Þjóðviljinn - 05.01.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. jantíar 1975. Sunnudagur 5. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Eygló Eyjólfsdóttir kennari/ sem nú er búsett í Kenya, hefur sent jafnrétt- issíðunni grein þá sem hér birtist um stöðu kvenna í Kenya, en hún sat nýlega ráðstefnu kenyanskra og sænskra kvenna um þetta efni. í bók sinni „Fólk mitt, Kikuyuarnir”, rekur Jomo Kenyatta goðsögnina um uppruna Kikuyuanna og skyldra ætt- flokka. Guðinn Mwene leiddi fyrsta manninn, Gekoyo eða Kikuyu upp á snævi þakta tinda Kenyafjalls, benti honum á hið gróskumikla.land umhverfis fjall- ið og bauð honum að yrkja það og uppfylla með konunni Mumbi, sem hann gaf honum. Kikuyu settist þarna að og eignaðist niu dætur með konu sinni en engan son. Samkvæmt ráðum guðsins færði Kikuyu fórn sina og birtust þá niu ungir menn, forfeður hinna ýmsu ættflokka. Mörgum öldum siðar tókst konunum að ná völd- um af karlmönnunum og stjórna af hörku um alllangan tima. En þar sem þær sýndu litla ábyrgð og skynsemi I græðgi sinni I forrétt- indi og völd og voru bæði grimm- ar og miskunnarlausar, gátu karlmennirnir ekki unað við slikt lengur og náðu stjórn mála aftur i slnar hendur. Þeir fóru lævlslega að, gerðu þær allar barnshafandi á sama tlma og notuðu svo tæki- færið, meðan konurnar voru að fæða. 1 hegningarskyni við konur var fjölveri afnumið þegar f stað og fjölkvæni komið á. Gömlu mennirnir gátu þá rétt sinn hlut og kvænst mörgum ungum kon- um og var þá af, sem áður var, áð konurnar nytu lifins I félagsskap ungra manna sinna en létu eldri menn vinna myrkranna á milli- Hjónabönd Enn I dag tiðkast f jölkvæni hér i Kenya. Flestir ganga i hjónaband samkv. kristnum hjúskaparlög- um, en þá gildir einkvæni og eru önnur hjónabönd viðkomandi manns ólögleg. Engu að síður taka menn sér gjarnan fleiri kon- ur. Lagalegur réttur þeirra er enginn. Við fráfall mannsins eða skilnað fá þær og börn þeirra ekk- ert i sinn hlut, nema maðurinn hafi gert erfðaskrá. Onnur tegund hjúskaparlaga eru hin almennu lög um hjúskap. Algengt er, að stofnað sé til hjónabanda skv. þessum lögum i dreifbýlinu. Jafnskjótt og karl- maðurinn hefur greitt foreldrum konuefnis sins umsamið verð, sem ýmist er greitt I kvikfé eða reiðu fé telst konan gift. Lög þessi heimila fjölkvæni og eru allar konurnar jafnar fyrir lögum, t.d. við skiptingu erfðaf jár. Þess hafa nýlega verið örfá dæmi, að kona sem skilur við mann sinn, hljóti einhvern hlut eigna þeirra, en börnum sinum, landi og fasteign- um heldur maðurinn nánast allt- af. Þykir hin mesta hneisa að hlaupastburt frá manni sinum og taka foreldrar slikrar konu ekki á móti henni með neinni ástúð og engan rétt á hún til eigna þeirra. Fleiri lög um hjúskap eru i gildi. Vegna þekkingarleysis og einnig þess, hversu flókin löggjöf- in viröist vera, eru konur almennt mjög fákunnandi um réttindi sin á þessu sviði. Er nú I ráði að gefa út bækling um þessi mál og dreifa meöal unglinga I skólum. Nokkur breyting hefur orðið á hlutverki konunnar á undanförn- um árum. Ættflokkakerfið