Þjóðviljinn - 05.01.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1975. HEIMSÓKN í MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Grétar Slmonarson, mjölkur- bússtjóri Mjólkurbú flóamanna átti 45 ára afmæli í haust. Þ jóöviljamenn heimsóttu búiö fyrir skömmu og ræddu við Grétar Simonarson, mjólkur- bústjóra, og skýrði hann starfsemina nokkuð fyrir okkur. Eekstur mjólkurbúsins hefur tekiö miklum breytingum á þeim árum sem það hefur verið starf- rækt, mjólkurmagnið er vitan- lega margfalt miðað við fyrstu ár þess og framleiðsla vörutegunda er orðin fjölbreyttari. Mjólkurbú flóamanna tilheyrir sölusvæði M jólkursam sölu Reykjavikur. Það sölusvæði nær allt austan frá Skeiðarársandi og vestur aö Gilsfirði. Á þessu mikla svæði eru nokkur mjólkurbú, sem taka við mjólk og framleiöa úr henni. Nokkuðersiðan myndaðist nokkuð samvirkt kerfi um verka- skiptingu þessara búa. Mjólkur- samsalan annast dreifingu hinnar fljótandi vöru, en Osta og smjör- salan dreifir þeirri vöru sem i föstu formi er, ostum og smjöri. Mjólkurbú flóamannna fram- leiðir mest af þeim bræddu ostum, sem á markaði eru, svo sem camenbert og smurosta af ýmsu tagi, en önnur mjólkurbú framleiða annars konar osta, akureyringar búa til gráðostinn, borgnesingar enn aðra tegund osfr. úr 1 miljón lítra í 37 miljónir lítra Árið 1930 runnu 1.221 miljónir litra gegnum tæki og tanka Mjólkurbús flóamanna. 1965 sem var metár i sögu búsins, runnu 37,4 miljónir litra gegnum búið og útlit er fyrir að nýtt met veröi sett i ár, að litrafjöldinn fari vel yfir 38 miljónir. Islendingar drekka ekki alla þessa mjólk, og raunar tiltölulega iitinn hluta hennar. A skrifstofu mjólkurbúsins hangir á vegg linurit eitt, sem sýnir glöggt, hvert magn mjólkur það er sem skyr, súrmjólk, ostar, rjómi, undanrenna, mysa og mjólkur- duft er unnið úr. I júli i sumar, skiluðu mjólkur- kýr bænda á viðskiptasvæði Mjólkurbús flóamanna 4,5 miljónum litra mjólkur, en þá seldi búið til neyslu „aðeins” 1,1 miljón litra. Það mjólkurinnar, sem ekki var drukkið strax, varð búið að nýta á annan hátt, þ.e. framleiða úr henni ýmsar mjólkurvörur. Hvernig væri að smyrja sneiðina beggja megin? Við spurðum Grétar Sim- onarson, mjólkurbústjóra, hvort mjólkurneysla landsmanna ykist i réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Nei, sagði Grétar, það er ekki, en á móti hlutfallslega minni mjólkurdrykkju kemur aukin fjölbreytni i afurðaframleiöslu, aukin neysla hinna ýmsu súr- mjólkurgerða, jógúrt, osta osfrv. Reyndar eykst sala neyslu- mjólkur nokkuð hér á okkar sölu- svæði, Selfossi og nágrenni, en það stafar aðeins af þvi, að æ fleiri bændur kaupa mjólkina hér, kaupa hana niöurgreidda, enda er engin ástæða til að þeir drekki eigin mjólk og miklu dýrari en aðrir landsmenn. Cr þessum vélum kemur skyr, rennur gegnum slur og trektir og endar I dósum. t efnagreiningarstofu m jólkurbúsins er stöðugt unnift aft rannsóknum á sýnum. Sýni eru tekin af hverri mjólkursendingu, gerlamagn mælt og þannig fylgst náið með gæöum mjólkurinnar og einnig þeirra afurða sem búift framleiðir. Linuritift sýnir mun mjólkurframleiftslu eftir árstfftum og einnig mismunandi magn mjóikurneyslu. Mjólkin betri nú en áður Grétar sagði, að sú mjólk sem framleidd er núna, sé miklum mun betri, en sú mjólk sem fram- leidd var fyrr á árum. „Það er margt sem veldur þvi”, sagði Grétar, „m.a. bættar vinnsluaðferðir, betri fjós, betri vegir og vélakostur. Nú eru 14 mánuðir siðan tankvæðing okkar viðskiptasvæðis varð alger og viö köstuðum siðasta mjólkur- brúsanum. Um 98% allrar mjólkur sem við fáum dæmist vera i 1. flokki, en hér áður var hlutfallið mun óhagstæöara fyrir bændur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.