Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 31

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 31
Jólablaö 1974 — ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 31 SMÁSAGA EFTIR RAFAEL ALBERTI MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR ÞÝDDI ^Um hafsúuna í fyrstu setningunni birtist þeg- ar lykillinn aö sögu þessari: „Fátt getur fegurra en vasabók mln — Deist Controversy — var, þegar hún sökk i Miðjarðarhaf.” (Deism guðstrú — svo að gefin sé lausleg skýring á þvi sem fyrir Forster vakir: —■ það er sú trú að engin þörf sé á guölegri opinber- un á leyndarmálum lifsins, skyn semin sé einfær um að finna lausnina.) bessi hversdagslega vasabók, full af skynsamlegum athugasemdum, verður fögur og dularfull við að sökkva i þann sæ, sem engri skynsemi er háður, vatniö i Bláhelli á Capri. Ungur Itali," einkar friður, kafar eftir bókinni, en þetta er ferjumaður- inn sem flutti sögumanninn út i hellinn. Ferjumaöur þessi er. náttúrubarn. Sögumaðurinn hef- ur gengið i háskóla hjá skynsem- inni. Sé hann spurður hvort hann hafi nokkurn tlma séð hafgúuna, svarar hann i gamni: „Oft og mörgum sinnum,” en ferjumað- urinn sér undir eins að hann er að ljúga þessu, þvi Jósef bróðir hans sá hana svo vel að ekki varð um villst — og þá var ekkert gaman á ferðum. Hver er hún þá, þessi hafgúa? Ég held ekki að nein þörf sé á að skýra hiö táknræna i sögu Forst- ers nákvæmlega. En aöalatriðiö sýnist vera deginum ljósara: sá sem öðlast óvenjulegan skilning á eðli hlutanna getur illa samhæft sig hinu dagsdaglega (svo sem Jósef sem komst ekki fyrir i bát sinum), og allar llkur til að hinir dyggu veröir bókstafstrúar muni tortima honum, — þessir sem leggja kapp á að varna hafgúunni uppgöngu úr sjónum og varna henni máls. Samt mun ekki verða unnt að hamla þvi að leitinni að henni verði haldiö áfram, þvi með engu móti öðru mundi verða unnt að bjarga heiminum en þvi að hún fyndist. Fátt getur fegurra en vasabók mln Deist Controversy, var þegar hún féll úr lofti niður I Miöjaröar- haf. Fyrst stakkst hún á bólakaf, sem svart reikningsspjald væri, kom svo upp, lyftist, opnaöi laufin sin, grænföl, að lit sem breyttist I bláma, stundum hvarf hún, kom svo aftur eins og töfrafull teygja, sem nær út I fjarstan fjarska, breyttist siðan aftur i bók, varð samt stærri en sú bók sem geymir alla visku. Þegar hún var i kafi niður undir botni, fékk hún furðu- lega mynd, og móti henni gaus þá mökkur af sandi og huldi hana sjónum. Svo kom hún aftur með skýru yfirbragði, ekki alveg laust viö titring, lagöist hæversklega á bakið, en ósýnilegir fingur fitluðu við blöðin. „Ljótt er aö vita það,” sagði frænka min „að þú skyldir ekki fást til að ljúka við verk þitt á hótelinu. Þá hefðirðu getað átt gott á eftir og þetta hefði þá aldrei komið fyrir.” „Allt mun það fegrast og frikka i hafi sinu”, Ivitnaöi skipstjórinn ensystir hans sagði: „Ha, er þaö farið i sjóinn?” Annar af báts- mönnunum fór að flissa, hinn að fara úr öllum fötunum. „Heilagur Móses,” sagði sveit- arforinginn. „Er maðurinn orð- inn vitlaus?” „Já, viltu þakka honum kær- lega fyrir, segja honum að hann sé voða góður, en það sé best að láta þetta eiga sig þangað til seinna.” „Ég held að ég vilji nú helst fá bókina mina aftur,” sagði ég með grátstaf I kverkunum.” Ætli það veröi mikið eftir af henni „ein- hverntíma seinna.” Þetta sem