hefur riðlast mjög með tilkomu nútima- legra lifshátta og breyttra framleiðsluhátta. Aður fyrr ræktaði konan matjurtir heima á Julia Ojjiambo aftstobarrðAherra I reftuatól I Hlutverkaaklptiagin hefst snemma — ungar telpur vift vatnsburft Danshópur kikuyukvenna vift hátfftlegt tækifæri Umsjón: Vilborg Harftardóttir sinum shamba til eigin nota og seldi það sem aukreitis varð. Hún var þvl oft sjálfstæður framleið- andi og hafði ráðstöfunarrétt yfir þvl fé, sem hún aflaði. Karl- maðurinn hjálpaði dálltið til við ræktunina, sá um viðhald húsa, tók þátt I sameiginlegri vinnu samfélagsins, aflaði kjöts og klæða og fræddi ungviðið um lif forfeðranna. Nú hefur hið hefð- bundna lifsform orðið að vikja fyrir nútlmalífsháttum, sem slður en svo bæta kjör kvenna. Karlmaðurinn sækir nú vinnu fjarri heimili slnu eða framleiðir seljanlega vöru, s.s. kaffi, te, slsal, sem hann selur með hjálp slns samvinnufélags. Kona hans er nú oftast verkakona hjá manni slnum og vinnur mestu erfiðis- vinnuna. Launin fyrir erfiðið renna inn á hans reikning hjá samvinnufélaginu. 011 vinna innan heimilins er mál kvenna, ræktun matjurta til eigin nota, dagleg umsjón með geitum, hænsnum og auðvitað öll- um barnafjöldanum, og siðast en ekki sist er það þeirra verk að bera vatn, eldivið og aðrar nauðsynjar til heimilis um lang- an veg á höfðinu eða bakinu. Vatnsburðurinn einn getur tekið hálfan dag, sérstaklega um þurrkatimann. Það er undarleg sjón að sjá þær hálfbognar og rið- andi undir ótrúlega þungri byrði af eldiviði eða bárujárni og sjá svo manninn ganga á undan laus- beislaðan og léttan I spori. Börn sin bera þær á bakinu allt frá fæðingu og þar til þau eru fær um að trltla á eftir þeim. Efnis- ræmu er brugðið undir afturenda barnsins og bak og bundin fram yfir öxl móðurinnar, þannig að barnið húkir I sitjandi stellingu við bak móður sinnar. Mann- fræðingurinn Margaret Mead, sem dvalist hefur langdvölum meðal afriskra þjóða, telur, að taktfestasú og léttur limaburður, sem einkennir Afrikubúa, eigi rætur sínar að rekja til þeirra hreyfinga sem barnið tekur þátt I með móður sinni fyrstu árin. Fjölskylduáætlanir Fólkinu fjölgar ört og er talið, að fólksfjöldinn I landinu tvöfald- ist á 20 árum. Fjölskylduáætlanir gengu illa I byrjun og töldu menn, aðallega karlmen'n, getnaðar- vörnum allt til foráttu og töldu þær af hinu illa. Ástæður þessa eru llklega aðallega tvær. Annars vegar er þörfin fyrir mörg börn vegna öryggisleysis I ellinni, þvi að eina liftrygging almennings I þessu landi er stór hópur afkom- enda. Hins vegar þykir nokkur skömm að þvi að eignast ekki mörg börn og er litið niður á slik- ar konur. Þá þykir mér liklegt, að fólki þyki hér verið að trufla eöli- legan gang náttúrunnar; honum þótti það manninum, sem skrifaði nýlega I lesendabréf dagblaðs, að getnaðarvarnir væru ágætar fyrir Evrópubúa, en þeir skyldu ekki vera að þröngva almenningi i Kenya til að nota þær. Hér væri landrými nóg, ólikt þvi sem væri I Evrópu, og Kenya þyrfti stóra og sterka þjóð. Og náttúran hefur sinn gang, I norðurhéruðum landsins