Þjóðviljinn - 05.01.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Side 6
• StÐA — ÞJóÐVILJINN Sunnudagur 5. Janúar 1975. Viggo Steenstrup er danskur blaöamaöur sem nýlega var á ferö í Bangladesh. Hann hefur skrifað tvær greinar fyrir Þjóðviljann og fer hin fyrri hér á eftir Viggo Steenstrup (t.v.) i Bangladesh Götumynd frá Dacca. Frá miklum fögnuði til beiskju, hungurs, spillingar og vonleysis Einn af stormsveitarmönnum Mujiburs Rahman meö alvæpni á götu i Dacca. Þann sextánda desem- ber 1971 fögnuöu menn frelsi hástöfum á götum Dacca: Joi Bangla. Joi Bangla — Bangladesh sigr- ar! hrópuðu menn. Nýtt riki var orðið til, Bangla- desh, land bengala, að lok- inni einhverri grimmileg- ustu borgarastyrjöld sög- unnar, en meðan á henni stóð tortímdu púndjabar og patanhermenn frá Vestur- Pakistan bengölum svo tugþúsundum skipti og gerðu sér einkum far um að slátra stúdentum og menntamönnum. Fögnuðurinn flæddi yfir alla bakka þegar Sjeik Mujibur Rah- man hélt innreið sina i borgina sem þjóðhetja eftir að hann haföi veriö látinn laus úr fangelsi i Pakistan. Hann var þjóðhetja 75 miljón bengala sem áttu nú i fyrsta sinn að fá tækifæri til að byggja upp land sitt frjálsir — án afskipta bresk-pakistanskra eða annarra yfirvalda. Einva Idur Siðan eru liðin aðeins þrjú ár, en á þessum stutta tima hafa fagnaðarlæti og bjartsýni vikið fyrir beiskju, hungri og hirðu- leysi. Og hetjan Mujibur Rahman hefur orðið einvaldsherra, sem byggir vald sitt á Awamiflokkn- um, sem er'liklega einhver spillt- asta stjórnmálahreyfing i heimi. t óttablöndu umtali er hann aldrei nefndur nema titlar hans fylgi allir: „Bangabandu sjeik Muji- bur Rahman forsætisráðherra”. Minna má það ekki vera. Bangabandu þýðir „vinur bengala” eða „faöir bengala”, en þegar maður ræöir við venjuléga bengali hljómar þessi titill lands- föðurins eins og öfugmæli: — Aldrei hefur leiðtogi risið jafn hátt og sokkið jafn djúpt á jafn skömmum tima, segir stúd- ent einn sem barðist i frelsisstrið- inu.Mujiburhaföi fleira fólk á bak við sig en nokkur annar leiðtogi i sögunni — að einum ef til vill und- anskildum. Og þetta fólk var reiðubúið að fylgja honum út i rauðan dauðann, en littu bara á nú... I stað framhalds kemur lát- bragð sem lýsir vonleysi. Og stúdentinn heldur áfram: — Má vera að Mujibur sé sjálfur heiðarlegur maður. Ég gæti vel trúað þvi, eiginlega verð ég að trúa þvi, en hann er lika fórrikur. Og hann hefur i kringum sig spilltustu hirð pólitikusa sem hægt er að hugsa sér. Menn sem hafa ekki hug við annað en að auðga sjálfa sig og láta sér engu skipta frá hverjum þeir stela, hvort fjármálaspillingin hjá þeim leiði til hungurdauða þúsunda manna. Einokun valdsins Valdastaðan i Bangladesh hef- ur teflst mjög ójafnt á þessum þrem árum. Awami-bandalagið, meö öðrum orðum þeir sem rik- astir eru af bengölum, hafa ein- okun á pólitisku valdi. bað er að visu til stjórnarandstaða að nafn- inu til, JSD eða Jatyo Sangsad, en starf þess flokks einkennist meir af háværri og neikvæðri gagnrýni á allt það sem Awamibandalagið og stjórnin taka sér fyrir hendur en að reynt sé að bjóða upp á ein- hverja raunhæfa pólitiska val- kosti. Hin marxiska, maóiska eða sovétsinnaða stjórnarandstaða er svo klofin, að hún er ekki raun- verulegur aðili að valdataflinu. Mönnum er ekki boðið upp á neitt annað en Awamistjórn sjeiksins. Mujibur hefur einnig byggt upp hallarlifvörð fyrir sjálfan sig. Sveit þessi heitir Rakkhi Bahini, eða „grænu bahinarnir”, flokkur öryggislögreglumanna sem allir hafa svarið sjeiknum persónuleg- an trúnaðareið. Lið þetta er haft til að vega upp á móti fastahern- um, en þar rikir vaxandi óánægja með stjórnarfarið meðal eldri liösforingja. Reyndar er herinn miklu liðfleiri, en hinsvegar eru það Rakkhi Bahini sem fá i sinn hlut öll nýtiskuleg vopn og geta þvi meir en haft i fullu tré við her- inn ef til uppreisnar kæmi gegn Mujibur sjeik. EFTIR VIGGO STEENSTRUP

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.