er félagi minn og hugaryndi.” „Ég vil leyfa mér að leggja nokkuð til málanna,” sagði ein af konunum undir sólhlifunum. „Viö skulum láta þetta barn náttúr- unnar eitt um það að kafa eftir bókinni og á meöan skulum við fara i annan helli. Það má setja hann út á þetta sker þarna eða á klettinn og hann verður búinn að þessu þegar við komum aftur.” Þetta likaöi öllum vel, og enn betur þegar ég sagðist ætla að fylgja honum, til þess að létta á bátnum. Svo vorum við settir af fyrir utan litla hellinn, á stóran klett sólfáðan, sem gætti inn- gangsins og dásemdanna inni fyr- ir. Dásemdirnar skulum vð segja að verið hafi bláar, þó að raunar séu þær fyrst og fremst Imynd alls hreinleika, allt frá hibýla- hreinleik til hins æðra i hærra veldi, hreinleika allra hafa sam- ansafnaðra i eitt I geislandi ljósi. I Bláhelli á Capri er meira af blá- um sjó en annars staðar I öðrum hellum ekki blárri sjór. Þessi lit- ur er aöall og eign hvers hellis viö Miðjarðarhaf þar sem sól skin og sjór dunar. Ekki var báturinn fyrr lagður frá en ég fór að sjá eftir að hafa gefið mig svona á vald bláókunn- ugum manni, og það á þessari tæpu syllu. Allt I einu brá hann við, tók I handlegg mér og sagði: „Við skulum koma innst inn i hellinn, þar er nokkuð fallegt að sjá.” Hann lét mig stökkva niður af klettinum niður á syllu og yfir mjóa geil I bergið, þar sem sjór flæddi, og lengra og lengra inn i skuggann fórum við, uns ég stóö á mjórri sandræmu sem blánaöi fyrir enda með yfirskyggðum túrklsbláma. Þangað komnum fékk hann mér fötin sin, hraðaði sér svo aftur yfir að klettinum við hellismunnann, og staðnæmdist við fjöruboröið. Þar beiö hann ör- stutta stund allsnakinn i glaða- sólskininu, lyfti svo höndum upp yfir höfuð og steypti sér. Svo dásemdafull sem bókin min var, var það ekki mikið'á móts við manninn. Mér þótti sem myndastytta úr silfri hefði lifnað við aö koma I sjóinn, og flæddi um hana líf fram og aftur grænt og blátt. Hér var nokkuð að sjá svo fullkomlega sælt og algert — og svo kom það aftur upp úr sjónum, sólbrennt og drifvott, meö at- hugasemdakompuna um Deist Controversy milli tannanna. Þess er vænst af baöstrandargestum á Sikiley að þeir séu ósinkir á aura. Ég þóttist vita, aö hvað sem ég byði mundi honum þykja það of litiö, og mér var ekki um að þurfa að leggja mig niður við að prútta á þessum fagra og eyðilega stað. Feginn varð ég þegar hann hóf máls við mig og sagði: ,,A stað eins og þessum má búast við að hafgúan haldi til.” Þetta likaði mér vel, að hann skyldi vera svona vel með á nót- unum með tilliti til staðarins sem við vorum staddir á. Þvi þetta var engin hversdagsveröld, hana lýsti alla sem af góðum galdri, skinið frá veggjunum og hellisþakinu endurspeglaðiist I titrandi vatns- fletinum. Það sem ekki gat átt sér stað annars, varð þarna sjálfsagt, og ég svaraði i samræmi við það: „Já, hér á hún ugglaust heima.” Hann skoðaði mig með tals- verðri forvitni um leið og hann klæddist. En ég var þá að losa sundur blautu blöðin i bókinni minni, þar sem ég sat á sandinum. „Jæja,” sagði hann. „Lastu annars ekki litlu bókina sem var prentuð I fyrra? Það hefði vist engum dottið I hug, að hafgúan okkar yrði útlendingum til gagns og gleði.” (Ég las hana siðar og svo sem við mátti búast, var frásagan óskilmerkileg, en þó var i bókinni svartlistarmynd af þessum unga manni, og söngtextinn hans). „Hún