stækka þurrkasvæðin, stuttu regnin brugöust I fyrra og ræktað land skortir. Eftir þvl sem þekking manna eykst, viður- kenna fleiri nauðsyn takmarkana barneigna og notfæra sér ókeypis getnaðarvarnir, sem heilsu- gæslustöðvar láta I té. Skóla- atvinnu- og launamál Þegar landið varð sjálfstætt árið 1963 voru til 3 framftaldsskólar fyrir stúlkur i landinu,en nú hefur sú tala tlfaldast. Þó eru fleiri drengir en stúlkur við nám, þvi að skólagjöld eru nokkur og geta orðið erfið barnmörgum fjöl- skyldum. Þó hafa margar konur aflað sér æðri menntunar og kosið sér starf á ýmsum sviðum visinda og mennta. Olæsi er enn algengt I dreifbýlinu, en þvi ætlar stjórnin að útrýma fyrir árið 1980. Opinberir starfsmenn fá laun skv. opinberu launakerfi. Skv. þvl fá menn sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til kynferðis, og konur fá tveggja mánaða launað barnsburðarfri. Um starfsfólk einkafyrirtækja gilda mismun- andi reglur, allt eftir þvi, hversu sterk samtök starfsfólksins eru. En þar sem þau geta verið harla bágborin, er sú regla gjarnan I gildi, að karlmenn eldri en 18 ára skulu fá hærri laun en yngri karl- menn og kvenfólk, þótt um sömu vinnu sé að ræða. Konur eiga vlða rétt á tveggja mánaða leyfi á launum vegna barnsfæðingar, en fæstar hafa hugsun á að leita þess réttar. Þar sem atvinnuleysi er mikið I landinu, eiga konur oft erfitt með að fá launaða vinnu. Tímabund- inn vinnuaflsskortur verður þó I sumum atvinnugreinum, t.d. þeg- ar kaffiberja- og telaufatinslan stendur sem hæst. Þá eru konur að sjálfsögðu velkomið vinnuafl og fara laun þeirra, eins og karl- mánnanna eftir afköstum við vinnuna. Annars eru mánaðar- laun verkakvenna hérna á kaffi- ekrunum I kririgum mig um 100 Kenyashiflingar á mánuði eða um 1800 Isl. krónur. Kvennaárið 1975. Nú er manni spurn. Hefur al- þjóölega kvennaárið 1975 nokkra merkingu meðal kvenna, sem svo illa eru settar vegna fáfræði, mis- mununar, fátæktar og þrældóms, kvenna, sem til skamms tlma bjuggu við tvleflda undirokun, sem Ibúar nýlendu og sem óæðri Ibúar I þokkabót? Jú, hér á að minnast kvenna- ársins á margan hátt. Málefnin, sem forgang hafa, eru að sjálf- sögðu önnur en i þróaðri löndum. Hér er lögð áhersla á þörf dreif- býliskvenna fyrir hreint og nægt vatn,heilsugæslu svo skammt frá hverri byggð, að þangað megi fara fótgangandi. og fleiri barna- skóla. Þá eru konur hvattar til að taka meiri þátt I uppbyggingu landsins, þróun samvinnufélag- anna og hinum ýmsu sjálfs- hjálparáætlunum. Hér eru llfs- nauðsynjar nefnilega ennþá aðal- atriðið og kenyanskar konur brosa I kampinn, þegar þær heyra um vandamál Evrópukvenna, t.d. kröfuna um frjálsar fóstureyð- ingar. Þeirra vandamál eru auð- vitað langt að baki I okkar samfé- lagi. Þá skyldi maður ætla, að þeim þætti hlutskipti okkar eftir- sóknarvert og reyndu að feta I sömu fótspor eftir mætti. Það má lika með sanni segja, að svo er. En þeim eru, þótt undarlegt megi virðast, ljósir ýmsir vankantar á fordæmi okkar og benda óhikað á það öngstræti, sem lifshættir margra á norðurslóðum hafa rat- að