P
V
o
1 D féSe ^
y r£°S&*. <^s'
/s^
s
/
r *'ryT>s h
* krs
‘Vy