kemur upp úr þessum bláa sjó, ætli ekki það?” giskaði ég á, „og sest á klett við hellis- munnann og fer svo að greiöa sér.” Mig langaði til að losa um tunguhaftiö á honum, og fá að vita hverju það sætti, að hann var orðinn svona alvarlegur, einhver ráögáta þótti mér vera falin I þvi sem hann sagði seinast. „Hefurðu nokkurn tima séð hana?” spurði hann. „Oft og mörgum sinnum.” „Aldrei ég.” „En þú hefur heyrt hana syngja?” Hann fór i frakkann sinn og sagði meö óþægilegum tón i rödd- inni: Ekki skil ég að hún geti sungið niðri i sjónum? Hver mundi geta það? Stundum er hún reyndar aö reyna að syngja i sjónum, en það heyrist ekkert til hennar, það koma bara upp bólur.” „Kemst hún ekki upp á klett inn?” „Hvernig ætti hún að fara að þvi? Prestarnir hafa vigt and- rúmsloftið, svo hún þolir ekki að anda þvi að sér, og klettana, svo hún þolir ekki að sitja á þeim. En hafið vigir enginn, þvi það er svo stórt, og alltaf aö breytast. Þess- vegna kemst hún ekki upp,en verður að vera niðri.” Ég þagöi. Þá mildaðist hann á svipinn. Hann horfði á mig eins og hann væri eitthvað að hugsa, gekk svo út á klettinn og horfði út í fjarsk- ann. Svo kom hann inn i skugg- sælan hellinn aftur og sagði við mig: „Hafgúuna sjá varla neinir, nema þeir séu góðir menn.” Ég gerði enga athugasemd við þetta. Svo þögðum við, og hann bætti viö: „Þetta er einkennilegt og prestarnir geta ekki skýrt þaö, þvi sjálf er hún vond. Ekki ein- ungis þeir sem fasta og hlýða messu eru i hættunni, heldur lika þeir sem hegða sér sómasamlega i dagfari. Enginn i þorpinu okkar hefur séð hana lengi, það er liðið hátt á öld síðan hún sást. Enda von. Við signum okkur öllsömul áður en við förum á sjó. Við héld- um að Jósef væri óhættara en okkur hinum. Hann var hafður i hávegum og dálæti og hann end- urgalt það, en þar með er ekki sagt að hann hafi verið neitt góð- menni.” Ég spurði hver Jósef væri. „Daginn þann — þá var ég seytján ára og bróðir minn tvi- tugur og miklu sterkari en ég, og það var um það leyti sem þessir gestir, sem hafa valdið svo mikl- um breytingum hérna i þorpinu, og viö höfum grætt svo mikiö á, voru að byrja að koma. Ég man sérstaklega eftir einni enskri frú af háum stigum sem hefur skrifað bók um þennan stað, og þaö var hún sem fékk þvi til íeiðar komið aö Framfarafélagið var stofnað, þetta sem nú vinnur að þvi að koma á sporbrautarkerfi milli hótelanna, sem tengi þau stöð- inni. Segðu mér eitthvað um ensku frúna,” sagði ég. „Þaö var á þessum degi sem viö fórum með henni út i hellana aö sýna henni þá. Og við rerum þangað fast við klettinn og ég tók upp I lófa minn litinn krabba, reif af honum klærnar og rétti þetta fram sem hvern annan fáséðan hlut. Konurnar ráku upp óp, en karlmönnunum var skemmt, og einn þeirra ætlaði að gefa mér aura fyrir. En ég var þessu óvan- ur og neitaði að taka við pening- unum. Sagði sem var, að mér þætti þakklæti þeirra nóg laun. Jósef, sem sat undir árum aftar i bátnum, reiddist mér og baröi mig á vangann svo tönn stakkst i vörina og mér blæddi. Ég ætlaði að launa fyrir mig, en hann var skjótur og snar i snúningum og i þessum viðbrögðum tókst honum að kitla mig svo undir holhend- inni, að ég missti áralagsins. Þá varð uppi mikill ys og þys meðal kvennanna, og mér var sagt seinna aö þær hefðu verið að ráð- gera að taka mig frá honum og gera mig að þjóni hjá sér. En af þvi varð ekki