I. Félagsleg einangrun smá- fjölskyldunnar og upplausn fjöl- skyldullfsins I stórborgum eru víti, sem hérlendar konur ætla að varast, hver svo sem ráðin verða. Konur i sókn. Kvennasamtök starfa viða i landinu, þar af ein, Maendaleo ya wanawake („Konurí sókn”) með um 100.000 félagskonur og karla. Aðalhlutverk samtakanna er að fræða konur, kenna þeim nær- ingarfræði, ræktun matjurta, meöferð ungbarna og heilsu- gæslu, takmarkanir barneigna o.s.frv. Einnig reyna þau að þjálfa konur i handiðnaði og selja siöan framleiöslu þeirra til fjöl- býlissvæða. Staða borgarkvenna er mjög frábrugðin stöðu kvenna úti á landsbyggðinni. Stássdrósir Nairobiborgar llkjast meira kyn- systrum sinum I borgum Evrópu en sveitakonum Kenya, sem eru að sligast undan þungum byrðum meðfram vegum landsins. Mörg vandamál kvenna hér á landi eru vandamál vanþróaðs lands og snerta alla ibúa þess. Önnur eru beinlinis tilkomin vegna þess að karlmenn halda um stjórntaumana. Ég segi kannski ekki, að hjörtum karla svipi saman I Kenya og Kópavogi, en þó þekkjum við mörg þessara vandamála heima og eigum enn við þau að etja. Af 158þingmönnum, sem kosnir voru I þingkosningunum i okt s.l. voru 5 konur. Hún var hnarreist og hýr hún Julia Ojiambo að- stoðarráðherra, sem sór þjóð sinni trúnaðareið i Frelsisgarðin- um I Nairobi seint I október. Hún er fyrsta konan, sem hlýtur slikt embætti hér á landi og sýnir út- nefning hennar, að konur sækja fast fram, þótt heimaland þeirra teljist vanþróað. Frá 1. mal samkomunni, sem iangbrekur stáftu fyrir. AsifBæi ræftustól Leikræn stæling þekktra augiýsinga vakti miklnn klátur (og vonandi umhugsun) áhorfenda LANGBRÆKUR Jafnréttishópur íslenskra kvenna í Osló Um 100 íslendingar eru við nám í Osló. Þessi hópur hefur látið talsvert til sin takaog er þar mikil félags- starfsemi og skemmst að minnast herferðar þeirra í landhelgismá linu, sem reyndar aflaði þeim óvin- sælda hjá yfirmönnum Nató í Noregi. Jafnréttismálin hafa verið ofarlega á dagskrá hjá íslensku nýlendunni í Osló, ekki síst siðan konur þar bundust samtökum og stofnuðu jafnréttishópinn „Langbrækur" í fyrravet- ur. i eftirfarandi grein segir Ágústa Stefánsdóttir, sem er við nám i hug- myndasögu í Oslóarhá- skóla, frá starfi langbrók- anna. Jafnrettisbaráttan I Noregi er oröin mikilvægur þáttur I stjórn- málum þarlendis. Konur þar eru aimennt nokkuft meftvitaftar um stöðu sina, og er þaft tii marks, að I Noregi (Oslo) er minni kyn- skipting I störfum en vlöast hvar. En þetta má ekki skilja svo, að jafnréttisþjóðféiagið sé að finna þar. t Noregi heldur baráttan áfram af krafti, og m.a. þess vegna fæddist félagið Langbræk- ur. Foreidrar Langbróka eru is- lenskar námskonur I Osló. Við er- um þó ekki allar í námi, nokkrar eru húsmæður, aðrar vinna önnur störf. Ég fór út I byrjun mars. Ekki leið á löngu, þar til ég varð vör vift starfsemi Langbróka, en ekki fór ég beint inn I neinn starfshóp- anna, þvi veturinn var að enda. En undirbúningsstarf að 1. mai var vcrkefni, sem allir hóparnir ætluðu að sjá um i sameiningu. Margir fundir voru haldnir