neitt.” „Þegar við komum út að hellin- um — ekki þessum, heldur stærri helli — vildi þessi sami maður, sem ætlaði að fá mér peningana, aö við færum að kafa eftir pening- um, og frúrnar voru þvi sam- þykkar. Jósef, sem vissi hve gaman útlendingum þykir að sjá okkur synda og kafa, afsagöi að gera þetta fyrir minna en silfur- pening, og þessi heldri maöur sem var i bátnum fékk honum tvær lirur. „Um leið og hann steypti sér, leit hann á mig og sá ab ég hélt hendi um sáriö og grét, þviéggatekki gertviöþvi. Þá hló hannog sagöi: „Svomikið er vist, að i þetta skipti fæ ég ekki að sjá hafgúuna!” Og svo stökk hann út i án þess að signa sig. En hann sá hana samt.” Hann þagnaði og þáði hjá mér sigarettu. Ég horfði og horfði á sólgullinn klettinn við hellis- munnann, og kvikandi ölfugjálfr- ið og þennan sæla undrasjó þar sem bólum skaut upp i sifellu. Að lokum stráði hann heitri öskunni á gárana, sneri sér undan og sagði: „Hann náði ekki i pening- inn. En upp kom hann. Viö lögð- um hann út af i bátnum og hann var svo stór að hann fyllti nálega út 1 hann og svo votur að engin leið var að koma honum I fötin. Aldrei hef ég séð nokkurn mann svona blautan. Hefðarmaðurinn I bátnum reri á móti mér i land, og við breiddum poka ofan á Jósef, og settum hann i skutinn.” „Var hann þá drukknaður?” sagði ég lágt, þvi ég hélt að þetta væri aðalefnið i sögunni. „Það var hann ekki,” sagði maðurinn reiðilega, sagði ég þér ekki að hann heföi séð hafgú- una?” Aftur varð ég orölaus. „Við háttuðum hann niöur i rúm, þvi við héldum að hann væri veikur. Læknirinn kom og tók þóknun fyrir, og presturinn kom og stökkti á hann vigðu vatni. En litið gagnaði það. Hann var orö- inn eitthvað svo stór, eins og hafið hefði fyllt hann. Hann kyssti fremsta köggulinn i þumalfingri heilags dóms sankti Biagios, og ekki þornaði sá köggull fyrr en komið var kvöld.” „Hvernig leithann út?” dirfðist ég að spyrja. „Eins og sá sem séð hefur haf- gúuna. Ef þú hefur séö hana „oft og mörgum sinnum” ættiröu ekki að þurfa að spyrja. Hann gat ekki glaðst þvi hann vissi allt. Allt sem lifsanda dró hryggði hann þvi hann vissi að það mundi deyja. Hann vildi helst sofa alltaf.” Ég grúfði mig yfir bókina mina. „Hann geröi ekki neitt og neytti ekki matar, vissi ekki hvort hann var nakinn eða klæddur. Allt varð ég aö gera, og systir min varö aö fara i vist. Við reyndum að koma honum til að fara að betla, en hann var of hraustlegur, fólkið fékk enga maðaumkun með hon- um af að sjá hann, og ekki trúði það heldur að hann heföi misst vitið það sást ekki á augunum. Hann stóð aðeins á götuhorni og horfði á fólkið, sem framhjá fór og þvi meira sem hann horfði á það þvi ólukkulegri varö hann. Þegar hann vissi að barn hefði fæðst þá huldi hann andlitiö i höndum sér. Enn verra þótti hon- ura að frétta um giftingar, og þá var hann vis til að veitast að brúðhjónunum þegar þau komu úr kirkju. Ekki þótti okkur hann þá liklegur til að giftast. En það var nú min sök aö svo fór. Ég las i blaði um stúlku nokkra i Ragúsa, sem missti vitið af þvi að fara i sjóinn að synda. Jósef var fljótur á sér þá, hann brá við og sótti stúlkuna. „Aldrei sagði hann mér neitt um það hvernig þetta gerðist, en ég hef hlerað að hann hafi farið rakleitt heim til hennar, brotist inn og tekið hana með sér burtu Framhald á bls. 33

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.