þá til að ræða um dagskrá og skipulag dagsins, siðan skiptum við niöur verkefnum. Við Aslaug Agnars- dóttir fengum t.d. það verkefni að sctja upp síultar leikrænar stæl- ingar á þekktum auglýsingamó- tivum. Allir þekkja það vafalaust, hvernig fallegur kvenmannsli- Agústa Stefánsdóttir. kami er notaður til að auglýsa hvaða vöru sem er, áfengi, hrein- lætisvörur, tóbak, bila o.s.frv. Starfsemin byrjaði aftur strax I haust. Við hófum starfið með sameiginlegum fundi til að ræða vcrkefnaval vetrarins og niður- röðun I hópa. Við létum tilviljun ráða hverjar lentu saman, en starfandi eru nú þrir u.þ.b. sjö manna hópar. Við vorum allar sammála um, að brýnasta verk- efnið væri að gera stefnuskrá fyr- ir hreyfinguna, en svo skyldum við halda málfund, opinn fyrir alla þá islcndinga, sem áhuga hefðu á jafnréttismálum. En af þvi að flestar okkar höfðu aldrei I pontu stigið, ákváðum við að halda tvo fundi, fyrst einn bara fyrir okkur, þar sem rætt yröi um stefnuskrána. Enga frummæl- endur höfðum við, en ritara og fundarstjóra. Þegar að fundinum kom, var búið að ræða stefnu- skrána i hópunum. Það kom i Ijós, að flestar höfðu eitthvað að segja, svo umræöur urðu bæði frjóar og skemmtilegar. Eitt helsta deiluefni fundarins var hvort bæöi kynin ættu að starfa saman i baráttunui, eða Hver á aft ráða, konan efta læknirinn, — og hvafta tilviljun skyidi ráfta ákvörftun hans? hvort við þyrftum meiri undir- búnings- og uppbyggingarstarf okkar sjálfra áður en körlum væri hleypt inn i hópana. Allar vorum við þó á einu máli um það, að karlmenn eru engu síður kúgaðir en við, þeir eiga t.d. aldrei neinn valkost, hvort þeir vilja vinna úti eða heima, þeir eiga að vera fyr- irvinnurnar. Deilan snerist um það, hvort við værum búnar að átta okkur nægilega vel á okkar sérstöðu sem kvenna til að geta starfaö þannig við hlið karlmann- anna að jafnrétti i þjóðfélaginu. Cr þessu varð ekki skorið, en hver hópur varð að ákveða sjálf- ur, á hvaða grundvelli hann vildi starfa. Seinni málfundurinn, sem var öllum opinn, fjallaöi um hverjar afleiðingar yrðu af þvi, ef allar konur færu að taka jafn mikinn þátt i atvinnulifinu og karlar. Þessi málfundur var ekki eins skemmtilegur og hinn, a.m.k. Iivað fjörugar umræður snerti. Verkefni eftir áramót eru ekki endanlega ákveðin, en einn hóp- urinn ætlar að þýða greinar úr norskum blöðum og timaritum og senda hingað heim þær sem best- ar þykja. Annar hópur ætlar að undirbúa leshring fyrir nýkomna næsta vetur. En fyrir utan eigin- leg afkastastörf lesum við saman bækur og ræðum saman um jafn- réttismálin og persónulega reynslu okkar af misréttinu rnilli kynjanna. Sem komið er, eru Langbrækur samtök án flokkspólitlskrar linu. 1 cðli sinu geta samtökin aldrei verift annað en opin I báða enda, þvi fólk er alltaf að koma og fara. En i litlu samfélagi virftast fleiri taka þátt i félagsstarfi, og við vonum, að það sem við gerum sem Langbrækur i Osló sé gott undirbúningsstarf fyrir átökin sem verða hér heima á næstu ár- um. Agústa Stefánsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.